Skurk (1988-93 / 2011-)

Rokksveitin Skurk frá Akureyri hefur starfað frá því undir lok níunda áratugar síðustu aldar en þó langt frá því samfellt, sveitin var endurreist á nýrri öld eftir hátt í tveggja áratuga hlé en hefur á síðara starfsskeiði sínu sent frá sér tvær skífur. Skurk var angi af mikilli rokkbylgju eða vakningu sem gekk yfir norðanvert…

Skurk – Efni á plötum

Skurk – Final gift Útgefandi: Inconsistency records Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2014 1. Ruler 2. Final gift 3. Darkness 4. Dead again 5. Chaindead 6. My friend, the end Flytjendur: Guðni Konráðsson – gítar og söngur Hörður Halldórsson – gítar og raddir Jón Heiðar Rúnarsson – bassi Kristján B. Heiðarsson – trommur Skurk – Blóðbragð…

Skólahljómsveitir Verzlunarskólans (1932-)

Löng hefð er fyrir öflugu tónlistar- og leiklistarstarfi í félagslífi nemenda Verzlunarskóla Íslands og hafa nemendamót skólans iðulega verið með stærri samkomum sem nemendafélög skóla hér á landi halda utan um, þar hafa um langt árabil verið settar upp stórar leiksýningar, oft söngleikir á svið með hljómsveit og söng. Málið hafa þó þróast með þeim…

Skólahljómsveitir Verzlunarskólans – Efni á plötum

Nemendamót VÍ 1989-1994: The best of Nemendamót VÍ – ýmsir Útgefandi: Nemendafélag Verslunarskóla Íslands Útgáfunúmer: NFVÍCD 001 Ár: 1994 1. Alma Rögnvaldsdóttir – Easy to be hard (úr Hárinu) 2. Svanhildur Björgvinsdóttir – Tallula (úr Bugsy Malone) 3. Óttar Pálsson – Boogaloo (úr Tívolí) 4. Björgvin Sigurðsson – Pinball wizard (úr Tommy) 5. Guðmundur Aðalsteinsson…

Skólakór Héraðsskólans á Laugarvatni (1930-63)

Lengi vel var starfræktur skólakór við Héraðsskólann á Laugarvatni og átti þar Þórður Kristleifsson stóran hlut að máli en hann stjórnaði kórum í yfir þrjátíu ár við skólann. Héraðsskólinn á Laugarvatni hafði tekið til starfa haustið 1928 og um tveimur árum síðar kom Þórður þangað sem kennari og setti saman kór líklega strax á fyrsta…

Skólakór Héraðsskólans á Reykjum (1934-81)

Upplýsingar um skólakór Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði eru af skornum skammti, skólinn sem starfaði á árunum 1931-82 skartaði á köflum skólakór og hér er mestmegnis fyllt í eyður en um leið óskað eftir frekari upplýsingum um kórstarfið á Reykjum. Vitað er að Áskell Jónsson frá Akureyri stjórnaði kór við skólann meðan hann var þar…

Skólakór Garðabæjar (1976-2000)

Skólakór Garðarbæjar var mjög öflugur kór barna (mest stúlkna) sem starfaði við Flataskóla í Garðabæ um tuttugu og fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og vakti jafnvel athygli á erlendum vettvangi þar sem hann kom fram, kórinn gaf út nokkrar plötur á sínum tíma og auk þess kassettur sem teljast óopinberar útgáfur. Kórar höfðu…

Skólakór Garðabæjar – Efni á plötum

Skólakór Garðabæjar – [snælda] Útgefandi: Skólakór Garðabæjar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Skólakór Garðabæjar – söngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Skólakór Garðabæjar – Skólakór Garðabæjar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 56 Ár: 1978 1. Með gleðiraust og helgum hljóm 2. Það á að gefa börnum…

Skólakór Héraðsskólans á Laugum (1933-76)

Héraðsskólinn að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu starfaði á árunum 1925-88 en þá hlaut hann nafnið Framhaldsskólinn á Laugum. Kórsöngur var iðkaður lengi undir handleiðslu söngkennara skólans. Engar upplýsingar er að finna um söngkennslu eða kórsöng innan héraðsskólans á fyrstu starfsárum hans en árið 1933 kom Páll H. Jónsson til starfa og kenndi þá m.a.…

Skólakór Húsmæðraskólans á Ísafirði (1948-72)

Við Húsmæðraskólann á Ísafirði eða Húsmæðraskólann Ósk eins og hann hét reyndar upphaflega (eftir kvenfélaginu Ósk) starfaði um tíma kór undir stjórn Ragnars H. Ragnar söngkennara skólans. Skólinn hafði verið starfandi síðan 1912 en árið 1948 fluttist hann í nýtt eigið húsnæði við Austurveg og það sama haust kom Ragnar H. Ragnar þangað til starfa…

Skólakór Húsmæðraskólans á Laugum (1931-74)

Skólakórar voru starfræktir við Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu en upplýsingar um þá eru af skornum skammti. Húsmæðraskólinn að Laugum starfaði á árunum 1929-85 (síðustu árin undir nafninu Hússtjórnarskólinn á Laugum) og störfuðu kórar við skólann að minnsta kosti annað slagið undir stjórn söngkennara. Þannig mun hafa verið starfandi kór við skólann veturinn…

Skólakór Húsmæðraskólans á Varmalandi (1955-66)

Svo virðist sem skólakór hafi verið starfandi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði um tíma en skólinn starfaði á árunum 1946-86). Vitað er að Bjarni Andrésson kennari stjórnaði skólaskór á Varmalandi árið 1955 en hann hafði þá verið þar við störf um nokkurra ára skeið, jafnframt virðist hafa verið kór starfandi innan veggja skólans árið…

Skólakór Lýðháskólans í Skálholti (1975-76)

Lýðháskólinn í Skálholti (síðar einnig kallaður Skálholtsskóli) var starfræktur á árunum 1972-93 undir því nafni, lengst af undir stjórn sr. Heimis Steinssonar. Skólinn var afar fámennur og því tæplega grundvöllur fyrir skólakór en veturinn 1974-75 var þó þar starfandi kór undir stjórn söngkennarans Lofts Loftssonar, sem kom fram á skólaslitum skólans vorið 1975 og hugsanlega…

Skrýplarnir (1979)

Allir þekkja strumpana (The Smurfs) og sögurnar um þá en belgíski teiknarinn Peyo (Pierre Culliford) skóp þá á sjötta áratug síðustu aldar, upphaflega sem aukapersónur í teiknimyndasögu um Hinrik og Hagbarð en síðar urðu þeir aðalpersónur í eigin bókum og í kjölfarið fylgdu síðar teiknimyndir, kvikmyndir o.fl. Hollenski söngvarinn og leikarinn Pierre Kartner (Petrus Antonius…

Skrýplarnir – Efni á plötum

Skrýplarnir – Skrýplarnir [ep] Útgefandi: Ýmir Útgáfunúmer: Ýmir 008 Ár:1979 1. Kvak, kvak 2. Litlu andarungarnir 3. Míó Maó 4. Sandkassasöngurinn Flytjendur: Gunnar Þórðarson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Haraldur Sigurðsson og Skrýplarnir – Haraldur í Skrýplalandi Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SMÁ 203 Ár: 1979 1. Skrýplasöngurinn 2. Skrýplagos 3. Lenda í stuð…

Skólakór Fossvogsskóla (1978-83)

Fáar heimildir finnast um kór nemenda við Fossvogsskóla sem starfaði undir lok áttunda áratugarins og við byrjun þess níunda. Svo virðist sem kórinn hafi verið stofnaður haustið 1978 og starfað fram á vorið 1983, stjórnandi hans frá 1980 að minnsta kosti var Margrét Ólafsdóttir en ekki liggur fyrir hver stjórnaði honum fram að því –…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri – Efni á plötum

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri – Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri 20 ára 1991 Útgefandi: Foreldrafélag Blásaradeildar Tónlistarskólans á Akureyri Útgáfunúmer: TSA 001 Ár: 1991 1. Valdresmarsj 2. Bolero 3. The Beatles, selection (úr safni Bítlanna) 4. Sabre dance (Sverðdansinn) 5. Tjarnarmars 6. A festive overture (Hátíðarforleikur) 7. In harmony 8. Concerto for Wind-band (Konsert fyrir blásarasveit)…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (1960-88)

Margt er á huldu varðandi kórsöng nemenda við Gagnfræðaskólann á Akureyri en þessi umfjöllun miðast við að skólakór hafi verið starfandi við skólann nokkuð samfellt frá 1964 til 1988, þau ártöl eru þó engan veginn marktæk og nokkuð öruggt er að kórastarf var iðkað mun lengur við skólann en stofnunin var starfrækt undir því nafni…

Skólakór Gerðaskóla [1] (1985-93)

Sönglíf var nokkurt í Gerðaskóla í Garði á sínum tíma og var þar skólakór starfræktur um skeið, að minnsta kosti á árunum 1985 til 93 en líklega þó lengur. Fyrir liggur að söngkennsla var við Gerðaskóla allt frá árinum 1952 en um það leyti kom Auður Tryggvadóttir til starfa sem söngkennari skólans. Auður var mikilvirk…

Skólakór Hamarsskóla (1994-2002)

Í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum starfaði kór um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld. Það var Bára Grímsdóttir tónskáld sem þá starfaði um skeið í Vestmannaeyjum, sem hafði veg og vanda af stofnun kórsins og stjórnaði honum meðan hún bjó í Eyjum til 2002. Skólakór Hamarsskóla kom einkum og aðallega…

Skólakór Glerárskóla (1977-83)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skólakór Glerárskóla sem starfaði undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann níunda, hugsanlega þó lengur. Ekki liggur fyrir hvort kórinn (sem einnig var kallaður Barnakór Glerárskóla) starfaði samfleytt en hann var starfandi 1977, 1979 (undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar) og 1983 (undir stjórn Ásrúnar Atladóttur).

Skólakór Grunnskólans á Hellissandi (1997-2004)

Í kringum síðustu aldamót var kór nemenda starfræktur við Grunnskólann á Hellissandi en ekki eru miklar upplýsingar að finna um þennan kór. Fyrir liggur að kórinn var starfandi vorið 1998 undir stjórn Svavars Sigurðssonar og gera má ráð fyrir að hann hafi þá verið starfandi um veturinn en heimildir finnast ekki um að hann hafi…

Skólakór Grunnskólans í Hveragerði (1978-)

Skólakórar hafa verið starfræktir við Grunnskólann í Hveragerði um árabil og líklega nokkuð samfleytt frá árinu 1978 að minnsta kosti, fyrst við barnaskólann og svo áfram eftir að barna- og gagnfræðaskólarnir sameinuðust árið 1988 í Grunnskóla Hveragerðis. Kórarnir í Hveragerði hafa gengið undir ýmsum nöfnum í fjölmiðlum s.s. barnakór, kór, skólakór Hveragerðis, barnaskólans, gagnfræðaskólans, grunnskólans…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2021

Um áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast tónlistarfólks sem féll frá á árinu 2021, Glatkistan hefur tekið saman lista fjórtán tónlistarkvenna og -manna sem létust á árinu en þau komu að íslenskri tónlistarsögu með mismiklum og ólíkum hætti. Fjóla Karlsdóttir (1936-2021) – dægurlagasöngkona             Gerður Benediktsdóttir…

Skúli Halldórsson (1914-2004)

Skúli Halldórsson tónskáld og píanóleikari skildi eftir sig um tvö hundruð tónverk í formi sönglaga, píanó-, kammer- og jafnvel sinfónískra verka en hann var orðinn áttræður þegar loks kom út plata með verkum hans hér á landi, önnur slík leit dagsins ljós áður en hann lést í hárri elli en áður hafði komið út plata…

Skúli Halldórsson – Efni á plötum

Skúli Halldórsson – Sögueyjan hljómar frá Íslandi: Sävelmiä satujen saarelta Útgefandi: Sauna Musiikki Útgáfunúmer: SAU-LP 259 Ár: 1980 1. Unelmalaulu 2. Paimenpoika 3. Paimentyttö 4. Öisen auringon teema 5. Vuorenrinteet 6. Eroaminen 7. Rajaton riemu 8. Linda 9. Ikkunani 10. Silmät 11. Tyttöni 12. Rakkauden valssi Steinalle 13. Rakkaalleni 14. Aurinkosuukko 15. Tuokiot 16. Satu…

Skólakór Bændaskólans á Hvanneyri (1935-91)

Sönglíf var í miklum blóma lengi vel við Bændaskólann á Hvanneyri en þar hefur verið skólasetur allt frá árinu 1889 þegar búnaðarskóli var þar settur á stofn, 1907 varð skólinn að Bændaskólanum á Hvanneyri og í dag gengur hann undir nafninu Landbúnaðarháskóli Íslands. Elstu heimildir um skólakór á Hvanneyri eru frá vetrinum 1935-36 en þá…

Skólakór Foldaskóla (1990-94)

Kór var starfræktur í Foldaskóla í Grafarvogi á árunum 1990-94 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur kennara. Kórinn kom fram á ýmsum samkomum innan og utan skólans sem var mjög fjölmennur á þessum árum en ekki liggur þó fyrir hversu margir skipuðu kórinn. Kórastarfið virðist hafa lagst af þegar Sigríður hætti kennslu við Foldaskóla 1994.

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Hamrahlíð (1969-)

Fáar heimildir eru um skólahljómsveitir innan Menntaskólans við Hamrahlíð en þeim mun fleiri um hljómsveitir sem hafa starfað innan hans enda hefur skólinn iðulega haft á sér „lista“-stimpil allt frá upphafi. Þá er skólinn auðvitað þekktur fyrir söngkór sinn. Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966 og árið 1969 var þar starfandi einhvers konar skólahljómsveit…

Skólakór Akraness (1990-2000)

Skólakórar hafa lengi verið starfræktir á Akranesi en málin eru töluvert flókin þar sem Barnaskóla Akraness (síðar Grunnskóla Akraness) var á sínum tíma skipt niður í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla (upp úr 1980), svo virðist sem Skólakór Akraness hafi verið samstarfsverkefni skólanna tveggja (að minnsta kosti hluta starfstíma hans) en þeir hafa jafnframt stundum gengið undir…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Hamrahlíð – Efni á plötum

Tún: tónleikaupptökur úr Norðurkjallara – ýmsir Útgefandi: Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð Útgáfunúmer: Tún 001 Ár: 1997 1. Egill Skúlason – Kennaraþrýstingur 2. Electrique – Junior 3. Maus – Síðasta ástin fyrir pólskiptin 4. Hugh jazz – Anatomy of strings 5. Fítónn jóðsjúkra kvenna – Lífsóður tjokkós 6. Stjörnukisi – Leifturljós 7. Andhéri – Aleinn með bjúgu 8. Versa…

Skólakór Barnaskólans á Akranesi (um 1950-60)

Fjölmennur kór starfaði við Barnaskólann á Akranesi um og upp úr miðri síðustu öld, líklega í heilan áratug eða lengur og söng hann eitthvað opinberlega á tónleikum. Fyrir liggur að kórinn var starfandi í kringum 1950 og einnig um 1960 en þá var hann að öllum líkindum undir stjórn Hans Jörgensen. Upplýsingar um þennan barnakór…

Skólakór Álftamýrarskóla (1968-)

Skólakórar hafa lengi verið starfandi við Álftamýrarskóla og nokkuð samfleytt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, eitthvað dró úr kórstarfi innan skólans eftir það en í dag er þar þó starfandi kór. Ekki liggur fyrir víst hvenær fyrst starfaði kór innan Álftamýrarskóla en árið 1968 stjórnaði Reynir Sigurðsson slíkum skólakór sem m.a. kom fram…

Skólakór Barnaskólans á Eyrarbakka (um 1915)

Kór sem starfræktur var við Barnaskólann á Eyrarbakka er að öllum líkindum fyrsti skólakór og um leið fyrsti barnakór sem starfaði hér á landi. Barnaskólinn á Eyrarbakka hafði þá starfað allt frá árinu 1852. Þegar Helgi Hallgrímsson (faðir dr. Hallgríms Helgasonar tónskálds) gerðist kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka haustið 1913 setti hann á fót kór…

Skólakór Bændaskólans á Hólum (1920-84)

Við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal var lengi vel fjörugt sönglíf enda var söngkennsla hluti af náminu hér fyrrum, þar var stundum skólakór starfandi. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var stofnaður árið 1882 en engar upplýsingar er að finna hvernig söngkennslu og kóramenningu var háttað fyrstu áratugina. Árið 1920 kom Friðbjörn Traustason til skólans sem…

Skólakór Barna- og gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1946-2003)

Skólakórar voru starfræktir með reglulegu millibili í barna- og gagnfræðaskólunum í Vestmannaeyjum (aðallega þó barnaskólanum) en skólarnir höfðu verið starfandi þar lengi, barnaskólinn var með elstu skólum landsins og gagnfræðaskólinn hafði starfað frá 1930. Kórastarfið var þó langt frá því að vera með samfelldum hætti. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær fyrst var starfræktur skólakór…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Skriðjöklar – Efni á plötum

Skriðjöklar – Var mikið sungið á þínu heimili? [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 003 Ár: 1985 1. Steini 2. Í túr 3. Ökónómískur fílingur 4. Freyvangur Flytjendur: Ragnar Gunnarsson – söngur Bjarni Bjarnason – raddir Kolbeinn Gíslason – gítar og raddir Jón Haukur Brynjólfsson – bassi og raddir Jóhann Ólafur Ingvason – hljómborð og raddir…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík (um 1966-)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um eiginlegar skólahljómsveitir innan Menntskólans í Reykjavík en ljóst er þó að fjölmargar hljómsveitir hafa starfað þar, margar jafnvel nokkuð þekktar. Fyrsta og eina hljómsveitin (sem heimildir finnast um) sem ber nafnið Skólahljómsveit Menntaskólans í Reykjavík var líklega starfandi á árunum 1966 til 68 og mun Magnús Á. Magnússon hafa…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík – Efni á plötum

Árshátíð Menntaskólans í Reykjavík – Árshátíð 1991 [flexiplata] Útgefandi: Framtíðin Menntaskólanum í Reykjavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1991 1. Ómar! – Smákvæði um eyrnarbrotið milta 2. Flosi Ólafsson & Pops – Ljúfa líf Flytjendur: Ómar!: – Jónas Sveinn Hauksson – söngur – Frank Þórir Hall – kassagítar og raddir – Guðmundur Steingrímsson – harmonikka og…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Tjörnina (1970-76)

Menntaskólinn við Tjörnina (MT) starfaði á árunum 1969-76 en fluttist þá í húsnæði Vogaskóla við Gnoðarvog og var nafni hans við það tækifæri breytt í Menntaskólinn við Sund – hefur skólinn starfað undir því nafni síðan. Á þeim tíma sem skólinn starfaði undir MT nafninu var þar að minnsta kosti einu sinni starfandi eiginleg skólahljómsveit,…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Grindavíkur (1977-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfræktar við Tónlistarskóla Grindavíkur frá áttunda áratug síðustu aldar og hafa þær sveitir ýmist verið kallaðar skólahljómsveitir, blásarasveitir eða lúðrasveitir, einnig hafa minni sveitir starfað innan þeirra. Tónlistarskólinn í Grindavík var stofnaður árið 1972 og var líklega fyrsta hljómsveitin innan skólans stofnuð haustið 1977, sú sveit lék undir stjórn Jóns. E. Hjaltasonar…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (1978-)

Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa lengi verið starfandi hljómsveitir sem ýmist hafa verið skilgreindar sem blásarasveitir, lúðrasveitir, stórsveitir eða bara skólahljómsveitir. Þær hafa náð ágætum árangri, jafnvel verið virkar til langs tíma og leikið á fjölmörgum tónleikum og skemmtunum innan lands sem utan. Tónlistarskólinn í Hafnarfirði hefur verið starfandi frá 1950 en ekki finnast þó heimildir…

Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…

Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur (1976-99)

Innan Tónlistarskóla Njarðvíkur störfuðu nokkrar hljómsveitir meðan skólinn starfaði og þar var fremst í flokki lúðra- eða skólahljómsveit sem lék víða og meðal annars erlendis í nokkur skipti. Tónlistarskóli Njarðvíkur var stofnaður haustuið 1976 og þá strax var sett á laggirnar skólahljómsveit undir stjórn Arnar Óskarssonar. Sveitin varð fljótlega nokkuð öflug enda var óvenju hátt…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans í Keflavík (1957-99)

Fjöldi hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum störfuðu innan Tónlistarskólans í Keflavík meðan hann var og hét, skólinn er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1956 eða 57 og starfaði hann til ársins 1999 þegar hann var sameinaður Tónlistarskóla Njarðvíkur undir nafninu Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ekki er alveg ljóst hvenær fyrst var starfrækt eiginleg hljómsveit innan Tónlistarskólans…