Stuðmenn (1969-)

Hljómsveitin Stuðmenn ber sæmdartitilinn „hljómsveit allra landsmanna“ með réttu, kynslóðirnar eiga sér uppáhalds tímabil í sögu sveitarinnar og í henni hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðru tónlistarfólki, ekki síst vegna þess langs tíma sem hún hefur verið starfandi. Stuðmenn hafa tekið mislangar pásur og birst aftur nýjum kynslóðum sem tekið hafa…

Stuðmenn – Efni á plötum

Stuðmenn – Honey, will you marry me / Whoop scoobie doobie [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ records 012 Ár: 1974 1. Honey, will you marry me 2. Whoops scoobie doobie Flytjendur: Valgeir Guðjónsson – gítar og söngur Jakob Magnússon – raddir, melódika og píanó Trevor Spencer – trommur og ásláttur Alan Tarney – bassi…

Stúlkna- og barnakórar Guðrúnar Þorsteinsdóttur (1957-62)

Um og í kringum 1960 stjórnaði Guðrún Þorsteinsdóttir söngkona og söngkennari nokkrum barnakórum í Reykjavík. Guðrún hafði kennt bæði við Austurbæjar- og Laugarnesskóla og myndað barnakóra við skólana og þeirra á meðal voru einnig stúlknakórar sem sungu víða um höfuðborgarsvæðið í þessum tíma, þá virðist sem hún hafi einnig stjórnað stúlknakór við Háteigskirkju þannig að…

Stúdentakórinn [2] (1964-73)

Stúdentakórinn (hinn síðari) var formlega settur á laggirnar í febrúar 1964 en þá höfðu í raun margir kórar verið starfandi innan háskólasamfélagsins allt frá árinu 1925 og með hléum. Með tilkomu nýs kórs sem nyti fastra fjárframlaga frá Háskóla Íslands að norrænni fyrirmynd og fengi þær skyldur að syngja við útskriftir, á fullveldishátíð skólans og…

Stúdentakórinn [2] – Efni á plötum

Stúdentakórinn – Stúdentakórinn / The Icelandic Academic Choir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 18 Ár: 1967 1. Vårsång 2. Tveir Bellmans: Gubben är gammal / Så lunka vi så småningom 3. Das Köningslied 4. Drink to me only 5. Rauði sarafaninn 6. Nótt 7. Ísland 8. Sumarkveðja 9. Úr útsæ rísa Íslandsfjöll 10. Integer vitae 11.…

Stúlknakór Flúðaskóla (1998-99)

Stúlknakór Flúðaskóla starfaði veturinn 1998-99 og tók þátt í barnakóramóti um vorið 1999 auk þess að koma fram á fleiri tónleikum um svipað leyti. Kórinn var að öllum líkindum eining innan kórastarfs við Flúðaskóla en þarna undir lok aldarinnar og nokkuð fram á nýja öld var blómlegt söngstarf í skólanum og þar var kór sem…

Stúdíó Ris [hljóðver] (1993-96)

Hljóðupptökuverið Stúdíó Ris var starfrækt um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar á Norðfirði og voru nokkrar plötur hljóðritaðar þar af heimamönnum. Stúdíó Ris var staðsett í risi í húsnæði Ennco í Neskaupstað og hlaut þaðan nafn sitt en líklega var fyrirtækið í grunninn tölvufyrirtæki og hljóðversvinnan hluti þeirrar starfsemi. Það voru þeir feðgar…

Stúdíó Stjarna [útgáfufyrirtæki] (1985-89)

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson stofnaði og starfrækti um fimm ára skeið á níunda áratug liðinnar aldar (1985-89) lítið útgáfufyrirtæki sem hann kallaði Stúdíó Stjarna en fimm plötur hans komu út undir útgáfumerkinu. Gylfi var á þeim tíma með heimahljóðver þar sem efnið var tekið upp en hann annaðist mest alla vinnuna við útgáfuna sjálfur, hannaði plötuumslög,…

Stúlknakór Eyfellinga (2000-01)

Stúlknakór Eyfellinga var starfræktur um síðustu aldamót, kórinn sem skipaður var stúlkum á grunnskólaaldri söng á skemmtun um haustið 2000 og má reikna með að hann hafi því verið starfandi veturinn 2000 til 2001. Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins en hann mun hafa verið starfandi í grunnskóla hreppsins. Óskað er eftir frekari upplýsingum um…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (?)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri gæti hafa verið starfræktur nokkuð samfleytt um ríflega þrjátíu ára skeið en hann gæti einnig hafa starfað slitrótt, jafnvel einn og einn vetur með löngu millibili. Heimildir eru til um stúlknakór við Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 en sá kór söng við skólaslit skólans vorið 1947 undir stjórn söngkennarans Áskels Jónssonar,…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði (?)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem nefndur hefur verið Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði en hann var starfandi annars vegar á sjötta áratug liðinnar aldar (að minnsta kosti veturinn 1942-43 undir stjórn Jóhönnu Johnsen söngkennara (Jóhönnu Jóhannsdóttur)) og hins vegar á sjöunda áratugnum undir stjórn skólastjóra tónlistarskólans á Ísafirði, Ragnars H. Ragnar (líklega að minnsta…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli (1973-75)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli starfaði af því er virðist tvo vetur um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, frá hausti 1973 til vors 1975 undir stjórn hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar sem þá höfðu nýverið komið til starfa sem tónlistarkennarar á Hvolsvelli. Þau stofnuðu um líkt leyti Barnakór Hvolsskóla en kórarnir tveir voru eins…

Stúdíó Bimbó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1978-84)

Á Akureyri var rekið um nokkurra ára skeið hljóðver og síðar einnig útgáfufyrirtæki undir nafninu Stúdíó Bimbó, á annan tug hljómplatna kom út á vegum fyrirtækisins og fjölmargar plötur voru þar hljóðritaðar. Akureyringurinn Pálmi Guðmundsson hafði um tíma rekið ferðadiskótek undir nafninu Bimbó og frá árinu 1976 var hann einnig fastráðinn diskótekari í Sjálfstæðishúsinu á…

Stúdíó Mjöt [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1982-86)

Stúdíó Mjöt var eitt af fjölmörgum hljóðverum sem störfuðu á níunda áratug síðustu aldar en auk þess að hljóðrita tónlist var Mjöt einnig útgáfufyrirtæki um tíma. Ekki er alveg ljóst hvenær Mjöt var stofnað, heimildir segja ýmist 1981 eða 82 og einnig er eitthvað á reiki hverjir stofnuðu hljóðverið, ljóst er að Magnús Guðmundsson (Þeyr)…

Stuðbandalagið (1995-2011)

Stuðbandalagið var danshljómsveit sem var mjög virk um að minnsta kosti fimmtán ára skeið en hún lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1995 að öllum líkindum og gerði alltaf út þaðan, lék t.a.m. um margra ára skeið í dægurlagakeppni Borgfirðinga á Gleðifundi Ungmennafélags Reykdæla en sveitin…

Stuðbandalagið – Efni á plötum

Stuðbandalagið – Allir á landsmót [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Allir á landsmót 2. Verðlaunastef Flytjendur: Guðjón Guðmundsson – söngur Indriði Jósafatsson – raddir Pálína Vagnsdóttir – raddir Stuðbandalagið: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Stúdentakórinn í Reykjavík (1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem söng á tónleikum í tengslum við Sólrisuhátíð á Ísafirði í mars 1990, undir nafninu Stúdentakórinn í Reykjavík. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og svo virðist sem ekki sé um að ræða Háskólakórinn sem stundum var kallaður Stúdentakórinn. Þeir sem hafa upplýsingar um þennan kór…

Stúlknakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1958-69)

Stúlknakór starfaði við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, ekki liggur þó fyrir hvort hann starfaði samfleytt eða hversu lengi en hann var að minnsta kosti starfandi árið 1958 og 1968. 1958 var kórinn undir stjórn Guðjóns Ó. Sigurjónssonar og gæti hann hafa verið eins konar forveri Barnakórs Barnaskóla Hafnarfjarðar (Friðrikskórsins) sem…

Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar (1961-62)

Óskað er eftir upplýsingum um barnakór, Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar sem starfræktur var að minnsta kosti veturinn 1961 til 62, fyrir liggur að söngkennari skólans stjórnaði þessum kór en nafn kennarans vantar. Kórinn söng á skólaslitum Barnaskólans á Ísafirði vorið 1962 en upplýsingar vantar jafnframt um hvort hann starfaði lengur en fram á vorið.

Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…

Stúdíó Hlust [hljóðver] (1979-85)

Upplýsingar um hljóðverið Stúdíó Hlust hf. sem starfrækt var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að Rafn Sigurbjörnsson, Gylfi Vilberg Árnason, Sigmundur Valgeirsson, Ágúst Alfonsson og Bjarni Ingvarsson stofnuðu það haustið 1979 og í fyrstu hafði það mestmegnis með prufu- eða demóupptökur að gera þar til tækjakosturinn varð…

Stúlknakór Blönduóss (1997-98)

Upplýsingar óskast um kór sem bar nafnið Stúlknakór Blönduóss en hann var starfræktur veturinn 1997-98 og e.t.v. lengur, undir stjórn Huldu Tryggvadóttur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og annað sem ætti heima í umfjölluninni.

Stúlknakór Borgarness (1998)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um kór sem starfaði í Borgarnesi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur árið 1998, og gekk undir nafninu Stúlknakór Borgarness. Birna hafði þá um árabil stjórnað barnakórum í Borgarnesi. Annað er ekki að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hann.

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Smellur [1] [fjölmiðill] (1984-86)

Tímaritið Smellur var tónlistartímarit ætlað ungu fólki og kom út um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Blaðið hafði að geyma blöndu íslensks og erlends efnis, þýddar greinar úr erlendum tónlistartímaritum og svo greinar og viðtöl við íslenskt popptónlistarfólk og hljómsveitir á borð við Grafík, Bubba Morthens, Ragnhildi Gísladóttur, Siggu Beinteins, Eirík…

Smellur [2] [fjölmiðill] (1997-2005)

Tímaritið Smellur (hið síðara) kom út í kringum síðustu aldamót, það var ætlað unglingum og fjallaði um ýmis málefni tengd þeim aldurshópi, og skipaði tónlist þar veigamikinn sess. Smellur hóf að koma út haustið 1997 á vegum Æskunnar en samnefnt tímarit fagnaði þá aldarafmæli og í tilefni af því var ákveðið að bæta hinu nýja…

Stundin okkar [annað] – Efni á plötum

Rannveig og Krummi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan s.f. Útgáfunúmer: HÚ 001 Ár: 1967 1. Nefið mitt er soldið svart 2. Sængin hans krumma 3. Atte katte noa 4. Karólína frænka 5. Siggi fer á fjöll Flytjendur:  Rannveig Jóhannsdóttir – söngur og leikur Krummi Krummason (Sigríður Hannesdóttir) – söngur og leikur Jakob Halldórsson – gítar Jón Kristinn Cortez – bassi Uppáhaldslögin okkar – ýmsir Útgefandi:…

Smellur [2] [fjölmiðill] – Efni á plötum

Smellur – ýmsir Útgefandi: Æskan ehf, Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2002 1. Sign – Hey Ben 2. Kuai – Andsetinn 3. Buff – Vélmennið 4. Spútnik – Stjörnuryk 5. Housebuilders – Time like this 6. BMX – Leysist upp 7. Öngvit – Af hverju? 8. Tvö dónaleg haust – Það læra börnin… 9. Geðveikir –…

Sturla Már Jónsson (1947-)

Sturla Már Jónsson var einn af þeim fjölmörgu ungu tónlistarmönnum sem lagði tónlistina að nokkru leyti fyrir sig á yngri árum en sneri síðan baki við henni og að allt öðrum viðfangsefnum. Sturla Már er fæddur árið 1947 og var aðeins tólf ára gamall þegar hann kom fram og söng dægurlög á miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíóið…

Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Trap – Efni á plötum

Trap – Trap Útgefandi: Trap Útgáfunúmer: TRAP 001 Ár: 2019 1. Time is tight 2. Happy together 3. Storms never last 4. Then I kissed her 5. Black magic woman 6. Út á sjó 7. Thing we said today 8. Rock around the clock 9. Þín innsta þrá 10. Hesta Jói 11. Runaway 12. Last…

Sturlungar [2] (1979-83)

Hljómsveitin Sturlungar var nokkurs konar systurhljómsveit Mezzoforte um tíma en heimildir eru nokkuð mismunandi um hversu lengi sveitin starfaði, hún mun hafa tekið til starfa árið 1979 en er ýmist sögð hafa starfað til 1980 eða jafnvel til 1983. Meðlimir Sturlunga voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari,…

Stürmwandsträume (1996)

Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk. Þess…

Stuvsuger (1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Stuvsuger (Støvsuger) sem lék framsækið rokk og kom fram á tónleikum vorið 1988. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun um hana.

Stúdentakórinn [1] (1925-63)

Sú umfjöllun sem hér fer á eftir um hinn svokallaða Stúdentakór er í raun umfjöllun um fjölmarga kóra sem störfuðu innan hins akademíska samfélags stúdenta hér á landi en það kórastarf var langt frá því að vera samfleytt þó svo að svo virðist vera við fyrstu sýn – í sem allra stysta máli mætti halda…

Stúdentakórinn [3] (1996-97)

Kammerkór undir nafninu Stúdentakórinn virðist hafa verið starfræktur veturinn 1996-97 undir stjórn Hákons Leifssonar og Egils Gunnarssonar en þeir höfðu báðir áður verið stjórnendur Háskólakórsins og var þessi nýi kór skipaður nokkrum fyrrverandi meðlimum þess kórs. Stúdentakórinn starfaði einungis þennan eina vetur sem kammerkór sem fyrr segir, og söng m.a. við messu í Skálholti um…

Afmælisbörn 22. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og níu ára gamall í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Um 500 textar bætast við Glatkistuna

Á miðvikudögum er venjan að nýtt efni bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en að þessu sinni er brugðið út af vananum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og bætt í textaflóruna í staðinn, yfir fimm hundruð textar af ýmsu tagi hafa þannig bæst við textabanka síðunnar í viðbót við þá tvö þúsund og eitt hundrað sem…

Vögguvísa [8]

Vögguvísa [8] (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Dagurinn dvínar skjótt, dúmjúk er niðdimm nótt sem blítt á barnafjöld breiðir sín rökkutjöld – hvíslar svo sofðu rótt. Mjúkur er koddinn þinn, mjúklega þér á kinn klappar hann pabbi þinn, mamma svo blítt og hljótt býður þér góða nótt. Sofi í sælli ró, sofi…

Geispar geispar

Geispar geispar (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Eitt sinn þá var ég ungur sveinn og eitt sinn ég hafði hár. Eitt sinn þá var ég alveg beinn, eitt sinn var hausinn ofsa klár. Eitt sinn á öðrum fæti stóð og einu sinni hlaupið gat. Eitt sinn í öllum pollum óð, eitt sinn…

Svefnpurkusöngur

Svefnpurkusöngur (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Dagurinn á enda er öll við skulum hvílast hér, fljúgum saman inn í dýrleg draumalönd. Blessuð nóttin hlý og hljóð hvíslar okkur vögguljóð, breiðir yfir verur allar verndarhönd. Það er gott að mega kúra sínum kæru vinum hjá þegar kvölda fer og sígur svefn á brá.…

Draumastrumpur (Think of you)

Draumastrumpur (Think of you) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ó, draumastrumpur minn! Langt inni‘ í kroppnum þar heyri ég hjartað slá. Ég er á toppnum og ofar mun ekki ná. Ef þú ert heima þá kem ég og strumpast með þér. Alein ég var og hver dagur í einsemd rann. Einhvern…

Strumpareif (No limit)

Strumpareif (No limit) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Allir strumpar út á gólf. Nú byrjar reifið. Strumpareifið. Og hver vill ekki vera með. Nú, nú. Já, já. Nú, nú. Já, já. Nú, nú, er það strumpareifið. Nú verður ekki annað á sveimi. Og hver sem er ei mættur, hann má víst…

Strump með þér (Staying alive)

Strump með þér (Staying alive) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Frá, frá, smá og blá, nú er strumpið á. Strump. Látum heyra okkur í. Nú leikum við gömul strumpalög og ný. Spilum á strengi og strumpandi bassa. Einn slær trommur meðan aðrir berja kassa. Ljóðastrump víst langar til að rappa en…

Fiðlustrumpur

Fiðlustrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Með fiðlu svo káta og fjör í strengjum fyrstur ég mæti af hressum drengjum. Síðan mæta hinir einn af öðrum. Strákarnir allir úti‘ á bekkjum iða af fjöri og kátum hrekkjum. Röltir loks afi, raulandi inn. Rembist við að stilla gítarinn sinn. Svo telur kallinn,…

Strumpaparadís (Gangsta’s paradise)

Strumpaparadís (Gangsta‘s paradise) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Mér fannst enn vera nótt og var í ljúfasta lúr en á lappir var dreginn því í skemmtitúr nú strumpaliðið allt vildi æða. Í kór þeir æptu: Strax á fætur nú og burt með slór. Og við eigum uppáhalds strumpaða staði, strendur og…