Afmælisbörn 21. mars 2023

Á þessum degi eru afmælisbörnin fjögur á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út…

Svavar Pétur Eysteinsson (1977-2022)

Svavar Pétur Eysteinsson var fyrst og fremst þekktur sem sóló tónlistamaðurinn Prins Póló, sem reyndar gat orðið að hljómsveit þegar á þurfti að halda en hann var einnig í þekktum sveitum eins og Rúnk og Skakkamanage. Eiginkona Svavars Péturs, Berglind Häsler starfaði oft með honum í tónlistinni en saman urðu þau einnig þekkt fyrir margvísleg…

Svavar Pétur Eysteinsson – Efni á plötum

Múldýrið – Múldýrið [ep] Útgefandi: Skakkamanage Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Kúrekinn á múldýrinu 2. Pulse modulation 3. Pulse modulation beat cancel 4. Sumar á sólbekk Flytjendur: Kristín Jónsdóttir – söngur [?] Svavar P. Eysteinsson – [?] Einar Þór Kristjánsson – [?] Kristinn Gunnar Blöndal – [?] Helgi Örn Pétursson – [?] Viddi [?]…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927)

Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og píanóleikari er fyrst og allra fremst þekktur sem höfundur þjóðsöngs okkar Íslendinga, Lofsöngs (Ó, guð vors lands) en hann galt nokkuð fyrir að búa og starfa erlendis megnið af ævi sinni og því kynntust landsmenn ekki því sem hann hafði fram að færa sem tónskáld fyrr en síðar en hann var…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Efni á plötum

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone ZS 67002 Ár: 1925 1. Idyl 2. Vikivaki 3. Íslenzk rhapsodia Flytjendur: Sveinbjörn Sveinbjörnsson – píanó Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 074 Ár: 1974 1. Ó, Guð vors lands 2. Ingólfs minni 3. Á Sprengisandi…

Svölur (1941-49)

Telpnakórinn Svölur starfaði um nokkurra ára skeið á fimmta áratug síðustu aldar og setti þá heilmikinn svip á sönglíf Reykvíkinga en kórinn kom fram við ýmis hátíðleg tækifæri, t.a.m. á sumardaginn fyrsta sem þá var í hávegum hafður. Það var Jóhann Tryggvason söngkennari við Austurbæjarskóla sem setti Svölurnar á laggirnar haustið 1941 úr úrvali efnilegra…

Svölurnar (1988)

Fáar heimildir er að finna um hip hop dúett (sem líklega hefur verið með allra fyrstu hip hop sveitum landsins) sem bar nafnið Svölurnar en dúettinn kom fram á einum tónleikum (ásamt fleirum) á Zansibar (Casablanca) sumarið 1988 en hlaut afar neikvæða gagnrýni blaðamanns Morgunblaðsins, sem hefur e.t.v. átt þátt sinn í að hann varð…

Svörfuður (1944-51)

Karlakórinn Svörfuður starfaði á árunum 1944 til 51 í Svarfaðardalnum og var á þeim tíma ómissandi partur af sönglífi Svarfdælinga enda söng kórinn nokkuð oft í heimasveitinni og á Dalvík. Ekki er þó víst að kórinn hafi starfað alveg samfleytt. Svörfuður var stofnaður haustið 1944 á fundi í þinghúsinu á Grund í Svarfaðardal en kórinn…

Svörtu ekkjurnar (1982-84)

Kvennahljómsveit sem bar nafnið Svörtu ekkjurnar starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, sveitin kom töluvert fram á tónleikum í annars nokkuð líflegu tónlistarlífi fyrir norðan á þessum tíma og þess má geta að þegar sveitin keppti í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983 þá voru sex aðrar sveitir frá Akureyri í…

Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Svörtu sauðirnir [1] (1992)

Hljómsveit sem bar heitið Svörtu sauðirnir og mun hafa verið starfandi á Akureyri 1992, kom suður til Reykjavíkur síðsumars það sama ár og lék á Amsterdam, þá mun sveitin hafa verið starfandi um tíma fyrir norðan skv. umfjöllun. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir upplýsingum…

Svörtu sauðirnir [2] (2008-14)

Hljómsveitin Svörtu sauðirnir var skipuð ungum tónlistarmönnum á Blönduósi og lék nokkuð á dansleikjum í heimabyggð, að öllum líkindum á árunum 2008 til 2014. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, hún gæti hafa verið stofnuð innan Skólalúðrasveitar Austur-Húnavatnssýslu en það er hrein ágiskun. Meðlimir Svörtu sauðanna voru líkast til fimm talsins og meðal…

Svörtu sauðirnir [3] (2010)

Þeir félagar Karl Bjarni Guðmundsson (Kalli Bjarni Idol-sigurvegari) og Einar Ágúst Víðisson (Skítamórall o.fl.) komu fram vorið 2010 undir nafninu Svörtu sauðirnir þar sem þeir skemmtu með söng og gítarspili. Ekki liggur fyrir hvort þar var einungis um að ræða eitt eða fáein skipti.

Svanhildur Jakobsdóttir (1940-)

Söngkonuna Svanhildi Jakobsdóttur ættu allflestir að þekkja en hún söng fjölmörg vinsæl lög á söngferli sínum, fyrst sem söngkona Sextetts Ólafs Gauks og síðar gaf hún út vinsælar barna- og jólaplötur, síðustu áratugina hefur hún hins vegar starfað við þáttagerð í útvarpi og nýtur þar einnig vinsælda. Svanhildur Jakobsdóttir fæddist haustið 1940 í Reykjavík og…

Svanhildur Jakobsdóttir – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Sveinn Þorkelsson (1894-1951)

Sveinn Þorkelsson var kunnur kaupmaður sem hafði söng að áhugamáli og söng í karlakórum auk þess að senda frá sér eina tveggja laga 78 snúninga plötu. Guðbrandur Sveinn Þorkelsson tenórsöngvari fæddist 1894 í Reykjavík. Hann fór til Kaupmannahafnar í verslunarskóla um tvítugt og lærði þá söng þar á sama tíma. Þegar heim var komið hóf…

Sveinstein (?)

Upplýsingar um dúettinn Sveinstein eru afar takmarkaðar en líkast til var um að ræða stúdíóflipp bræðranna Steingríms og Bergsveins Birgissona, og því hafi sveitin í raun aldrei verið starfandi og þess þá síður spilað opinberlega. Þeir bræður sendu frá sér plötu sem bar nafnið Baðstofusaungvar og eru upplýsingar um hann enn takmarkaðri, Bergsveinn (þekktur rithöfundur)…

Sviknir landpóstar (1999)

Hljómsveitin Sviknir landpóstar frá Norðfirði lék víða um austanvert landið undir lok síðustu aldar, sveitin hætti líklega störfum árið 1999 en átti sér væntanlega nokkra forsögu sem óskað er upplýsinga um. Meðlimir Svikinna landpósta voru þeir Magnús Þór Ásgeirsson gítarleikari, Sigurður Ólafsson bassaleikari, Arnar Guðmundsson Heiðmann gítarleikari og Aðalbjörn Sigurðsson trommuleikari.

Svilar (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Svilarnir en þessi sveit lék á bæjarhátíð á Stöðvarfirði árið 1999, hugsanlega var um að ræða hljómsveit sem lék aðeins í þetta eina skipti opinberlega. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi Svila, hljóðfæraskipan og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Sving tríó (1948-49)

Í upphafi árs 1949 var starfrækt í Vestmannaeyjum lítil hljómsveit sem gekk undir nafninu Sving tríó og lék á skemmtun á vegum Leikfélags Vestmannaeyja í samkomuhúsinu í bænum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, jafnvel annað sem ætti heima í umfjölluninni um hana.

Sviss (1982-83)

Hljómsveitin Sviss starfaði um eins árs skeið á höfuðborgarsvæðinu – 1982 og 83 og lék eitthvað framan af á skemmtistöðum eins og Klúbbnum en virðist minna hafa komið fram eftir það. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, trommuleikarinn Ólafur Kolbeins og Axel Einarsson gítarleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar er að…

Sigurður Ólafsson [2] (1916-2005)

Sigurður Ólafsson var bóndi í Syðra-Holti í Svarfaðardal og var um tíma öflugur kórstjórnandi og organisti í sveitinni. Sigurður var fæddur að Krosshóli í Skíðadal sumarið 1916 og flutti með fjölskyldu sinni fimmtán ára að Syðra-Holti í Svarfaðardal þar sem hann var lengst af bóndi. Það hafði verið til orgel á æskuheimilinu og á unglingsárum…

Stefán Bjarman (1894-1974)

Stefán Bjarman var fjölhæfur maður, kennari, tungumálamaður, tónlistarmaður og heimsmaður en líklega þekktastur sem þýðandi. Spor hans er víða að finna og þegar kemur að tónlistinni voru það Dalvíkingar og nærsveitungar sem helst fengu að njóta krafta hans. Stefán Árnason Bjarman var fæddur snemma árs 1894 að Nautabúi í Skagafirði en var alinn upp á…

SVR kvartettinn (1967)

Haustið 1967 var starfræktur söngkvartett sem bar nafnið SVR kvartettinn (S.V.R. kvartettinn) og var að öllum líkindum starfandi innan Söngfélags SVR (Strætókórsins). Kvartettinn kom fram á skemmtun þá um haustið en ekki liggja fyrir upplýsingar hvort hann söng víðar á opinberum skemmtunum. Ári síðar var tvöfaldur kvartett starfandi innan Strætisvagna Reykjavíkur og var Aðalsteinn Höskuldsson…

Súrefni (1995-2001)

Hljómsveitin Súrefni náði allnokkrum vinsældum rétt um síðustu aldamót og var þá fremst í flokki sveita sem framleiddu danstónlist en um það leyti var nokkur vakning hér á landi í þeirri tegund tónlistar. Sveitin byrjaði sem hljómsveit, þróaðist þaðan yfir í dúett sem vann mest með tölvur en varð síðar aftur að fullskipaðri hljómsveit með…

Súrefni – Efni á plötum

Súrefni – Geimjazz [ep] Útgefandi: Súrefni Útgáfunúmer: SUR CD 001 Ár: 1997 1. Qul 2. Partýtíðni áramóta Stínu 3. Flauel 4. Geimfatatízkan 5. Loch Lomond Flytjendur: Páll Arnar Sveinbjörnsson – [?] Þröstur E. Óskarsson – [?] Súrefni – Súrefni Útgefandi: Dennis records Útgáfunúmer: DCD 001 Ár: 1997 1. Disco 2. Regnstræti 303 3. You can…

Svavar Guðmundsson (1905-80)

Svavar Guðmundsson tenórsöngvari var einn fjölmargra efnilegra söngvara úr Skagafirðinum, honum gafst þó ekki kostur á söngnámi og varð því ekki úr eiginlegum söngferli hjá honum þótt hann yrði nokkuð þekktur, söng hans má hins vegar heyra á tveimur plötum sem komu út á vegum Fíladelfíu. Svavar Sigpétur Guðmundsson fæddist haustið 1905 á Sauðárkróki og…

Svavar Guðmundsson – Efni á plötum

Svavar Guðmundsson – Svavar Guðmundsson syngur Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-1 Ár: 1967 1. Friður 2. Eins og stjörnur 3. Galíleinn 4. Lífið er bjart Flytjendur: Svavar Guðmundsson – einsöngur Árni Arinbjarnarson – píanó   Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Góði Jesús o.fl. [ep] Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-2 Ár: 1969 1. Góði Jesús 2. Þér hlið 3.…

Sveitó [2] (1996-2000)

Hljómsveit starfaði í Garðinum undir lok síðustu aldar og e.t.v. lengur undir nafninu Sveitó en upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit. Sveitó kemur fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1996 af því er virðist og lék með hléum næstu fjögur árin, einkum á Suðurnesjunum. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en hún lék á…

Sverrir Sigurðsson (1906-59)

Sverrir Sigurðsson var einn þeirra söngvara sem nam söng á fyrri hluta síðustu aldar, kom fram sem einsöngvari á tónleikum en steig þó aldrei skrefið til fullnustu enda var það ekki nema á fárra færi að helga sig söngnum á þeim tíma. Sverrir fæddist sumarið 1906 á Seyðisfirði, fór til náms við Menntaskólann á Akureyri,…

Svið (1992-94)

Rokksveit sem bar nafnið Svið starfaði á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins, líklega frá vetrinum 1991-92 og til 1994 að minnsta kosti. Upplýsingar eru fremur takmarkaðar um þessa sveit, vorið 1994 var hún skipuð þeim Hlyni Birgissyni trommuleikara, Guðmundi Svafarssyni gítarleikara og Hans Wium bassa- og trommuleikara en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði…

Svik (1985)

Upplýsingar eru af skornum skammti um hljómsveit sem bar heitið Svik og starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 1985 og var að öllum líkindum skammlíf sveit. Meðlimir Svika voru þeir Ingvar [?] gítarleikari, Sigurður [?] bassaleikari, Ragnar Ingi [?] trommuleikari og Ragnar [?] söngvari og hljómborðsleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Svensen og Hallfunkel (1997-2004)

Pöbbadúóið Svensen og Hallfunkel skemmti Grafarvogsbúum og nærsveitungum um margra ára skeið í kringum aldamótin en sveitin var þá húshljómsveit á Gullöldinni við miklar vinsældir. Svensen og Hallfunkel (stundum ritað Svenson og Hallfunkel) voru þeir Sveinn Guðjónsson og Halldór Olgeirsson en þeir höfðu starfað saman áður í nokkrum ballhljómsveitum, fyrst með Dansbandinu, síðan Santos, Grand,…

Sverrir Garðarsson [1] (1935-2021)

Sverrir Garðarsson var um langt árabil virkur í baráttu- og félagsmálum tónlistarmanna hér á landi og barðist fyrir réttindum þeirra sem liðsmaður FÍH, þar af í tæpa tvo áratugi sem formaður félagsins. Sverrir Garðarsson var fæddur 1935 og starfaði sem tónlistarmaður lengi vel, en hann var trommu- og slagverksleikari. Elstu heimildir um spilamennsku hans er…

Stella í Knarrarnesi (1923-2009)

Saga Stellu í Knarrarnesi er dapurleg frásögn um hæfileikaríka söngkonu sem fórnaði draumum sínum fyrir draum foreldra sinna – draumi sem varð ekki ætlað að rætast. Þessi umfjöllun er frábrugðin öðrum á Glatkistunni að því leyti að hér er fjallað um söngkonu sem söng líkast til aldrei opinberlega. Stella í Knarrarnesi hét Guðríður Jóna Árnadóttir…

Svif (1995-96)

Hljómsveitin Svif starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og 96 og var sérstæð að því leyti að hún hafi enga fasta liðsskipan. Sveitin sem mestmegnis mun hafa leikið hefðbundna blús- og soultónlist kom fyrst fram í júní 1995 og voru meðlimir hennar þá Georg Bjarnason bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Þór Breiðfjörð…

Afmælisbörn 27. febrúar 2023

Glatkistan hefur í dag að geyma þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Afmælisbörn 23. febrúar 2023

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötíu og þriggja ára í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin (sem er…

Svavar Gests (1926-96)

Líklega hafa fáir ef nokkur komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti og Svavar Gests en segja má að framlag hans í því samhengi sé ómetanlegt. Hér má nefna hljómplötuútgáfu og dreifingu á þeim, skrif um tónlist, miðlun tónlistar, kynningu og fræðslu í útvarpi, hljómsveitarstjórn og hljóðfæraleik, útsetningar, tónlistarkennslu, umboðsmennsku og sjálfsagt ennþá fleira…

Svala Nielsen (1932-2016)

Óperusöngkonan Svala Nielsen var af því sem kallað hefur verið önnur kynslóð óperusöngvara á Íslandi, hún söng óperuhlutverk, söng einsöng á sviði og í útvarpssal bæði ein og ásamt fleirum auk þess sem plata kom út með söng hennar. Hún starfaði þó lítið við söngkennslu eins og svo margir kollegar hennar heldur helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu…

Svala Nielsen – Efni á plötum

Svala Nielsen – Svala Nielsen: fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenzk tónskáld/fourteen songs by fourteen Icelandic composers Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 096 Ár: 1976 1. Minning 2. Lindin 3. Þú eina hjartans yndið mitt 4. Hvert örstutt spor 5. Í dag skein sól 6. Amma raular í rökkrinu 7. Mánaskin 8. Viltu fá minn vin…

Sveinbjörn Þorsteinsson (1914-2007)

Sveinbjörn Þorsteinsson var fyrir miðja síðustu öld þekktur skemmtikraftur en hann fór þá víða og skemmti með söng og gítarspili ásamt Ólafi Beinteinssyni félaga sínum. Sveinbjörn fæddist að Hurðarbaki í Borgarfirði vorið 1914 og bjó þar framan af ævi. Hann mun hafa lært eitthvað á fiðlu á sínum yngri árum og einnig mun hann hafa…

Sveinsstaðasextettinn (um 1978)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sveinsstaðasextettinn starfaði á Ólafsvík líklega á árunum 1977-78 eða um það leyti. Meðlimir Sveinsstaðasextettsins voru þau Ísólfur Gylfi Pálmason, Sveinn Þór Elinbergsson [trommuleikari?], Sigurður Elinbergsson [bassaleikari?], Sigurður Kr. Höskuldsson [gítarleikari?], Ævar Guðmundsson, Örn Guðmundsson og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir söngkona en einnig mun Magnús Stefánsson hafa komið við sögu sveitarinnar. Óskað…

Sveinn Ólafsson (1913-87)

Nafn Sveins Ólafssonar ætti að vera mun meira áberandi þegar kemur að sögu íslenskrar tónlistar heldur en raun hefur orðið því hann kom að mörgum frumkvöðlaverkefnum þó ekki hafi hann endilega sem einstaklingur verið í fararbroddi hvað þau varðar. Hann var til að mynda fiðluleikari í fyrstu óperettunni sem sett var á svið hérlendis, fyrstu…

Sveindís (um 1975)

Hljómsveit sem skilgreina mætti sem kvennahljómsveit starfaði innan Tónlistarskólans í Reykjavík og bar nafnið Sveindís. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin starfaði nákvæmlega en það mun þó hafa verið í kringum miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir Sveindísar voru Ragnhildur Gísladóttir söngvari og bassaleikari, Þórunn Björnsdóttir saxófónleikari, Hrafnhildur Guðmundsdóttir píanó- og gítarleikari og svo karlkyns trommuleikari…

Sveindómurinn (1989-91)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveindómurinn (eða Sveindómur) var starfrækt í Kópavogi í kringum 1990, að öllum líkindum 1989-91. Sveitin sem einkum lagði áherslu á ábreiðutónlist var stofnuð af Matthíasi Baldurssyni hljómborðsleikara og söngvara, Finni P. Magnússyni trommuleikara og gítarleikara sem kallaður var Bibbi en þeir voru þá á fermingaraldri. Kristinn Guðmundsson bassaleikari bættist síðan í…

Sveinn Ásgeirsson (1925-2002)

Sveinn Gunnar Ásgeirsson (1925-2002) var þjóðhagfræðingur og bókmennafræðingur með heimspeki og listasögu sem aukagreinar, og hafði því yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málefnum. Hann starfaði m.a. sem blaðamaður, rithöfundur og þýðandi, stofnaði neytendasamtökin og veitti þeim forstöðu um árabil, en var þó fyrst og fremst þekktur og vinsæll útvarpsmaður en hann annaðist fjölda spurninga- og skemmtiþátta…

Sveinn Ásgeirsson – Efni á plötum

Sveinn Ásgeirsson – Úr útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-138 / 798 Ár: 1980 1. Já eða nei 2. Já eða nei: Rímsnillingarnir A 3. Vogun vinnur, vogun tapar A 4. Já eða nei: Hvert er starfið? 5. Vel mælt A 6. Brúðkaupsferðin 7. Já eða nei: Rímsnillingarnir B 8. Hver talar? 9. Brúðkaupsferðin:…