Stolía (1994-99)

Hljómsveitin Stolía vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en hún varð þá í öðru sæti Músíktilrauna og sendi frá sér tíu laga breiðskífu tveimur árum síðar sem hlaut góða dóma gagnrýnenda, sveitin galt hins vegar fyrir það að spila instrumental tónlist og hlaut fyrir vikið litla sem enga spilun á útvarpsstöðvum landsins.…

Stolía – Efni á plötum

Stolía – Flýtur vatn Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: CD97 03 Ár: 1997 1. Köggull könguló 2. Betonmúr 3. Gamall maður með hrífu 4. Helvítis hurðin 5. Skemmuleggjarinn 6. Guð gefi mér æðruleysi 7. Ég var að flýta mér svo mikið að ég gleymdi að skíta 8. Ég sá fiðrildi 9. Broddgölturinn sítuðandi 10. Greifinn af…

Stóri Björn (2002-03)

Hljómsveitin Stóri Björn frá Grindavík spilaði töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar reyndar, á árunum 2002 og 2003. Sveitin átti jafnframt lag (Hátíð ljóss og friðar) á jólaplötunni Komdu um jólin sem kom út fyrir jólin 2002 og naut það nokkurra vinsælda, óljóst er þó hvort lagið var þar í nafni hljómsveitarinnar eða Sigurbjörns Daða…

Stórlúðrasveit S.Í.L. (1955-)

Allt frá árinu 1955 hefur verið hefð á landsmótum Sambands íslenskra lúðrasveita (S.Í.L.) að allar lúðrasveitir á staðnum tækju lagið saman, en sambandið var stofnað árið 1954. Þessi sameiginlega sveit hefur lengst af óformlega gengið undir nafninu Lúðrasveit Íslands en fleiri nöfn hafa einnig verið notuð s.s. Lúðrasveit S.Í.L., Lúðrasveit Sambands íslenskra lúðrasveita og Stórlúðrasveit…

Stór snælda [safnplöturöð] (1981)

Árið 1981 var eins konar útgáfuröð hleypt af stokkunum á vegum Skífunnar en plötuútgáfan gaf þá út nokkrar kassettur undir titlinum Stór snælda, sem höfðu að geyma plötutvennur – eins konar safnplötuseríu með áður útgefnum plötum Hljómplötuútgáfunnar sem var forveri Skífunnar. Að minnsta kosti tíu slíkar kassettur voru gefnar út og innihéldu þær ýmist tvær…

Stórsveit Akureyrar [1] (1996)

Stórsveit Akureyrar mun hafa verið skammlíf sveit sem gerði þó garðinn frægan á Djasshátíð Austurlands sumarið 1996 en virðist ekki hafa spilað aftur opinberlega. Aðstandendur hátíðarinnar gerðu ráð fyrir að sveitin kæmi aftur fram að ári en svo varð líklegast ekki svo tilvera sveitarinnar virðist bundin við árið 1996 eingöngu. Ekki er að finna neinar…

Stórsveit Austurlands (1997)

Stórsveit Austurlands var sett á laggirnar til að leika á Djasshátíð Austurlands sumarið 1997, sem þá var haldin í tíunda skipti á Héraði undir stjórn Árna Ísleifs en hann mun hafa hvatt til að sveitin yrði stofnuð. Reyndar varð stórsveitin ekki langlíf, hún lék á hátíðinni og svo líklega einu sinni til viðbótar um sumarið…

Stórsveit Ásgeirs Páls (2001-04)

Fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Páll Ágústsson starfrækti um nokkurra ára skeið í upphafi aldarinnar hljómsveit sem gekk undir nafninu Stórsveit Ásgeirs Páls en sveit hans var þá húshljómsveit á Gullöldinni í Grafarvoginum. Upplýsingar um stórsveit Ásgeirs Páls eru fremur litlar og meiri líkur en minni eru á því að um hafi verið að ræða eins manns hljómsveit…

Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð (1983-2012)

Stór og öflug harmonikkusveit starfaði um árabil beggja megin aldamótanna innan Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og lék bæði á tónleikum, dansleikjum og öðrum skemmtunum innan og utan félagsstarfsins, sveitin fór jafnvel utan til spilamennsku. Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var stofnuð fljótlega eftir að félagsskapurinn var settur á laggirnar haustið 1980 en sveitarinnar er fyrst…

Stórsveit H.U.V. (1987-94)

Lítið er vitað um stóra harmonikkuhljómsveit sem starfaði meðal Harmonikuunnenda Vesturlands en fyrir liggur að sveitin starfaði a.m.k. á árunum 1987-89 og svo 1994, undir nafninu Stórsveit H.U.V. Steinunn Árnadóttir var stjórnandi sveitarinnar árið 1994 en engar upplýsingar finnast um aðra mögulega stjórnendur hennar eða starfstíma almennt. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stórsveit H.U.V.

Stjörnukisi (1996-2003)

Hljómsveitin Stjörnukisi kom fyrst fram undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en sveitin var þá langt frá því að vera nýstofnuð því hún hafði verið starfandi undir nöfnunum Drome og Silverdrome áður og komið margoft fram á tónleikum frá árinu 1994. Í Músíktilraunum voru meðlimir Stjörnukisa þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari (og textaskáld…

Stjörnukisi – Efni á plötum

Stjörnukisi – Veðurstofan [10“] Útgefandi: Stjörnukisi Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Glórulaus 2. Blár skjár 3. Mæja býfluga Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Stjörnukisi – Geislaveisla Útgefandi: Orange electric cloud Útgáfunúmer: oec 001 Ár: 1997 1. Leifturljós 2. Leifturljós 3. Flugumaður 4. Sód (Hinar raunverulegu 720°) 5. Austulandahraðlestin 6. Kairó Flytjendur: Úlfur…

Stormsveitin [5] (2008-10)

Svo virðist sem að hljómsveit hafi verið starfandi innan Tónlistarskólans á Akureyri árið 2008 undir nafninu Stormsveitin en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit. Hljómsveit með þessu nafni lék einnig fyrir dansi á dansleik í Hrísey tveimur árum síðar og er hér giskað á að um sama mannskap sé að ræða. Óskað…

Stormsveitin [6] (2011-)

Frá árinu 2011 hefur hópur karlmanna á ýmsum aldri starfrækt hljómsveit og kór í Mosfellsbæ sem gengur undir nafninu Stormsveitin. Hópurinn hefur sent frá sér plötu og dvd disk. Hugmyndin mun hafa komið frá Sigurði Hanssyni en haustið 2011 setti hann á stofn um fimmtán manna sönghóp karla og fimm manna hljómsveit í því skyni…

Stormsveitin [6] – Efni á plötum

Stormsveitin – Stormviðvörun Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2017 1. Þrymskviða 2. Á Sprengisandi 3. Brúðkaupsvísur 4. Sigtryggur vann 5. Ó mín flaskan fríða 6. Hin svarta satans hjörð 7. Fjöllin hafa vakað 8. Crystals 9. The Wizard 10. Take me to church 11. Sekur 12. Fat bottom girls Flytjendur: Stormsveitin [kór] –…

Stormurinn (1997-2006)

Stormurinn var harmonikkuhljómsveit sem starfaði í um áratug og lék oftsinnis á harmonikkusamkomum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Stormurinn var eins konar harmonikkuhljómsveit Harmonikufélags Reykjavíkur og var að öllum líkindum stofnuð haustið 1997, hún kom að minnsta kosti fyrst fram snemma árs 1998 – hugsanlega gekk hún fyrst um sinn undir nafninu Stormsveitin. Á næstu árum lék…

Stóra bílakassettan [safnplöturöð] (1979-81)

SG-hljómplötur stóðu fyrir umfangsmikilli kassettuútgáfu árin 1979 og 80 (hugsanlega lengur) undir nafninu Stóra bílakassettan en þær kassettur höfðu hver fyrir sig að geyma tuttugu og fjögur lög úr ýmsum áttum, úrval laga sem útgáfan hafði gefið út um fimmtán ára skeið. Svo virðist sem kassetturnar hafi verið tólf talsins og komið út fjórar í…

Stóra bílakassettan [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóra bílakassettan 1: 24 sígild dans og dægurlög – ýmsir Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 767 Ár: 1979 1. Stefán Jónsson – Gudda Jóns 2. Þuríður Sigurðardóttir – Ég ann þér enn 3. Söngfuglarnir – Kisa mín, kisa mín 4. Óðmenn – Bróðir 5. Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Alparós 6. Leikbræður – Haf, blikandi haf 7. Einar Júlíusson…

Stórhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík (1984-89)

Litlar og haldbærar upplýsingar finnast um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Stórhljómsveit Félags harmonikuunnenda í Reykjavík sem virðist hafa starfað á níunda áratug síðustu aldar – að öllum líkindum þó með hléum. Sveit með þessu nafni var starfandi árið 1984 undir stjórn Reynis Jónassonar harmonikkuleikara og svo virðist sem hún hafi verið endurvakin 1987…

Stórhljómsveit Guðmundar Hauks (1992-93)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem var auglýst undir nafninu Stórhljómsveit Guðmundar Hauks árin 1992 og 93, en sveit með því nafni lék í nokkur skipti á Ránni í Keflavík. Fyrir liggur að tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson lék oft í Ránni og á öðrum veitinga- og skemmtistöðum á suðvesturhorninu en það var oftar en…

Stórhljómsveit Hótel Borgar (1993-94)

Stórhljómsveit Hótel Borgar var ekki starfandi í eiginlegri merkinu heldur var hún sett sérstaklega saman fyrir áramótadansleik á Hótel Borg um áramótin 1993 og 94, og lék þ.a.l. líklega ekki nema í það eina skipti. Sveitina skipuðu Þórir Baldursson sem líklega var hljómsveitarstjóri, Tryggvi Hübner gítarleikari, Finnbogi Kjartansson bassaleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari og Einar…

Stórhljómsveit Hvanneyrar (um 1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkur eru á að hafi verið starfandi undir nafninu Stórhljómsveit Hvanneyrar. Þessi sveit hafði verið starfandi árið 1988 eða einhvern tímann fyrir þann tíma en hér er óskað eftir frekari upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem þætti við hæfi í umfjöllun um hana.

Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar (1992)

Reynir Sigurðsson fór austur á Hérað fyrir jólin 1992 með hljómsveit sem kallaðist Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar og lék á einum dansleik í Fellabæ en allt lítur út fyrir að sveitin hafi verið sett saman fyrir þetta eina gigg, alltént finnast ekki aðrar heimildir um hana. Auk Reynis sem gæti hafa leikið á hljómborð eða jafnvel…

Stífgrím kombóið (1980-82)

Stífgrím kombóið var angi af pönkvakningunni sem átti sér rætur í Kópavogi í kringum 1980 þó svo að sveitin tilheyrði strangt til tekið ekki pönkinu tónlistarlega séð, sveitin á sér nokkuð merka sögu. Þeir Steinn Skaptason og Kristinn Jón Guðmundsson höfðu um tíma átt sér draum um að stofna hljómsveit sem væri í anda sjöunda…

Stormsveitin [1] (1979-81)

Hljómsveit var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu í kringum 1980 undir nafninu Stormsveitin, hún lék djassrokk eða eins konar djassbræðing en þá var nokkurs konar bræðingsvakning hérlendis og skemmst er að minnast Mezzoforte í því samhengi. Stormsveitin var stofnuð vorið 1979 upp úr hljómsveitunum Reykjavík og Rokkóperu og voru meðlimir hennar sexmenningarnir Björn Thoroddsen gítarleikari, Ágúst Ragnarsson…

Stífgrím kombóið – Efni á plötum

Stífgrím – Stífgrím  Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Bereft 2. Ólsen Ólsen 3. Þjóðsagnir I: Fyrirboði andláts / Forspá Finnboga / Draugurinn við Brunnklukkutjörn / Oddnýjartjörn 4. Þjóðsagnir II: Hlæ þú ekki Rafn / Sigurveig missir hempu sína 5. Heiðar 6. Elefant Walk 7. Jón tröll 8. Skraddarinn 9. Rauðhetta 10. Grimmsævintýri…

Storkklúbburinn [tónlistartengdur staður] (1960-61)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Storkklúbburinn var staðsettur í íshúsinu svokallaða við Tjörnina í Reykjavík sem stendur við Fríkirkjuveg en þar átti hinn goðsagnakenndi skemmtistaður Glaumbær síðar eftir að vera. Húsið sem reyndar bar nafnið Herðubreið var reist af Thor Jensen og var framan af eins konar frystigeymsla eða íshús en ís var þá tekinn af tjörninni…

Stormar [1] (1963-69 / 1998-2017)

Bítlasveitin Stormar var líklega fyrsta siglfirska hljómsveitin sem eitthvað lét að sér kveða fyrir utan Gauta en sveitin naut mikilla vinsælda fyrir norðan og gerðist reyndar svo fræg að koma suður og leika fyrir Reykvíkinga og nærsveitunga í Glaumbæ. Tvennar sögur fara af því hvenær Stormar voru stofnaðir, heimildir segja bæði 1963 og 64 en…

Stjörnuplata [safnplöturöð] (1981)

Árið 1981 sendi plötuútgáfan Steinar frá sér safnplöturnar Stjörnuplata 1: 20 stuðlög og Stjörnuplata 2: 17 stuðlög, og í kjölfarið komu út Stjörnuplata 3: 20 stuðlög og Stjörnuplata 4: 20 stuðlög en tvær þær síðarnefndu komu hins vegar út hjá Geimsteini, útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar í Keflavík. Ósamræmi er einnig milli útgáfunúmera á plötuumslögunum annars vegar…

Stjörnuplata [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stjörnuplata 1: 20 stuðlög – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STUÐ-018 Ár: 1981 1. Brimkló – Á stuðöld: syrpa 2. Randver – Einn hreinn sveinn 3. Hljómsveit Ingimars Eydals – Sigga Geira 4. Fjörefni – Í örmum þínum 5. Linda Gísladóttir – Ég vil fara út í kvöld 6. Kaktus – Hvaða kreppa? 7. Dögg – Ég fell 8.…

Stormar [3] (1971-78)

Hljómsveitin Stormar starfaði um árabil mest allan áttunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu, sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék einkum í Templarahöllinni og slíkum stöðum. Stormar voru líklega stofnaðir um mitt ár 1971 og um haustið voru þeir farnir að leika fyrir dansi í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Næstu mánuðina var sveitin eins konar húshljómsveit…

Stormsveitin [2] (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um unglingahljómsveit sem starfaði sumarið 1985 í Grindavík undir nafninu Stormsveitin. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í umfjöllun um hana.

Stormsveitin [3] (1989)

Sverrir Stormsker starfrækti haustið 1989 hljómsveit ásamt fleirum undir nafninu Stormsveitin, Sverrir lék sjálfur á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þröstur [?] gítarleikari, Stefán [?] bassaleikari og Rafn [?] trommuleikari og söngvari. Fáeinum árum áður hafði Sverrir komið fram í nokkur skipti ásamt hljómsveitinni Sniglabandinu og við þau tækifæri hafði sú sveit gengið undir…

Stormsveitin [4] (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghóp innan Karlakórs Reykjavíkur sem gekk undir nafninu Stormsveitin en um var að ræða lítinn kór sem söng lög af léttara taginu og kom fram á tónleikum og öðrum uppákomum með karlakórnum. Fyrir liggur að Stormsveitin var starfandi 1995 en meira er ekki að finna um sönghópinn.

Stormar [2] (1965-66)

Bítlasveit starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratuginn undir nafninu Stormar, líklega 1965 til 66 eða þar um bil. Vitað er að Birgir Guðjónsson var trommuleikari Storma en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og um starfstíma hennar.

Næturgalar [2] (1972-97)

Hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum starfaði á áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Næturgalar en þá hafði sveit með sams konar nafn verið starfandi um nokkurra ára skeið og því allt eins líklegt að einhvers konar ruglingur milli sveitanna sé fyrir hendi. Þessi sveit starfaði líklega fyrst á árunum 1972 til 1977…

Stingandi strá (1992-97 / 2005)

Hljómsveitin Stingandi strá er ekki með þekktustu rokksveitum hérlendis en sveitin á sér þó heilmikla sögu sem spannar víða um Evrópu en hún fór m.a. í nokkurra mánaða tónleikatúr um álfuna, ein plata liggur eftir sveitina. Stingandi strá mun hafa verið stofnuð síðla árs 1992 af Sigvarði Ara Huldarssyni gítarleikara og Sævari Ara Finnbogasyni gítarleikara…

Stingandi strá – Efni á plötum

Stingandi strá – Umhverfisóður Útgefandi: Stingandi strá Útgáfunúmer: SS 001 Ár: 1995 1. Ferðin 2. Blindness 3. Nefið hans Gosa 4. Grounded 5. Endirinn 6. Beðið eftir engu 7. Darkness 8. Væntingar 9. Svik 10. Venjulegur maður 11. Sjónvarpið 12. Tímamót 13. Ikaros 14. Umhverfisóður Flytjendur: Sævar Ari Finnbogason – söngur, gítar og raddir Hrólfur…

Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar [safnplöturöð] (1994-98)

Safnplöturöð (ef hægt er að kalla það því nafni) undir heitinu Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar var sett á laggirnar árið 1994 á vegum Spora, undirútgáfumerkis Steina en upphaflega var um að ræða tvær safnplötur undir heitinu Stelpurnar okkar annars vegar og Strákarnir okkar hins vegar. Plöturnar tvær voru gefnar út í tilefni af hálfrar…

Stelpurnar okkar / Strákarnir okkar [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stelpurnar okkar: 25 dægurlög frá fyrstu 25 árum lýðveldisins: íslenskar söngkonur – ýmsir Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: TD21 / TK21 Ár: 1994 1. Erla Þorsteinsdóttir – Hvers vegna? 2. Ingibjörg Smith – Nú liggur vel á mér 3. Sigrún Jónsdóttir – Ágústín 4. Soffía Karlsdóttir – Það sést ekki sætari mey 5. Sigrún Ragnarsdóttir – Syrpa; Komdu inn í…

Stjörnutríóið (1958-61)

Hljómsveit starfaði um fjögurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu um og eftir 1960, fyrst undir nafninu Stjörnutríóið (Stjörnu trio) en einnig Stjörnukvintettinn (Stjörnu quintet) og Stjörnukvartett (Stjörnu quartet) eftir stærð sveitarinnar hverju sinni. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1958, lék þá í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni en síðar einnig á dansleikjum úti á…

Stjörnuliðið (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Stjörnuliðið starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1988. Sveitin kom fyrst fram um vorið 1988 þegar hún lék á Brodway en um sumarið fór hún eitthvað víðar um landið. Stjörnuliðið var síðsumars skipað þeim Jóhanni Helgasyni söngvara, Eddu Borg söngkonu og hljómborðsleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni…

Stjörnumessa [tónlistarviðburður] (1978-83)

Hin svokallaða Stjörnumessa var eins konar uppskeruhátíð poppbransans sem Dagblaðið og tímaritið Vikan stóðu fyrir um nokkurra ára skeið í kringum 1980, segja má að Stjörnumessan hafi verið undanfari Íslensku tónlistarverðlaunanna sem voru sett á laggirnar um tíu árum síðar. Það voru blaðamenn Dagblaðsins og Vikunnar sem höfðu veg og vanda af Stjörnumessunni en meðal…

Stjörnupopp [1] (1997)

Árið 1997 var starfrækt hljómsveit sem bar nafnið Stjörnupopp, um eins konar flippsveit var að ræða og varð hún ekki langlíf – upphaflega stóð til að sveitin héti The Toni Braxtons en frá því var horfið af einhverjum ástæðum. Meðlimir Stjörnupopps voru þeir Aðalsteinn Leó Aðalsteinsson trommuleikari, Helgi Guðbjartsson gítarleikari og söngvari, Jóhannes Tryggvason hljómborðsleikari…

Stjörnupopp [2] (um 2005)

Í kringum 2004 eða 05 var starfandi hljómsveit, hugsanlega á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Stjörnupopp en hún var skipum meðlimum á unglingsaldri. Þeir voru Bjarni Guðni Halldórsson, Marvin Einarsson, Magnús Skúlason og Eysteinn [?]. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hljóðfæraskipan o.fl.

Stjörnur [2] (1994)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Selfossi sem gekk undir nafninu Stjörnur, ekki er víst að hún hafi verið langlíf og að hún hafi jafnvel verið stofnuð í þeim eina tilgangi að hita upp fyrir hljómsveitina Pláhnetuna í Inghóli á Selfossi snemma árs 1994. Hér er einkum óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar.

Stoned (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit í rokkaðri kantinum sem starfaði árið 1993 undir nafninu Stoned, þá um vorið lék sveitin á tónleikum sem voru hluti af Listahátíð Fellahellis og um sumarið var hún meðal fjölmargra annarra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93. Fyrir liggur að Jón Þór Birgisson (síðar kenndur við Sigur rós)…

Stonehenge (1995-96)

Hljómsveitin Stonehenge var frá Akureyri og starfaði líklega í nokkra mánuði undir því nafni áður en því var breytt í Shiva. Stonehenge var stofnuð haustið 1995 og voru meðlimir hennar í upphafi  Viðar Sigmundsson gítarleikari, Hlynur Örn Zophoníasson söngvari og gítarleikari, Kristján B. Heiðarsson trommuleikari og Bergvin F. Gunnarsson bassaleikari. Þannig var sveitin skipuð þegar…