Magnús Þór Sigmundsson (1948-)

Magnús Þór Sigmundsson er eitt allra stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er nánast sama hvar stungið er niður, hann telst meðal ástsælustu og afkastamestu laga- og textahöfunda þjóðarinnar, hefur sent frá sér ógrynni platna fyrir fólk á öllum aldri, gefið út tónlist, spilað, sungið, útsett og margt annað í tengslum við hana. Magnús kemur…

Magnús Þór Sigmundsson – Efni á plötum

Magnús og Jóhann – Magnús og Jóhann [The rape of lady justice] Útgefandi: Scorpion  Útgáfunúmer: S-01 / SCD 001 Ár: 1972 / 1996 1. Mary Jane 2. Simulation af Jesus 3. Fire stairway 4. Farmer 5. Sunshine 6. The rape of lady justice 7. My Imagination 8. Raindrops 9. Sinking man 10. Times with you Flytjendur: Magnús Þór…

Með nöktum – Efni á plötum

Með nöktum – …skemmtun [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 008 Ár: 1985 1. Emotional swing 2. Fears of fear 3. Breath 4. Swimmers 5. Holes 6. Lust Flytjendur: Magnús Guðmundsson – söngur Halldór Lárusson – trommur Ágúst Karlsson – gítar Björn Vilhjálmsson – bassi Birgir Mogensen – bassi Halldór Jörgen Jörgensen – trompet Lárus Grímsson…

Mátturinn og dýrðin (um 1973)

Hljómsveitin Mátturinn og dýrðin var starfrækt á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1973 eða um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Guðmundur Grímsson trommuleikari, Erik Mogensen bassaleikari og Valdimar Óli Valdimarsson söngvari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Mávarnir (1998-2002)

Pöbbasveitin Mávarnir starfaði í kringum síðustu aldamót, að minnsta kosti á árunum 1998 til 2002. Mávarnir var kvintett og voru meðlimir hans Sveinn Larsson trommuleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari og Jón Ragnarsson gítarleikari, ekki liggur fyrir hver fimmti mávurinn var en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Með nöktum (1983-87)

Hljómsveitin Með nöktum var eins konar afsprengi nýbylgjurokksins á níunda áratug síðustu aldar, sveitin sendi frá sér eina sex laga plötu. Með nöktum var stofnuð sumarið 1983 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Ágúst Karlsson gítarleikari, Birgir Mogensen bassaleikari og Halldór Lárusson trommuleikari en þeir höfðu allir verið viðloðandi hljómsveitina Spilafífl. Þeir fengu söngvarann…

Meðlæti [1] (1995)

Hljómsveit eða líklega tríó var starfandi vor og sumar 1995 undir nafninu Meðlæti eða Með læti, á einum stað var það auglýst undir nafninu Tríó með læti. Sveitin var angi af Sniglabandinu, að minnsta kosti var hluti sveitarinnar ættaður þaðan, Þorgils Björgvinsson gítarleikari er þó eini meðlimurinn sem einhvers staðar er nafngreindur í fjölmiðlum og…

Meinlæti (2000)

Skammlíf blússveit starfaði haustið 2000, líklega sett saman til að leika aðeins í fáein skipti. Meðlimir sveitarinnar voru allir kunnir tónlistarmenn þótt ekki séu þeir allir þekktir fyrir blústilþrif, þeir voru Jón Ólafsson hljómborðsleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Kristján Kristjánsson (KK) gítarleikari og söngvari.

Meistari Tarnús (1944-)

Tónlistar- og myndlistamaðurinn Grétar Guðmundsson er kannski þekktari undir nafninu Meistari Tarnús, hann starfaði með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og síðar skemmti hann á pöbbum víðs vegar um land með söng og undirleik skemmtara. Hafnfirðingurinn Grétar Magnús Guðmundsson fæddist 1944 og var um tvítugt þegar hann hóf að leika á trommur með hljómsveitum sem…

Melarokk [tónlistarviðburður] (1982)

Tónlistarhátíðin Melarokk er merkilegur partur af íslenskri tónlistarsögu en hún var fyrsta alvöru rokkhátíðin sem haldin var hér á landi. Það var Hallvarður E. Þórsson sem stóð að baki Melarokks en hátíðin var haldin á Melavellinum, gamla þjóðaleikvangi okkar Íslendinga þar sem nú stendur lóð Húss íslenskra fræða milli Hótel Sögu og Þjóðarbókhlöðunnar, sem einmitt…

Melasveitin (1995-2005)

Hljómsveitin Melasveitin starfaði á Akranesi um árabil og var líklega þekktust fyrir að innihalda bæjarstjórann í plássinu, Gísla Gíslason. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1995 sem skemmtiatriði fyrir árshátíð, meðlimir hennar voru Lárus Sighvatsson hljómborðsleikari, Skúli Ragnar Skúlason fiðluleikari, Guðmundur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Þór Guðmundsson gítarleikari, Einar Skúlason gítarleikari, Sigursteinn Hákonarson söngvari, Gísli Gíslason…

Melódíur minninganna [tónlistartengdur staður] (2000-)

Á Bíldudal hefur um árabil verið rekið tónlistarsafn undir yfirskriftinni Melódíur minninganna en upphafsmaður þess er söngvarinn Jón Kr. Ólafsson sem hefur alinn manninn alla sína tíð í þorpinu. Jón Kr. Ólafsson hafði til langs tíma sankað að sér ýmsum munum tengdum þekktustu dægurlagasöngvurum íslenskrar tónlistarsögu s.s. Vilhjálmi og Elly Vilhjálms, Helenu Eyjólfsdóttur, Ragnari Bjarnasyni…

Mánar [3] (1965-)

Mánar frá Selfossi var ein stærsta bítla- og hipparokkssveit Íslands á sínum tíma, líklega fór þó nokkuð minna fyrir sveitinni en ella þar sem hún var utan af landi og kom sér þ.a.l. minna á framfæri á höfuðborgarsvæðinu. Vígi sveitarinnar var Suðurland, og oftast er talað um að stærstu og frægustu hljómsveitir landsins hefðu ekki…

Mánar [3] – Efni á plötum

Mánar – Einn, tveir, þrír / Útlegð [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 545 Ár: 1970 1. Einn tveir þrír 2. Útlegð Flytjendur: Ólafur Þórarinsson – gítar og söngur Ólafur Bachmann – söngur og trommur Björn Þórarinsson – orgel Smári Kristjánsson – bassi [engar upplýsingar um aðra hljóðfæraleikara] Mánar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 553 Ár:…

Mánakvartettinn [1] (1956-60)

Hljómsveitin Mánakvartettinn var starfrækt á Ísafirði á síðari hluta sjötta áratugs síðustu aldar, Karl Einarsson var hljómsveitarstjóri hennar og gekk sveitin einnig undir nafninu Hljómsveit Karls Einarssonar á einhverjum tímapunkti. Sveitin starfaði á árunum 1956 til 1960 að minnsta kosti en síðast nefnda árið urðu breytingar á liðsskipan hennar og varð BG & Ingibjörg til…

Mánakvartettinn [2] (1966-67)

Veturinn 1966 til 67 starfaði söngkvartett innan Kennaraskólans og bar nafnið Mánakvartettinn, líklegt er að sá kvartett hafi á einhvern hátt tengst Kennaraskólakórnum sem var mjög öflugur á þessum árum. Engar upplýsingar er að finna hverjir skipuðu þennan kvartett og hvort hann starfaði lengur en þennan eina vetur.

Mánakvartettinn [3] (1992-94)

Söngkvartettinn Mánakvartettinn starfaði í Skagafirðinum á fyrri hluta síðasta áratugar liðinnar aldar. Meðlimir kvartettsins voru þeir Jón Gunnlaugsson bassi, Guðmundur Ragnarsson bassi, Magnús Sigmundsson tenór og Jóhann Már Jóhannsson tenór. Þeir félagar skemmtu með söng sínum á ýmsum samkomum í sveitinni á árunum 1992 til 94, og hugsanlega eitthvað lengur.

Mánar [2] (1962-65)

Norðlenska hljómsveitin Mánar starfaði um nokkurra ára skeið á Dalvík eða nágrenni á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem fylgdu straumum þess tíma og spiluðu gítarrokk í anda The Shadows. Meðlimir Mána voru allir á unglingsaldri og höfðu spilað saman um tíma m.a. undir nafninu AA sextett þegar mannabreytingar…

Mánatríóið [1] (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði hljómsveit á Héraði undir nafninu Mánatríóið og voru meðlimir þeirrar sveitar Þorvarður B. Einarsson gítarleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver þeirra söng en líklegast hlýtur að teljast að Friðjón hafi verið í því hlutverki.

Mánatríóið [2] (1987)

Haustið 1987 var hljómsveit á Húsavík sem bar nafnið Mánatríóið. Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Þórhallur Aðalsteinsson hljómborðsleikari og Hafliði Jósteinsson söngvari skipuðu tríóið en það starfaði að líkindum aðeins fram að áramótum. Allar ábendingar og leiðréttingar um þessa sveit eru þó vel þegnar.

Már Magnússon (1943-2018)

Óperusöngvarinn Már Magnússon starfaði lengst af við söngkennslu hér heima en hafði áður verið búsettur um árabil í Austurríki. Hann gaf út eina plötu með íslenskum sönglögum. Már fæddist í Reykjavík 1943 og nam söng samhliða menntaskólanámi sínu, við Tónlistarskólann í Reykjavík, kennarar hans voru Sigurður Demetz, María Markan og Einar Kristjánsson. Hér heima var…

Már Magnússon – Efni á plötum

Már Magnússon – Bréf að norðan: íslensk sönglög Útgefandi: Már Magnússon Útgáfunúmer: MM 01 Ár: 1995 1. Vorgyðjan kemur 2. Kirkjuhvoll 3. Heimir 4. Á Sprengisandi 5. Sofðu unga ástin mín 6. Góða veizlu gjöra skal 7. Fagurt galaði fuglinn sá 8. Fuglinn í fjörunni 9. Smaladrengurinn 10. Sprettur 11. Vöggukvæði 12. Maístjarnan 13. Gígjan…

Mánar [1] (um 1960)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveitina Mána sem starfaði á Fáskrúðsfirði, að öllum líkindum um 1960. Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari og lagasmiður var einn meðlima þessarar sveitar en engar heimildir finnast um aðra Mánaliða eða starfstíma hennar.

Mát (2002-06)

Pöbbatríóið Mát starfaði um skeið í byrjun nýrrar aldar og fór mikinn í ferðum sínum um landsbyggðina þar sem þeir þræddu hvern pöbbinn á fætur öðrum en þeir höfðu fyrst vakið athygli í sjónvarpsþættinum Djúpu lauginni þar sem þeir fluttu Djúpulaugar-lagið, frumsaminn slagara. Það voru þeir Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari og Bolvíkingarnir Hjálmar Friðbergsson söngvari…

Margrét Jónsdóttir (1893-1971)

Skáldkonan Margrét Jónsdóttir var mörgum gleymd en ljóð hennar, Ísland er land þitt við lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar hefur haldið nafni hennar á lofti síðan það kom út á plötunni Draumur aldamótabarnsins árið 1982. Margrét fæddist sumarið 1893 á Árbæ í Holtum en fluttist um tvítugt til höfuðborgarsvæðisins þar sem hún lauki námi við Kvennaskólann…

Marteinn H. Friðriksson (1939-2010)

Marteinn Hunger Friðriksson skipar stóran sess í íslensku tónlistarlífi og kom að mörgum hliðum þess, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan í Reykjavík. Hans er fyrst og fremst minnst sem stjórnanda Dómkórsins og organista Dómkirkjunnar en hann stýrði fleiri kórum og hljómsveitum einnig, kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík um árabil, lék á tónleikum, hélt utan um…

Marteinn H. Friðriksson – Efni á plötum

Marteinn H. Friðriksson – Kvöldstund við orgelið Útgefandi: Dómkórinn í Reykjavík Útgáfunúmer: DKR04 Ár: 1999 1. Prelúdía og fúga í D-dúr Bux WV 139 2. Vakna, Síons verðir kalla 3. Prelúdía og fúga í Es-dúr BWV 552 4. Sónata nr. 3 í A-dúr bassastef “úr hryggðar djúpi hátt til þín” (Allegro maestoso – Antante tranquillo)…

Matthías Johannessen (1930-)

Nafn Matthíasar Johannessen birtist í víðu samhengi enda hefur hann komið víða við á langri starfsævi, efni eftir hann er að finna á nokkrum útgefnum plötum. Matthías fæddist í Reykjavík 1930 og lauk hann cand mag. námi í íslenskum fræðum með bókmenntir sem aðalgrein og síðan framhaldsnámi í bókmenntum í Kaupmannahöfn. Hann starfaði sem blaðamaður…

Mary Poppins (1997-2000)

Hljómsveitin Mary Poppins var eins konar fjarskyldur ættingi hljómsveitanna Jet Black Joe og Jetz en náði ekki þeim hæðum sem að minnsta kosti fyrrnefnda sveitin náði. Sveitin sendi þó frá sér smáskífu og breiðskífu í kringum aldamótin. Gunnar Bjarni Ragnarsson hafði notið velgengni sem aðal lagasmiður Jet Black Joe og þegar sögu þeirrar sveitar lauk…

Matthías Johannessen – efni á plötum

6 íslenzk ljóðskáld: Upplestur úr eigin verkum – ýmsir [ep] Útgefandi: Almenna bókafélagið Útgáfunúmer: Odeon CBEP 6 Ár: 1959 1. Einar Bragi – Ljóð / Dans / Hvörf / Spunakonur 2. Hannes Pétursson – Þú spyrð mig um haustið / Að deyja 3. Jón Óskar – Um mann og konu / Vorkvæði um Ísland /…

Mary Poppins – Efni á plötum

Mary Poppins – Promo Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Magic 2. Rain 3. Loosing my mind 4. Nothing 5. Spaced 6. Psycho killer Flytjendur: Gunnar Bjarni Ragnarsson – [?] Snorri Snorrason – söngur og hljóðfæraleikur [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Mary Poppins – Defeated Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: ST 028 Ár: 2000…

Matthías Ægisson (1960-)

Nafn Matthíasar Ægissonar er ekki meðal þeirra þekktustu í tónlistarsögu Íslendinga en hann hefur sent frá sér plötur sem hafa trúarlegar skírskotanir, hann er af kunnum tónlistarættum. Matthías fæddist á Siglufirði árið 1960 og starfaði þar með hljómsveitum eins og Áhrif og Gný, lék þar líklega á hljómborð og gítar en hann hefur í seinni…

Matthías Ægisson – Efni á plötum

Matthías Ægisson – leikur vinsæl lög Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Matthías Ægisson – Vegferð Útgefandi: Matthías Ægisson Útgáfunúmer: MAE 2009 Ár: 2009 1. Minn er hugur hljóður 2. When we cross the border 3. Vísa mér þinn veg 4. Jerúsalem 5.…

Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…

Max [2] (1982)

Árið 1982 lék hljómsveit í Glæsibæ undir nafninu Max, líklega þó bara í eitt skipti. Kunnugir mættu gjarnan senda Glatkistunni frekar upplýsingar um þessa sveit.

Max [3] (1988-92)

Unglingasveitin Max starfaði á Siglufirði fyrir og um 1990, en sveit með sama nafni hafði verið starfrækt í bænum tveimur áratugum fyrr. Max var stofnuð árið 1988 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Jón Pálmi Rögnvaldsson trommuleikari, Hlöðver Sigurðsson söngvari, Hilmar Elefsen gítarleikari og Örvar Bjarnason hljómborðsleikari. Sveinn Hjartarson tók við trommuleikarahlutverkinu af Jóni…

Mánadætur (1949-53)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvartettinn Mánadætur en hópurinn kom fram á ungmennafélagssamkomum og víðar á árunum 1949 til 53, hugsanlega lengur. Mánadætur munu hafa verið fjórar talsins og sungu við gítarundirleik, þær voru að líkindum tengdar ungmennafélaginu Mána (st. 1907) sem starfar í Nesjum enn í dag í Austur-Skaftafellssýslu.

Mánakórinn [1] (1990-97)

Mánakórinn var blandaður kór sem starfaði í Eyjafirðinum um nokkurra ára skeið. Kórinn var stofnaður haustið 1990 og var fyrsti stjórnandi kórsins Michael A. Jacques, Gordon Jack tók fljótlega við af honum en Michael Jón Clarke var síðan kórstjóri frá 1994 og þar til hann hætti störfum um áramótin 1997-98. Mánakórinn var yfirleitt skipaður um…

Margrét Jónsdóttir – Efni á plötum

Kór Barnaskóla Akureyrar – Árstíðirnar & Siggi og Logi Útgefandi: Tónaútgáfan  Útgáfunúmer: T10 Ár: 1973 1. Árstíðirnar (söngleikur e. Jóhannes úr Kötlum – tónlist e. Birgi Helgason) 2. Siggi og Logi (saga í ljóðum e. Margréti Jónsdóttur – tónlist e. Sigfús Halldórsson) Flytjendur:  Kór Barnaskóla Akureyrar – söngur undir stjórn Birgis Helgasonar Björg Gísladóttir – söngur Anna Halla Emilsdóttir – söngur…

Magnús og Jóhann – Efni á plötum

Magnús og Jóhann – Magnús og Jóhann [The rape of lady justice] Útgefandi: Scorpion Útgáfunúmer: S-01 / SCD 001 Ár: 1972 / 1996 1. Mary Jane 2. Simulation af Jesus 3. Fire stairway 4. Farmer 5. Sunshine 6. The rape of lady justice 7. My Imagination 8. Raindrops 9. Sinking man 10. Times with you…

Magnús og Jóhann (1969-)

Samstarf tónlistarmannanna Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar er margrómað og nöfn þeirra eru gjarnan sett fram í sömu andrá þótt þeir hafi hvor um sig sent frá sér ógrynni sólóplatna, samið mörg af þekktustu og vinsælustu lögum íslenskrar tónlistarsögu og tekið þátt í fjölda annarra verkefna. Þeir hafa langt frá því starfað samfellt allan…

Mattý Jóhanns (1942-)

Söngkonan Mattý Jóhanns söng í áratugi með hljómsveitum á skemmtistöðum borgarinnar sem sérhæfðu sig í gömlu dönsunum, það er ekki ofsögum sagt að hægt sé að titla hana drottningu gömlu dansanna. Mattý (Matthildur Jóhannsdóttir) fæddist árið 1942 og bjó lengi í Mosfellssveitinni þar sem hún ólst upp en hún er yngri systir Margrétar Helgu Jóhannsdóttur…

María Baldursdóttir (1947-)

Söngkonan María Baldursdóttir var töluvert áberandi í íslensku tónlistarlífi á áttunda áratug síðustu aldar en einkum þó á heimavelli á Suðurnesjunum. Hún hefur sent frá sér þrjár sólóplötur en starfað einnig með vinsælum hljómsveitum. María (f. 1947) er Keflvíkingur og uppalin þar í bæ, hún lærði sem barn á píanó en var snemma farin að…

Marteinn Bjarnar Þórðarson (1959-)

Litlar upplýsingar er að finna um Martein Bjarnar Þórðarson og tónlist hans en hann virðist hafa komið að a.m.k. þremur útgefnum titlum. Marteinn Bjarnar (f. 1959) er myndlistamaður en hefur unnið heilmikið með tónlist í kringum list sína. Hann hafði leikið á trommur með hljómsveitum á sínum yngri árum, Svartlist og Fist / C.o.t., og…

Mas [1] (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) starfaði unglingahljómsveit um skamma hríð undir nafninu Mas, í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur að gítarleikari sveitarinnar var Árni Gunnarsson en hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt.

María Baldursdóttir – Efni á plötum

María Baldursdóttir – Vökudraumar Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 005 Ár: 1975 1. Nýtt hamingjuskeið 2. Þú ert mér sólskin endalaust 3. Villt músík 4. Viltu vera með mér 5. Eldhúsverkin 6. Ef þú vilt mig 7. Hrein ást 8. Vinur 9. Allir eru einhvers apaspil 10. Ef Flytjendur: María Baldursdóttir – söngur og raddir Keith…

Marteinn Bjarnar Þórðarson – Efni á plötum

Hildur Rúna Hauksdóttir og Marteinn Bjarnar Þórðarson – Harmonics of frequency modulation [snælda] Útgefanid: HM Útgáfunúmer: HM 2001 Ár: 1994 1. Voice of Snæfellsjökull 2.The galatic tidal wave of light 3. Journey through the dimensions with singing bowls Flytjendur: Marteinn Bjarnar Þórðarson – [?] Hildur Rúna Hauksdóttir – [?] Harmonics of frequency modulation – Vibe’s…

Maskína [1] (1993)

Árið 1993 átti hljómsveit að nafni Maskína lag á safnplötunni Núll & nix. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Maskína [2] (1998)

Svo virðist sem hljómsveit hafi borið nafnið Maskína árið 1998. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira um þessa sveit.

Maskínan (1991)

Hljómsveit Maskínan frá Akureyri starfaði 1991 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar þá um vorið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Árnason gítarleikari, Valur Halldórsson söngvari og trommuleikari (Amma Dýrunn, Bylting), Sumarliði Helgason bassaleikari (Bylting, Hvanndalsbræður) og Halldór Stefánsson gítarleikari. Maskínan komst ekki í úrslit tilraunanna og varð líklega ekki langlíf.