Steinþór Stefánsson (1961-88)

Steinþór Stefánsson bassaleikari var ein birtingarmynd pönkbylgjunnar sem gekk yfir landið á árunum 1980 til 82 en hann var þar áberandi sem bassaleikari hljómsveita eins og Fræbbblanna og Q4U og þá um leið sem mótív fyrir ljósmyndara dagblaðanna sem voru óþreytandi að smella af honum myndum. En Steinþór var ekki eingöngu bassaleikari og módel, hann…

Stefán Íslandi (1907-94)

Óperusöngvarinn og tenórinn Stefán Íslandi var stórstjarna á þess tíma mælikvarða en hann gerði garðinn frægan aðallega í Danmörku þar sem hann starfaði hvað lengst, hugsanlega hefði hann náð enn lengra ef heimstyrjöldin síðari hefði ekki gripið inn í örlögin. Fjölmargar plötur komu út með söngvaranum á sínum tíma. Stefán Guðmundsson fæddist að Krossanesi í…

Steinsteypa (1995-96)

Hljómsveitin Steinsteypa starfaði á Siglufirði um eins árs skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og tók þá m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Steinsteypa var líklega stofnuð snemma sumars 1995 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Grétar Sigurðsson bassaleikari, Börkur Þórðarson söngvari, Sigþór Ægir Frímannsson gítarleikari og Helgi Svavar Helgason trommuleikari. Síðsumars hætti Grétar…

Steinsmuga (1999)

Hljómsveit sem bar nafnið Steinsmuga var starfrækt á Austurlandi árið 1999 en þá um sumarið lék sveitin á harmonikkudansleik tengt bæjarhátíð á Stöðvarfirði og er því líklegt að hún hafi verið frá Stöðvarfirði. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Steinsmugu og tilurð sveitarinnar, hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem hæfir umfjöllun um hana.

Steinunn Karlsdóttir (1955-99)

Steinunn Karlsdóttir píanóleikari og söngkona var um margt merkileg tónlistarkona. Hún fæddist í Keflavík 1955 í kjölfar bítlakynslóðarinnar þannig að tónlist hefur verið ríkur þáttur í æsku hennar og margt benti til að hún myndi hasla sér völl í tónlistinni, til að mynda kom hún margoft fram á árunum 1969 til 73 og flutti þjóðlagatónlist…

Steinþór (1997)

Veturinn 1997-98 starfaði innan Menntaskólans á Egilsstöðum hljómsveit sem gekk undir nafninu Steinþór, eftir meðfylgjandi mynd að dæma var um tríó að ræða. Steinþór var meðal keppenda í hljómsveitakeppninni Rokk 5 sem haldin var innan menntaskólans um haustið 1997 en ekki raðaði hún sér meðal efstu sæta þar, Svanur Vilbergsson gítarleikari sveitarinnar var þó kjörinn…

Stefán Jónsson [1] (1905-66)

Stefán Jónsson var kunnur rithöfundur og barnakennari sem einnig samdi fjölda þekktra texta, flestir þeirra voru ætlaðir börnum og margir þeirra hafa komið út á plötum. Stefán fæddist árið 1905 í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem hann ólst einnig upp. Eftir nám við Héraðsskólann á Laugarvatni lá leið hans í kennaranám og svo í Austarbæjarskólann í…

Stefán Jónsson [1] – Efni á plötum

Bessi Bjarnason – syngur hinar góðkunnu barnavísur Stefáns Jónssonar Útgefandi: SG-hljómplötur / Skífan  Útgáfunúmer: SG-021 / SGCD 021 Ár: 1969 / 1994 1. Aumingja Siggi 2. Bréf til frænku 3. Systa mín 4. Smalasaga 5. Kvæðið um kálfinn 6. Sagan af Gutta 7. Hjónin á Hofi 8. Kiddi á Ósi 9. Stutt saga 10. Hjónin við tjörnina 11.…

Steinolía (1992)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit eða flytjanda sem starfaði sumarið 1992 undir nafninu Steinolía en viðkomandi lék þá á tónleikum á vegum F.I.R.E. Inc. Ekkert annað er að finna um Steinolíu svo vænta má að um sé að ræða skammlífa sveit.

Stefán Íslandi – Efni á plötum

Stefán Íslandi – Í fjarlægð / Vögguljóð [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV DA 5201 Ár: 1936 1. Í fjarlægð 2. Vögguljóð Flytjendur: Stefán Íslandi – söngur félagar úr Tívolíhljómsveitinni í Kaupmannahöfn – leika undir stjórn Svend Christian Felumb                                …

Sigurgeir Jónsson [1] (1866-1954)

Sigurgeir Jónsson var í byrjun 20. aldarinnar einn af hornsteinum tónlistarlífs á Akureyri og áður reyndar einnig í Suður-Þingeyjarsýslu en hann kenndi tónlist og stjórnaði kórum auk þess sem hann var organisti um áratuga skeið í Akureyrarkirkju. Sigurgeir var Suður-Þingeyingur, hann fæddist haustið 1866 á Stóruvöllum í Bárðardal þar sem hann ólst upp og var…

Sigurgeir Jónsson [2] (1932-2015)

Sigurgeir Jónsson organisti og kórstjórnandi í Öræfum kom töluvert að tónlistarlífinu í sveit sinni fyrir austan en hann var mestalla tíð bóndi og einnig útibússtjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, sem sinnti tónlistinni í hjáverkum. Sigurgeir var fæddur og uppalinn á Fagurhólsmýri í Öræfum, hann fór til náms við Bændaskólann á Hvanneyri og varð þar búfræðingur en þar…

Steingrímur Sigfússon – Efni á plötum

Dagdraumar: Strandaperlur Sigfúsarbræðranna frá Stóru-Hvalsá Steingríms, Lárusar og Haraldar – ýmsir Útgefandi: Haraldur Sigfússon Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Unnur Birna Björnsdóttir – Heim, heim 2. Gunnar Tryggvason – Mikið var gaman að því 3. Hermann Ingi Arason og Gunnar Tryggvason – Síldarvalsinn 4. Eyþór Ingi Jónsson – Nóttin og þú 5. Hermann Ingi…

Greifarnir á Spot um verslunarmannahelgina

Þá er komið að því, verslunarmannahelgin er nú í fyrsta sinn síðan 2019 án allra fjöldatakmarkana og þá er við hæfi að skella sér á ball með Greifunum, Sigga Hlö og DJFox á Spot, laugardags- og sunnudagskvöld en síðarnefnda kvöldið verður einmitt einnig hinn margrómaði brekkusöngur sem Bjössi Greifi hefur stjórnað í mörg undanfarin ár.…

Start (1980-83)

Hljómsveitin Start starfaði um nokkurra ára skeið og var hvort tveggja í senn, síðasta stóra sveitin sem Pétur Kristjánsson söng með og fyrsta stóra bandið sem Eiríkur Hauksson söng með. Sveitin átti fyrst um sig nokkuð erfitt uppdráttar á dansleikjamarkaðnum sem þá var í sögulegri lægð vegna diskósins en vann þar á og sendi frá…

Start – Efni á plötum

Start – Seinna meir / Stína fína [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1504 Ár: 1981 1. Seinna meir 2. Stína fína Flytjendur: Eiríkur Hauksson – söngur Pétur W. Kristjánsson – söngur Sigurgeir Sigmundsson – gítar Jón Ólafsson – bassi Nikulás Róbertsson – hljómborð Davíð Karlsson – trommur Start – …en hún snýst ný samt Útgefandi:…

Steinar [2] [útgáfufyrirtæki] (1975-93)

Hljómplötuútgáfan Steinar var um tíma stærsti útgefandi tónlistar á Íslandi en nokkur hundruð titlar komu út á vegum fyrirtækisins og stóð það einnig í útflutningi á íslenskri tónlist sem til þess tíma hafði varla verið gert að neinu ráði. Maðurinn á bak við Steina var Steinar Berg Ísleifsson en útgáfusaga hans hófst sumarið 1975 þegar…

Steindór Hjörleifsson (1926-2012)

Steindór Hjörleifsson var einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar og var reyndar áberandi sem slíkur allan síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Allir þekkja líka lagið Einu sinni á ágústkvöldi sem hann gerði ódauðlegt snemma á sjöunda áratugnum. Steindór Gísli Hjörleifsson fæddist í Hnífsdal sumarið 1926 og vann ýmis störf áður en hann lauk námi við Leiklistarskóla…

Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson (1960-2009)

Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson var þekktur tónlistarmaður og hljóðmaður en sérsvið hans var hljóðvinnsla við kvikmyndir og sjónvarp. Hann var einnig titlaður tónskáld, ljóðskáld og kórstjórnandi meðal vina sinna. Steingrímur fæddist í Reykjavík 1960 en ólst upp erlendis til sjö ára aldurs. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og á unglingsárum sínum var hann…

Steingrímur K. Hall (1877-1969)

Prófessor Steingrímur K. Hall er nafn sem flestum Íslendingum er gleymt og grafið í dag en hann var Vestur-Íslendingur sem fyrstur landa sinna menntaði sig í tónlistarfræðum og hélt uppi tónlistar- og menningarlífi Íslendinga í Winnipeg ásamt eiginkonu sinni. Hann var þar organisti, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, píanóleikari, tónlistarkennari og tónskáld svo dæmi séu nefnd. Steingrímur Kristján…

Steingrímur Sigfússon (1919-76)

Spor Steingríms Sigfússonar tónskálds liggja víða en hann var einnig organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Steingrímur Matthías Sigfússon fæddist á bænum Hvalsá norður í Hrútafirði og ólst upp þar í sveit en hann var tekinn þriggja ára í fóstur þegar faðir hans veiktist. Á fósturheimilinu komst hann fyrst í kynni við tónlist og…

Steingrímur Stefánsson (1946-2002)

Steingrímur Stefánsson starfaði með fjölmörgum hljómsveitum fyrir norðan og rak um margra ára skeið hljómsveit í eigin nafni, hann lék jafnframt inn á nokkrar hljómplötur. Steingrímur Eyfjörð Stefánsson fæddist vorið 1946 á Árskógsströnd en bjó lengst af inni á Akureyri. Hann var afar sjónskertur en það háði honum ekki þegar kom að tónlistinni og var…

Squirt [1] (2000)

Harðkjarnasveitin Squirt starfaði árið 2000 en líklega í aðeins nokkra mánuði, hún sendi á þeim tíma frá sér eina demóplötu. Squirt kom fyrst fram á tónleikum um vorið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað, ennfremur eru upplýsingar um þessa sveit fremur litlar en víst er að Valur Árni Guðmundsson var…

Squirt [1] – Efni á plötum

Squirt – Þú ert það sem þú étur [demo] Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó…

Standard – Efni á plötum

Standard – Demo [snælda] Útgefandi: Standard Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Söknuður 2. Right or wrong 3. We didn‘t have love 4. Love affair 5. It happend in Hollywood 6. We are people 7. Pásulagið Flytjendur: Árni J. Óðinsson – gítar H. Brynjar Þráinsson – trommur og slagverk Hallgrímur Bergsson – píanó, hljómborð, söngur…

Silverdrome (1994-96)

Hljómsveitin Silverdrome var í raun sama sveit og annars vegar Drome sem hafði verið stofnuð sumarið 1994 og hins vegar Stjörnukisi sem tók við vorið 1996 eða um það leyti sem sveitin tók þátt í Músíktilraunum – og sigraði. Upphaflegir meðlimir sveitarinnar, sem var úr Menntaskólanum við Hamrahlíð voru þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari, Bogi…

SSSól (1987-)

Hljómsveitin Síðan skein sól / SSSól er með þekktustu og vinsælustu ballsveitum íslenskrar tónlistarsögu með fjölda vinsælla platna og laga að baki með Helga Björnsson sem frontmann. Sveitin var þó upphaflega stofnuð fyrst og fremst sem tónleikasveit og starfaði sem slík fyrst um sinn, hún hefur aldrei hætt og þrátt fyrir að hafa ekki sent…

Spúnk (1998- 2003)

Hljómsveitin Spúnk (einnig ritað Spunk) var nokkuð í sviðsljósinu undir lok síðustu aldar og var angi af svokallaðri krútttónlist sem þá var að koma fram á sjónarsviðið, tvær forsprökkur sveitarinnar hafa síðar gefið út sólóefni. Spúnk var stofnuð í upphafi árs 1998 og var í raun frá upphafi dúett þeirra Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og Arnþrúðar…

SSSól – Efni á plötum

Síðan skein sól – Blautar varir / Bannað [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: ST2 Ár: 1988 1. Blautar varir 2. Bannað 3. Blautar varir (remix) Flytjendur: Helgi Björnsson – söngur Eyjólfur Jóhannsson – gítar Jakob Smári Magnússon – bassi Ingólfur Sigurðsson – trommur Sigurður Sigurðsson – munnharpa               Síðan skein…

Spúnk – Efni á plötum

Spúnk / múm – Stefnumót kafbátanna [split ep] Útgefandi: Sófi / er hommi rec. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Spúnk – Vild’mér væri sama 2. Spúnk – Jeppaferð 3. Múm – Bak þitt er sem rennibraut 4. Múm – Póst póstmaetur Flytjendur: Múm: – [engar upplýsingar um flytjendur], Spúnk: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Spur Pópunar (2002)

Litlar upplýsingar er að finna um tónlistaflytjanda sem kallaði sig Spur Pópunar en að öllum líkindum var að ræða eins manns sveit Árna Viðars Þórarinssonar en hann flutti elektróníska tónlist. Spur Pópunar kom fram að minnsta kosti á einum tónleikum vorið 2002 á vegum Hins hússins og um það leyti sendi sveitin frá sér tólf…

Spur Pópunar – Efni á plötum

Spur Pópunar – Eldað fyrir örvhenta Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: lopi 2 Ár: 2002 1. Baunasúpa 2. … og hann talar eins og teiknimyndafígúra 3. Dúddmari 4. Dramatískur titill 5. Geturðu bent mér á góða stað fyrir garðálf? 6. Hnoðri 7. Látún 8. Héðan í frá verða handahlaup aðeins farin á fimmtudögum 9. Labba kútar…

Stefán Þorleifsson [1] (1911-2001)

Tónlistarmaðurinn og leigubílstjórinn Stefán Þorleifsson lék með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum og starfrækti m.a. um langt árabil sveit í eigin nafni, þá samdi hann einnig tónlist og ljóð/texta. Stefán Þorleifsson fæddist haustið 1911 en afar fáar upplýsingar er að finna um uppruna hans og æskuár, líklegt er þó að hann hafi verið fæddur og…

Stefdís (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1973 undir nafninu Stefdís og var þá húshljómsveit í Þórscafé, annars vegar um vorið og svo aftur um haustið eftir sumarhlé. Fyrir liggur að Mjöll Hólm var söngkona Stefdísar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar s.s. nöfn og hljóðfæraskipan.

Stegla (2000)

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999. Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari.…

Steinaldarmenn [1] (1972-73)

Snemma á áttunda áratugnum var starfrækt hljómsveit í Suður Þingeyjarsýslu sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn, fyrir liggur að sveitin var starfandi veturinn 1972 til 73 og spilaði hún þá víðs vegar um norðanvert landið, hún gæti þó hafa verið starfandi um lengri tíma. Meðlimir Steinaldarmanna voru þeir Kristján Einar Kristjánsson harmonikkuleikari, Baldvin Einarsson orgel- eða…

Steinar [1] (1968)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um ballhljómsveit sem gekk undir nafninu Steinar og var starfandi sumarið 1968. Þá um verslunarmannahelgina lék sveitin fyrir dansi í Bjarkarlundi fyrir vestan og er ekki ólíklegt að um heimamenn hafi verið að ræða. Alltént er hér óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, liðsmönnum hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og hvar hún…

Steinaldarmenn [2] (1989)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti starfrækti sumarið 1989 djassband sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Guðmundar píanóleikara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Steinar express (1982)

Steinar express mun hafa verið aukasjálf Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) en hann kom fram á tónleikum í nokkur skipti undir þessu nafni árið 1982, m.a. í Félagsstofnun stúdenta um haustið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvers konar tónlist Einar Örn framkallaði eða með hvaða hætti hún var framreidd.

Spírabræður (1998)

Spírabræður var ekki eiginleg starfandi hljómsveit heldur grín þeirra Hans Steinars Bjarnasonar og Gissar Arnar Gunnarssonar en þeir gáfu út plötu haustið 1998 undir þessu nafni í samstarfi við útvarpsstöðina X-ið, sem þeir voru þá viðloðandi. Það var Pálmi J. Sigurhjartarson sem var þeim félögum innan handar með hljóðfæraleik, útsetningar og upptökur sem fóru fram…

Spírabræður – Efni á plötum

Spírabræður – Íslenskar járnbrautir kynna Spírabræður: Jólaglöggir Útgefandi: Íslenskar járnbrautir Útgáfunúmer: IJ 001 Ár: 1998 1. 12 dagar jóla 2. Klukknahljóm (jólasaga) 3. 12 dagar jóla ’98 4. Hjalti Guðgeirsson og Hljóms-veitan – Jólaþrif 5. 12 dagar jóla (heimilisofbeldi) 6. Klukknahljóm (hugljúf jólatónlist) 7. Heims um ból (hugljúf jólatónlist) Flytjendur: Hans Steinar Bjarnason – söngur…

Stefán P. Þorbergsson (1956-)

Tónlistar- og flugmaðurinn Stefán P. Þorbergsson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni í áratugi og gert það gott í árshátíðarbransanum, yfirleitt hefur ekki farið mikið fyrir honum og hljómsveitum hans en þær hafa samt sem áður leikið á þúsundum dansleikja í flestum samkomuhúsum landsins og hafa einnig komið við sögu á nokkrum hljómplötum. Stefán Pétur…

Stefán Ágúst Kristjánsson – Efni á plötum

Stefán Ágúst Kristjánsson – Sönglög Útgefandi: Anna G. Stefánsdóttir, Friðrik D. Stefánsson og Ólafur F. Magnússon Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Þuríður Baldursdóttir – Við Ganges 2. Sigurveig Hjaltested – Haustregn (Undir regnhlífinni) 3. Sigurveig Hjaltested – Brúður söngvarans 4. Sigurveig Hjaltested – Angan bleikra blóma 5. Guðmundur Jónsson – Þröstur 6. Þórunn Guðmundsdóttir…

Stefán Sigurjónsson (1954-)

Tónlistarmaðurinn og skósmiðurinn Stefán Sigurjónsson (eða Stebbi skó eins og hann er kallaður í Eyjum) var öflugur í tónlistarstarfinu í Vestmannaeyjum um árabil en hann stjórnaði þar Lúðrasveit Vestmannaeyja, kenndi við tónlistarskólann og stýrði honum reyndar einnig um tíma en hann vann jafnframt einnig að ýmsum félagsmálum í Eyjum. Stefán fæddist í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu…

Stefán Lyngdal (1913-62)

Stefán Lyngdal var kunnur harmonikkuleikari hér á árum áður en hann var einnig sá sem setti á fót hljóðfæraverslunina Rín sem er reyndar enn starfandi. Stefán Sigurður Elíasson Lyngdal (oft nefndur Stebbi í Rín) var fæddur haustið 1913 en litlar sem engar heimildir er að finna um ævi hans framan af, hann var um tvítugt…

Stefán Helgason (1951-)

Húsvíkingurinn Stefán Helgason fékk sinn skerf af fimmtán mínútna frægð er hann sigraði hæfileikakeppni í sjónvarpsþættinum Óskastundinni sem Stöð 2 stóð fyrir árið 1992 en þar lék hann listivel á munnhörpu. Í kjölfarið var hann eitthvað fenginn til að skemmta og kom m.a. fram í þættinum Þeytingi í Ríkissjónvarpinu árið 1995 og lék listir sínar…

Spooky boogie (1996-97)

Hljómsveitin Spooky boogie var starfrækt í nokkra mánuði undir lok síðustu aldar en meðlimir sveitarinnar voru allir kunnir fyrir störf sín með ballsveitum sem flestar voru þó á þessum tíma í pásu. Sveitin sendi frá sér eina plötu sem að mestu var skipuð ábreiðulögum af fönk- og diskóættinni. Spooky boogie kom fyrst fram á sjónarsviðið…

Spooky boogie – Efni á plötum

Spooky boogie – Greatest hits Útgefandi: R&R Músík Útgáfunúmer: CD 9604 Ár: 1996 1. Dance to the music 2. Signed sealed and delivered (I’m yours) 3. Funk it up 4. ABC 5. Thank you for lettin me be myself 6. I want you back 7. I wish I was you 8. Low rider 9. Liebe…

Stálfélagið (1991-98)

Hljómsveitin Stálfélagið var með háværustu hljómsveitum hérlendis en sveitin lék þungarokk og var þekkt fyrir að hækka vel í græjunum, sveitin starfaði á tíunda áratug síðustu aldar. Stálfélagið var stofnað árið 1991 og kom fram á sjónarsviðið snemma árs 1991 þegar sveitin kom fram í fyrsta sinn fram opinberlega. Fljótlega fór að bera nokkuð á…