Tiktúra (1971)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tiktúru sem starfandi var vorið 1971 en sveitin lék þá á frægri útihátíð sem haldin var við Saltvík á Kjalarnesi. Allar tiltækar um þessa hljómsveit væru vel þegnar.

Tilbrigði (1983)

Hljómsveitin Tilbrigði var einhvers konar rokk- eða pönksveit starfandi á Ísafirði í kringum 1983. Forsprakki sveitarinnar var Sigurjón Kjartansson (síðar kenndur við Ham og fleiri sveitir) en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar. Tilbrigði átti efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi), sem Sigurjón var reyndar einnig útgefandi af.

Tilburi (1992-94 / 2004-07)

Starfstímabil hljómsveitarinnar Tilbura eru tvö, annars vegar starfaði sveitin á fyrri hluta tíunda áratugar síður aldar og hins vegar nokkru eftir aldamótin. Tilburi var líklega stofnuð haustið 1992 en sveitin fór að koma fram opinberlega og vekja nokkra athygli fyrir rokk sitt vorið 1993. Um það leyti komu út þrjú lög með sveitinni á safnsnældunni…

Tilburi – Efni á plötum

Tilburi – Rough life [ep] Útgefandi: Veraldarkeröld Útgáfunúmer: V.K. 4 Ár: 1994 1. Rough life 2. Looking for me!?? 3. Kravitz Flytjendur: Þorlákur [?] – söngur Jónas [Hlíðar Vilhelmsson?] – trommur A [?] – gítar Magnús Axelsson – bassi

Tilfelli (1972)

Norðlenska hljómsveitin Tilfelli starfaði í um eitt ár á Akureyri árið 1972. Sveitin var stofnuð strax upp úr áramótum snemma árs 1972 og starfaði fram í nóvember sama ár. Meðlimir hennar voru Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari [?], Gunnar Tryggvason gítarleikari [?], Sævar Benediktsson bassaleikari [?], Júlíus Fossberg trommuleikari [?] og Stefán Baldvinsson [?]. Ekki er kunnugt…

Thundergun (1999-2001)

Hljómsveitin Thundergun starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum síðustu aldamót. Sveitin spilaði rokk í þyngri kantinum og voru meðlimir hennar Andri Freyr Viðarsson gítarleikari (Fídel, Botnleðja o.fl.), Björn Stefánsson trommuleikari (Mínus o.m.fl.) Alli [Aðalsteinn Möller?] bassaleikari og Kolli [Kolbeinn Hugi Höskuldsson?] gítarleikari, einnig gæti bróðir Andra, Birkir Fjalar Viðarsson, hafa verið í Thundergun. Thundergun starfaði líklega…

Thunder love (1994)

Thunder love var hliðarverkefni hljómsveitarinnar Tjalz Gissur sem lent hafði í öðru sæti Músíktilrauna 1993. Vorið 1994 tók sveitin þátt aftur í Músíktilraunum undir Thunder love nafninu en í þetta skiptið var um að ræða eins konar grín hjá sveitinni en þeir léku það sem skilgreint var sem LA-rokk. Þeir félagar náðu alla leið í…

3TO1 (1995-96)

3TO1  (Three to one / 3TOONE) var upphaflega tríó sem starfaði sumarið 1995, líklegast fyrst í kringum tónlistarhátíðina UXA sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur þá um verslunarmannahelgina. Sveitina skipuðu þá Egill Ólafsson söngvari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari þeir félagar fluttu eins konar rafdjass með þjóðlagaívafi. 3TO1 starfaði áfram um veturinn og um…

Thunderlove (2001)

Hljómsveit var starfandi árið 2001 undir þessu nafni á höfuðborgarsvæðinu en engar upplýsingar finnast um meðlimi hennar eða líftíma. Líklega er ekki um að ræða sömu sveit og gekk undir nafninu Thunder love nokkrum árum áður.

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…

Tilvera – Efni á plötum

Tilvera – Ferðin / Kalli sæti [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1705 Ár: 1970 1. Ferðin 2. Kalli sæti Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Tilvera – Lífið / Hell road [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1727 Ár: 1971 1. Lífið 2. Hell road Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Axel Einarsson og…

Tilvera (1969-72)

Tilvera var hljómsveit sem hafði alla burði til að verða meðal þeirra vinsælustu hér á landi upp úr 1970 en tíðar mannabreytingar og los á mannskap samhliða óvissu um strauma og stefnur varð sveitinni að lokum að falli, þrátt fyrir tilraunir forsprakkans, Axels Einarssonar til að halda bandinu saman. Upphaf Tilveru má rekja beint til…

Afmælisbörn 8. desember 2017

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fjörutíu og sjö ára í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið sem einn…

Afmælisbörn 7. desember 2017

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti: Jórunn Viðar tónskáld hefði orðið níutíu og níu ára gömul í dag en hún lést fyrr á þessu ári. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og samdi fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir…

Theódór Árnason (1889-1952)

Theódór Árnason var framan af þekktastur fyrir fiðlufærni sína en síðar vann hann fórnfúst starf sem kórstjórnandi og söngkennari í byggðum sem fram að því höfðu ekki haft kórsönghefð. Theódór fæddist 1889 á Akureyri en ólst að mestu upp á Seyðisfirði þar sem hann kynntist tónlistinni fyrst, þar var hann m.a. í fiðlukvartett á unglingsárunum…

Thorlacius (1987)

Hljómsveitin Thorlacius (Thorlasíus) starfaði á Norðfirði og keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún mun hafa starfað síðar undir nafninu Hálfur undir sæng, og verið nokkuð öflug þar eystra. Fyrir liggur að Guðni Finnsson bassaleikari (Dr. Spock, Ensími o.m.fl.) var í…

Three monkeys (1995)

Tríóið Three monkeys starfaði á höfuðborgarsvæðinu 1995 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Pálmi Gunnarsson harmonikkuleikari, Oddur Carl Thorarensen söngvari og Emil Hreiðar Björnsson gítarleikari. Three monkeys komust ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og varð að öllum líkindum skammlíf sveit.

Thule [1] (1969)

Thule var skammlíf hljómsveit, starfandi í nokkra mánuði árið 1969 í Réttarholtsskóla. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar og óskast þær því sendar Glatkistunni.  

Thule [2] (1995-98)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um svartmálmssveit að nafni Thule, sem mun hafa verið starfandi á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, líkast til á árunum 1995-98. Fyrir liggur að Einar Thorberg Guðmundsson (Eldur) var í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi (ef eru) vantar. Thule átti tvö lög á safnplötunni Fire &…

Thule 2,5% (1972)

Upplýsingar um hljómsveitina Thule 2,5% óskast sendar Glatkistunni en hún var starfandi á Eiðum 1972, að öllum líkindum við Alþýðuskólann. Meðal meðlima sveitarinnar var Friðjón I. Jóhannsson en meira liggur ekki fyrir um hana.

Theódór Einarsson (1908-99)

Laga- og textahöfundurinn Theódór Einarsson er mörgum kunnur fyrir lög sín en margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins hafa flutt þau í gegnum tíðina. Theódór Frímann Einarsson fæddist í Leirársveitinni 1908 og var kominn á fullorðins ár þegar hann flutti inn á Akranes þar sem hann síðan bjó til æviloka, starfaði framan af við verkamannastörf en…

Theódór Einarsson – Efni á plötum

Kata rokkar – ýmsir Útgefandi: Kata rokkar Útgáfunúmer: KAT05 Ár: 2005 1 . Angelía 2. Berst til mín vorið 3. Báruhúsið 4. Blómið 5. Gleym mér ey 6. Á hörpunnar óma 7. Kata rokkar 8. Við gluggann 9. Hvítir svanir 10. Tvö sofandi born 11. Bréfið 12. Vinarkveðja Flytjendur: Andrea Gylfadóttir – söngur Anna Halldórsdóttir…

Thorbjörn Egner (1912-90)

Allir þekkja hinn norska Thorbjörn Egner og verk hans en þau hafa komið út um heim allan, m.a. hér á Íslandi. Honum var margt til lista lagt en auk þess að vera rithöfundur var hann liðtækur tónlistar- og myndlistamaður. Egner fæddist í Oslo 1912 og hæfileikar hans á listasviðinu komu snemma í ljós, hann lauk…

Thorbjörn Egner – Efni á plötum

Kardemommubærinn: sýning Þjóðleikhússins – úr leikriti Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 71 Ár: 1960 1. Forleikur 2. Bastían bæjarfógeti 3. Kardemommusöngurinn 4. Heyrið lagið hljóma 5. Vísa Sörensen rakara 6. Vísa Soffíu frænku 7. Kardemommulagið 8. Hvar er húfan mín 9. Við læðumst hægt 10. Ja, fussum svei 11. Við halda skulum heim á…

Thor’s hammer (1965-68)

Hljómsveitin Hljómar, ein vinsælasta hljómsveit allra tíma á Íslandi og sú allra vinsælasta á tímum bítla og hippa, reyndi fyrir sér í útlöndum undir meiknafninu Thor‘s hammer, hafði ekki erindi sem erfiði og sneri aftur á heimaslóðir reynslunni ríkari. Sveitin gaf þó út nokkrar smáskífur undir því nafni og hefur á síðustu árum öðlast þá…

Thor’s hammer – Efni á plötum

Thor’s hammer – Memory / Once [ep] Útgefandi: Fálkinn Parlophone Útgáfunúmer: Odeon DP 565 Ár: 1966 1. A memory 2. Once Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Thor‘s hammer – If you knew / Love enough [ep] Útgefandi: Fálkinn Parlophone Útgáfunúmer: DP 567 Ár: 1966 1. If you knew 2. Love enough Flytjendur: Gunnar…

Thule records [útgáfufyrirtæki] (1995-)

Thule records, einnig nefnt Thule musik, er útgáfufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í jaðartónlist af ýmsu tagi. Thule records var stofnuð 1995 en stofnandi þess og eigandi er Þórhallur Skúlason, sem fengist hefur við raftónlist um árabil. TMT entertainment er undirútgáfa Thule. Útgáfan hefur fyrst og fremst verið vettvangur fyrir ýmsa raftónlist, ambient- techno- og…

Afmælisbörn 6. desember 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og sjö ára á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni en í dag gegnir hann starfi framkvæmdastjóra…

Tennurnar hans afa (1988-95)

Tennurnar hans afa (T.H.A.) vöktu nokkra athygli á sínum tíma með tveimur lögum, sveitin gaf út snældu sem er að öllum líkindum fyrsta rappplatan (-snældan) hérlendis. Tennurnar hans afa var ekki eiginleg starfandi sveit heldur fremur samstarf þriggja félaga en þeir voru þó aldrei nema tveir í senn. Sögu þeirra má rekja aftur til vorsins…

Tennurnar hans afa – Efni á plötum

Tennurnar hans afa – Dömur mínar og herrar, látið eins og heima hjá ykkur [snælda] Útgefandi: Spé B.B. / T.h.a. Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Amma 2. Haraldur fór til Vestmannaeyja 3. Halli 4. Sólmundur síglaði 5. Lenni leiðinlegi 6. Mói stálhjarta 7. Gwarligg 8. Gefð‘ enni magnyl 9. Landinn 10. Sívert Pervertsen Flytjendur:…

Teppið hennar tengdamömmu (um 1990)

Teppið hennar tengdamömmu var eins konar angi af Dúkkulísunum sem starfað hafði nokkrum árum fyrr, reyndar er ekki alveg ljóst hvenær sveitin starfaði en það hefur væntanlega verið á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda. Teppið hennar tengdamömmu skipuðu þær Harpa Þórðardóttir hljómborðsleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari og Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari,…

Terso (1967-68)

Hljómsveit sem bar heitið Terso var starfandi í Austurbæjarskóla, að öllum líkindum 1967 og 68. Meðlimir þessarar sveitar, sem eðli málsins samkvæmt voru ungir að árum, voru Gunnar Hermannsson bassaleikari, Þorvaldur Ragnarsson gítarleikari [?], Júlíus Agnarsson gítarleikari [?] og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Sagan segir að Ásgeir hafi í fyrstu ekki fengið inngöngu í sveitina þar…

Testimony soul band co. (1992-93)

Soulsveitin Testimony soul band co. starfaði í um tvö ár snemma á tíunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Benedikt Gunnar Ívarsson bassaleikari, Stefán B. Henrýsson hljómborðsleikari, Birgir Þórsson trommuleikari, Helena Káradóttir söngkona, Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona og Richard Todd Lieca söngvari. Meðlimir Testimony soul band co. áttu síðar eftir að birtast…

Tetriz [tónlistartengdur staður] (1996-97)

Tetriz var skemmtistaður staðsettur í Fischer-sundi í miðbæ Reykjavíkur en Duus hús hafði þá meðal annarra verið í sama húsnæði. Tetriz opnaði sumarið 1996 og var þar í um eitt og hálft ár en það var Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri (Pís of keik) sem var þar rekstraraðili. Staðurinn bauð oft upp á lifandi tónlist, oft í…

Textar (1965-66)

Hljómsveitin Textar var ein af mörgum bítlasveitum sem voru starfandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Varla hefði sveitin fengið þá athygli sem hún hlaut nema fyrir það að trommuleikari hennar var stúlka, Halldóra Halldórsdóttir. Og reyndar var það auglýst sérstaklega þegar sveitin kom fram. Aðrir meðlimir Texta voru Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Benedikt Torfason [söngvari…

Texas Jesús (1993-96 / 2008-)

Hljómsveitin Texas Jesús vakti nokkra athygli á síðasta áratug 20. aldarinnar fyrir frumlegheit og skemmtilega sviðsframkomu. Sveitin sem starfaði í Keflavík hófst sem samstarf Sigurðar Óla Pálmasonar og Sverris Ásmundssonar og segir sagan að dúettinn hafi í fyrst gengið undir nafninu Ástardúettinn Siggi og Sverrir. Smám saman bættist í hópinn og vorið 1993 hlaut hann…

Texas Jesús – Efni á plötum

Texas Jesús – Nammsla tjammsla [snælda] Útgefandi: Texas Jesús Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Bubba bakarí 2. Ástardúettinn 3. Já, elskan 4. Skógarhöggslagið 5. Picking flowers 6. Erla og Linda 7. She sleeps alone 8. There was a frog 9. Tiny girl 10. NL 11. Ghost riders (in the sky) 12. Jones 13. Dýrin…

Texas tríóið (1980-81)

Kántrísveitin Texas tríóið var undanfari Hálfs í hvoru sem stofnuð var 1981 en Texas tríóið hafði þá starfað í um ár. Meðlimir Texas tríósins voru Eyjólfur Kristjánsson gítarleikari, Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari og Ingi Gunnar Jóhannsson gítarleikari, þeir félagarnir sungu allir. Aðal hlutverk Texas tríósins og starfsvettvangur var að leika kántrítónlist í stiga á skemmtistaðnum Óðali…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit. Allar upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Th ok Seiðbandið (1995-98)

Seiðbandið var tónlistarhópur starfandi síðari hluta tíunda áratugarins undir stjórn fjöllistamannsins Tryggva Gunnars Hansen. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær saga Seiðbandsins hefst en hópinn ber fyrst á góma í fjölmiðlum haustið 1995. Tryggvi Gunnar Hansen (Th), sem þá bjó í Grindavík, kom þá fram með sveitina í tengslum við myndlistasýningu hans og Sigríðar Völu Haraldsdóttur…

Th ok Seiðbandið – Efni á plötum

Th ok Seiðbandið – Vúbbið era koma: Íslensk raf og danskvæði / Ice/electric song dances Útgefandi: Heimaútgáfan Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Ligga ligga lá / Hvaða hof? 2. Öndunarljóð / Kysstu mig sól 3. Vúbbið 4. Ólafur reið! 5. Faldafeykir 6. Hvísl ástir 7. Renna í blundi 8. Einn var draugur í þann…

Thalia (1978-80)

Hljómsveitin Thalia var húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um tíma. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og tók til starfa í Leikhúskjallaranum um áramótin 1978-79. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þórarinsson píanó- og orgelleikari, Garðar Karlasson gítar- og bassaleikari, Grétar Guðmundsson söngvari og trommuleikari og Anna Vilhjálmsdóttir söngkona en hún var þá nýkomin aftur heim til Íslands eftir…

Taugadeildin – Efni á plötum

Taugadeildin [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FS 004 Ár: 1981 1. Her longing 2. Taugadeildin 3. Guðir hins nýja tíma 4. Hvítar grafir Flytjendur: Árni Daníel Júlíusson – bassi Kormákur Geirharðsson – trommur Óðinn Guðbrandsson – gítar Þorsteinn Hallgrímsson – hljómborð Egill Lárusson – söngur Óskar Þórisson – söngur

Tárið (1969-70)

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap. Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Sven Arve Hovland gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega…

Teib (1998-99)

Hafnfirska harðkjarnasveitin Teib var undanfari Vígspár en Teib var stofnuð snemma á árinu 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar [?] trymbill, Valdi Olsen gítarleikari, Árni [?] bassaleikari, Gauti [?] söngvari og Freyr [?] gítarleikari. Gauti var ekki lengi í Teib og um tíma var ónafngreindur söngvari frá Ísafirði í sveitinni, Bóas Hallgrímsson (Spitsign) tók við söngnum…

Telpnakór Jóns Ísleifssonar (1937-45)

Telpnakór Jóns Ísleifssonar (einnig nefndur Erlur) starfaði undir nokkurra ára skeið undir stjórn söngkennarans og kórstjórnandans Jóns Ísleifssonar. Jón Ísleifsson, sem stofnaði og stjórnaði fjölmörgum kórum um miðja síðustu öld, stofnaði telpnakórinn líklega snemma árs 1937 fremur en 1936 og innihélt hann um fjörutíu stúlkur. Kórinn starfaði líkast til til ársins 1945, jafnvel lengur og…

Templarakórinn (1932-63)

Góðtemplarar (IOGT – félag bindindisfólks) starfræktu blandaðan kór í áratugi sem oftast gekk undir nafninu Templarakórinn en einnig Söngfélag IOGT, Kór IOGT, Kór Templara, Samkór IOGT, IOGT kórinn o.fl. Tilurð kórsins var sú að sumarið 1932 fór hópur Templara í skemmtiferð til Þingvalla og þar var sungið mikið, sú hugmynd kom því upp að stofna…

Taxmenn (1966-68)

Hljómsveitin Taxmenn (væntanlega með skírskotun í bítlalagið Taxman) starfaði í Menntaskólanum á Akureyri og lék á fjölmörgum böllum nyrðra en varð einnig svo fræg að leika í Glaumbæ þegar sveitin fór suður til Reykjavíkur. Meðlimir Taxmanna voru Haukur Ingibergsson gítarleikari, Sigurður G. Ringsted trommuleikari, Kári Gestsson gítarleikari og Stefán Ásgrímsson bassaleikari, sveitin var stofnuð upp…

Táningar (1966-68)

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ). Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en…