Sex appeal (1993-96)

Hljómsveitin Sex appeal var starfrækt á Hvolsvelli á árunum 1993-96 en hún var að hluta til stofnuð upp úr Munkum í meirihluta. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, Sigurður Einar Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari, Árni Þór Guðjónsson gítarleikari og söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Þorbjörg Tryggvadóttir. Sex appeal lék á sveitaböllum víðs vegar um…

Sexí (?)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi undir nafninu Sexí, hvenær liggur þó ekki fyrir. Sveitin innihélt Halldór Gylfason [?], Knút [?] og Tomma [?], en fleiri gætu hafa komið við sögu hennar. Allar frekari upplýsingar varðandi Sexí eru vel þegnar.

Sexmenn [1] (1967)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Sexmenn en hún starfaði á Ísafirði árið 1967, hugsanlega þó mun lengur. Meðlimir voru, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna, sex talsins en fjórir hafa verið nafngreindir, Þórarinn Gíslason sem gæti hafa leikið á píanó eða hljómborð, Samúel Einarsson bassaleikari, Ólafur Karvel Pálsson saxófónleikari og Vilberg Vilbergsson…

Semen (1995-96)

Semen starfaði á árunum 1995-96 að minnsta kosti og var líklega eins konar raftónlistarsveit, Þorsteinn Ólafsson (Prince Valium) og Trausti [?] voru meðal meðlima sveitarinnar en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu hennar. Semen lék nokkrum sinnum á uppákomum undir ljóðalestri.

Sem innfæddir (1983)

Hljómsveitin Sem innfæddir var skammlíf sveit, starfandi vorið 1983. Litlar upplýsingar finnast um þessa sveit en Einar Pálsson (Haugur o.fl.) mun hafa verið einn meðlima hennar. Frekari upplýsingar um sveitina óskast sendar Glatkistunni.

Sero (1958-60)

Upplýsingar um hljómsveit sem kallaðist Sero (einnig nefnd Seró) og starfaði í kringum 1960, eru afar takmarkaðar. Ekkert er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en Þórunn Árnadóttir söng meða henni haustið 1958, og Bjarni Guðmundsson (Barrelhouse Blackie) árið 1959 en það sumar lék sveitin á böllum á landsbyggðinni, mestmegnis um sunnan- og austanvert…

Send að sunnan (1976)

Árið 1976 var hljómsveit sem bar heitið Send að sunnan, starfandi við Menntaskólann við Tjörnina. Gunnar Kristinsson var hljómborðsleikari þessarar sveitar en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi hennar. Þessi sveit starfaði líklegast í skamman tíma.

Senicator (1999)

Hljómsveitin Senicator var ein sveita sem keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík árið 1999. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar, hversu lengi hún starfaði eða um gengi hennar í keppninni. Senicator átti a.á.m. lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem kom út í kjölfarið. Lagið samdi Jón Berg Jóhannesson (VDE-066, Etanól o.fl.) og gæti hann…

Sex á sviði (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Sex á sviði, hverjir skipuðu hana og hvenær. Heimild hermir að sveitin hafi verið skipuð íslensku tónlistarfólki í Svíþjóð, önnur heimild segir að þarna sé á ferðinni hljómsveitin Diabolus in musica á fyrri stigum. Ekkert er hins vegar að finna um hvort þetta sé sama sveitin eða tvær mismunandi hljómsveitir.

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.

Septa (1989)

Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin Septa frá Bolungarvík var í raun starfandi sveit en hún átti lag á safnplötunni Vestan vindar, sem gefin var út af vestfirsku tónlistarfólki árið 1989. Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru systkinin Pálína söngkona, Haukur trommuleikari og Hrólfur hljómborðsleikari Vagnsbörn, auk þess sem Magnús Hávarðsson gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og nýstirnið…

Scream (1967-69)

Blúsrokksveitin Scream starfaði á árunum 1967-69 og sérhæfði sig í tónlist hljómsveitarinnar Cream sem þá var á hátindi frægðar sinnar. Meðlimir Scream voru þeir Egill Ólafsson söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Gunnar Hermannsson bassaleikari og Júlíus Agnarsson gítarleikari en þeir voru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir. Sveitin leið sitt skeið en meðlimir hennar áttu…

Scruffy Murphy (1997-98)

Þjóðlagasveitin Scruffy Murphy starfaði í Hafnarfirði veturinn 1997-98 en sveitin sérhæfði sig einkum í írskri tónlist. Meðlimir Scruffy Murphy voru Hermann Ingi Hermannsson söngvari og gítarleikari (Logar, Papar o.fl.), Elísabet Nönnudóttir ásláttar- og flautuleikari (Hrafnar o.fl.), Poul Tschiggfrie söngvari og fiðluleikari og Sarah Tschiggfrie harmonikkuleikari. Scruffy Murphy lék aðallega á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu.

Seco (1967)

Hljómsveitin Seco starfaði haustið 1967 og var að öllum líkindum í bítla- eða hippatónlistinni sem þá var við lýði hjá ungu tónlistarfólki. Pétur „rakari“ Guðjónsson var umboðsmaður sveitarinnar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi Seco og óskast þær þ.a.l. sendar Glatkistunni.

Seðlar (1982-88)

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ. Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur. 1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og…

Scorpion [útgáfufyrirtæki] (1972-73)

Útgáfufyrirtækið Scorpion var skammlíft ævintýri en útgáfan starfaði í um eitt og hálft ár. Jón Ármannsson, sem hafði starfrækt Tónaútgáfuna á Akureyri ásamt Pálma Stefánssyni, stofnaði Scorpion þegar hann sleit sig frá samstarfinu við Pálma um áramótin 1971-72 enda störfuðu þeir í sínum hvorum landsfjórðungnum. Scorpion starfaði ekki lengi, stórar plötur með Magnúsi og Jóhanni…

Selma Hrönn Maríudóttir (1969-)

Nafn Selmu Hrannar Maríudóttur kemur víða við sögu íslenskrar menningarsögu, þótt hún sé í seinni tíð þekktust fyrir margverðlaunaðar barnabækur og vefgerð tengt því, á hún að baki tónlistarferil sem telur eina sólóplötu og aðra dúettaplötu auk þess sem hún hefur leikið og sungið inn á nokkrar plötur. Selma Hrönn (f. 1969) á ekki langt…

Segulbandið [1] (1987-91)

Á Sauðárkróki var starfandi unglingahljómsveit undir nafninu Segulbandið árið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Fjölnir Ásbjörnsson söngvari (síðar prestur), Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Kristján Kristjánsson trommuleikari, Óskar Örn Óskarsson gítarleikari, Arnbjörn Ólafsson hljómborðsleikari og Björgvin Reynisson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Segulbandið starfaði en sveit með þessu nafni lék norðanlands 1990 og aftur 1991, að öllum…

Seinar express (1982)

Seinar express var samstarfsverkefni Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur Pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) og Torfa Rafns [?] orgelleikara en dúóið kom fram í örfá skipti haustið 1982. Ekki varð framhald á samstarfi þeirra.

Selma Hrönn Maríudóttir – Efni á plötum

Selma Hrönn Maríudóttir – Einkamál Útgefandi: Tónaflóð Útgáfunúmer: TF001 Ár: 1990 1. Praying on an evening star 2. Einkamál 3. Í huga mér 4. Saltfiskrokk 5. Vonbrigði í G-dúr 6. Einn í húmi nætur 7. Rúna Rokk 8. I heard it said 9. Á þjóðhátíð ég fer 10. Hugleiðing Flytjendur: Jóhannes Eiðsson – söngur Sigurður…

Sem (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Sem starfaði á Bíldudal á áttunda áratug síðustu aldar. Engar heimildir finnast um nöfn meðlima sveitarinnar en þeir voru að líkindum mestmegnis kennarar við grunnskólann í plássinu. Allar frekari upplýsingar um Sem væru vel þegnar.

Sálarháski (1991)

Djass- og blússveitin Sálarháski var starfrækt um nokkurra mánaða skeið vorið og sumarið 1991 og lék þá einkum djass á Púlsinum við Vitastíg. Meðlimir Sálarháska voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari og Atli Örvarsson trompetleikar. Stundum léku gestir með þeim og má þar nefna þá Rúnar…

Sálin [1] (1967-68)

Hljómsveitin Sálin var nokkuð áberandi í einum þeirra anga tónlistarinnar sem þróaðist út frá íslenska frumbítlinu en um var að ræða eins konar gítar- eða blúsrokk sem var nokkuð á skjön við það sem flestar sveitir voru að gera. Meðlimir Sálarinnar voru upphaflega líklega Benedikt Már Torfason og Jón G. Ragnarsson sem báðir gætu hafa…

Sánd [fjölmiðill] (1999-2003)

Tímaritið Sánd var gefið út um fjögurra ára skeið í kringum síðustu aldamót. Það voru þrír ungir athafnamenn í Hólabrekkuskóla, bræðurnir Helgi Steinar og Ingiberg Þór Þorsteinssynir og Ari Már Gunnarsson sem stóðu að útgáfu blaðsins en Ingiberg varð ritstjóri þess. Fyrsta tölublað Sánds, sem kom út vorið 1999, var 2500 eintök, næsta tölublað fékk…

Sánd [fjölmiðill] – Efni á plötum

Sándtékk – ýmsir Útgefandi: Sánd / 2112 Útgáfunúmer: Sánd / 2112 009 Ár: 2003 1. Moody company – Human calendar 2. Moody company – Get yourself together 3. Tenderfoot – While this river 4. Tenderfoot – Country 5. Indigo – Drive it down 6. Rúnar – Ease your mind 7. Rúnar – Dirty love 8.…

Scope (1993-95)

Hljómsveitin Scope gerði það ágætt þann tíma sem hún starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar en það er einkum stórsmellurinn Was that all it was, sem heldur minningu sveitarinnar á lofti. Scope var stofnuð snemma á árinu 1993 þegar Grétar Ingi Gunnarsson, Sveinbjörn Bjarki Jónsson og Margeir Ingólfsson fóru að skapa danstónlist saman,…

Savanna tvíóið (1984)

Engar upplýsingar er að finna um Savanna tvíóið sem tók þátt í tónlistarhátíð Menntaskólans á Akureyri vorið 1984, Viðarstauk ´84. Mestar líkur eru á að tvíóið hafi ekki verið starfandi heldur einungis verið sett saman fyrir þennan eina viðburð.

Saxar (?)

Hljómsveitin Saxar starfaði á landsbyggðinni, hugsanlega á Hvammstanga, einhvern tímann á tímum Bítla og hippa. Engar heimildir er að finna um þess sveit sem að öllum líkindum var skipuð meðlimum á unglingsaldri, utan að Tómas R. Einarsson, síðar bassaleikari og djassisti mun hafa verið söngvari hennar. Vegna þess var sveitin einnig nefnd Saxar og Tommi.…

Saxon [1] (1960)

Saxon úr Keflavík var skammlíf útgáfa af Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, og starfaði í fáeina mánuði árið 1960. Hljómsveit þessi hafði starfað í nokkur ár í Keflavík undir nafni stjórnandans, Guðmundar Ingólfssonar frá Vestmannaeyjum, en þegar Þórir Baldursson píanóleikari sveitarinnar tók við stjórn hennar sumarið 1960 var ákveðið að breyta um nafn og kom þá nafnið…

Saxon [2] (1966-67)

Litlar sem engar heimildir er að finna um hljómsveitina Saxon en hún var starfrækt í Hafnarfirði 1966-67. Sveitin lék nokkuð á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar.

Öll sem eitt

Öll sem eitt (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson) Við höfum frétt að nú sé fjandinn laus, mannfólkið hefur fengið flugu í haus, þau hafa dýrmæta sál, heyrið, öll sem eitt. Öll sem eitt. Þar sem við megum ekki missa‘ af þeim, þær mala gull, við bjóðum hættunni heim. Þið fyllið botnlausa hít,…

Önnur sjónarmið

Önnur sjónarmið (Lag / texti: Hilmar Oddsson) Eitt sinn skaut hinn ofur litli Amor ör með segulstál sem feyktist burt og villtist út í buskann en laust um sumarmál lenti hún í minni sál. Ég var bara líf sem vildi lifa, langan heitan dag. Ég var bara víf sem vildi syngja vorsins dægurlag. Og hugsa…

Öskrið

Öskrið (Lag / texti: Guðmundur Jónsson) Eldingar þjóta um himinhvolfið. Þrumurnar dynja í eyrum mér og regnið lemur, regnið lemur andlitið. Brostinn streng finn ég í hjarta mínu. Örvænting hleðst upp í huga mér, ég gæti hlaupið, gæti hlaupið í burt frá þér. viðlag Ég öskra á nóttina, ég öskra á þögnina, ég öskra á…

Öxar við ána

Öxar við ána (Lag / texti: Helgi Helgason / Steingrímur Thorsteinsson) Öxar við ána árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram aldrei að víkja. Fram, fram, bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum…

Æskunnar ómar

Æskunnar ómar (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Sveinsson) Sofnaðu rótt, senn kemur nótt, segir hún mamma, og vaggar mér hljótt. Lokaðu brá, liðinn er hjá, ljómandi dagur i kvöldhúmsins sjá. Dimmir nú ótt, því að dagsbirtan þver, í dúnmjúkri sænginni hvílir þú hér. Bernskunnar gull, sem bættu þinn hag, bros þitt þú veitir…

Ævintýr á gönguför

Ævintýr á gönguför (Lag / texti: erlent lag / K.N. Júlíusson) Úr fimmtíu centa glasinu ég fengið gat ei nóg, svo fleygði‘ ég því á brautina og þagði en tók upp aðra pyttlu og tappa úr henni dró og tæmdi hana líka’ á augabragði. Mér sortnaði fyrir augum og sýndist komin nótt, í sál og…

Ævin er augnablik

Ævin er augnablik (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Ísinn er háll, sleipur sem áll. Fellur sá sem ekki nær að fóta sig. Freistingin freistar og fisléttur draumur er þinn. Fáðu mér fé, færðu mér auð. Í staðinn skal ég breyta þér í svartan sauð. Enginn er óhultur, allir fá alls konar boð.…

Það liggur svo makalaust

Það liggur svo makalaust (Lag / texti: höfundur ókunnur) Það liggur svo makalaust ljómandi á mér, mér líkar svo vel hvernig heimurinn er. Mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart og langar að segja svo dæmalaust margt. Hæ dúllía, dúllía, dúllía dei, hæ dúllía, dúllía, dúllía dei. Mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart og…

Þorraþræll

Þorraþræll (Lag / texti: þjóðlag / Kristján Jónsson) Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð kveður kuldaljóð, Kári í jötunmóð Yfir Laxalóni liggur klakaþil hlær við hríðarbyl, hamragil Marar báran blá, brotnar þung og há unnarsteinum á, yggld og grett á brá Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn harmar hlutinn sinn, hásetinn Horfir á heyjaforðann…

Þórsmerkurljóð

Þórsmerkuljóð (Lag / texti: erlent lag / Sigurður Þórarinsson) Ennþá brennur það mér í minni, María, María, hvernig við fundumst í fyrsta sinni. María, María. Upphaf þess fundar var í þeim dúr að ætluðum bæði í Merkurtúr. María, María, María, María, María, María. Margt skeður stundum í Merkurferðum, María, María, mest þó ef Bakkus er…

Það er komið sumar

Það er komið sumar (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Nú ertu kominn út úr þinni skel, kominn úr felum og það er vel. Þú sérð að aðrir koma fram við þig, alveg eins og þú við þá. Þú hefur látið aðra græta þig, það er von þú viljir bæta þig. Kominn tími til að lifna…

Það reddast

Það reddast (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason) Það rekur allt á reiðanum hjá mér, í rassgati með flest sem þarf að gera. Svo andsælis og öfugt margt nú fer, að erfitt verður kjaftshöggin að bera. viðlag En það reddast, jú það reddast, það reddast sjálfsagt eina ferð á ný. Æ það…

Þig bara þig

Þig bara þig (Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson) Ég veit ei lengur hvað má stóla á, ég treysti þér sem nýju neti. Níðsterkar taugar til þín bar ég þá og geri enn. Um miðja nótt ég hvarf úr huga þínum, hvarf og ekkert skjól ég fann. Enn á ný ég beiti kröftum…

Þjóðvegurinn

Þjóðvegurinn (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Nú finn ég fiðringinn, ég fylli bílinn minn. Þar er að verki gamli ferðahugurinn. Svo er ekið af stað og ekki áð um sinn. Ég ætla að glíma í allan dag við þjóðveginn. Ég tek minn poka og tjald, ég tek mitt veiðidót. Við tekur hamslaus keyrsla yfir urð…

Þorparinn

Þorparinn (Lag / texti: Magnús Eiríksson) Þau sögðu að ég væri þorpari, þorparinn í þorpinu, og kjaftasögur kunni fólk um mig ég flutti burt úr þorpinu. Svo kem ég aftur löngu síðar til að líta á gamla staðinn minn. Tvær gamlar konur stinga saman nefjum, þarna kemur þorparinn. Nú lá mín leið um stræti stórborga…

Þú komst í hlaðið

Þú komst í hlaðið (Lag / texti: erlent lag / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf…

Þytur í laufi

Þytur í laufi (Lag / texti: Aldís Ragnarsdóttir / Tryggvi Þorsteinsson) Þytur í laufi, bálið brennur, blærinn hvíslar sofðu rótt. Hljóðið í hafið röðull rennur, roðnar og býður góða nótt. Vaka þá ennþá vinir saman, varðeldi hjá í fögrum dal. Lífið er söngur, glaumur, gaman, gleðin hún býr í fjallasal. [m.a. á plötunni Gylfi Ægisson…