Íslandsklukkur [safnplöturöð] (1994-96)

Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Rafn Jónsson sendu sumarið 1994 frá sér safnplötu í tilefni hálfrar aldar afmælis lýðveldisins Íslands en platan bar heitið Íslandsklukkur. Á henni var að finna fjölda laga sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við í gegnum tíðina s.s. þjóðlög, rímur og dægurlög allt frá þrettándu öld til nútímans en einnig nýja…

Íslandsklukkur [safnplöturöð] – Efni á plötum

Íslandsklukkur – ýmsir Útgefandi: MR music Útgáfunúmer: MR – 94 Ár: 1994 1. Íslandsklukkur 2. Bergþór Pálsson – Á Sprengisandi 3. Voces Thules – Dýravísur 4. Eggert Pálsson, Magnús Þór Sigmundsson og Kristjana Stefánsdóttir – Ólafur liljurós 5. Voces Thules – Ísland farsælda frón 6. Ragnar Davíðsson – Íslandsljóð 7. Voces Thules – Tröllaslagur 8.…

Ég skaut frænda minn með tívolíbombu (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Ég skaut frænda minn með tívolíbombu var að öllum líkindum skammlíf sveit, stofnuð sérstaklega fyrir tónlistarkeppnina Viðarstauk ´88, sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri. Af þessu má ætla að sveitin hafi verið starfandi innan skólans. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað…

Fölu frumskógardrengirnir (1985-86)

Fölu frumskógardrengirnir var tríó þriggja ásláttaleikara sem kom fram í fjölmörg skipti 1985 og 86, m.a. á afmælishátíð Þjóðviljans ásamt fjölda tónlistarmanna, menningarhátíðinni N‘ART ´86, útihátíð í Atlavík og víðar. Það voru þeir Sigtryggur Baldursson, Pétur Grétarsson og Abdou Dhour sem skipuðu Fölu frumskógardrengina.

Föss (1993)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Föss og mun hafa innihaldið m.a. þá Georg Hólm bassaleikara og Ágúst Ævar Gunnarsson trommuleikara sem síðar urðu meðlimir Sigur rósar sem var stofnuð 1994, hér er því giskað á að Föss hafi verið starfandi um 1993. Óskað er eftir nánari upplýsingum um starfstíma Föss, auk upplýsinga um aðra meðlimi…

Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97. Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar. Þegar skólaárinu lauk og félagarnir…

Írafár [2] (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Írafár og starfaði í skamman tíma haustið 1998. Írafár, sem lagði einkum áherslu á írska þjóðlagatónlist mun hafa verið ósátt við aðra sveit með sama nafni sem hafði verið stofnuð fáeinum mánuðum fyrr en sú hljómsveit varð fljótlega eftir þetta mjög áberandi á ballmarkaðnum. Ekki liggur þó fyrir…

Ísdiskar [útgáfufyrirtæki] (1994-98)

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) starfrækti útgáfufyrirtækið Ísdiska í nokkur ár undir lok síðustu aldar og gaf út fáeina plötutitla undir þeim merkjum en Pétur Grétarsson var titlaður útgáfustjóri þar. Útgáfan starfaði frá árinu 1994 til 98, og gaf fyrst út nokkrar djasstengdar plötur undir útgáfuröðinni Jazzís, m.a. með Sigurði Flosasyni, Tómasi R. Einarssyni, Guðmundi Ingólfssyni…

Ískórinn (1988-)

Ískórinn svokallaði er kór sem starfræktur hefur verið um árabil í samfélagi Íslendinga í Osló í Noregi. Kórinn var stofnaður 1988 og gekk framan af undir nafninu Kór Íslendingafélagsins í Osló og síðar Kór Íslendinga í Osló en hin síðari ár hefur hann gengið undir Ískórs-nafninu. Svo virðist sem Ískórinn hafi ekki starfað alveg samfleytt…

Fullt hús gesta (1987)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fullt hús gesta en hún kom fram í sjónvarpsþættinum Rokkarnir geta ekki þagnað vorið 1987, upplýsingar sem óskað er eftir eru hverjir skipuðu þessa sveit, hljóðfæraskipan hennar, starfstími og fleira sem bitastætt þykir.

Funkstrasse (1991-97)

Hljómsveitin Funkstrasse (einnig ritað Funkstraße / Fönkstrasse) lífgaði töluvert upp á músíklíf höfuðborgarsvæðisins á fyrri hluta tíunda áratugarins en sveitin var angi af rokksveitinni Ham, eins konar diskóarmur sveitarinnar ef svo mætti að orði komast. Sveitin var þannig náskyld Jazzhljómsveit Konráðs Bé sem hafði svipuðu hlutverki að gegna litlu fyrr en í þeim báðum gegndu…

Funny bone (1993)

Hljómsveitin Funny bone var ein fjölmargra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93 sem haldin var sumarið 1993. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög af skornum skammti og því er óskað eftir þeim, hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Fuss (um 1984)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gæti hafa verið starfandi í kringum 1984, og bar nafnið Fuss. Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan.

The Fun kids (1996)

Unglingahljómsveit undir nafninu The Fun kids starfaði vorið 1996 og lék þá á tónleikum í Hafnarfirði sem báru yfirskriftina Kaktus ´96. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlimi og hljóðfæraskipan en líklegt hlýtur að teljast að hún hafi verið hafnfirsk.

Fussumsvei (1998)

Hljómsveitin Fussumsvei var meðal sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Kolbeinn Tumi Haraldsson söngvari, Helgi Þorgilsson gítarleikari, Sigurður Ó. L. Bragason trommuleikari og Garðar Guðjónsson bassaleikari. Sveitin sem lék kassagítarpopp komst ekki áfram í úrslit keppninnar og virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunir.

Future sound of Keflavík (1999)

Hljómsveit sem bar heitið Future sound of Keflavík starfaði í Keflavík haustið 1999 og var þá skráð til leiks í hljómsveitakeppnina Rokkstokk 1999, sem haldin var þar í bæ. Sveitin var ekki meðal þeirra sem áttu lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem gefin var út í kjölfar keppninnar en ekki liggur fyrir hvort ástæðan var…

Fúsi og félagarnir (1992)

Pöbbahljómsveit sem bar nafnið Fúsi og félagarnir var starfandi haustið 1992 en virðist ekki hafa verið langlíf. Meðal meðlima hennar voru Sigfús Óttarsson (Fúsi) trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra sveitarliða, hún mun að mestu leyti hafa verið skipuð sömu meðlimum og voru í hljómsveitinni Út að skjóta hippa.

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…

Færibandið [1] (1989)

Þrátt fyrir nokkurn fjölda hljómsveita sem borið hafa nafnið Færibandið virðist sú fyrsta ekki hafa verið starfrækt fyrr en við lok níunda áratugar síðustu aldar, þá starfaði sunnlensk sveit undir þessu nafni árið 1989. Glatkistan óskar eftir öllum tiltækum upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hvar hún starfaði, hversu lengi, hverjir voru meðlimir hennar og hver…

Færibandið [2] (1997-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Akranesi sem starfaði við lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000, undir nafninu Færibandið. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit utan ofangreindra atriða en hún mun hafa verið í einhvers konar samstarfi við Grundartangakórinn á einhverjum tímapunkti auk þess að leika á þorrablótum og…

Færibandið [3] (1998-2000)

Færibandið var hljómsveit starfandi á Húsavík eða nágrenni síðustu ár síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þessa öld, sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum en einnig inni á Akureyri og víðar. Sveitin var stofnuð haustið 1998 og var Gunnar Illugi Sigurðsson trommuleikari meðal meðlima í henni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi…

Færibandið [4] (2004)

Hljómsveitin Færibandið starfaði á Ísafirði árið 2004 en sveitin var skipuð kennurum við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ekki liggur þó fyrri hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Færibandsins  voru Hulda Bragadóttir, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, Tumi Þór Jóhannsson, Olavi Körre og Guðrún Jónasdóttir, Guðrún mun hafa sungið með sveitinni en upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan hennar.

Funkmaster 2000 – Efni á plötum

Funkmaster 2000 – Á Vegamótum Útgefandi: Suð Útgáfunúmer: Suð02 Ár: 1998 1. Chank 2. Chameleon 3. Peggy 4. Funky miracle 5. The pusherman 6. Hottentott 7. Cantaloupe Island 8. Live wire / It’s about that time Flytjendur: Ómar Guðjónsson – gítar Hannes Helgason – hljómborð Kristján Orri Sigurleifsson – bassi Sverrir Þór Sævarsson – trommur…

Funkmaster 2000 (1998-)

Hljómsveitin Funkmaster 2000 starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót og gaf þá út eina plötu með ábreiðu-efni. Þrátt fyrir að lítið hafi spurst til sveitarinnar hin síðustu ár er varla við hæfi að segja hana hætta störfum því sveitir á borð við hana spretta oft upp aftur, hún kom til að mynda…

Fræmundur sóði (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Fræmundur sóði starfaði á Hellu á Rangárvöllum í kringum 1990, líklega 1991. Meðlimir Fræmundar sóða voru þeir Davíð Guðjónsson gítarleikari, Kristinn Jón Arnarson bassaleikari, Guðjón Jóhannsson trommuleikari og Sigurjón Gunnarsson söngvari. Sveitin var fremur skammlíf.

Frugg (1972)

Progghljómsveitin Frugg var skammlíf sveit sem varð til vorið 1972 þegar Rifsberja lagðist í dvala um tíma. Það voru þeir Þórður Árnason gítarleikari, Gylfi Kristinsson söngvari, Jón Kristinn Cortes bassaleikari, Karl J. Sighvatsson orgelleikari og Þorvaldur Rafn Haraldsson trommuleikari sem skipuðu Frugg. Sveitin lék m.a. á tónleikum um páskana 1972 þar sem þeir félagar fluttu…

Frændkórinn (1991-2004)

Frændkórinn var um margt merkilegur kór en hann var eins og nafn hans gefur til kynna kór sem eingöngu var skipaður venslafólki. Hann starfaði í hartnær fimmtán ár og sendi frá sér eina plötu. Kórinn sem var blandaður mun hafa verið stofnaður sumarið 1991 í tengslum við ættarmót afkomenda hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar Pálsdóttur…

Frændur (1975-76)

Dúettinn Frændur (líka kallaðir Frændurnir) komu fram á nokkrum tónleikum og dansleikjum 1975 og 76 en dúettinn skipuðu þeir frændur og samstarfsmenn úr hljómsveitinni Dögg, Jón Þór Gíslason og Ólafur Halldórsson. Frændurnir fluttu frumsamda tónlist við söng og gítarundirleik í anda Magnúsar og Jóhanns.

Frænka hreppstjórans (1991-2005)

Hljómsveit að nafni Frænka hreppstjórans starfaði um alllangt skeið að Laugum í Reykjadal þar sem hjónin Björn Þórarinsson skólastjóri tónlistarskólans á staðnum og Sigríður Birna Guðjónsdóttir tónlistarkennari bjuggu. Þau höfðu áður starfað með fjölda hljómsveita á Suðurlandi. Sveitin var stofnuð í árslok 1990 og var í upphafi tríó þeirra hjóna og Ólafs Arngrímssonar skólastjóra grunnskólans…

Frævan (1984)

Vorið 1984 starfaði hljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Frævan. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem varðar hana.

Fudd (1996)

Hljómsveitin Fudd starfaði á Akureyri vorið 1996 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin keppti þá í hljómsveitakeppninni Fjörunganum ´96 og var gítarleikari sveitarinnar, Kristján Örnólfsson kjörinn besti gítarleikari keppninnar. Jens Ólafsson, síðar kenndur við Toy machine, Brain police og fleiri sveitir var söngvari Fudd en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar.

Fuga (2000-01)

Hljómsveitin Fuga (einnig ritað Fúga) starfaði á höfuðborgarsvæðinu upp úr síðustu aldamótum. Fuga var stofnuð í upphafi árs 2000 en sveitina skipuðu bræðurnir Pétur Jóhann gítarleikari og Ágúst Arnar Einarssynir gítarleikara sem höfðu þá um tíma starfrækt dúettinn Pornopop, og Hallgímur Jón Hallgrímsson trommuleikari og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari sem komu úr Bee spiders úr…

Frændkórinn – Efni á plötum

Frændkórinn – Hin fjölstofna eik Útgefandi: Frændkórinn Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 1. Ljósar nætur 2. Nú vinir og frændur 3. Svalar lindir 4. Jesú heill míns hjarta 5. Ave verum corpus 6. Maríukvæði 7. Hjá lygnri móðu 8. Rúnaslagur 9. Sýn mér sólarfaðir 10. Sofðu rótt 11. Capri Katarína 12. Vor í Vaglaskógi 13.…

Fugl (1990)

Hljómsveitin Fugl virðist hafa verið skammlíf sveit starfrækt á Akureyri vorið 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Siggi [?] gítarleikari og Gummi [?] trommuleikari. Upplýsingar óskast um þau föðurnöfn sem vantar.

FullTime 4WD (1994)

Hljómsveitin FullTime 4WD kom úr Kópavoginum og var meðal sveita sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994. Sveitin komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja keppninnar á eftir sigurvegurunum í Maus og Wool sem varð í öðru sæti. Meðlimir FullTime 4WD voru Hlynur Aðils Vilmarsson trommuleikari, Halldór Geirsson hljómborðsleikari,…

Fullveldiskórinn (1978)

Sönghópur eða kór sem gekk undir nafninu Fullveldiskórinn söng nokkur lög á hátíðarhöldum í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember 1978. Engar upplýsingar er að finna um þennan kór, hversu stór hann var eða hver stjórnaði honum en líklegt er að hann hafi verið settur saman eingöngu fyrir þessa einu uppákomu.

Fræbbblarnir (1978-83 / 1996-)

Hljómsveitin Fræbbblarnir er klárlega skýrasta andlit pönktímabilsins á Íslandi sem má segja að hafi staðið yfir um tveggja og hálfs árs skeið en pönkið sem að mestu var sótt til Bretlands hafði þá þegar liðið undir lok þar í landi þannig að Íslendingar fóru að mestu á mis við hið eiginlega breska pönk. Fræbbblarnir höfðu…

Fræbbblarnir – Efni á plötum

Fræbbblarnir – False death [ep] Útgefandi: Limited edition records Útgáfunúmer: Take3 Ár: 1979 1. False death 2. True death 3. Summer (k)nights Flytjendur: Valgarður Guðjónsson – söngur Stefán Guðjónsson – trommur Þorsteinn Hallgrímsson – bassi og raddir Dagný Ólafsdóttir Zoëga – söngur Ríkharður Friðriksson – gítar               Fræbbblarnir –…

Frostbite (1992-94)

Tónlistarmennirnir Hilmar Örn Hilmarsson og Einar Örn Benediktsson hafa stundum starfað saman og meðal annars undir nafinu Frostbite, á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Samstarf þeirra undir því nafni mun hafa hafist árið 1992 þegar þeir fóru í hljóðver og tóku upp átta lög sem þeir skilgreindu sjálfir sem eins konar danstónlist, breska söngkona…

Frostbite – Efni á plötum

Frostbite – The second coming Útgefandi: One little indian Útgáfunúmer: TPLP666 CD / TPLP666 / COCY 75800 Ár: 1993 1. Sorrow 2. Loose my mind 3. Frostbite 4. Bar tender 5. Depressed 6. Sand 7. Only the light 8. Goldfish Flytjendur: Einar Örn Benediktsson – söngur, trompet og gítar Hilmar Örn Hilmarsson – annar hljóðfæraleikur…

Frostmark (um 1972-73)

Hljómsveitin Frostmark starfaði við Héraðsskólann á Laugarvatni snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1972 og 73. Meðlimir Frostmarks voru þeir Guðmundur Einarsson bassaleikari, Leifr Leifs Jónsson hljómborðsleikari (sonur Jóns Leifs tónskálds), Jens Kristján Guðmundsson söngvari, Viðar Júlí Ingólfsson trommuleikari og Ari [?] gítarleikari. Gunnar Herbertsson tók við af Ara gítarleikara og Jón…

Frostrósir [1] (um 1965)

Hljómsveitin Frostrósir starfaði um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar vestur á Skarðsströnd og telst að öllum líkindum vera fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar. Frostrósir voru stofnaðar sumarið 1964 og voru meðlimir sveitarinnar þrjár, þær Ingibjörg K. Kristinsdóttir harmonikkuleikari, Ólöf Guðmundsdóttir harmonikkuleikari og Camilla Friðborg Kristjánsdóttir píanóleikari – líklega sungu þær allar en þær voru allar komnar á…

Frumraun [2] (1992)

Hljómsveitin Frumraun starfaði í Sandgerði árið 1992, hún var skipuð meðlimum á unglingsaldri og lék þá um haustið á tónleikum sem haldnir voru í tengslum við M-hátíð á Suðurnesjunum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan og starfstíma.

Frumskógaredda (1991)

Hljómsveitin Frumskógaredda starfaði um skamman tíma sumarið 1991 og lék þá m.a. á tónleikum í tengslum við óháðu listahátíðina Loftárás á Seyðisfjörð, sem haldin var í Reykjavík. Frumskógaredda hafði verið stofnuð um vorið 1991 upp úr Út úr blánum þegar mannabreytingar urðu í þeirri sveit en meðlimir voru þau Laurie Driver trommuleikari, Ósk Óskarsdóttir söngkona…

Frú Roosevelt segir frá (1993)

Heimildir eru afar takmarkaðar um hljómsveit á Akureyri, starfandi 1993, sem bar nafnið Frú Roosevelt segir frá en sveitin lék það sumar á tónleikum nyrðra. Glatkistan óskar því eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt efni tengt henni.

Frostrósir [2] (1978-80)

Ballhljómsveit sem bar nafnið Frostrósir starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega 1978 til 80. Sveitin er sérstök að því leyti að tónlist hennar þróaðist í allt aðra átt og varð síðar að nýbylgjusveit í drungalegri kantinum sem bar nafnið Þeyr. Frostrósir var stofnuð upp úr sveit sem bar nafnið Hattímas en í þeirri sveit voru þeir Sigurður…

Frumraun [1] (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Frumraun á Norðfirði sem starfaði í kringum 1990, allavega 1991 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma. Að öllum líkindum var Sigurður [Óli? Ólafsson?] meðal meðlima Frumraunar en sveitin er sögð hafa verið undanfari Ævintýris Hans og Grétars, sem keppti í Músíktilraunum vorið 1993. Meðlimir þeirrar sveitar voru…