Safari [tónlistartengdur staður / útgáfufyrirtæki] (1983-86)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Safari (einnig ritað Safarí / Zafari) var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um miðbik níunda áratugar síðustu aldar, hann var um tíma eini staðurinn sem bauð upp á lifandi tónlist en Hótel Borg hafði þá verið lagður niður sem vettvangur fyrir slíkar uppákomur. Safari sem var ætlaður gestum sextán ára og eldri opnaði…

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur (1972-2000)

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur (einnig nefndur Kór Trésmiðafélags Reykjavíkur) starfaði um árabil og var lengi vel eini kórinn sem kenna mætti við verkalýðsfélag, saga kórsins spannaði hátt í þrjá áratugi. Það munu hafa verið Jón Snorri Þorleifsson þáverandi formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og Hannes Helgason sem fyrst vörpuðu fram þeirri hugmynd að stofna kór innan félagsins og…

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur – Efni á plötum

Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur – Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur flytur íslensk alþýðulög Útgefandi: Trésmiðafélag Reykjavíkur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [án ártals] 1. Hún hét Abba-labba-lá 2. Töframynd 3. Sólskinsmorgun 4. Hver á sér fegra föðurland 5. Í skógi 6. Oft um ljúfar 7. Fífilbrekka 8. Land míns föður 9. Í birkilaut 10. Er haustið ýfir Flytjendur: Samkór…

Samkór Vestmannaeyja [2] (1963-80)

Tveir tengdir kórar hafa starfað í Vestmannaeyjum undir nafninu Samkór Vestmannaeyja, færa mætti rök fyrir því að um sama kór sé að ræða en hér miðast við að um tvo kóra sé að ræða enda liðu fimmtán ár frá því að hinn fyrri hætti og hinn síðari tók til starfa. Samkór Vestmannaeyja hinn fyrri var…

Samkór Vestmannaeyja [2] – Efni á plötum

Samkór Vestmannaeyja – Heima Útgefandi: Samkór Vestmanneyja Útgáfunúmer: S.V. 001 Ár: 1977 1. Heima 2. Nýr dagur 3. Úr söngleiknum “Hárið”; Ég sveima / Sem ótal augu 4. Rússneskt vögguljóð 5. Í verum 6. Ólag 7. Fantasía no. 2 op. 31 8. Neikvæða 9. Engillinn í Landakirkjugarði 10. Sumarmorgunn á Heimaey Flytjendur: Samkór Vestmannaeyja –…

Samkór Vestmannaeyja [3] (1994-2004)

Samkór Vestmannaeyja hinn síðari starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en hann fetaði í fótspor kórs sem hafði starfað fimmtán árum fyrr undir saman nafni í Vestmannaeyjum, sumir vilja meina að um sama kór sé að ræða en hér er miðað við að kórarnir séu tveir enda leið langur tími milli þess sem…

Samkór Vopnafjarðar [1] (1974-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Samkór Vopnafjarðar sem starfaði á áttunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hauks Ágústssonar. Fyrir liggur að kórinn starfaði sumarið 1974 þegar haldið var upp á 1100 ára landnámsafmæli Íslands um land allt en líklegt er að hann hafi þá verið starfandi í nokkurn tíma. Jafnframt liggja fyrir heimildir um að…

Samkór Vopnafjarðar [2] (1991-)

Samkór Vopnafjarðar starfaði allan tíunda áratug 20. aldarinnar með mikla blóma og eitthvað fram á þessa öld en heimildir um starfsemi kórsins síðustu tvo áratugina eru mjög af skornum skammti, hann er þó líklega enn starfandi þótt ekki sé söngurinn alveg samfelldur. Mjög er á reiki hvenær kórinn var stofnaður og er hann ýmist sagður…

Samkórinn Bjarmi (1946-80)

Samkórinn Bjarmi gladdi Seyðfirðinga og nærsveitunga með söng sínum frá því um miðja síðustu öld og fram til 1980, ekki starfaði kórinn þó alveg samfleytt. Samkórinn Bjarmi mun hafa verið stofnaður formlega árið 1946 en eins konar vísir að honum söng þó á hátíðarhöldum í tilefni af stofnun lýðveldisins tveimur árum fyrr, stjórnandi kórsins þá…

Samkórinn Björk (1983-2020)

Samkórinn Björk starfaði í um þrjá áratugi og var áberandi í sönglífi Austur-Húnvetninga á þeim tíma, kórinn sendi frá sér eina plötu. Það var hópur innan Tónlistarfélags Austur-Húnavatnssýslu sem hafði frumkvæði að því að Samkórinn Björk var stofnaður á Blönduósi haustið 1983 en nafn kórsins kemur frá húsi sem bar nafnið Björk, og hýsti tónlistarskólann…

Samkórinn Björk – Efni á plötum

Samkórinn Björk – Bjarkartónar: Ég óskaði forðum Útgefandi: Samkórinn Björk Útgáfunúmer: SB 001 Ár: 1998 1. Krummavísa 2. Lindin 3. Káti járnsmiðurinn 4. Ég óskaði forðum 5. Litla Stína 6. Pilturinn 7. Friður á jörðu 8. Ave Maria (úr Dansinum í Hruna) 9. Meybarn fætt í Betlehem 10. Sumarkveðja 11. Við bláan sand 12. Sofðu…

Sánkti blár (1991)

Unglingahljómsveitin Sánkti blár var meðal skemmtikrafta á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1991. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Scandall (2001-05)

Hljómsveit sem bar nafnið Scandall (Skandall) starfaði með hléum á árunum 2001 til 2005, og skartaði hún meðlimum úr þekktum sveitaballahljómsveitum sem þá voru í fríi, sveitin spilaði mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu en lék þó eitthvað lítillega á landsbyggðinni. Scandall var stofnuð í upphafi árs 2001 eða í lok ársins á undan og voru meðlimir hennar…

Seinna (1996)

Hljómsveit sem virðist hafa verið eins konar pöbbaband var starfandi í skamman tíma snemma vors 1996, undir nafninu Seinna. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og er því óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 3. júní 2021

Eitt afmælisbarn úr íslenskri tónlistarsögu er á skrá Glatkistunnar í dag: Dr. Franz Mixa (1902-94) hefði átt afmæli á þessum degi. Dr. Mixa sem kom frá Austurríki var einn þeirra fjölmörgu erlendra tónlistarmanna sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar og höfðu mikil áhrif hér. Hann kom hingað upphaflega til að stjórna hljómsveitum…

Salbjörg Sveinsdóttir (1953-)

Salbjörg Sveinsdóttir (Salbjörg Hotz) er píanóleikari og tónskáld sem hefur um árabil búið og starfað erlendis en tvær plötur með tónlist hennar hafa komið út. Salbjörg fæddist í Hnífsdal sumarið 1953 og sleit þar barnsskónum. Hún nam píanóleik hjá Ragnari H. Ragnar við Tónlistarskólann á Ísafirði og síðan hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík…

Salbjörg Sveinsdóttir – Efni á plötum

Salbjörg Sveinsdóttir – Sýn af eldi / Vision of fire: Signý Sæmundsdóttir sópran, Bergþór Pálsson bariton, Salbjörg Hotz píanó Útgefandi: Fermata Útgáfunúmer: FM 019 Ár: 2002 1. Birtan tæra / The pristine light 2. Fanginn á fjallinu opna / The prisoner on the mountain 3. Brúðkaupið á torginu / The wedding in the marketplace 4.…

Sambandsmafían (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, undir nafninu Sambandsmafían. Þessi sveit lék á skóladansleikjum innan skólans um veturinn og einnig í árlegri söngkeppni hans, Bifróvision um vorið 1986. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu Sambandsmafíuna en upplýsingar þess eðlis má gjarnan senda Glatkistunni.

Samkór Rangæinga [2] (1996-2015)

Samkór Rangæinga (hinn síðari) starfaði í Rangárþingi í um tvo áratugi undir lok tuttugustu aldar og fram á þá tuttugustu og fyrstu, hann varð til upp úr Samkór Oddakirkju. Haustið 1995 hafði Samkór Oddakirkju verið stofnaður upp úr Kirkjukór Oddakirkju, hann var skipaður söngfólki víða úr Rangárvallasýslu sem hafði bæst í hóp kirkjukórsins en stjórnandi…

Samkór Rangæinga [2] – Efni á plötum

Samkór Rangæinga – Inni í faðmi fjalla þinna Útgefandi: Samkór Rangæinga Útgáfunúmer: SK 001 Ár: 1996 1. Héraðssöngur Rangæinga 2. Kom þú nú 3. Hver á sér fegra föðurland 4. Land míns föðurs 5. Yfir voru ættarlandi 6. Smávinir fagrir 7. Tunga mín 8. Englar hæstir 9. Heyr himna smiður 10. Til þín Drottinn hnatta…

Samkór Sauðárkróks [1] (1966-71)

Tveir blandaðir kórar störfuðu á Sauðarkróki með skömmu millibili á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Samkór Sauðárkróks, þó alls ótengdir hvorir öðrum. Það var Jón Björnsson organisti og tónskáld frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði sem stofnaði Samkór Sauðárkróks hinn fyrri haustið 1966 og starfaði sá kór undir stjórn hans í fimm ár eða…

Samhjálp [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1973-)

Félagsskapurinn Samhjálp er ekki beinlínis tónlistartengt fyrirbæri en hefur þó komið að ýmsum tónlistartengdum verkefnum í formi tónlistarflutnings á samkomum þess og útgáfu á tónlist í gegnum árin. Samhjálp var formlega stofnuð árið 1973 og var upphaflega meðferðarúrræði fyrir óreglufólk sem Fíladelfíusöfnuður Hvítasunnukirkjunnar setti á fót að sænskri fyrirmynd en Georg Viðar Björnsson hafði tveimur…

Samkór Hvanneyrar (1977-89)

Samkór Hvanneyrar starfaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en ekki liggur þó fyrir hvort það var alveg samfleytt, víst er þó að kórinn starfaði á árunum 1977 til 79 og 1988 til 89. Kórinn sem var skipaður meðlimum úr Kirkjukór Hvanneyrar og nemendum úr Bændaskólanum á Hvanneyri var undir stjórn Ólafs Guðmundssonar organista…

Samkór Breiðdælinga (1986-87)

Kór sem hlaut nafnið Samkór Breiðdælinga starfaði um skamma hríð á Breiðdalsvík sumarið 1986 og virðist hafa verið endurvakinn árið eftir. Það voru þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson sem stofnuðu Samkór Breiðdælinga en þau voru sumarið 1986 með nokkurra vikna söngnámskeið á Breiðdalsvík sem um tuttugu manns sóttu, blandaður kór var stofnaður samhliða…

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga (1988-94)

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga var settur á laggirnar haustið 1988 og hafði eins og nafn hans gefur til kynna, að geyma söngfólk frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, einhverjir Fáskrúðsfirðingar voru einnig í honum. Þetta var þrjátíu og fimm mann kór sem söng líklega upphaflega undir stjórn Ferenc Utazzy en Peter Mate tók við söngstjórninni af honum,…

Samkór Sauðárkróks [2] (1975-80)

Samkór Sauðárkróks (hinn síðari) starfaði um fimm ára skeið í Skagafirði á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í nóvember 1975 og kom fyrst fram vorið eftir (1976) á Sæluviku Sauðárkróks og hann átti eftir að syngja á þeirri árlegu menningarhátíð allar götur síðan meðan hann starfaði. Kórinn fór reyndar víða í…

Samkór Vestmannaeyja [1] (um 1950)

Óskað er eftir upplýsingum um blandaðan kór í Vestmannaeyjum sem gæti hafa gengið undir nafninu Samkór Vestmannaeyja og söng undir stjórn Ragnars G. Jónssonar organista í Vestmannaeyjum. Kór þessi var starfandi árið 1950 og hugsanlega eitthvað fram á sjötta áratuginn en einnig gæti verið einhver ruglingur við Kirkjukór Vestmannaeyja sem Ragnar stjórnaði á þessum tíma…

Afmælisbörn 2. júní 2021

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrra afmælisbarn dagsins, hann er sjötíu og eins árs gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan…

Afmælisbörn 1. júní 2021

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…

Afmælisbörn 30. maí 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og sjö ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Saktmóðigur (1991-)

Hljómsveitin Saktmóðigur telst til pönkssveita og sé eingöngu tekið mið af þeim sveitum sem starfað hafa samfleytt er hún líklega langlífust allra slíka hérlendis. Á starfstíma sínum hefur Saktmóðigur sent frá sér fjölda platna og fátt bendir til þess að sveitin hætti störfum í bráð. Það mætti e.t.v. segja að tilviljun hafi ráðið því að…

Safír [1] (1969)

Hljómsveit starfaði í Mývatnssveit sumarið 1969 undir nafninu Safír, ekki liggur þó fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðal meðlima Safír var Friðrik Friðiksson trommuleikari sem síðar starfaði með sveit á Dalvík undir sama nafni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar og er óskað eftir þeim hér með.

Sabotage (1989)

Árið 1989 var hljómsveit stofnuð á Norðfirði af nokkrum ungum tónlistarmönnum þar í bæ, og hlaut hún nafnið Sabotage. Að öllum líkindum var þarna um rokk í þyngri kantinum að ræða. Sabotage starfaði ekki lengi undir þessu nafni, líklega í aðeins fáa mánuði en þá var nafni hennar breytt í Langi Keli og stubbarnir. Meðlimir…

Safír [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Safír, þ.e. hvenær hún starfaði, hversu lengi og hvar, en meðlimir hennar munu hafa verið Helgi Sigurðsson trommuleikari, Jón Þorsteinsson bassaleikari, Stefán Petersen hljómborðsleikari og Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona.

Saga Class [1] (1987-98)

Hljómsveit sem bar heitið Saga Class var húshljómsveit á skemmtistaðnum Evrópu veturinn 1987-88. Meðlimir þessarar sveitar vour allir í þekktari kantinum en þau voru söngvararnir Eiríkur Hauksson og Ellen Kristjánsdóttir, Friðrik Karlsson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari.

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Salt (2000)

Haustið 2000 keppti hljómsveit sem bar nafnið Salt í Tónlistarkeppni NFFA (nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) en sú keppni var árviss viðburður í félagslífi skólans lengi vel. Salt var að líkindum skammlíf hljómsveit og ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að Michael Nicolai Lucas Tosik fiðluleikari var einn þeirra, upplýsingar óskast um…

Samband íslenskra harmonikuunnenda [félagsskapur] (1981-)

Samband íslenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) er það sem kalla mætti landssamtök áhugafólks um harmonikkuleik en innan þeirra vébanda eru líklega á annað þúsund manns í um tuttugu aðildarfélögum. Það voru sex harmonikkufélög sem stóðu að stofnun Sambands íslenskra harmonikuunnenda á Akureyri vorið 1981 en félagsskapurinn var stofnaður til að stuðla að og efla harmonikkuleik á Íslandi.…

Samband íslenskra karlakóra [félagsskapur] (1928-)

Samband íslenskra karlakóra (SÍK / S.Í.K.) hefur starfað síðan 1928 og verið eins konar regnhlífarsamtök karlakórastarfs hér landi síðan, haldið utan um landsmót eða söngmót sem stundum hafa verið haldin í tengslum við stærri hátíðir, haldið utan um blaðaútgáfu o.fl. Hugmyndin að stofnun slíkra samtaka hafði fyrst komið upp 1926 en þau voru ekki stofnuð…

Saktmóðigur – Efni á plötum

Saktmóðigur – Legill [snælda] Útgefandi: Logsýra Útgáfunúmer: LOG1 Ár: 1992 1. Hermenn Krists 2. Kölski 3. Togarinn 4. Sjúpangið 5. Jónas rís (Misnotkun af valdskorti) 6. Ari 7. Barbapabbi 8. K.K.K. Hreint vald 9. Pervertinn Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Saktmóðigur – Fegurðin, blómin & guðdómurinn [ep] Útgefandi: Logsýra Útgáfunúmer: LOG2 Ár: 1993 1. Ari…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)

Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…

Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] – Efni á plötum

Samband íslenskra lúðrasveita: Landið hljómar – ýmsir Útgefandi: Samband íslenskra lúðrasveita Útgáfunúmer: SÍL 001 Ár: 1989 1. Stórlúðrasveit S.Í.L. – Öxar við ána 2. Lúðrasveit Vestmannaeyja – Ég vildi geta sungið þér 3. Lúðrasveit Selfoss – Fótatak 4. Lúðrasveit Stykkishólms – Stykkishólmur 5. Lúðrasveitin Svanur – Maístjarnan 6. Hornaflokkur Kópavogs – Úr útsæ rísa Íslands…

Url (1998-2003)

Hljómsveitin Url hlaut nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, sendi frá sér lag á safnplötu sem naut vinsælda og virtist vera að fá athygli frá erlendum útsendurum plötuútgefenda. Ekkert varð þó úr því og fljótlega eftir að sveitin sendi frá sér sína fyrstu og einu plötu hætti hún störfum. Upphaf Urls má rekja til samstarfs…

Undir fölsku flaggi (2002)

Hljómsveitin Undir fölsku flaggi var starfandi árið 2002 og hugsanlega fram á 2003 en engar upplýsingar liggja fyrir um sveitina, hún gæti hugsanlega hafa verið starfrækti á Vesturlandi, í Borgarfirðinum eða þar í kring.

Ungir piltar [2] (1990)

Vorið 1990 var starfrækt hljómsveit í Borgarnesi sem bar nafnið Ungir piltar, ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðlimir Ungra pilta voru Halldór Hólm Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Andri Stefánsson bassaleikari, Ingvar Arndal Kristjánsson gítarleikari og Ómar Arndal Kristjánsson trommuleikari.

Ungmennafélagskórinn á Akranesi (um 1935)

Kór var starfandi innan Ungmennafélagsins á Akranesi undir stjórn Svöfu Þorleifsdóttur skólastjóra á sínum tíma. Ekki er að fullu ljóst hvenær þessi kór var starfandi en Svafa bjó og starfaði á Akranesi um tuttugu fimm ára skeið, á árunum 1919 til 1944 og því hefur kórinn verið starfandi á því tímabili. Eins gætu fleiri stjórnendur…

Unhuman casualties (1993)

Unhuman casualties var hljómsveit frá Akureyri sem var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993. Meðlimir sveitarinnar, sem reyndar var sögð í umsögn Morgunblaðsins leika fremur dauðapopp en -rokk, voru þeir Gunnbjörn Arnljótsson trommuleikari, Sigurður Pálmason bassaleikari, Hjörtur Halldórsson gítarleikari, Ari Fannar Vilbergsson gítarleikari og Árni Jökull Gunnarsson söngvari. Unhuman casualties komst ekki í úrslit…

Universal monsters (um 2002)

Skagasveitin Universal monsters starfaði í kringum síðustu aldamót, ekki er ljóst hvenær hún tók til starfa en hugsanlega var það fyrir 2000. Árið 2002 var sveitin meðal keppenda í árlegri tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en engar sögur fara af afrekum hennar þar aðrar en Axel Freyr Gíslason bassaleikari sveitarinnar var kjörinn sá besti…

Uno 31 (1989)

Unglingahljómsveitin Uno 31 starfaði á Flateyri undir lok níunda áratugar síðustu aldar, að öllum líkindum árið 1989. Meðal meðlima sveitarinnar var Önundur Hafsteinn Pálsson trommuleikari sem síðar rak hljóðverið Tankinn á Flateyri, ekki er ljóst hverjir aðrir skipuðu Uni 31 en hljómsveitir eins og Amadeus, Bleikir fílar o.fl. voru síðari tíma útgáfur af henni og…