Þórbergur Þórðarson (1888-1974)

Rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson er ekki beinlínis tengdur íslenskri tónlistarsögu en þrjár plötur hafa þó verið gefnar út með upplestri hans og öðru efni. Þórbergur fæddist árið 1888 á Hala í Suðursveit og kenndi sig alltaf við þann bæ, hann fluttist til Reykjavíkur um unglingsaldur og vakti fljótlega athygli fyrir greinaskrif og ljóð, og síðar ævisögulegar…

Þórbergur Þórðarson – Efni á plötum

Þórbergur Þórðarson – Þórbergur Þórðarson les úr eigin verkum vol. I Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 38 Ár: 1970 1. Brúðkaupsveizlan þríheilaga (Upphafið á bókinni Steinarnir tala) 2. Vélstjórinn frá Aberdeen 3. Upphafningin mikla (Byrjun á bókinni Íslenzkur aðall) Flytjendur: Þórbergur Þórðarson – upplestur     Þórbergur Þórðarson – les úr eigin verkum vol. II Útgefandi:…

Þórarinn Jónsson – Efni á plötum

Þórarinn Jónsson tónskáld: 1900 – 1974 Heildarútgáfa einsöngslaga og karlakórverka – ýmsir (x2) Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK29 Ár: 2004 1. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Ave Maria 2. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Herzeleid 3. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Hjarðljóð 4. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Sólskríkjan 5. Ingveldur Ýr Jónsdóttir – Püppchens Wiegenlied 6. Ingveldur Ýr Jónsdóttir – In questa tomba…

Þorvaldur Steingrímsson (1918-2009)

Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari var mikilvirtur hljóðfæraleikari sem var bæði fjölhæfur og mikill fagmaður en hann kom nálægt flestum stóru hljómsveitum landsins í þeirri grósku sem átti sér stað í kringum miðja síðustu öld. Þorvaldur fæddist á Akureyri 1918 og bjó þar framan af unglingsaldri en þá fór hann suður til Reykjavíkur og lærði þar á…

Þórarinn Óskarsson (1930-)

Þórarinn Óskarsson básúnuleikari er einn af fyrstu djassleikurum íslenskrar tónlistarsögu og var lengi meðal þeirra fremstu en hann lék með fjölda danshljómsveita auk annarra sveita. Þórarinn fæddist norður í Húnavatnssýslu 1930, ólst upp að mestu leyti á Blönduósi og nærsveitum en flutti suður til Reykjavíkur þar sem eiginlegur tónlistarferill hans hófst. Þórarinn nam sín básúnufræði…

Þórarinn Sigríðarson (?)

Þórarinn Sigríðarson var meðal flytjenda á safnplötunni Sándkurl sem kom út 1994. Hann syngur þar eigið lag og hefur Eyþór Arnalds og Hrafn Thoroddsen sér til aðstoðar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan flytjanda og væru þær þ.a.l. vel þegnar.

Þoturnar (1964)

Söngtríó sem bar heitið Þoturnar kom fram opinberlega vorið 1964. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjar/ir skipuðu tríóið en leiða má getum að því að meðlimir þess hafi verið kvenkyns. Frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.

Þórarinn Guðmundsson (1896-1979)

Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari og tónskáld hefur verið kallaður faðir íslenskra fiðluleikara en hann var fyrstur Íslendinga til að fullnema sig á hljóðfærið á sínum tíma. Hann kenndi jafnframt mörgum af þeim fiðluleikurum sem síðar léku með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þórarinn fæddist vorið 1896 á Akranesi. Fiðla var til á æskuheimilinu en fáir spiluðu á slíkt hljóðfæri…

Þórarinn Guðmundsson – Efni á plötum

Hljómsveit Þórarins Guðmundssonar [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV X 3621 Ár: 1930 1. Íslenzk þjóðlög 2. Íslenzk þjóðlög Flytjendur: Þórarinn Guðmundsson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Lög eftir Þórarin Guðmundsson sungin og leikin – ýmsir Útgefandi: Frímúrarareglan á Íslandi Útgáfunúmer: FRM 001 Ár: 1978 1. Sigurður Björnsson – Þú ert 2. Guðmundur…

Þórarinn Jónsson (1900-74)

Þórarinn Jónsson er e.t.v. ekki meðal allra þekktustu tónskálda hér á landi en ástæðan fyrir því er væntanlega að hann starfaði lungann úr starfsævi sinni í Þýskalandi, og skóp sér þar nafn sem og í Bandaríkjunum. Þórarin má telja meðal fyrstu tónskálda Íslendinga. Þórarinn fæddist aldamótaárið 1900 í Mjóafirði og framan af var fátt sem…

Þorvaldur Jónsson [1] – Efni á plötum

Þorvaldur Jónsson [1] – Á heimaslóð Útgefandi: Þorvaldur Jónsson Útgáfunúmer: ÞJ CD 01 Ár: 1995 1. Á heimaslóð 2. Tölvuljóð 3. Undir haust 4. Ein lítil von 5. Þarfasti þjónninn 6. Þar sem ástin býr 7. Skugginn 8. Seiður fjallkonunnnar 9. Með þér 10. Þrá 11. Tíminn og ég 12. Martröð 13. Melrakkinn 14. Ég…

Þorvaldur Jónsson [1] (1931-)

Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari hefur víða komið við á sínum ferli, starfrækt hljómsveitir, samið tónlist, gefið út nokkrar plötur og á síðustu árum leikið á nikkuna aðallega fyrir eldri borgara. Þorvaldur fæddist á Torfastöðum á Fljótsdalshéraði árið 1931 og bjó þar fyrstu æviárin, hann gerðist síðan bóndi fyrir austan en brá búi 1967 og flutti ásamt…

Afmælisbörn 13. júní 2017

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og fimm ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Þorsteinn Eggertsson (1942-)

Þorsteinn Eggertsson er einn allra þekktasti og afkastamesti dægurlagatextahöfundur hérlendis en á fimmta hundrað texta eftir hann munu hafa komið út á plötum. Þorsteinn (f. 1942) kemur frá Keflavík og er hluti af þeirri bítlakynslóð sem þaðan kom en hann er þó meðal þeirra elstu í þeim flokki. Hann þótti liðtækur söngvari og þegar rokkið…

Þorsteinn Eiríksson (1927-2004)

Trommuleikarinn Þorsteinn Eiríksson var einn af fyrstu djasstrommuleikurum Íslands og lék með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum samtímans um miðja síðustu öld. Þorsteinn fæddist 1927 á Bakkafirði og ólst þar upp fyrstu árin áður en hann fluttist suður til Reykjavíkur. Hann fiktaði eitthvað við önnur hljóðfæri sem unglingur áður en trommurnar tóku hug hans allan. Fljótlega…

Þorsteinn frá Hamri (1938-)

Rithöfundurinn Þorsteinn frá Hamri telst seint meðal tónlistarmanna en eftir hann liggur þó plata þar sem hann les eigin ljóð, og fleiri plötur þar sem ljóð hans koma við sögu. Þorsteinn Jónsson fæddist 1938 og var frá Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði, hann hefur ætíð kennt sig við æskustöðvarnar þótt hann hafi búið á höfuðborgarsvæðinu…

Þorsteinn Guðmundsson (1933-2011)

Þorsteinn Pálmi Guðmundsson (Steini spil) var einn af sveitaballakóngum Suðurlandsundirlendisins á sínum tíma en hann starfrækti hljómsveitir sem gerðu það gott lengi vel þótt ekki væru þær endilega að elta strauma og stefnur í tónlistinni. Þorsteinn fæddist 1933 í Villingaholtshreppi en bjó mest alla ævi á Selfossi, þar sem hann fékkst við handmenntakennslu og einnig…

Þorsteinn frá Hamri – Efni á plötum

Þorsteinn frá Hamri – Lífið er ljóð: Ljóðið ratar til sinna Útgefandi: Leiknótan Útgáfunúmer: 0921 00201 Ár: 1997 1. Vorvísa 2. Skógaraltarið 3. Ljóð 4. Skammdegi 5. Mér er í mun 6. Samkoma 7. Vísa 8. Sumir dagar 9. Flóttinn 10. Fyrnd 11. Kvöldljóð 12. Torgið 13. Tímar 14. Strokudrengur I 15. Strokudrengur V 16.…

Þorsteinn Hannesson (1917-99)

Þorsteinn Hannesson var einn af fremstu söngvurum þjóðarinnar um miðja síðustu öld en hann starfaði bæði hér- og erlendis. Hann var ennfremur einn af þeim sem hafði með stjórn Ríkisútvarpsins um langan tíma. Þorsteinn fæddist 1917 á Siglufirði og ól þar reyndar manninn til tuttugu og fjögurra ára aldurs er hann fluttist suður til Reykjavíkur.…

Þorsteinn Hannesson – Efni á plötum

Þorsteinn Hannesson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JORX 101 Ár: 1953 1. Sverrir konungur 2. Vetur Flytjendur: Þorsteinn Hannesson – söngur Páll Ísólfsson – píanó [?] Þorsteinn Hannesson – Þorsteinn Hannesson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-126 Ár: 1979 1. Til skýsins 2. Söngurinn 3. Hann hraustur var 4. Gissur ríður góðum fáki 5. Draumalandið 6.…

Þorsteinn Ö. Stephensen – Efni á plötum

Þorsteinn Ö. Stephensen – Ljóð & saga Útgefandi: Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensen og Ríkisútvarpið Útgáfunúmer: JAP 9421 – 2 Ár: 1994 1. Til fánans 2. Þjófadalir 3. Fylgd 4. Kafli úr Sóleyjarkvæði 5. Mitt fólk 6. Móðir mín 7. Eggert Ólafsson 8. Jón Kristófer kadett í hernum 9. Kvæði um einn kóngsins lausamann 10. Rauður…

Þorsteinn J. Vilhjálmsson (1964-)

Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur komið við sögu íslenskrar tónlistarsögu með margs konar hætti, hann stjórnaði t.a.m. útvarpsþættinum Lög unga fólksins á sínum tíma og þegar hann var með þátt á Bylgjunni á upphafsárum þeirrar útvarpsstöðvar bað hann um aðstoð hlustenda við að búa til dægurlagatexta. Í kjölfarið varð textinn um Kötlu köldu og samstarfið…

Þorsteinn J. Vilhjálmsson – Efni á plötum

Þorsteinn J. Vilhjálmsson – Þetta líf, þetta líf [snælda] Útgefandi: Þorsteinn J. Vilhjálmsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1992 1. Majakovskí 2. Veturinn 3. Þú, þú 4. Svart 5. Rick 6. Armaco de Pera 7. Bakvið vatnið 8. Kerti 9. Ský 10. Frú Blixen 11. Hús 12. Englar 13. Blue Flytjendur: Þorsteinn J. Vilhjálmsson – upplestur

Þorvaldur Friðriksson (1923-96)

Þorvaldur Friðriksson var alþýðutónlistarmaður sem starfaði alla tíð á Eskifirði, hann samdi lög og eftir andlát hans gaf fjölskylda hans út plötu með lögum hans. Þorvaldur fæddist 1923 á Eskifirði, hann var sjálfmenntaður harmonikkuleikari og hafði líklega einnig lært eitthvað á orgel á æskuheimili sínu. Hann starfaði alla tíð sem sjómaður og verkamaður á heimaslóðum…

Þorvaldur Friðriksson – Efni á plötum

Lögin hans Valda – ýmsir Útgefandi: Kristín Pétursdóttir og börn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Síldarstúlka 2. Heimkoman 3. Fjörðurinn okkar 4. Sjómannskonan 5. Kveðja til Eskifjarðar 6. Ástarkveðja 7. Bernskuvor 8. Æskubyggðin 9. Valhallarmarsinn 10. Kærasta mey 11. Nú er blessuð blíða 12. Boðið í dans 13. Kveðjustundin 14. Englar drottins vaki 15.…

Þorvaldur Geirsson (1952-)

Litlar upplýsingar er að hafa um Þorvald Geirsson (f. 1952) en hann gaf út jólaplötuna Jólin koma með jólasöngvum, haustið 1993. Um var að ræða tólf laga plötu en níu laganna samdi Þorvaldur sjálfur, hann fékk til sín nokkra þekkta tónlistarmenn til aðstoðar á plötunni en hún hlaut fremur slaka dóma í DV. Allar frekari upplýsingar…

Þorvaldur Geirsson – Efni á plötum

Þorvaldur Geirsson – Jólin koma með jólasöngvum Útgefandi: Þorvaldur Geirsson Útgáfunúmer: ÞG 001 CD / ÞG 001 Ár: 1993 1. Grýla 2. Ég á lítinn jólasvein 3. Jólanótt 4. Þorláksmessukvöld 5. Jólagjöf 6. Hvít jól 7. Augun þín 8. Á jólunum 9. Jólasöngur 10. Leppalúði 11. Konungur 12. Litli trommuleikarinn Flytjendur: Þorvaldur Geirsson – söngur…

Þorvaldur Halldórsson – Efni á plötum

Hljómsveit Ingimars Eydal [ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Þorvaldi Halldórssyni] [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-510 Ár: 1965 1. Litla sæta ljúfan góða 2. Bara að hann hangi þurr 3. Á sjó 4. Komdu Flytjendur: Ingimar Eydal – cembalett og melódika Vilhjálmur Vilhjálmsson – bassi, raddir og söngur Þorvaldur Halldórsson – gítar, söngur og raddir Grétar Ingvarsson…

Þorsteinn Ö. Stephensen (1904-91)

Þorsteinn Ögmundsson Stephensen leikari kom lítið við sögu íslenskrar tónlistar en eftir hann liggur þó ein hljómplata með upplestri á ljóðum. Þorsteinn fæddist 1904, lærði leiklist í Kaupmannahöfn um miðjan fjórða áratuginn og kom heim til Íslands til starfa hjá Ríkisútvarpinu, fyrst sem þulur en síðan einnig sem leiklistarstjóri útvarpsins en því starfi gegndi hann…

Þorvaldur Halldórsson (1944-)

Söngvarann Þorvald Halldórsson þekkja sjálfsagt meira og minna allir þeir sem einhvern tímann hafa hlustað íslenska tónlist, og ef menn kveikja ekki á perunni er sjálfsagt nóg að kyrja „Á sjó“ djúpum rómi en það hefur í gegnum tíðina verið einkennislag Þorvaldar þótt auðvitað hafi hann sungið fjöldann allan af þekktum lögum, hann hefur ennfremur…

Afmælisbörn 7. júní 2017

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og eins árs gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Afmælisbörn 6. júní 2017

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og eins árs gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Þokkabót (1972-79)

Hljómsveitin Þokkabót lék vandað þjóðlagaskotið popp og var afkastamikil sveit á útgáfusviðinu en minna fór fyrir henni á tónleikum enda starfaði sveitin aðallega í kringum plötuútgáfuna. Sveitin fékk iðulega mjög góða dóma fyrir plötur sínar en flestar þeirra seldust þó ekki ýkja vel. Upphaf sveitarinnar má rekja austur til Seyðisfjarðar en Gylfi Gunnarsson gítarleikari, Ingólfur…

Þokkabót – Efni á plötum

Þokkabót – Upphafið Útgefandi: ORG Útgáfunúmer: ORG 001 Ár: 1974 1. Karl sat undir kletti 2. Uglan og læðan 3. Litlir kassar 4. Uppgjörið 5. Nýríki Nonni 6. Blítt lætur blærinn 7. Framagosinn 8. Sagan um okkur Stínu 9. Veislusöngur 10. Vetrarvísur 11. Tröllaslagur Flytjendur: Gylfi Gunnarsson – [?] Halldór Gunnarsson – [?] Ingólfur Steinsson…

Þokkalegur moli (1988)

Hljómsveitin Þokkalegur moli var skammlíf norðlensk hljómsveit sem starfaði sumarið 1988 en hún var sett saman sérstaklega fyrir hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni Ein með öllu á Melgerðismelum í Eyjafirði um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarni Ómar Haraldsson söngvari og gítarleikari, Ragnar Z. Guðjónsson trommuleikari, Friðrik Þór Jónsson hljómborðsleikari, Svavar Hafþór Viðarsson bassaleikari og…

ÞOR [útgáfufyrirtæki] (1982-87)

Útgáfufyrirtækið ÞOR starfaði á árunum 1982-87 og var í eigu Þorvalds Inga Jónssonar og Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds sem þá voru gift. ÞOR gaf út um tug hljómplatna og snælda og má þeirra á meðal nefna plöturnar Ævintýri úr Nykurtjörn, Sokkabandsárin með Ásthildi Cesil Þórðardóttur, Ástajátningu með Gísla Helgasyni, auk nokkurra platna Bergþóru sjálfrar.

Þorgils (1991)

Hljómsveitin Þorgils var skammlíft verkefni í kringum útgáfu plötu Gísla Helgasonar, Heimur handa þér, sem hann sendi frá sér haustið 1991. Þorgils var notuð til kynningar á plötunni en meðlimir hennar voru Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari, Þórir Baldursson hljómborðsleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari auk Gísla, sem líkast til lék á hin ýmsu hljóðfæri.…

Þorgeir Ástvaldsson (1950-)

Flestir þekkja fjölmiðlamanninn Þorgeir Ástvaldsson en hann á einnig tónlistarferil sem er töluvert fyrirferðameiri en marga grunar. Þorgeir er Reykvíkingur, fæddur 1950 en á ættir að rekja vestur í Dali. Þorgeir mun hafa lært eitthvað á hljóðfæri á yngri árum, a.m.k. á fiðlu en faðir hans, Ástvaldur Magnússon var einn Leikbræðra svo tónlist var Þorgeiri…

Þorgeir Ástvaldsson – Efni á plötum

Þorgeir Ástvaldsson – Á puttanum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 037 Ár: 1982 1. Á puttanum 2. Tilbúið undir tréverkið 3. Vinstri hægri 4. Nú breytum við um sið 5. Tízkan 6. Í leit að sjálfum sér 7. Spákonan 8. Gamla húsið 9. Líðandi stund ( lifðu sem lengst) 10. Rautt, gult, grænt – af stað…

Þorrakórinn (1962-)

Þorrakórinn er ekki þekktasti kór landsins en hann hefur starfað í áratugi í Dalasýslu. Kórinn, sem er blandaður kór, var stofnaður á þorranum 1962 í því skyni að syngja á þorrablóti í félagsheimilinu Staðarfelli á Fellsströnd. Það mun hafa verið Halldór Þ. Þórðarson sem hafði frumkvæðið að stofnun kórsins og stjórnaði honum í upphafi og…

Þorsteinn Björnsson (1909-91)

Þorsteinn Björnsson Fríkirkjuprestur átti sér ekki eiginlegan söng- eða tónlistarferil en söng þó inn á fimm hljómplötur um miðja síðustu öld. Þorsteinn fæddist að Miðhúsum í Garði 1909, hann nam guðfræði eftir stúdentspróf og var prestur á Ströndum áður en hann tók við starfi Fríkirkjuprests í upphafi árs 1950. Hann þótti liðtækur söngvari, hafði lært…

Þorsteinn Björnsson – Efni á plötum

Þorsteinn Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: SS 531 Ár: 1953 1. Ó, hve dýrðlegt er að sjá 2. Ó, Jesú bróðir bezti Flytjendur: Þorsteinn Björnsson – söngur Sigurður Ísólfsson – orgel Þorsteinn Björnsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: SS 532 Ár: 1953 1. Nú árið er liðið… 2. Víst ert þú Jesús,…

Þjóðkórinn (1940-69)

Þjóðkórinn svokallaði var afsprengi Páls Ísólfssonar en kórinn var aufúsugestur í útvarpsviðtækjum landsmanna um árabil, frá árinu 1940 og langt fram á sjöunda áratuginn. Páll hafði áhyggjur, á þeim viðsjárverðum tímum sem stríðsárin voru, af erlendum áhrifum á menningu Íslendinga og fékk þá hugmynd að stofna kór sem hefði það hlutverk að syngja lög, einkum…

Þjóðleikhúskórinn (1953-95)

Þjóðleikhúskórinn var starfandi við Þjóðleikhúsið í áratugi og kom við sögu á hundruðum sýninga og tónleika meðan hann starfaði. Það mun hafa verið Guðlaugur Rósinkranz þáverandi Þjóðleikhússtjóri sem stakk upp á því að kórinn yrði stofnaður árið 1953 en Þjóðleikhúsið hafði verið sett á laggirnar þremur árum fyrr. Dr. Victor Urbancic hljómsveitarstjóri leikhússins stofnaði hins…

Þjóðleikhúskórinn – Efni á plötum

Ketill Jensson, Guðrún Á. Símonar og Þjóðleikhúskórinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 98 Ár: 1956 1. Drykkjavísa 2. Lofið Drottinn Flytjendur: Ketill Jensson – söngur Guðrún Á. Símonar – söngur Þjóðleikhúskórinn – söngur undir stjórn Victor Urbancic   Þjóðleikhúskórinn – Raddir úr leikhúsi Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 37 Ár: 1970 1. Sól rís…

Þjóðhátíðarkórinn (1944)

Þjóðhátíðarkórinn var karlakór sem myndaður var úr fimm kórum innan Sambands íslenskra karlakóra (SÍK) til að syngja á lýðveldishátíðinni 1944 þegar Íslendingar fögnuðu nýfengnu sjálfstæði. Kórinn starfaði því aðeins sumarið 1944. Kórarnir fimm voru af höfuðborgarsvæðinu og voru Karlakórinn Þrestir, Kátir félagar, Karlakór iðnaðarmanna, Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari söng einsöng…

Þeyr [1] (1979-83)

Hljómsveitin Þeyr verður vafalaust alltaf þekktust fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík þar sem sveitin kyrjaði Rúdolf af miklum krafti í nasistabúningum eftir ógleymanlegt intró Sigtryggs Baldurssonar trommuleikara. Margir þekkja einnig Killer boogie úr sömu mynd en þau tvö lög eru á engan hátt dæmigerð fyrir tónlist Þeys nema á þeim tímapunkti sem…

Þeyr [1] – Efni á plötum

Þeyr [1] – Þagað í hel Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 139 / 799 Ár: 1980 1. En… 2. …nema Jói 3. Hringt 4. Heilarokk 5. Svið 6. Eftir vígið 7. Vítisdans 8. 555 Flytjendur: Elín Reynisdóttir – söngur Magnús Guðmundsson – söngur, hljómborð og gítar Jóhannes Helgason – gítar Sigtryggur Baldursson – trommur og slagverk…