Strengir [4] (2003-05)

Hljómsveit starfaði snemma á þessari öld, að minnsta kosti árið 2003 og svo aftur 2005, undir nafninu Strengir. Líklega starfaði þessi sveit ekki samfleytt.

Meðlimir Strengja voru allt þekkt tónlistarfólk, þau Hjörleifur Valsson, Birgir Bragason, Hörður Bragason og Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) söngkona.