Sigfús Halldórsson (1920-96)

Sigfús Halldórsson er án nokkurs vafa meðal allra fremstu dægurlagahöfunda sem Ísland hefur alið og enn í dag þekkja flestir landsmenn lagasmíðar hans þótt þær séu sumar hverjar frá því fyrir seinna stríð, eitt vinsælasta lag hans Litla flugan hefur við lauslega athugun t.d. verið gefið út í yfir þrjátíu mismunandi útgáfum og engin ein…

Sigfús Halldórsson – Efni á plötum

Sigfús Halldórsson – Litla flugan / Tondeleyó [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 2 Ár: 1952 1. Litla flugan 2. Tondeleyó Flytjendur: Sigfús Halldórsson – söngur og píanó     Sigfús Halldórsson – Í dag / Við Vatnsmýrina [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 7 Ár: 1952 1. Í dag 2. Við Vatnsmýrina…

Siggi Ármann (1973-2010)

Tónlistarmaðurinn Siggi Ármann náði aldrei almennum vinsældum með tónlist sinni en hann hlaut hins vegar eins konar költ sess meðal tónlistaráhugafólks fyrir einlæga og angurværa tónlist sína. Hann gaf út þrjár plötur og varð svo frægur að túra með Sigur rós í Ameríkuferð þeirra árið 2002. Siggi Ármann (Sigurður Ármann Halldórsson (Árnason)) fæddist í Reykjavík…

Siggi Ármann – Efni á plötum

Siggi Ármann – Mindscape Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM91CD Ár: 2001 1. Every second 2. If you were a god 3. Lars is no loser 4. The mindbeat 5. One little cowboy 6. The black rose 7. My kind of wasting time 8. Dying family 9. Make no sound 10. Music will always be 11. The…

Sigfús Daðason – Efni á plötum

Sigfús Daðason – Sigfús Daðason les eigin ljóð Útgefandi: Forlagið Útgáfunúmer: Forlagið 001 Ár: 1997 1. Bernska II (úr Fá ein ljóð) 2. Og sá hinn dimmleiti hugur (úr Fá ein ljóð) 3. Fjórða bjartsýnisljóð (úr Útlínur bakvið minnið) 4. Spekingarnir gömlu (úr Útlínur bakvið minnið) 5. Í þessu húsi (úr Útlínur bakvið minnið) 6.…

Sigfús Daðason (1928-96)

Ljóðskáldið Sigfús Daðason var langt frá því að vera tónlistarmaður og ljóð hans hafa ekki þótt hentug fyrir sönglagaformið enda óhefðbundin, þó er undantekning frá því. Ein plata kom út með skáldinu látnum þar sem hann les eigin ljóð. Sigfús Daðason fæddist í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 1928, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og svo…

Siggi Björns Big band (2004-05)

Hljómsveit sem bar heitið Siggi Björns Big band kom fram á fyrstu tveimur Aldrei fór ég suður – hátíðunum um páskana 2004 og 05 en ekki liggja fyrir hverjir skipuðu sveitina utan Sigga Björns (Sigurð Björnsson) trúbador. Upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar má gjarnan senda Glatkistunni.

Sigfús Ólafsson – Efni á plötum

Sigfús Ólafsson – Ég elska þig enn Útgefandi: Sigfús Ólafsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 1. Ástin 2. Ég elska þig enn 3. Komdu kæra vina 4. Flugið 5. Haustkvöld 6. Enn á ný 7. Mr. Shearing 8. Heim 9. Aðeins þú 10. Grændalavals 11. Afmælisræll 12. Skólavallamarzurka 13. Laugardagspolki 14. Dagdraumar Flytjendur: Hulda Gestsdóttir…

Sigfús Ólafsson (1944-2021)

Tónlistarmaðurinn og -kennarinn Sigfús Ólafsson kom víða við í ævistarfi sínu, hann lék með nokkrum ballhljómsveitum á Suðurlandi á sínum yngri árum, starfaði svo um tíma sem tónmenntakennari, kórstjórnandi og organisti, sendi frá sér plötu með frumsömdum lögum og samdi kennsluefni í tónlist svo segja má að ferill hans hafi bæði verið fjölbreyttur og farsæll.…

Sigríður Kristófersdóttir (?)

Afar litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um unga söngkonu, Sigríði Kristófersdóttur sem kom m.a. fram á söngskemmtunum í Austurbæjabíói ásamt fleiri ungum dægurlagasöngvurum, og söng svo ásamt fleiri söngvurum með hljómsveitinni Tígris sextettnum á dansleikjum, seint á sjötta áratug síðustu aldar. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa söngkonu.

Sigríður Maggý Magnúsdóttir (1934-2009)

Söngkonan Sigríður Maggý Magnúsdóttir (sem iðulega var nefnd Sigga Maggý) var um árabil áberandi í þeim geira tónlistarinnar sem tengdur var gömlu dönsunum, hún söng t.a.m. lengi með hljómsveit sem eiginmaður hennar, Ásgeir Sverrisson rak. Sigga Maggý fæddist í Bolungarvík síðsumars 1934 og sleit þar barnsskónum, þar komst hún í fyrsta sinn í tæri við…

Sigríður Vala Haraldsdóttir (1958-2012)

Myndlistakonan og ljósmyndarinn Sigríður Vala Haraldsdóttir (Sigga Vala) kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar en hún sendi frá sér tvö lög í eigin nafni á safnkassettu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sigríður Vala fæddist 1958 í Reykjavík, lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1986 og fluttist til Svíþjóðar þar sem hún ól manninn…

Sigríður Vilhjálmsdóttir (1955-)

Óbóleikarinn Sigríður Vilhjálmsdóttir vakti töluverða athygli ung að árum fyrir færni sína á hljóðfærið, hún fór til utan framhaldsnáms í tónlistinni og hefur ekki snúið aftur. Sigríður (Hrefna) Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík vorið 1955, dóttir Vilhjálms Guðjónssonar klariettu- og saxófónleikara og því ætti ekki að koma á óvart að hún veldi sér blásturshljóðfæri til að…

Sigrún Magnúsdóttir (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngkonu að nafni Sigrún Magnúsdóttir sem kom fram á nokkrum skemmtunum um miðjan áttunda áratug síðustu aldar sem trúbador og söng frumsamin lög við eigin gítarundirleik. Sigrún kom t.a.m. fram á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1975, á skemmtun á Hótel Sögu síðar sama sumar, á Þjóðlagahátíð ´76 í Austurbæjarbíói…

Sigfús Einarsson (1877-1939)

Sigfús Einarsson telst vera eitt af stóru nöfnunum í íslenskri tónlistarsögu en segja má að hann hafi verið uppi á hárréttum tíma við upphaf tuttugustu aldarinnar með sitt frumkvöðlastarf sem söngkennari, kórstjórnandi, tónskáld, hljómsveitastjóri og margt annað. Sigús Einarsson fæddist á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, var kaupmannssonur og ólst upp við tónlist á æskuheimilis sínu. Hann…

Shiva – Efni á plötum

Shiva – Godsend [demo] Útgefandi: Shiva Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Hate 2. Scarred 3. Godsend 4. Roots bloody roots Flytjendur: Kristján B. Heiðarsson – trommur Viðar Sigmundsson – gítar Hlynur Örn Zophaníasson – söngur og gítar Lúðvík Aðalsteinn Þorsteinsson – bassi Shiva – [master] Útgefandi: Shiva Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] 1.…

Shiva (1995-2000)

Fremur fáar heimildir finnast um hina allt að því goðsagnkenndu hljómsveit Shiva sem starfaði undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld, á Akureyri. Sveitin var stofnuð haustið 1995 og voru stofnmeðlimir hennar Viðar Sigmundsson gítarleikari og Hlynur Örn Zophaníasson söngvari og gítarleikari. Fljótlega bættust í hópinn trommuleikarinn Kristján B. Heiðarsson og Bergvin F.…

Sigfús Arnþórsson (1957-)

Nafn tónlistarmannsins Sigfúsar E. Arnþórssonar lætur ekki mikið yfir sér en hann starfaði með fjölda hljómsveita hér fyrrum, samdi eitt vinsælasta dægurlag sem gefið hefur verið út hér á landi og hefur einnig sent frá sér sólólplötu. Sigfús Eiríkur Arnþórsson er fæddur í Köldukinn í Suður-Þingeyjasýslu (1957) en ólst að einhverju leyti upp á Seyðisfirði…

Sigfús Einarsson – Efni á plötum

Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 074 Ár: 1974 1. Ó, Guð vors lands 2. Ingólfs minni 3. Á Sprengisandi 4. Ólafur og álfamærin 5. Fífilbrekka 6. Móðurmálið 7. Sprettur 8. Yfir voru ættarlandi 9. Sefur sól hjá ægi 10. Draumalandið 11. Þú álfu vorrar yngsta…

Sigfús Arnþórsson – Efni á plötum

Sigfús Arnþórsson – Græn ský Útgefandi: Sigfús E. Arnþórsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2013 1. Allt sem ég vil 2. Vorið er komið 3. Svífum nú um svalirnar 4. Ef það hefði ekki verið þú 5. Þú skreytir líf mitt 6. Við erum komin heim 7. Elskan mín elskar að elska 8. Síðasta púslið 9.…

Sigmar Pétursson [annað] (1922-88)

Sigmar Pétursson telst seint til tónlistarmanna þótt vissulega hafi hann eitthvað leikið á harmónikku en hann var hins vegar umsvifamikill í skemmtanalífi Reykvíkinga um árabil og var iðulega kallaður Sigmar í Sigtúni. Sigmar Stefán Pétursson var fæddur (1922) og uppalinn á bænum Ásunnarstöðum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, nam við Héraðsskólann á Eiðum og síðar Bændaskólann…

Signa bandið (1988-93)

Signa bandið var dúett starfandi á Siglufirði um nokkurra ára skeið, 1988 til 93 og hugsanlega lengur. Meðlimir Signa bandsins voru þeir Magnús Guðbrandsson og Steinar Ingi Eiríksson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra.

Sigríður G. Schiöth (1914-2008)

Líklega eru fáar konur sem hafa haft jafn víðtæk áhrif á tónlistarstarf á norðanverðu landinu og Sigríður G. Schiöth en hún stofnaði og stjórnaði ótal kórnum, sinnti organistastörfum, kenndi tónlist, söng sem einsöngvari (sópran) og í kórum, samdi bæði lög og texta, og sinnti margs konar tónlistartengdum verkefnum um ævi sína. Afrakstur kórstjórnunar hennar, söng…

Sigríður Guðmundsdóttir (1931-)

Upplýsingar um Sigríði Guðmundsdóttur söngkonu er af skornum skammti en hún kom fram með fjölmörgum hljómsveitum og söng í kabarettsýningum á fimmta og sjötta áratugnum og fram á þann sjöunda. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir (f. 1931) kom fyrst fram á sjónarsviðið um 1947 þegar hún var ásamt fleirum í sönghóp sem kallaðist Bláklukkur, í þeim hópi…

Sigríður Hagalín (1926-92)

Sigríður Hagalín er fyrst og fremst þekkt nafn í íslenskri leiklistarsögu og þar ber líklega hæst framlag hennar í kvikmyndinni Börn náttúrunnar en ekki má heldur gleyma þætti hennar í tónlistinni en hún gerði nokkur lög feikivinsæl á sínum tíma. Sigríður Guðmundsdóttir Hagalín var dóttir Guðmundar G. Hagalín rithöfundar, fædd 1926 í Noregi en ólst…

Sigríður Hall (1881-1954)

Sigríður Hall var virt og vinsæl söngkona innan samfélags Vestur-Íslendinga í byrjun síðustu aldar, hún söng þó aldrei opinberlega á Íslandi. Sigríður Anna Jónsdóttir Hördal fæddist í Dalasýslu en flutti ung að árum til Íslendingabyggða í Winnipeg í Manitoba í Kanada. Þar byrjaði hún að læra söng innan við fermingu og gat sér fljótlega gott…

Sigríður Helgadóttir (1903-54)

Sigríður Helgadóttir kaupkona hafði meiri áhrif á íslenskt tónlistarlíf í marga áratugi um miðbik síðustu aldar en margur hyggur, hún rak þá hljóðfæraverslun og stundaði um tíma einnig plötuútgáfu sem síðan starfaði lengi eftir andlát hennar en hún lést aðeins liðlega fimmtug að aldri. Sigríður fæddist vorið 1903 í Keflavík en ólst upp á Akureyri…

Shady Owens (1949-)

Söngkonan Shady Owens gerði garðinn frægan hér á Íslandi á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda, söng þá með fjórum af vinsælustu hljómsveitum þess tíma og var um tíma nánast eina söngkonan hérlendis sem söng popptónlist – og e.t.v. má segja að hún hafi rutt brautina fyrir aðrar slíkar. Minna fór fyrir henni síðar…

Sigga band (1986)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sigga band var skráð til leik í Músíktilraunir vorið 1986 en ekkert bendir til þess að sveitin hafi mætt til leiks, eins gæti hún hafa keppt undir öðru nafni. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.

SHAPE (1994-99)

Hljómsveitin SHAPE starfaði austur á fjörðum í lok síðustu aldar, naut þar nokkurrar hylli og sendi meira að segja frá sér plötu en hætti störfum þegar söngvari og gítarleikari sveitarinnar gekk til liðs við sveitaballasveit að sunnan. SHAPE (sem ku vera skammstöfun og standa fyrir Supreme headquarters allies powers Europe) var rokksveit stofnuð 1994 og…

Siglunes-bandið (1939)

Fjöldi hljómsveita komu við sögu á Siglufirði á síldarárunum og ein þeirra, nefnd Siglunes-bandið starfaði þar sumarið 1939 á Hótel Siglunesi. Meðlimir Siglunes-bandsins voru þeir Jónatan Ólafsson píanó- og harmonikkuleikari, Poul Bernburg trommuleikari, Gísli Einarsson saxófón- og harmonikkuleikari og Þorvaldur Steingrímsson klarinettu-, saxófón- og fiðluleikari, sá síðast taldi annaðist allar útsetningar fyrir hljómsveitina.

Shady Owens – Efni á plötum

Shady Owens – I‘m counting on you / I´m saving all my love [ep] Útgefandi: Ariola  Útgáfunúmer: ARO 102 & 11.425 / 11 711 AT Ár: 1977 / 1978 1. I´m counting on you 2. I‘m saving all my love Flytjendur: Shady Owens – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]          …

SheMale (1997)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu SheMale var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kolbeinn Ingi Höskuldsson gítarleikari og söngvari, Kári Halldórsson gítarleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar og virðist ekki hafa starfað lengi. Heimildir eru fyrir því að Bjarni Þórisson og…

Séra Ísleifur og englabörnin (1993-99)

Séra Ísleifur og englabörnin var ekki beinlínis hljómsveit heldur fremur hópur ljóðskálda, eins konar fjöllistahópur sem flutti frumsamin ljóð og annan gjörning undir hljóðfæraleik við lok síðustu aldar, hópurinn var hluti af stærri hóp listafólks sem var áberandi í miðbæjarmenningunni um það leyti. Sveitin kom fram við ýmis tækifæri á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til…

Séra Ísleifur og englabörnin – Efni á plötum

Séra Ísleifur, Stella og englabörnin – Úr hvarfi [snælda] Útgefandi: Félag íslenskra fjöllistamanna (FÍFL) Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1994 1. Híðing 2. Ein lítil umþenking um svo sem ekki neitt og þaðan af minna 3. Mr. Jones (but wound up with Jane) 4. Ísland, ég sæki þig heim 5. Ísland ég gleymdi þér heima 6.…

SG-hljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1964-84)

Útgáfufyrirtækið SG-hljómplötur var starfrækt um tveggja áratuga skeið og á þeim tíma gaf fyrirtækið út fjölda hljómplatna og kassetta sem seldust gríðarlega vel enda var fyrirtækið nánast einrátt á markaðnum um tíma, þegar fleiri útgáfufyrirtæki skutu upp kollinum urðu SG-hljómplötur smám saman undir og fyrirtækið leið undir lok. Segja má að SG-hljómplötur hafi orðið til…

SHAPE – Efni á plötum

SHAPE – Shape: Limited edition Útgefandi: Marion Útgáfunúmer: Mar 001 Ár: 1998 1. Pieces 2. Hold the needle 3. Sister 4. You say 5. World alone Flytjendur: Logi Helguson – bassi Óli Rúnar Jónsson – gítar Magni Ásgeirsson – gítar og söngur Hafþór Helgason – trommur

Siferlæs (1997)

Hljómsveitin Siferlæs starfaði í Hafnarfirði árið 1997 og kom þá m.a. fram á tónleikum í tengslum við listahátíð ungs fólks í bænum. Ekki finnast ítarlegar upplýsingar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Magnús Leifur Sverrisson gítarleikari og Kristján Hafsteinsson bassaleikari sem síðar voru í hljómsveitinni Stæner (og sigraði Músíktilraunir 1998) voru í þessari…

Siðfágun (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Siðfágun og kom úr Reykjavík var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk ´97 sem haldin var í Keflavík sumarið 1997 en Siðfágun var þar meðal um tuttugu keppnissveita. Engar upplýsingar finnast um meðlima- og hljóðfæraskipan Siðfágunar og efni með henni er ekki að finna á safnplötunni Rokkstokk ´97 sem gefin var…

Shoprock (1997)

Hljómsveitin Shoprock virðist hafa verið ballhljómsveit starfandi sumarið 1997, hugsanlega í Borgarnesi. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan mættu gjarnan deila þeim með Glatkistunni.

Sextett Ólafs Gauks (1965-71)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson rak hljómsveitir í eigin nafni um lengri og skemmri tíma nánast allan sinn starfsferil, allt frá því fyrir 1950 og fram á þessa öld, þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem starfaði á árunum 1965 til 1971 og gaf þá út fjölda laga sem nutu mikilla vinsælda.…

Sextett Ólafs Gauks – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Selma Kaldalóns (1919-84)

Selma Kaldalóns er kannski ekki á allra vitorði eins og faðir hennar, Sigvaldi Kaldalóns en hún var mikilvirt tónskáld sem reyndar lét ekki almennilega að sér kveða fyrr en hún var komin fram yfir miðjan aldur. Selma Kaldalóns (Cecilia María Kaldalóns) fæddist haustið 1919 á bænum Ármúla við Ísafjarðardjúp en þar var faðir hennar héraðlæknir.…

Selma Kaldalóns – Efni á plötum

Guðrún Tómasdóttir – Sönglög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: KALP 57 / IT 341 Ár: 1978 / 2009 1. Þú eina hjartans yndið mitt 2. Máninn 3. Ég lít í anda liðna tíð 4. Sólarlag 5. Hrauntöfrar 6. Vorvindur 7. Barnið 8. Til næturinnar 9. Nóttin var sú ágæt ein 10. Ave…

Sérsveit Eyjafjarðar (2016)

Harmonikkuhljómsveit sem gekk undir nafninu Sérsveit Eyjafjarðar (jafnvel Sérsveitin) starfaði sumarið 2016 að minnsta kosti, á Akureyri eða þar í kring. Meðlimir þessarar sveitar voru Valberg Kristjánsson, Árni Ólafsson, Hörður Kristinsson og Agnes Harpa Jósavinsdóttir en þau voru öll harmonikkuleikarar.

Sérsveitin [1] (1983)

Þegar þeim Guðna Rúnari Agnarssyni og Ásmundi Jónssyni var gert að hætta með útvarpsþætti sína á Ríkisútvarpinu, Áfanga sumarið 1983, kölluðu þeir saman hóp ungs tónlistarfólks til að flytja frumsamda tónlist í síðasta þættinum sem sendur var út í beinni útsendingu um verslunarmannahelgina þetta sumar. Það mun hafa verið Guðni Rúnar sem valdi tónlistarfólkið í…

Sérsveitin [2] (1989-91)

Sérsveitin vakti töluverða athygli á árunum í kringum 1990, sendi frá sér lag í útvarpsspilun, spilaði töluvert á tónleikum en lognaðist svo útaf án þess að meira yrði úr hlutunum. Sérsveitin var líklega stofnuð í Breiðholtinu snemma á árinu 1989 og tók þá um vorið þátt í Músiktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Davíð Þór…

Sérsveitin [3] (2001-02)

Sérsveitin var hljómsveit starfandi á Vestfjörðum veturinn 2001-02 en hún var eins konar samstarf milli bæjarfélaga vestra, sameiginleg skólahljómsveit grunnskólanna í Bolungarvík og Ísafirði í samstarfi við tónlistarskólana á stöðunum og Menntaskólans á Ísafirði. Sveitin var sett á laggirnar í upphafi árs 2001 og starfaði líklega fram á vorið 2002 undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar,…

Sérsveitin [4] (2004-09)

Upplýsingar um akureysku ballsveitina Sérsveitina eru af skornum skammti. Sveitin virðist hafa spilað mestmegnis á heimaslóðum á Akureyri nokkuð samfleytt á árunum 2004 til 2009 og var Vélsmiðjan þeirra heimavígi þótt hún lék reyndar víðar. Engar upplýsingar er að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og mega lesendur Glatkistunnar gjarnan fylla upp þær eyður…

Sfinx (1966-67)

Hljómsveitin Sfinx var starfandi á árunum 1966-67 og lék á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Meðlimir Sfinx voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Stefánsson gítarleikari og Hannes Jón Hannesson gítarleikari, ekki er ljóst hver þeirra söng í hljómsveitinni en þeir félagar voru á aldrinum 17 til 19 ára gamlir.