Sororicide (1989-95)

Dauðarokksveitin Sororicide skipar stóran sess í þeirri vakningu sem varð á Íslandi í þungu rokki í kringum 1990, þótt sveitin væri ekki endilega sú fyrsta til að leika slíka tónlist þá ruddi hún ákveðna braut með sigri í Músíktilraunum (reyndar undir nafinu Infusoria), gaf út plötu fyrst slíkra sveita og var þannig í fararbroddi þeirrar…

Sóló [1] (1961-80 / 2017-)

Hljómsveitin Sóló var ein allra vinsælasta bítlasveitin sem spratt fram á sjónarsviðið fyrir og um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og telst meðal stærstu nafnanna þegar kemur að uppgjöri við það tímabil, Sóló gaf aldrei út plötu á sínum tíma en hver veit hvað hefði gerst hefðu þeir fengið tækifæri til þess því sveitin hafði…

Sororicide – Efni á plötum

Sororicide – The Entity Útgefandi: Platonic records Útgáfunúmer: PLALP3 Ár: 1991 & 2017 1. Human recycling 2. Anger of the inferior 3. Redrum 4. Blind 5. Vivisection 6. The entity 7. Saturated 8. Sick interment 9. Sororicide 10. Old Flytjendur: Gísli Sigmundsson – bassi og raddir Fróði Finnsson – gítar Guðjón Óttarsson – gítar Karl…

Sóló [1] – Efni á plötum

Sóló – Fimmtíu árum síðar Útgefandi: Sóló Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2018 1. Apache 2. Alice 3. One way ticket 4. Theme for young lovers 5. Viltu með mér vaka í nótt 6. When you walk in the romm 7. Help me make it through the night 8. In your arms 9. Commander go 10.…

Sóló [2] [umboðsskrifstofa] (1984-85)

Umboðsskrifstofa starfaði um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Sóló en fyrirtækið var starfrækt 1984-85. Það var Viðar Arnarson sem var eigandi Sóló og framkvæmdastjóri, og líkast til eini starfsmaður fyrirtækisins. Hann hafði m.a. á snærum sínum Bubba Morthens en vakti þó mest athygli fyrir hæfileikakeppni sem hann hélt utan…

Spartakus [1] (1976-79)

Heimildir um hljómsveitina Spartakus sem starfaði á sínum tíma í Neskaupstað eru af skornum skammti og því er leitað til fróðra um upplýsingar um þessa sveit. Fyrir liggur að Spartakus var starfandi árin 1976 og 77 en þá var hún mjög virk á heimavelli, lék mikið á dansleikjum í Egilsbúð en einnig víðar á austanverðu…

Sólskinskórinn [2] (2001-02)

Kór starfaði innan Söngseturs Estherar Helgu Guðmundsdóttur undir nafninu Sólskinskórinn en fátt meira liggur fyrir um þennan kór s.s. á hvað aldri kórmeðlimir voru – hvort um var að ræða barnakór eða með eldra söngfólki. Sólskinskórinn starfaði að minnsta kosti á árunum 2001 og 2002, og þá líklega undir stjórn Estherar Helgu en óskað er…

Spartakus [2] (1997)

Hljómsveitin Spartakus var starfrækt á Akranesi, líkast til innan Fjölbrautaskóla Vesturlands því sveitin tók þátt í tónlistarkeppni nemendafélags FVA haustið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Magni Jónsson söngvari, Bjarki Þór Jónsson gítarleikari, Þórður B. Ágústsson bassaleikari, Snæbjörn Sigurðarson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Magnússon trommuleikari og Óli Örn Atlason gítarleikari en þannig var Spartakus skipuð þegar tvö lög…

The Special McHenry coctail shake band (um 1975)

Lítið er vitað um hljómsveit sem bar heitið The Special McHenry coctail shake band en hún gæti hafa starfað í Hagaskóla í kringum miðjan áttunda áratuginn, líklega 1975. Eggert Pálsson var líkast til trommuleikari sveitarinnar og Friðrik Karlsson gítarleikari hennar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar.

Spectrum [1] (1998)

Dúettinn Spectrum var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 en komst þar ekki í úrslit. Spectrum, sem var úr Hafnarfirði var skipaður þeim Atla Má Þorvaldssyni og Þresti Sveinbjörnssyni sem báðir léku á hljóðgervla. Svo virðist sem dúettinn hafi ekki verið langlífur.

Speed diffusion (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði í kringum 1990 og bar heitið Speed diffusion en ekkert liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraleikara annað en að Arnþór Benediktsson var líklega bassaleikari sveitarinnar.

Speedwell blue (1995)

Pöbbasveitin Speedwell blue starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og lék mjög víða um land á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1995 af Englendingnum Eric Lewis söngvara og gítarleikara sem hér var staddur og fékk hann til liðs við sig Brynjar Brynjólfsson bassaleikara og Hafþór Guðmundsson trommuleikara sem léku með honum fyrst um sinn.…

Sonus futurae (1981-87)

Sonus futurae er almennt talin fyrsta hreinræktaða tölvupoppsveit íslenskrar tónlistarsögu ásamt Mogo homo en sveitin starfaði mun lengur og sendi frá sér plötu, sem Mogo homo gerði ekki. Sonus futurae var stofnuð á Seltjarnarnesi um jólin 1981 og voru meðlimir sveitarinnar Kristinn Rúnar Þórisson söngvari, gítar- og hljóðgervilsleikari, Þorsteinn Jónsson hljóðgervilsleikari og Jón Gústafsson söngvari…

Sonus futurae – Efni á plötum

Sonus futurae – Þeir sletta skyrinu … sem eiga það Útgefandi: Hljóðriti Útgáfunúmer: 004 / 1182 Ár: 1982 1. Myndbandið 2. Samtök 69 3. Laser 4. Sætar stelpur 5. Skyr með rjóma 6. Samstaða Flytjendur: Kristinn Rúnar Þórisson – hljóðgervlar, gítar synthesizer, gítar og söngur Jón Gústafsson – söngur Þorsteinn Jónsson – hljóðgervlar, forritun og…

Sólblóma [3] (1998-2000)

Hljómsveitin Sólblóma starfaði innan Menntaskólans við Sund rétt um síðustu aldamót, líklega á árunum 1998 til 2000. Sveitina skipuðu þeir Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari (Ampop o.fl.) og Ragnar Jónsson [?] en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu að henni. Sveitin var sögð stofnuð „til höfuðs“ sveitaballahljómsveitum en líklegt hlýtur því að teljast að fleiri hafi…

Sólblóma [3] – Efni á plötum

Blóðnasir vs Sólblóma – Underground sound of MS [split] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Sólblóma – Spinnegal í Portúgal 2. Blóðnasir – Heimahnokki í hverfinu 3. Sólblóma – Allt sem ég hafði var ást 4. Blóðnasir – Með sekk og fötu 5. Sólblóma – Dansarinn 6. Blóðnasir – Brunabíllinn Flytjendur: Sólblóma:…

Sólskinsdeildin (1938-46 / 1951-52)

Barnakórinn Sólskinsdeildin er langt frá því að teljast fyrsti barnakór sem starfaði á Íslandi en hann var klárlega sá fyrsti sem eitthvað kvað að, en hann varð landsfrægur og söng marg oft í barnatíma Útvarpsins auk þess sem hann fór í söngferðalög um land allt við fádæma vinsældir. Það var Guðjón Bjarnason sem setti kórinn…

Sólskinsdætur (1952)

Sólskinsdætur var kvartett stúlkna við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sem starfaði líklega árið 1952 og söng þá á nokkrum skemmtunum innan skólans og reyndar eitthvað utan hans einnig, starfstími kvartettsins gæti því verið mun teygjanlegri en hér segir. Þær stöllur sungur við gítarundileik. Ekki er vitað hverjar skipuðu Sólskinsdætur nema að Elín Sigurvinsdóttir var ein þeirra, óskað…

Sólstöðubandið (1981)

Sólstöðubandið var sett sérstaklega saman fyrir sólstöðuhátíð sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1981 og var því skammlíf sveit sem lék einungis á þeim eina dansleik. Upplýsingar óskast um meðlimi og hljóðfæraskipan Sólstöðubandsins en væntanlega var um að ræða Klausturbúa og nærsveitunga.

Sónar [1] (1964-66)

Bítlasveitin Sónar starfaði á Akranesi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda meðal unglinga á Skaganum. Sónar voru að öllum líkindum stofnaðir haustið 1964 og gæti hafa verið gítarsveit í upphafi, þ.e. leikið tónlist í anda The Shadows. Sveitin starfaði að minnsta kosti fram til 1966 og lék mestmegnis á dansleikjum í…

Sónata [1] (1980)

Hljómsveitin Sónata starfaði á Héraði, hugsanlega á Egilsstöðum árið 1980 en meira liggur ekki fyrir um starfstíma hennar s.s. hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Sónötu voru þau Stefán Víðisson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari, Linda Sigbjörnsdóttir og Alda Jónsdóttir en þær tvær síðast töldu voru söngkonur sveitarinnar. Óskað er eftir…

Sótarinn (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sótarinn og starfað í Vestmannaeyjum um eða eftir 1970. Georg Ólafsson var líklega einn meðlima þessarar sveitar en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana.

Spangólín (1978-80)

Hljómsveitin Spangólín mun hafa verið starfandi á Egilsstöðum eða á Fljótsdalshéraði á árunum 1978 til 80. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að meðlimir hennar voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari, Stefán Jökulsson trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Andrés Einarsson gítarleikari, engar upplýsingar finnast um hver var söngvari sveitarinnar.

Spark [2] (2003)

Hljómsveit starfaði sumarið og haustið 2003 undir nafninu Spark og var hún skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum, hún gæti átt sér eldri rætur og gæti hafa starfað nokkru fyrr einnig. Meðlimir Sparks voru Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin spilaði töluvert á Akureyri árið 2003.

Soffía og Anna Sigga (1958-61)

Tvíeykið Soffía og Anna Sigga voru víðfrægar í kringum 1960 og skipuðu sér þá í hóp skemmtikrafta dúetta eins og Baldur og Konni og Gunnar og Bessi, þær voru jafnframt meðal allra fyrstu barnastjarna Íslandssögunnar. Þær Soffía Árnadóttir (f. 1949) og Sigríður Anna Þorgrímsdóttir (f. 1947) voru ungar að árum þegar þær urðu stjörnur í…

Soffía og Anna Sigga – Efni á plötum

Soffía og Anna Sigga / Gerður Benediktsdóttir – Órabelgur / Æ, ó, aumingja ég [ep] Útgefandi: Stjörnuhljómplötur Útgáfunúmer: STPL 1 Ár: 1959 1. Órabelgur 2. Æ, ó aumingja ég Flytjendur: Soffía Árnadóttir – söngur Sigríður Anna Þorgrímsdóttir – söngur Gerður Benediktsdóttir – söngur Tríó Árna Ísleifs; – Árni Ísleifsson – píanó – Karl Lilliendahl – gítar – Pétur Urbancic – kontrabassi      …

Solveig Thorarensen (1933-2020)

Solveig Thorarensen var ein af fyrstu dægurlagasöngkonum landsins og var orðin býsna þekkt um tvítugt, hún eins og svo margar aðrar slíkar söngkonur um það leyti hætti að mestu að syngja upp úr tvítugu og sneri sér að húsmóðurhlutverkinu. Solveig Óskarsdóttir Thorarensen (oft ritað Sólveig) fæddist í Reykjavík haustið 1933, hún gekk í Menntaskólann í…

Solveig Thorarensen – Efni á plötum

Jóhann Möller og Tóna systur [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfuár: IM 78 Ár: 1955 1. Þú ert mér kær 2. Pabbi vill mambó Flytjendur: Jóhann Möller – söngur hljómsveit Jan Morávek; – Jan Morávek – píanó – Pétur Urbancic – kontrabassi – José Riba – slagverk – Þorsteinn Eiríksson – trommur Tóna systur; – Eygló Viktorsdóttir – raddir – Hulda Viktorsdóttir –…

Sókrates [3] (um 1992)

Hljómsveit að nafni Sókrates mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1992 eða um það leyti, líkur eru á að um rokksveit hafi verið að ræða. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Sólarkvartettinn (1996-97)

Sólarkvartettinn var að öllum líkindum söngkvartett, starfandi á Ísafirði veturinn 1996-97 að minnsta kosti. Hér er giskað á að Sólarkvartettinn hafi verið starfræktur innan Sunnukórsins en frekari upplýsingar óskast um hann.

Sólblóma [2] (1994)

Hljómsveitin Sólblóma var ekki starfandi hljómsveit en það nafn var sett á hljómsveitina SSSól þegar Þorsteinn G. Ólafsson söngvari Vina vors og blóma tróð upp með sveitinni með skömmum fyrirvara sumarið 1994 eftir að Helgi Björnsson hafði forfallast en hann hafði þá hlotið blæðandi magasár á Gauki á Stöng og lá á sjúkrahúsi. Líklega lék…

Sólblóma [4] (2012)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 2012 undir nafninu Sólblóma. Líklegt er að hér hafi verið á ferð eins konar ballsveit en ekkert liggur fyrir um hana, hvorki upplýsingar um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan né starfstíma eða annað.

Sólseturskórinn [1] (1982-94)

Lítið er vitað með vissu um kór eldri borgara sem starfaði við Neskirkju á níunda og tíunda áratugnum en hann mun á einhverjum tímapunktum hafa verið kallaður Sólseturskórinn (Sólseturkórinn). Fyrir liggur að Reynir Jónasson (harmonikkuleikari) stjórnaði kór eldri borgara við Neskirkju haustið 1982 en hann var þá organisti við kirkjuna. Svo virðist sem kórinn hafi…

Sólblóma [1] (1991)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Sólblóma sem starfaði haustið 1991 en sveitin lék um það leyti á Hótel Borg. Líklegt er að Sólblóma hafi verið af höfuðborgarsvæðinu en allar upplýsingar vantar um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.

Sólskinsbræður (1972-73)

Sólskinsbræður var söngkvartett menntaskólanema sem kom nokkuð fram opinberlega veturinn 1972-73. Þetta voru þeir Egill Ólafsson, Páll Gunnlaugsson, Frosti Fífill Jóhannsson og Haukur Þórólfsson en Áslaug Halldórsdóttir annaðist undirleik hjá hópnum. Svo virðist sem Sólskinsbræður, sem komu út Menntaskólanum við Hamrahlíð, hafi fyrst komið fram í skemmtiþætti Ríkissjónvarpsins haustið 1972 og fengið þar nógu mikla…

Viridian green – Efni á plötum

Viridian green – Viridian green [ep] Útgefandi: Sigurjón Georg Ingibjörnsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [án útgáfuárs] 1. Angel 2. Rosie 3. Singin in the sun 4. Rose gone bananas Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Sex í kór (1991)

Sönghópur skipaður ungum tónlistarmenntuðum söngvurum undir nafninu Sex í kór tróðu upp á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1991 og líklega víðar, og söng dægurlög og aðra létta tónlist án undirleiks. Hópurinn sem fyrst um sinn gekk undir vinnuheitinu Eldfjörug, var skipaður þeim Dagnýju Þórunni Jónsdóttur, Guðrúnu Ingimarsdóttur, Hönnu Björgu Guðjónsdóttur, Jennýju Gunnarsdóttur, Guðjóni Halldóri…

Soffía Karlsdóttir [1] (1928-2020)

Nafn leik- og söngkonunnar Soffíu Karlsdóttur varð þekkt í tengslum við revíu- og kabarettsýningar, svo ekki sé minnst á nokkur lög sem hún gerði ódauðleg um miðja síðustu öld, sjálf leit hún aldrei á sig sem söngkonu en hún telst samt sem áður meðal allra fyrstu dægurlagasöngkvenna okkar Íslendinga. Soffía Kristín Karlsdóttir fæddist í Reykjavík…

Sofandi (1997-2005)

Síðrokksveitin Sofandi vakti töluverða athygli í upphafi nýrrar aldar en hún sendi þá frá sér tvær plötur. Sofandi var stofnuð sumarið 1997 en kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, þá voru meðlimir hennar þeir Markús Bjarnason söngvari og bassaleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Bjarni Þórisson…

Sofandi – Efni á plötum

Sofandi – Anguma Útgefandi: Grandmother’s records Útgáfunúmer: Grandmother’s records 001 Ár: 2000 1. The ground talks in a sound voice 2. Fiction 3. Two fishes 4. Waltz no. 4 („not as one“) 5. Big city good day 6. Waltz no. 3 („Strings of life“) 7. The pink song 8. Tiltekt 9. I‘m sorry 10. Anguma…

Soffía Karlsdóttir [1] – Efni á plötum

Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 10 Ár: 1952 1. Bílavísur 2. Réttarsamba Flytjendur: Soffía Karlsdóttir – söngur Tígulkvartettinn: – Gísli Símonarson – söngur – Guðmundur H. Jónsson – söngur – Hákon Oddgeirsson – söngur  – Brynjólfur Ingólfsson – söngur Kvintett Jan Morávek: – Eyþór Þorláksson – gítar – Árni Ísleifs – píanó – Þorsteinn Eiríksson – trommur  – Jan Morávek…

Soul control (1992)

Fáar heimildir er að finna um flytjandann Soul control sem átti tvö lög á safnplötunni Icerave vorið 1992 en sú plata hafði að geyma danstónlist með ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hér var líklega um að ræða eins manns verkefni Péturs Árnasonar, sem virðist ekki hafa haldið áfram að vinna með tónlist sína, hann kom fram…

Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Soulblómi (1991-92)

Veturinn 1991 til 92 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu sem bar nafnið Soulblómi en hún mun eins og nafnið reyndar gefur til kynna, hafa leikið soultónlist. Lítið er vitað um þessa sveit annað en að Guðjón Bergmann [söngvari?] og Bergur Bernburg [hljómborðsleikari?] voru í henni, upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Sódó ódó (um 1980)

Upplýsingar óskast um pönksveit starfandi í Kaupmannahöfn í kringum 1980 undir nafninu Sódó ódó. Sveitin skipuðu Íslendingar sem voru við nám og aðra iðju í Kaupmannahöfn og var hún að einhverju leyti að minnsta kosti angi af þeim félagsskap sem skipuðu hljómsveitina Kamarorghesta, þannig mun t.d. Benóný Ægisson líklega hafa verið í þessari sveit. Líklega…

Sófarnir (2000)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði síðsumars árið 2000 að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sófarnir. Fyrir liggur að trommuleikari Sófanna hét Gunnar en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um þessa sveit og er óskað hér með eftir þeim, um liðsmenn hennar, hljóðfæraskipan og annað.

Sódavatn (1995)

Dúettinn Sódavatn var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir Sódavatns, sem flutti eins konar ambient tónlist, voru þau Aðalsteinn Guðmundsson hljómborðsleikari og Þóranna Dögg Björnsdóttir söngkona. Þau komust ekki áfram í úrslitin og virðast ekki hafa haldið samstarfinu áfram eftir Músíktilraunirnar.

Sókrates [2] (1978)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Sókrates en hún mun hafa verið starfrækt á Skagaströnd árið 1978, óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þurfa þykir í umfjöllun um hana.

Afmælisbörn 24. apríl 2022

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…