Bull og villimenn (1984)

Hljómsveitin Bull og villimenn var skammlíf sveit starfandi árið 1984 sem kom fram opinberlega í eitt skipti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari sem höfðu verið saman í Nefrennsli og Phobiu, Kristján Hauksson gítarleikari og Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) söngvari og gítarleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort fleiri…

Bulla (1996)

Hljómsveitin Bulla starfaði á Ísafirði haustið 1996. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en þeir voru að öllum líkindum á grunnskólaaldri. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Bumburnar (1982-88)

Hljómsveitin Bumburnar var danshljómsveit, starfandi á Norðfirði um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1982 upp úr leifum Amon Ra og lék á dansleikjum víða um Austfirði en mest þó í heimabyggð, Bumburnar voru t.a.m. fastagestir á þorrablótum og árshátíðum eystra. Meðlimir sveitarinnar voru lengst af Smári Geirsson söngvari og saxófónleikari, Ágúst…

Burgeisar (1987-88)

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88. Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti…

Burknar og Garðar (1986-87)

Hljómsveitin Burknar og Garðar starfaði veturinn 1986-87 og lék einkum á dansleikjum fyrir fólk komið á og yfir miðjan aldur. Garðar Guðmundsson var söngvari hljómsveitarinnar en hann hafði verið af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og væru þær vel þegnar.

Burkni (1991-92)

Hljómsveitin Burkni starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega innan veggja Menntaskólans í Reykjavík, á árunum 1991 og 92, hugsanlega eitthvað lengur. Sveitin lék fremur þungt gamalt rokk í anda Led Zeppelin og slíkra sveita, og sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars í árslok 1991 en hún var þó líklega frægust fyrir að innihalda söngkonu…

Burkni bláálfur (1993)

Hljómsveitin Burkni bláálfur frá Höfn í Hornafirði tók þátt í Músíktilraunum vorið 1993 án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir Burkna bláálfs voru Sigfús Már Þorsteinsson bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari og Eymundur Ragnarsson trommuleikari. Sveitin lék þungt rokk og var án söngvara. Einhverjir fleiri munu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar um…

Burning eyes (2000)

Hljómsveitin Burning eyes var partur af hardcore rokk senunni í kringum síðustu aldmót. Sveitin starfaði árið 2000 og var úr Mosfellbænum en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að um tíma var bassaleikari í henni að nafni Erla [?] og svo annar bassaleikari að nafni Teitur. Allar frekari upplýsinga um þessa…

Burn (1993)

Hljómsveitin Burn starfaði vorið og sumarið 1993 og var líklega í rokkaðri kantinum. Hún fór nokkuð víða og lék m.a. á Óháðri listahátíð um sumarið. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Bundið slitlag (1996-2002)

Upplýsingar um blúshljómsveitina Bundið slitlag eru af afar skornum skammti en hún virðist hafa verið starfandi á árunum 1996 til 2002, þó með hléum. Heimild segir að sveitin hafi einnig gengið undir nafninu Blúsband Gordons Bummer. 1996 voru þeir Georg Bjarnason bassaleikari, Bergþór Smári gítarleikari og Pojtr Versteppen [?] trommuleikari sagðir vera meðlimir Bundins slitlags…

Busabandið [2] (2000-01)

Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum. Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina.…

Busabandið [1] (1960-64)

Busabandið, skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, starfaði í um fjögur ár á fyrri hluta sjöunda áratugs liðinnar aldar, og ól af sér nokkra kunna tónlistarmenn. Það voru Skagamennirnir Arnmundur Backman saxófón- og harmonikkuleikari og Friðrik Guðni Þórleifsson píanóleikari, þá busar í Menntaskólanum á Akureyri, sem stofnuðu Busabandið haustið 1960 en þeir höfðu fyrr um árið átt…

Burp corpse (1993-94)

Burp corpse var dauðarokkssveit frá Selfossi sem eins konar forveri Múspells og Ámsvartna. Sveitin var stofnuð 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi Stefán Ólafsson söngvari og Magnús Halldór Pálsson bassaleikari en Atli [?] gítarleikari og Rúnar Már Geirsson trommuleikari bættust fljótlega í hópinn. Einhver tími leið þar til Ólafur Á. Másson gítarleikari kom inn…

Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Sæmundsson voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að spila…

Bubbleflies – Efni á plötum

Bubbleflies – The world is still alive Útgefandi: Hljómalind Útgáfunúmer: HLCD 1A Ár: 1993 1. If its kinky? 2. Birds and piano 3. The world is still alive 4. Luger 5. Shades 6. Whisper 7. Razor X 8. Strawberries 9. Aha Attilla 10. Kinky remix 11. Dreamscape 12. Huxley farm Flytjendur: Páll Banine – söngur…

Bræðrabandið [4] (1999-)

Frá árinu 1999 að minnsta kosti hefur verið starfandi hljómsveit undir nafninu Bræðrabandið (þeir hafa einnig kallað sig Brødrene Undskyld), sem hefur leikið við ýmis tækifæri við kirkjur höfuðborgarsvæðisins, m.a. við svokallaðar æðruleysissamkomur. Það eru bræðurnir Hörður Bragason og Birgir Bragason sem skipa Bræðrabandið en einnig hefur fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson leikið með þeim margsinnis, Gunnar…

Bræðrabandið [7] (?)

Bræðrabandið er nafn á sveit, starfandi á þessari öld, sem inniheldur m.a. Ingólf Steinsson gítarleikara (Þokkabót o.fl.), ennfremur mun Lárus [?] vera einn meðlima sveitarinnar en um aðra er ekki vitað. Frekari upplýsingar óskast um Bræðrabandið.

Bræðrabandið [9] (2015-)

Dúettinn Bræðrabandið hefur starfað frá árinu 2015 að minnsta kosti. Það eru þeir bræður Árni Friðberg Helgason cajonleikari og Andri Fannar Helgason söngvari og gítarleikari sem skipa Bræðrabandið en þeir koma fram og skemmta við ýmis tækifæri.

Bræðrabandið [10] – Efni á plötum

Bræðrabandið [10] – Bræðrabandið Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] 1. Alparós 2. Dísir vorsins 3. Blikandi haf 4. Ég mætti þér um kvöld 5. Æskuminning 6. Gömul spor 7. Aðfangadagskvöld jóla 1912 8. Rauðasta rósin 9. Við gengum tvö 10. Dimmbláa nótt 11. Ég vil með þér ganga 12. Gamla fatan…

Bræðrabandið [10] (2017-)

Litlar upplýsingar er að finna um tríó bræðra á Ólafsfirði sem kallar sig Bræðrabandið og hefur komið fram í nokkur skipti, frá árinu 2017 að minnsta kosti. Þeir bræður, Björn Þór, Stefán Víglundur og Guðmundur Ólafssynir hafa sent frá sér plötu sem hefur að geyma tuttugu og níu lög úr ýmsum áttum en platan ber…

Bræðrakórinn (1915-48)

Söngfélagið Bræður eða Bræðrakórinn starfaði á fjórða áratug á fyrri hluta síðustu aldar við góðan orðstír. Bræðrakórinn mun hafa verið settur á laggirnar í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar í tilefni af íþróttamóti sem haldið var í sveitinni sumarið 1915. Þórður Kristleifsson og fleiri munu hafa verið hvatamenn að stofnun kórsins en Bjarni Bjarnason á Skáney…

Bræðurnir Brekkan (1989)

Bræðurnir Brekkan var nafn hópsins sem flutti þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 1989, Í brekkunni en það naut mikilla vinsælda um sumarið og telst meðal sígildra þjóðhátíðarlaga. Það var Jón Ólafsson sem samdi lagið en Bjartmar Guðlaugsson textann. Það var því við hæfi að Bítlavinafélagið sem Jón var þá hluti af flytti lagið en það skipuðu auk Jóns,…

BT company (2000)

Bjarni Tryggvason trúbador starfrækti hljómsveit sem lék nokkuð á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu frá ársbyrjun og fram á haust árið 2000, undir nafninu BT company (BT & company). Auk Bjarna sem lék á gítar og söng voru Kristinn Gallagher bassaleikari, Sigurður R. [?] trommuleikari og Ingi Valur [Grétarsson?] gítarleikari og söngvari. Ingó [?] hafði tekið við…

Bugjuice (1995)

Hljómsveitin Bugjuice var meðal flytjenda á plötu með tónlistinni úr kvikmyndinni Ein Stór fjölskylda (1995) en framlag þeirra þar var það eina sem kom frá sveitinni. Bugjuice var rappsveit en með sýrufönkívafi og voru meðlimir hennar Hrannar Ingimarsson gítarleikari og forritari, Jón O. Guðmundsson söngvari og trompetleikari, Eiríkur Þorleifsson bassaleikari og Kjartan Guðnason trommuleikari.

Brúðubíllinn (1976-)

Brúðubíllinn er ómissandi þáttur af barnæsku fjölmargra kynslóða en hann hefur starfað óslitið allt frá árinu 1976. Reyndar má rekja upphaf Brúðubílsins allt aftur til ársins 1968 þegar Leikbrúðuland Jóns E. Guðmundssonar var stofnað en það fyrirtæki kom að ýmsum verkefnum m.a. fyrir Ríkissjónvarpið sem þá var tiltölulega nýstofnað. Fúsi flakkari og Rannveig og Krummi…

Brúðubíllinn – Efni á plötum

Brúðubíllinn – Brúðubíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 005 Ár: 1983 1. Kynning 2. Lilli og litirnir, söngleikur; Lilli rólar / Gúmmístígvélin taka lagið / Amma og drekarnir 3. Refurinn og ungarnir, leikrit með söngvum: Ungasöngur 4. Langamma syngur um Ingeborg frænku: danskt lag 5. Lilli og félagar 6. Ungasöngur 7. Galdrakerlingin: breskt þjóðlag 8. Á…

Brútal (1993)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Brútal (Brutal) sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1993, hversu lengi hún starfaði og hverjir skipuðu hana.

Brynjólfur Jóhannesson – Efni á plötum

Brynjólfur Jóhannesson – Áramótasyrpan / Domino [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 11 Ár: 1952 1. Áramótasyrpan 2. Domino Flytjendur: Brynjólfur Jóhannesson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar; – Björn R. Einarsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Brynjólfur Jóhannesson – Gamanvísur [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45…

Brúartríóið (1960-62)

Takmarkaðar heimildir er að finna um tríó sem kennt hefur verið við Brú í Hrútafirði og var einfaldlega kallað Brúartríóið. Meðlimir þess í upphafi og lengi vel voru Gunnar Ó. Kvaran harmonikkuleikari, Helgi Steingrímsson gítarleikari og Þórir Steingrímsson trommuleikari og byrjuðu þeir að leika saman árið 1960 en Þórir og Gunnar voru þá nýfermdir. Brúartríóið…

Brynjólfur Jóhannesson (1896-1975)

Brynjólfur Jóhannesson telst meðal fremstu leikara hér áður fyrr þótt hvorki væri hann menntaður leikari né starfaði við það eingöngu. Brynjólfur fæddist 1896 í Reykjavík, lauk verslunarskólanámi í Kaupmannahöfn og gerðist um tíma verslunarmaður á Ísafirði og Akureyri áður hann fluttist aftur til Reykjavíkur en hann starfaði síðan sem bankamaður í rúmlega fjörutíu ár og…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson (1989)

Þeir Brynjólfur Lárusson (1953-91) og Jónmundur Kjartansson (1955-) höfðu starfað í hljómsveitum í Bolungarvík (Mímósa og Krosstré) á sínum yngri árum og fengu í lok níunda áratugar síðustu aldar þá hugmynd að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Þeir leituðu til félaga síns, Hrólfs Vagnssonar sem einnig hafði komið við sögu í hljómsveitunum með þeim,…

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson – Efni á plötum

Brynjólfur Lárusson & Jónmundur Kjartansson – Blanda Útgefandi: Brynjólfur Lárusson, Jónmundur Kjartansson og Hrólfur Vagnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Látum gleðina taka öll völd 2. Sjóferð 3. Tómið 4. Hugleiðing 5. Eldgamall bóndi 6. Þú 7. Lífið 8. Bolungavík 9. Ég sjómaður er 10. Ekki láta aftra þér 11. Heilabúið 12. Biðin Flytjendur:…

Brynjólfur Þorláksson (1867-1950)

Segja má að Brynjólfur Þorláksson hafi verið einn af tónlistarfrumkvöðlum Íslands en hann spilar nokkuð stóra rullu við upphaf tuttugustu aldarinnar þegar söng- og kórastarf var að mótast hér á landi sem og í sönglífi Vestur-Íslendinga í Kanada, þá var hann einnig afar fær harmóníum-leikari og var um tíma Dómkirkjuorganisti. Í umfjöllunum um Brynjólf og…

Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar. Óskað er eftir upplýsingum…

Bræðrabandalagið [1] (1988)

Hljómsveitin Bræðrabandalagið (einnig nefnt Bræðralagsbandið) var í raun Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar en hún hlaut þetta nafn tímabundið 1988 þegar sveitin flutti lag Magnúsar, Sólarsömbu í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar. Sólarsamba naut reyndar töluverðra vinsælda og gerir enn, og hefur komið út á fjölda safnplatna í gegnum árin. Meðlimir sveitarinnar voru auk Magnúsar sem lék á hljómborð,…

Bræðrabandalagið [2] (2000-03)

Bræðurnir Þorlákur Ægir og Bjarni Freyr Ágústssynir skipuðu dúettinn Bræðrabandalagið og komu fram undir því nafni um og eftir síðustu aldamót, allavega á árunum 2000 til 2003. Dúettinn var starfræktur fyrir austan, annað hvort á Egilsstöðum eða Norðfirði en upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Bræðrabandið [2] (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Bræðrabandið var starfandi á Vesturlandi, hugsanlega á níunda áratug síðustu aldar og jafnvel gæti verið um sömu sveit að ræða snemma á 21. öldinni og fram á annan áratug hennar. Mögulegur starfsvettvangur þessarar sveitar er allstór, allt frá Búðardal, Miklaholtshrepp eða jafnvel Akranes. Sævar Ingi Jónsson gæti hafa verið einn meðlima…

Bræðrabandið [3] (?)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan frímúrarareglunnar, hugsanlega á tíunda áratug síðustu aldar. Magnús Guðbrandsson mun hafa verið einn meðlima hennar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Bræðrabandið [1] (1979-)

Hljómsveitin Bræðrabandið úr Hafnarfirði hefur starfað síðan fyrir 1980 með hléum en hún var framan af kántrýsveit. Bræðrabandið var stofnað haustið 1979, nafn sveitarinnar kemur til af því að í henni eru tvennir bræður, Ingólfur Arnarson gítarleikari og Jón Kristófer Arnarson einnig gítarleikari, og Ævar Aðalsteinsson banjóleikari og Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari. Allir munu þeir fjórmenningarnir…

Brunaliðið (1978-80)

Brunaliðið var allt í senn, ein vinsælasta, afkastamesta og sukksamasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún skartaði nokkrum af skærustu poppstjörnum landsins á því tæplega tveggja ára skeiði sem hún starfaði. Tvennum sögum fer af því hvernig Brunaliðið varð til, annars vegar hefur verið sagt að Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi (síðan nefndur Skífu-Jón) hafi fengið hugmyndina um…

Brunaliðið – Efni á plötum

Brunaliðið – Úr öskunni í eldinn Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 014 / SCD 144 Ár: 1978 / 1994 1. Ég er á leiðinni 2. Landslag 3. Freknótta fótstutta mær 4. Alein 5. Kæra vina 6. Sandalar 7. Einskonar ást 8. Komdu 9. Ali Baba 10. Gaukshreiðrið Flytjendur: Magnús Eiríksson – gítar Magnús Kjartansson…

Bruni BB (1981-82)

Hljómsveitarinnar Bruna BB verður sjálfsagt helst minnst fyrir að vera óvinsælasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en þessi umdeilda sveit vakti andúð nánast í hvert sinn sem hún lék opinberlega og hending var ef sveitin fékk að klára tónleika sína. Fyrst skal hér nefnt nafn sveitarinnar sem meðlimir hennar hafa reyndar aldrei tjáð sig almennilega um en…

Bruni BB – Efni á plötum

Bruni BB – Laugardag 14 nóv kl 21: Bruni BB konsert í Nýlistasafninu [snælda] Útgefandi: Broken heart records Útgáfunúmer: ids01 Ár: 1981 1. Tónverk sem flutt var á konsert í Nýlistasafni 17. nóv. 1981 2. Tónverk sem flutt var á konsert í Nýlistasafni 17. nóv. 1981 [framhald] 3. [án titils] 4. [án titils] Flytjendur: Helgi…

Brot [1] (1983)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveit frá Sauðárkróki (eða nágrenni) sem starfaði sumarið 1983 undir nafninu Brot. Ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða hljómsveit unglinga. Allar frekari upplýsingar um Brot má senda Glatkistunni, meðlimi hennar, starfstíma o.s.frv.

Bringuhárin (1982-83)

Hljómsveitin Bringuhárin starfaði í nokkra mánuði á árunum 1982 og 83, hún lék einkum á skóladansleikjum og þess konar böllum. Sveitin var stofnuð haustið 1982, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari og söngvari skipuðu hana en hún var starfrækt fram á…

Bris (1998-2003)

Hljómsveitin Bris var sveimrokksveit sem starfaði í nokkur ár í kringum aldamótin. Bris var stofnuð 1998 og voru meðlimir hennar Snorri Petersen söngvari og gítarleikari, Guðmundur Stefán Þorvaldsson gítarleikari, Þorsteinn R. Hermannsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. 1999 keppti sveitin í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, komst þar í úrlit og var með tvö lög…