Sjálfsfróun (1981-91)

Pönksveitin Sjálfsfróun er vafalaust ein umtalaðasta og e.t.v. umdeildasta sveit sem starfað á Íslandi, bæði hvað nafn hennar varðar og svo fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin gaf aldrei út plötu meðan hún starfaði en mörgum árum síðar var demó-upptökum með henni safnað saman og þær gefnar út á netinu. Engar upplýsingar…

Sjálfsfróun – Efni á plötum

Sjálfsfróun – Rise 2B free + EXTRA Útgefandi: Synthadelia records Útgáfunúmer: SR058 Ár: 2014 [?] 1. Bow 4 gov 2. Cold song 3. Drugs 4. Fólk 5. Government trick 6. Legal destruction 7. Lítill kall 8. Löggan 9. Man 10. No future 11. Palestina 12. Pop star rockers 13. Reaper of death 14. Ríkisvald og…

Sjálfsmorðssveitin (1978-79)

Sjálfsmorðssveitin svokallaða starfaði í um eitt ár undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en sveitin sem var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum var sett sérstaklega saman fyrir tónleika með Megasi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Megas (Magnús Þór Jónsson) hafði verið töluvert áberandi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum, sent m.a. frá sér plötuna Á bleikum náttkjólum…

Sjálfsmorðssveitin – Efni á plötum

Megas – Drög að sjálfsmorði (x2) Útgefandi: Iðunn / Skífan / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: Iðunn 008-9 / SCD 188 / IT 085 Ár: 1979 / 1997 / 2002 1. Forleikur 2. Ef þú smælar framan í heiminn 3. Gleymdur tími 4. Grísalappalísa 5. Formsatriði var ekki fullnægt 6. Skríddu ofaní öskutunnuna 7. Þjóðvegaræningi á krossgötum 8.…

Skólahljómsveit Hvolsskóla (1957)

Veturinn 1956-57 var starfrækt skólahljómsveit í Hvolsskóla á Hvolsvelli en slíkt þótti óvenjulegt í skóla sem einungis hafði að geyma um fimmtíu nemendur. Hljómsveitina skipuðu ellefu nemendur við skólann, átta stúlkur og þrír drengir og léku þau á gítar, blokkflautur, sýlófón, trommu og slagverk undir stjórn skólastjórafrúarinnar, Birnu Frímannsdóttur.

Skólahljómsveit Laugalækjarskóla (um 1965)

Skólahljómsveit var starfrækt innan Laugalækjarskóla um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en hún var líklegast starfandi veturinn 1965-66. Upplýsingar um þessa sveit eru af afar skornum skammti, þó eru heimildir um að Herbert Guðmundsson var söngvari hennar og hugsanlega einnig gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit. Herbert var svo einnig í hljómsveitinni…

Skólahljómsveit Laugaskóla í Dölum (1980-90)

Að minnsta kosti tvívegis voru starfandi skólahljómsveitir við Laugaskóla í Sælingsdal í Dalasýslu á árunum 1980 til 90. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þeirra og er því hér með óskað eftir upplýsingum um þær. Á þessum árum voru jafnframt tvær sveitir starfandi innan Laugaskóla sem einnig herjuðu á ballmið utan skólans,…

Skólahljómsveit Melaskóla (um 1968)

Óskað er eftir upplýsingum um skólahljómsveit í Melaskóla sem þar var starfandi í kringum 1968, meðal meðlima hennar var söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.). Einnig er óskað eftir upplýsingum um skólahljómsveitir starfandi innan skólans á öðrum tímum.

Skólahljómsveit Miðbæjarskólans (1962-63)

Skólahljómsveit mun hafa verið starfandi við Miðbæjarskólann veturinn 1962-63 en upplýsingar um þá sveit eru afar takmarkaðar – reyndar svo að það eina sem liggur fyrir um hana var að Helga Einarsdóttir gegndi hlutverki söngkonu í sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um tilurð þessarar sveitar sem og annarra sveita sem kallast gætu skólahljómsveitir í…

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps (1989-2002)

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps var starfrækt við tónlistarskólann í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið fyrir og um síðustu aldamót, rétt um öld eftir að lúðrasveit starfaði þar í bæ í fyrsta sinn. Sveitin, sem var alla tíð nokkuð fjölmenn og innihélt á milli 20 og 30 meðlimi sem þykir gott í svo litlu samfélagi, mun…

Skólahljómsveit Neskaupstaðar (1974-90)

Skólahljómsveit starfaði við Tónskólann í Neskaupstað um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og setti heilmikinn svip þar á bæjarbraginn. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að veturinn 1972-73 var sett saman eins konar skólahljómsveit ellefu nemenda og eins kennara til að leika á vortónleikum tónlistarskólans undir stjórn Haraldar…

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Sixties [2] – Efni á plötum

Sixties – Bítilæði Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: RYMUR CD / K 002 Ár: 1995 1. Vor í Vaglaskógi 2. Viltu dansa 3. Fyrsti kossinn 4. Tonight 5. Á heimleið 6. Ævintýri 7. Kvöldið er fagurt 8. Söknuður 9. Memory 10. Alveg ær 11. Einn, tveir, þrír 12. Konur Flytjendur: Rúnar Örn Friðriksson – söngur Andrés Gunnlaugsson…

Sítrónukvartettinn (1975-77)

Sítrónukvartettinn svokallaði var söngkvartett nemenda við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, sem starfaði þar á árunum 1975 til 77. Meðlimir kvartettsins voru þeir Sigurður Jóhannesson, Freysteinn Sigurðsson, Vigfús Hjartarson og Jón Hallur Ingólfsson, ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir félagar sungu en Sigurður og Freysteinn léku aukinheldur á gítara. Sítrónukvartettinn naut töluverðra vinsælda á Bifröst…

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Síhanouk (um 1980)

Síhanouk var hljómsveit á Akureyri sem starfaði líklega um eða upp úr 1980. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Jónsson gítarleikari, Balli [Baldvin H. Sigurðsson?] hljómborðsleikari, Ási Magg [Ásmundur Magnússon?] bassaleikari, Óli Þór [Ólafur Þór Kristjánsson?] söngvari og Jóhannes Már [?] trommuleikari. Heimild segir jafnframt að Steinþór Stefánsson bassaleikari hafi tímabundið verið í sveitinni. Síhanouk fór…

Sín – Efni á plötum

Sín – [engar upplýsingar um titil] [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Guðmundur Símonarson – gítar og söngur Guðlaugur Sigurðsson – hljómborð og söngur Sín – “Ég man það enn” Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] 1. Ágústnótt 2. Heyr mitt ljúfasta lag 3.…

Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Laugarvatni (1946-62)

Skólahljómsveitir munu hafa verið starfræktar við Héraðsskólann á Laugarvatni á árum áður en heimildir þ.a.l. eru nokkuð slitróttar og því við hæfi að lesendur Glatkistunnar fylli í eyður eftir því sem kostur er. Skólahljómsveit var starfrækt við skólann árið 1946 en meðlimir hennar voru þeir Sigurður Guðmundsson píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari og Pétur Jónsson saxófónleikari.…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Skólahljómsveit Héraðsskólans að Reykjum (um 1970)

Héraðsskóli var starfadni að Reykjum í Hrútafirði á árunum 1931-88 en síðan skólanum var lokað hafa vinsælar skólabúðir verið starfræktar þar. Reikna má með að hljómsveitir hafi verið starfandi innan skólans líkt og við aðra slíka skóla en heimildir finnast þó ekki um nema eina slíka sveit, hún var starfandi að líkindum í kringum 1970…

Skólahljómsveit Hveragerðis (1977-95)

Skólahljómsveit Hverasgerðis var starfrækt um árabil innan grunnskólans í Hveragerði og var fastur liður í menningarlífi bæjarins, lék við ýmis tækifæri innan grunnskólans, í kirkjustarfinu og þegar kveikt var á jólatréi þeirra Hvergerðinga við upphaf aðventu, þá lék sveitin við ýmis einstök tilefni eins og t.d. við vígslu Hótels Arkar árið 1986 og fór að…

Skógamenn (1960)

Vorið 1960 kom fram söngkvartett sem skemmti á samkomu sem haldin var í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla (Héraðsskólans á Skógum) en hann bar nafnið Skógamenn. Kvartettinn sem var skipaður fjórum nemendum úr skólanum mun hafa sungið við píanóundirleik og svo virðist sem hann hafi þá verið starfandi um nokkurn tíma. Engar upplýsingar er…

Skógameyjar (1960-72)

Sextett stúlkna var starfræktur undir nafninu Skógameyjar í Skógaskóla (Héraðsskólanum á Skógum) á árunum 1960 til 72, og jafnvel lengur. Skógameyjar sem skemmtu með söng við gítarundirleik komu líklega fyrst fram á hátíðarhöldum í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla vorið 1960 og virðist slíkur sönghópur hafa verið fastur liður í skólafélagslífinu að minnsta kosti…

Silfurtónar [1] (1991-95)

Hljómsveitin Silfurtónar vakti á fyrri hluta tíunda áratugarins nokkra athygli og þó nokkrar vinsældir með spilamennsku sinni og svo plötu sem reyndar seldist fremur illa en tvö laga sveitarinnar hafa lifað til þessa dags. Silfurtónar komu fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1991 þegar sveitin hélt tónleika í Duus húsi undir yfirskriftinni Silfurtónar í 20 ár.…

Sinfóníuhljómsveit æskunnar (1985-96)

Sinfóníuhljómsveit æskunnar var starfrækt hér á landi í tæplega áratug og tókst á við fjölmörg ótrúleg og krefjandi verkefni undir stjórn og handleiðslu Bandaríkjamannsins Paul Zukofskys, þegar hans naut ekki lengur við fjaraði smám saman undan sveitinni uns hún lognaðist út af 1996. Paul Zukofsky hafði á árunum 1977 til 84 verið með námskeið fyrir…

Sinfóníuhljómsveit æskunnar – Efni á plötum

Sinfóníuhljómsveit æskunnar – G. Mahler: Sinfónía nr. 9 – Tónleikar 03.08. ´86 [snælda] Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Sinfónía nr. 9 e. G. Mahler Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit æskunnar – leikur undir stjórn Paul Zukofsky       Colonial symphony / Sinfóníuhljómsveit æskunnar – Dane Rudhyar: Five stanzas & Arnold Schoenberg: Pelleas and melisande,…

Silfurtónar [1]- Efni á plötum

Silfurtónar – Skýin eru hlý Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 092 Ár: 1992 1. Söngur um þrá 2. Við 3. Get down now 4. Töfrar 5. Í dyragættinni 6. Mennið 7. Litið til baka 8. Með þér = Going baby 9. Guðmundur surtur 10. Amina Flytjendur: Hlynur Höskuldsson – bassi og raddir Bjarni Friðrik Jóhannsson –…

Six pack latino (1998-2001)

Hljómsveitin Six pack latino vakti heilmikla athygli rétt fyrir síðustu aldamót með suður-amerískri latino tónlist, og sendi frá sér plötu með slíkri tónlist. Segja má að rætur sveitarinnar hafi að mestu legið í hljómsveitinni Diabolus in musica sem hafði starfað á áttunda áratugnum en þau Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, Páll Torfi Önundarson gítarleikari og Tómas…

Six pack latino – Efni á plötum

Six Pack Latino – Björt mey & mambó Útgefandi: Mál og menning Útgáfunúmer: MM 017 Ár: 1999 1. Garðyrkjumaður 2. Simba mundele 3. Mambo del amor 4. Habanera 5. Camarera de mi amor 6. Timbúktú 7. Letingjabragur 8. Meglio stasera 9. Til þín 10. Tifandi tær 11. El manisero 12. Í dansi með þér 13.…

Skoffín [1] (1995-96)

Hljómsveitin Skoffín starfaði í Hafnarfirði seint á síðustu öld, líklegast innan Flensborgarskóla en sveitin átti tvö lög á safnplötunni Drepnir árið 1996. Skoffín hafði verið stofnuð 1995 og voru meðlimir hennar Darri Gunnarsson gítarleikari og söngvari, Kjartan O. Ingvason gítarleikari og söngvari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari og Björn Viktorsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir neinar…

Danslagakeppni SKT [tónlistarviðburður] (1950-61)

Líklega hafa fáir tónlistarviðburðir á Íslandi haft jafn mikil og víðtæk áhrif á tónlistarlífið hér og danslagakeppnir þær sem Góðtemplarar (og fleiri í kjölfarið) stóðu fyrr á sjötta áratug síðustu aldar en segja má að með þeim hafi íslenska dægurlagið verið skapað. Góðtemplarareglan í Reykjavík hafði verið stofnuð undir lok 19. aldarinnar hér á landi…

Skóflubandið (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Skóflubandið en það var að öllum líkindum starfandi á austanverðu landinu, í kringum Egilsstaði eða nágrenni. Fyrir liggur að Friðjón Ingi Jóhannsson var í Skóflubandinu, líklega sem harmonikku- eða bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði og hversu lengi.

Skógarbandið (1981)

Haustið 1981 var hópur, líklega sönghópur fremur en hljómsveit, starfandi innan KFUM og K starfsins undir nafninu Skógarbandið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi eða eðli Skógarbandsins og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Skógartríóið [1] (1954-55)

Skógartríóið starfaði á Akureyri um miðjan sjötta áratuginn, nánar tiltekið sumrin 1954 og 55 (e.t.v. lengur) og lék fyrra sumarið um helgar á dansleikjum í Vaglaskógi, hugsanlega kemur nafn tríósins þannig til. Einnig lék sveitin eitthvað á dansleikjum í Eyjafirðinum. Meðlimir Skógartríósins voru þeir Reynir Jónasson harmonikkuleikari, Gissur Pétursson píanóleikari og Rögnvaldur Gíslason trommuleikari.

Skógartríóið [2] (2001)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skógartríóið sem kom fram á fjölskylduskemmtun á Skriðuklaustri haustið 2001. Að öllum líkindum var um að ræða einhvers konar hljómsveit sem þá hefur starfað á Héraði en hér mega lesendur gjarnan fylla í eyðurnar.

Skólahljómsveit Barnaskóla Hafnarfjarðar (1959-64)

Upplýsingar óskast um Skólahljómsveit Barnaskólans í Hafnarfirði sem starfaði þar veturinn 1963-64 en hafði þá líkast til verið starfandi þá síðan haustið 1959 og verið sett á stofn af Jóni Ásgeirssyni þáverandi söngkennara við skólann, líklegast var um að ræða litla blásara- eða lúðrasveit. Hér er óskað eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og…

Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur (1959-60)

Hljómsveit var starfandi innan Barnaskólans á Húsavík veturinn 1959-60 og bar hún líklega nafnið Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur. Meðlimir þeirrar sveitar voru Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Þórhallur Aðalsteinsson píanóleikari og Sigþór Sigurjónsson trommuleikari en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.

Ómar [3] – Efni á plötum

Árshátíð Menntaskólans í Reykjavík – Árshátíð 1991 [flexiplata] Útgefandi: Framtíðin Menntaskólanum í Reykjavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1991 1. Ómar! – Smákvæði um eyrnarbrotið milta 2. Flosi Ólafsson & Pops – Ljúfa líf Flytjendur: Ómar!: – Jónas Sveinn Hauksson – söngur – Frank Þórir Hall – kassagítar og raddir – Guðmundur Steingrímsson – harmonikka og…

Silfurkórinn (1977-80)

Silfurkórinn var ekki kór í þeirri merkingu sem algengast er, heldur var hann settur sérstaklega saman fyrir plötuupptöku og eftir því sem best verður komist söng hann ekki nema einu sinni eða tvisvar opinberlega. Samt sem áður komu út fjórar plötur með kórnum á þremur árum. Svavar Gests hjá SG-hljómplötum auglýsti haustið 1977 eftir ungum…

Silfurkórinn – Efni á plötum

Silfurkórinn – Hvít jól Útgefandi: SG-hljómplötur / Skífan / Sena Útgáfunúmer: SG 110 & 754 / SGCD 110 / SCD 543  Ár: 1977 / 1993 / 2012 1. Syrpa 1; Ég sá mömmu kyssa jólasvein / Krakkar mínir komið þið sæl / Jólin koma / Bráðum koma jólin / Ó, Grýla 2. Syrpa 2; Jólin…

Sigursveinn D. Kristinsson (1911-90)

Allir þekkja nafn Sigursveins D. Kristinssonar enda er Tónskóli Sigursveins beintengdur honum, nafn Sigursveins er þó einnig tengd baráttusögu fatlaðra og Sjálfsbjörgu en hann glímdi við lömun megnið af ævi sinni og þurfti að nota hjólastól frá unglingsaldri. Það kom þó ekki í veg fyrir þrekvirki sem hann vann á ævi sinni á hinum ýmsu…

Sigursveinn D. Kristinsson – Efni á plötum

Sigursveinn D. Kristinsson: Lög fyrir söngrödd og píanó / Complete songs – ýmsir (x2) Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK 78 Ár: 2011 1. Á vordegi / A day in spring 2. Systurnar góðu / The good sisters 3. Heimþrá / Pining for home 4. Gæti ég / If I could 5. Á strönd / On a…

Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur [1] (1947-50)

Segja má að Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur (hin fyrri) hafi verið eins konar brú á milli Hljómsveitar FÍH og upphaflegrar útgáfu Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sami mannskapur skipaði þessar þrjár sveitir að mestu. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar á Íslandi frá því á þriðja áratugnum til að stofna hljómsveitir sem spiluðu klassíska tónlist og höfðu fáeinar þeirra gengið…

Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur [1] – Efni á plötum

Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 3 Ár: 1949 1. Ísland I 2. Ísland II Flytjendur: Tónlistarfélagskórinn – söngur undir stjórn Victors Urbancic Guðmunda Elíasdóttir – einsöngur Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur – leikur undir stjórn Viktors Urbancic Tónlistarfélagskórinn [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JORX 1 Ár: 1949 1. Friðarbæn úr óratoríunni “Friður á jörðu”, 1. hluti 2. Friðarbæn úr óratoríunni “Friður á jörðu”,…

Sextett Árna Scheving (1982-93)

Tónlistarmaðurinn Árni Scheving starfrækti að minnsta kosti þrívegis hljómsveitir á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, sem féllu undir sextetts-hugtakið og líklega var skipan þeirra sveita með mismunandi hætti. Árið 1982 setti hann saman sextett í eigin nafni sem lék á djasstónleikum í tilefni af 50 ára afmælishátíð FÍH, engar upplýsingar er að finna um…

Skjaldmeyjar flotans (1996)

Hljómsveit skipuð kvenfólki í meirihluta starfaði árið 1996 undir nafninu Skjaldmeyjar flotans og var eins konar kántrísveit. Meðlimir Skjaldmeyja flotans voru Kidda rokk (Kristín Þórisdóttir) bassaleikari [?], Eygló [Kristjánsdóttir?] gítarleikari [?], Guðveig [Anna Eyglóardóttir?] söngkona [?], Sigríður Árnadóttir söngkona [?], Valtýr Björn Thors gítarleikari [?] og Jón Mýrdal trommuleikari. Kunnugir mættu gjarnan staðfesta nöfn og…

Skjóni (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi ár Seyðisfirði árið 1973 undir nafninu Skjóni. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem á við í umfjöllun sem þessari.

SKLF (1982-83)

SKLF (sem var skammstöfun fyrir Samkór lögreglufélagsins) var pönkhljómsveit starfandi í Neskaupstað 1982-83. SKLF var stofnuð sumarið 1982 til þess eins að taka þátt í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina en þátttökusveitir fengu frítt inn á svæðið. Sveitin hafði nokkuð sérstaka hljóðfæraskipan en tveir trommuleikarar voru í henni, meðlimir voru trommuleikararnir Magnús Bjarkason og Kristinn…