Útúrdúr (1987-88)

Keflvíska hljómsveitin Útúrdúr starfaði í um eitt og hálft ár og skartaði m.a. söngkonu sem átti eftir að gera garðinn frægan síðar meir. Útúrdúr var stofnuð 1987 og tók þátt í hljómsveitakeppni á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli. Engar sögur fara af frammistöðu sveitarinnar þar en vorið eftir (1988) var sveitin meðal…

Útvarp Matthildur (1970-73)

Útvarpsþátturinn Útvarp Matthildur var á dagskrá Ríkisútvarpsins sumrin 1970-73 og var þá nýstárlegur skemmtiþáttur í umsjón ungra háskólanema, þeirra Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárn. Þeir urðu síðar allir þjóðþekktir á allt öðrum vettvangi. Úrval úr þáttunum var gefið út á plötu 1972 af Svavari Gests og endurútgefið 2001. Á plötunni má einnig heyra…

Útlagar [5] (1995)

Flytjandi sem gekk undir nafninu Útlagar átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 árið 1995. Þar var Skúli Gautason söngvari, Guðrún Sigurðardóttir söng bakraddir, Dan Cassidy lék á fiðlur og Sigurður Kristinsson annaðist annan hljóðfæraleik, lék á trommur, gítar og bassa auk þess að syngja bakraddir. Að öllum líkindum var hér ekki um starfandi hljómsveit að…

Útlendingaeftirlitið (1993)

Útlendingaeftirlitið var blúsband sem starfaði í stuttan tíma sumarið 1993 og var líklega aldrei hugsað sem langtímaverkefni. Meðlimir Útlendingaeftirlitsins voru Þórður Árnason gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Sveitin lék að öllum líkindum í eitt skipti opinberlega og söng þá breski  söngvarinn John J. Soul (J.J. Soul) með henni.…

Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon. Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.

Útvarp Matthildur – Efni á plötum

Útvarp Matthildur – Beint útvarp úr Matthildi, úrval ´71 – ´72 Útgefandi: SG-hljómplötur / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: SG – 060 / IT 053 Ár: 1972 / 2001 1. Beint útvarp úr Matthildi (Úrval 1971 og 1972) 2. Beint útvarp úr Matthildi (Úrval 1971 og 1972) Flytjendur: Davíð Oddsson – flutningur efnis Þórarinn Eldjárn – flutningur…

Útlagar [2] (1969-79)

Þjóðlagadúóið Útlagar starfaði um nokkurra mánaða skeið 1969-70 og kom fram í fáein skipti opinberlega. Það voru þeir Sverrir Ólafson kontrabassaleikari og Moody Magnússon gítarleikari sem mynduðu Útlaga í árslok 1969 og komu síðan fyrst fram á þrettándagleði í upphafi ársins 1970, þeir félagar sungu báðir. Útlagar voru reyndar einnig sagðir vera þjóðlagatríó en hvergi…

Útlagar [3] (1975-76)

Hljómsveitin Útlagar starfaði í nokkra mánuði árið 1975-76. Svo virðist sem sveitin hafi verið til í lok árs 1975 og eitthvað fram á næsta sumar á eftir (1976). Allar frekari upplýsingar um þessa sveit er vel þegnar.

Útlagar [4] (1992-)

Kántrísveitin Útlagar hefur verið starfandi (með stuttum hléum) frá árinu 1992. Sveitin var stofnuð upp úr Crystal en sú sveit hafði verið starfandi um árabil. Rauði þráðurinn í Útlögum hafa verið bræðurnir Árni Helgi gítarleikari og Albert trommuleikari Ingasynir en aðrir hafa komið og farið, ýmist hefur sveitin verið tríó eða kvartett en einnig hafa…

Útlagar [4] – Efni á plötum

Útlagar [4] – Tvennir tímar Útgefandi: Útlagar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2009 1. Tvennir tímar 2. Picked fences 3. Grái kötturinn 4. Röðull (Friðsælt samráð) 5. Meðlagið 6. I need a lot of things to do 7. Söngvaskáld 8. Er blús í gangi? 9. Varúlfar 10. Sálusorti 11. Melancholy 12. Fiesta Flytjendur: Albert…

Útipía (?)

Hljómsveit í harðari kantinum mun hafa starfað undir þessu nafni. Engar upplýsingar finnast hins vegar um sögu hennar eða meðlimi og óskast þær sendar Glatkistunni hér með.

Útlagar [1] (1966-67)

Hljómsveitin Útlagar var starfandi líkast til á höfuðborgarsvæðinu haustið 1966 og eitthvað fram á árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir hennar voru í yngri kantinum og léku bítlatónlist. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit, líftíma hennar og meðlimi, óskast sendar Glatkistunni.

Uzz (1998-2002)

Uzz starfaði í kringum aldamótin 2000 og hugsanlega mun lengur en litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Uzz var fyrst og fremst sólóverkefni Mýrdælingsins Björns Leifs Þórisson sem hafði starfað með sveitum eins og Lögmönnum og Rocket á unglingsárum sínum. Uzz kom fram í ýmsum birtingarmyndum, fyrst í blaðaumfjöllun vorið 1998 sem dúett…

Uzz – Efni á plötum

Uzz – Eldrauðar varir Útgefandi: Björn L. Þórisson Útgáfunúmer: UZZ001 Ár: 2000 1. Gleymi öllu (hugsa um allt) 2. Ástarveiran 3. Once again 4. Eldrauðar varir 5. Nóttin bíður 6. Searching 7. Allt sem ég vil Flytjendur: Björn I. Þórisson – söngur, raddir og hljómborð Máni Svavarsson – forritun og hljómborð Björn Sigurðsson – bassi…

Úlfur Chaka Karlsson (1976-2007)

Úlfur Chaka Karlsson tónlistarmaður var áberandi í íslensku listalífi um áratugar skeið en hann lést rétt rúmlega þrítugur að aldri eftir erfið veikindi. Úlfur (f. 1976) átti íslenska móður og bandarískan föður, hann fæddist í Bandaríkjunum, ólst upp í Vesturbænum og var snemma viðloðandi tónlist. Hann kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið sem söngvari og…

UXI ehf. [umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1994-96)

Umboðs- og útgáfufyrirtækið Uxi ehf. (You X I) starfaði um tíma og flutti inn erlent tónlistarfólk til tónleikahalds hérlendis, aðallega í danstónlistargeiranum. Fyrirtækið stóð m.a. fyrir tónlistarhátíðinni UXA 95 sem haldin var um verslunarmannahelgina 1995, flutti inn tónlistarmenn eins og Prodigy, Underworld, Lucky people center o.fl. og gaf út safnplötu í tengslum við UXA 95.…

Úllen dúllen doff (1978-83)

Úllen dúllen doff var hópur ungra grínleikara sem slógu í gegn með samnefndum útvarpsþáttum, gáfu síðan út plötu og fluttu að endingu grínefni sitt á sviði víða um land. Hópurinn vann fyrst að nokkrum útvarpsþáttum, um klukkustundar löngum, sem fluttir voru í útvarpssal fyrir hópi áhorfenda, veturinn 1978-79. Fyrsti þátturinn var sendur út í nóvember…

Úllen dúllen doff – Efni á plötum

Úllen dúllen doff – Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 133 / 794 / SGCD 133 Ár: 1980 / 1992 1. þáttur: Afhending færeyska jólatrésins – Menning og list í Skepnufirði 2. þáttur: Á Sánkti Bernharðssjúkrahúsinu – Öldrunardeildin – Fyrri heimsóknartími – Seinni heimsóknartími 3. þáttur: Húð og hitt –…

Úlrik Ólason (1952-2008)

Úlrik Ólason var mikilvirtur kórstjórnandi og organisti, þekktastur líklegast fyrir störf sín fyrir Kristkirkju og Söngsveitina Fílharmóníu. Úlrik fæddist á Hólmavík (1952) en ólst upp á Akranesi þar sem hann nam fyrst tónlistarfræði sín við tónlistarskólann hjá Hauki Guðlaugssyni, hann lærði á orgel við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við kirkjuakademíuna í Regensburg í Þýskalandi.…

Úranus sextett (um 1960)

Upplýsingar um Úranus (Uranus) sextett eru af skornum skammti og er hér með óskað eftir þeim. Sveitin var starfandi í kringum 1960, líklega allavega veturinn 1959-60 og var ýmist nefnd sextett eða kvintett. Berti Möller mun hafa verið einn meðlima sveitarinnar sem og Haukur Sighvatsson trommuleikari en meira liggur ekki fyrir um Úranus.

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.

Út úr blánum (1991)

Út úr blánum var skammlíf nýbylgjusveit sem starfaði árið 1991. Meðlimir hennar voru Ósk Óskarsdóttir hljómborðsleikari og söngvari, Ingimar [?] gítarleikari, Gaukur [?] bassaleikari og Laurie Driver trommuleikari. Sveitin kom einungis þrisvar sinnum fram opinberlega.

Ungblóð (1997-98)

Rokksveitin Ungblóð starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eins og hálfs árs skeið og var eiginlegur undanfari hljómsveitarinnar Mínus ásamt Spitsign, og um leið frumpartur af þeirri harðkjarnavakningu sem spratt í kjölfarið fram á sjónarsviðið. Meðlimir Ungblóð voru Ívar Snorrason bassaleikari, Oddur Hrafn Björgvinsson (Krummi) trommuleikari, Frosti Logason gítarleikari (þeir þrír urðu síðar Mínus-liðar), Sigþór [?] gítarleikari…

Unun (1993-99)

Hljómsveitin Unun var ein af þeim sveitum sem var grátlega nálægt því að „meika það“ á erlendum vettvangi, óheppni var þó líklega stærst ástæða þess að ekkert varð úr. Unun var til upp úr samstarfi þeirra Gunnars L. Hjálmarssonar (dr. Gunna) og Þórs Eldon en báðir voru þrautreyndir í íslensku tónlistarlífi þegar hér var komið…

Unun – Efni á plötum

Unun – Æ Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM45 CD Ár: 1994 1. Ást í viðlögum 2. Hnefafylli 3. Ég sé hvítt 4. Ég sé rautt 5. Lög unga fólsins 6. Unun 7. Hótel Kúagerði 8. Föstudagurinn langi 9. Vé la gonzessel 10. Leðurskipið Víma 11. Síðasta sýning 12. Skammhlaup 13. Ljúgðu að mér Flytjendur: Gunnar Hjálmarsson…

Urðhurðhurðauga (1997)

Hljómsveitin Urðhurðhurðauga var sveit sem keppti í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Halldór Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Karl Óttar Geirsson trommuleikari og Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari. Allir áttu þeir félagar eftir að leika með þekktum sveitum síðar. Urðhurðhurðauga komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna, sveitin varð ekki langlíf en nafn hennar poppar…

Undirtónar [fjölmiðill] (1996-2003)

Undirtónar var tímarit sem gefið var út í kringum síðustu aldamót, það fjallaði að mestu um tónlist og var dreift ókeypis. Blaðið var hugarfóstur þeirra Ísars Loga Arnarssonar og Snorra Jónssonar og var framan af unnið í samvinnu við Hitt húsið en það kom fyrst út haustið 1996. Ísar Logi var ritstjóri blaðsins en þeir…

Ung [fjölmiðill] (1986-87)

Tímaritið Ung var tímarit fyrir ungt fólk, sem að miklu leyti fjallaði um tónlist. Ung varð fremur skammlíft, það kom fyrst út sumarið 1986 og fáein tölublöð litu dagsins ljós áður en útgáfusögu þess lauk um ári síðar. Ritstjóri blaðsins var Guðni Rúnar Agnarsson en eigendur Tómas Jónsson og Ómar Baldursson.

UXI 95 [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Journey to the top of the world: Kirkjubæjarklaustur – ýmsir Útgefandi: Hljómalind / UXI Útgáfunúmer: UXI 001 Ár: 1995 1. Depth Charge – Shaolin Buddha finger 2. 3toone – Kabalian summoning (Circles are my shields) 3. Lhooq – Vanishing 4. Bandulu – Chrisis a gwan 5. Blue – Internal 6. Funkstrasse – Prófessorinn kennir dans…

Urmull (1992-95 / 2010-)

Ísfirska hljómsveitin Urmull vakti nokkra athygli fyrir tónlist sína í lok síðustu aldar, sveitin gaf þá út snældu og geislaplötu. Urmull var stofnuð haustið 1992, keppti vorið eftir (1993) í Músíktilraunum Tónabæjar og lék þar gruggrokk, oft kennt við Seattle í Bandaríkjunum. Þá voru meðlimir sveitarinnar Símon Jakobsson bassaleikari, Guðmundur Birgir Halldórsson gítarleikari, Stefán Freyr…

Urmull – Efni á plötum

Urmull – Hitler was framed [snælda] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1993 1. Alone 2. Öngull 3. Páskalag 4. Hitler was framed 5. Dans kvígunnar Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]   Urmull – Ull á víðavangi Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: Rymur – CD 1 Ár: 1994 1. Me and my big brown belly…

Utangarðsmenn – Efni á plötum

Utangarðsmenn – Ha ha ha [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1503 Ár: 1980 1. Rækju-reggae (Ha-ha-ha) 2. 13-16 3. Miðnesheiði 4. Ha-ha-ha (Rækju-reggae) – seinni hluti Flytjendur: Bubbi Morthens – söngur og raddir Danny Pollock – gítar Magnús Stefánsson – trommur og raddir Rúnar Erlingsson – bassi Mike Pollock – gítar Karl Sighvatsson – orgel…

Utopia (1993)

Einhverjir meðlimir Botnleðju úr Hafnarfirði starfræktu á unglingsárum sveit um tíma undir nafninu Utopia, líklega 1993 eða 94. Hverjir nákvæmlega voru meðlimir sveitarinnar er ekki ljóst og eru allar upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.

Uxarnir (?)

Allar tiltækar upplýsingar um hljómsveitina Uxana óskast sendar Glatkistunni. Engar heimildir er að finna um þessa sveit utan þess að Rúnar Gunnarsson (ekki söngvari) mun hafa verið í þessari sveit.

UXI 95 [tónlistarviðburður] (1995)

Tónlistarhátíðin UXI 95 var haldin við Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina sumarið 1995. UXI 95 var í raun fyrsta stóra alþjóðlega tónlistarhátíðin sem haldin var hérlendis og ruddi að vissu leyti brautina fyrir fleiri slíkar hátíðir sem haldnar hafa verið hérlendis síðan, Umræðan um hátíðina var alla tíð mjög neikvæð en hún var þó hvorki verri né…

Utangarðsmenn (1980-81)

Nafn Utangarðsmanna er fyrirferðamikið þegar talað er um pönkbyltinguna sem skall á landann sumarið 1980 þó tónlist sveitarinnar teljist miklu fremur til blúsrokks en pönktónlistar. Utangarðsmenn kom fram á sama tíma og Bubbi Morthens sem sólólistamaður, og breytti íslensku tónlistarlífi sem þá hafði verið í ládeyðu til fjölda ára. Á sama tíma og í kjölfarið…

Umbi Roy (1972)

Umbi Roy var aukasjálf Ómars Valdimarssonar blaðamanns og umboðsmanns. Reyndar var einungis um að ræða útgáfu lítillar tveggja laga plötu (Bleikur fíll / Leggstu aftur) og eftirfylgni hennar sumarið 1972, svo ekki varð um eiginlegt framhald að ræða. Talsvert var gert úr því að um leyniflytjanda væri að ræða enda var leikurinn beinlínis til þess…

UF-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1966-67)

UF-útgáfan (U.F. útgáfan) var skammlíf hljómplötuútgáfa í eigu Jóns Lýðssonar (síðar Karlssonar) en hún starfaði á árunum 1966-67. Aðeins komu út tvær plötur undir merkjum útgáfunnar en það voru smáskífur með Pónik og Einari og Dúmbó og Steina.

U3 project (1996-2009)

Ábreiðuhljómsveitin U3 project starfaði á árunum 1996-97 og hefur síðan endurvakin að minnsta kosti tvisvar sinnum (2002 og 2009) en sveitin sérhæfði sig í tónlist hinnar írsku sveitar U2. Meðlimir sveitarinnar komu allir úr þekktum hljómsveitum en þeir voru Rúnar Friðriksson söngvari, Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Birgir Nielsen trommuleikari. Einnig gæti…

Ultra (1996-2003)

Pöbbabandið Ultra starfaði um árabil í kringum síðustu aldamót og lék víða um land. Anton Kröyer hljómborðs- og gítarleikari og Elín Hekla Klemenzdóttir söngkona voru aðalsprautur Ultra en sveitin var ýmist dúó, tríó eða kvartett. Önnur söngkona, Guðbjörg Bjarnadóttir starfaði með þeim einnig lengst af en auk þess komu við sögu gítarleikararnir Samúel Þórarinsson, Sævar…

Umbi Roy – Efni á plötum

Umbi Roy – Bleikur fíll / Leggstu aftur [ep] Útgefandi: Scorpion Útgáfunúmer: S101 Ár: 1972 1. Bleikur fíll 2. Leggstu aftur Flytjendur: Ómar Valdimarsson (Umbi Roy) – söngur Ríó tríó – [?]

Umbrot (1973-74)

Hljómsveitin Umbrot starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, nánar tiltekið eftir gos en nafn sveitarinnar á sér einmitt skírskotun til Vestmannaeyjagossins 1973. Meðlimir Umbrots voru Einar Hallgrímsson gítarleikari, Bjartmar Guðlaugsson trommuleikari, Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari [?] og Friðrik Gíslason bassaleikari [?]. Þegar Bjartmar hætti í sveitinni tók Einar sæti hans við trommusettið en…

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Nánari upplýsingar um þessa sveit, einkum líftíma hennar, eru vel þegnar.

Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.

Undir fálkanum (1992)

Undir fálkanum mun hafa verið átta manna hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1992. Engar frekari upplýsingar hafa fundist um hverjir skipuðu þessa sveit en hún var skammlíf.

Undir tunglinu (1991-94)

Undir tunglinu var danshljómsveit, starfandi í Grindavík í nokkur ár en sveitin gerði nokkuð út á ballmarkaðinn og kom frá sér einu útgefnu lagi. Undir tunglinu var stofnuð á fyrri hluta ársins 1991, ekki liggur fyrir hverjir stofnfélagar sveitarinnar voru en 1992 voru meðlimir hennar Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Guðmundur Jónsson trommuleikari, Helgi Fr. Georgsson…

Sex appeal (1993-96)

Hljómsveitin Sex appeal var starfrækt á Hvolsvelli á árunum 1993-96 en hún var að hluta til stofnuð upp úr Munkum í meirihluta. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, Sigurður Einar Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari, Árni Þór Guðjónsson gítarleikari og söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Þorbjörg Tryggvadóttir. Sex appeal lék á sveitaböllum víðs vegar um…

Sexí (?)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi undir nafninu Sexí, hvenær liggur þó ekki fyrir. Sveitin innihélt Halldór Gylfason [?], Knút [?] og Tomma [?], en fleiri gætu hafa komið við sögu hennar. Allar frekari upplýsingar varðandi Sexí eru vel þegnar.