Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Supermono (1997)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði árið 1997 undir nafninu Supermono. Hún var þó að öllum líkindum nátengt hljómsveitunum Blome og Lunch og að einhverju leyti skipuð sömu liðsmönnum. Það eina sem liggur fyrir um Supermono er að Ívar Páll Jónsson var gítarleikari sveitarinnar en óskað er eftir upplýsingum um aðra liðsmenn…

Súersæt [1] (um 1980)

Hljómsveit var starfrækt (líklega skólahljómsveit tónlistarfólks á grunnskólaaldri) á Norðfirði í kringum 1980, hugsanlega 1981 undir nafninu Súersæt (Suicide). Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, Jóhann Geir Árnason (síðar í Súellen) var trommuleikari hennar en engar aðrar heimildir er að finna um hana.

Súersæt [2] (1990)

Hljómsveit starfaði í skamman tíma á Akureyri árið 1990 (frekar en 1991) undir nafninu Súersæt (Suicide). Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Helga Kvam var einn meðlima hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Sumargleðin – Efni á plötum

Sumargleðin – Sumargleðin syngur Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 019 Ár: 1981 1. Á ferðalagi 2. Ég fer í fríið 3. Prins póló 4. Því vildirðu ekki koma 5. Ó manstu je je je 6. Ljúfa langa sumar 7. Eitt lítið auganblik 8. Símtalið 9. Bús-áhöldin 10. Hvar ertu 11. Dolores 12. Sumargleðin syngur Flytjendur: Ragnar…

Sultarleikur (1993)

Sumarið 1993 var skammlíf hljómsveit starfandii á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sultarleikur en hún var einhvers konar afkvæmi sveitar sem þá hafði áður verið starfandi undir nafninu Sultur. Sultarleikur kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega og var skipuð þeim Ágústi Karlssyni gítarleikara, Alfreð Alfreðssyni trommuleikara og Harry Óskarssyni bassaleikara en þeir höfðu allir verið í…

Spíss (1982)

Hljómsveitin Spíss var pönksveit ungra tónlistarmanna á Norðfirði, stofnuð og starfandi árið 1982 í kjölfar sýningar kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Meðlimir sveitarinnar voru líklega á aldrinum tólf til þrettán ára gamlir og meðal þeirra var Steinar Gunnarsson sem síðar lék á bassa með hljómsveitinni Súellen. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi Spíss.

Súkkulaði mono band (1974)

Upplýsingar óskast um hljómsveit unglinga í Garðabær, starfandi árið 1974 eða 75 undir nafninu Súkkulaði mono band. Fyrir liggur að Pétur Jónasson gítarleikari var í þessari sveit en upplýsingar óskast um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem fylgir slíkri umfjöllun.

Súpermódel (2000)

Hljómsveitin Súpermódel keppti í Músíktilraunum vorið 2000 en komst ekki í úrslit enda þurftu þeir að kljást við sveitir eins og 110 Rottweiler hunda (XXX Rottweiler), Snafu og Búdrýgindi á undankvöldinu, tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar Scooter-popp. Meðlimir sveitarinnar voru Árni Jóhannesson tölvu-, hljómborðs- og bassaheilaleikari, Jónas Snæbjörnsson tölvu-, hljómborðs- og trommuheilaleikari og…

Súrheyssystur (1996)

Tríó söngkvenna sem kallaði sig Súrheyssystur skemmti heimamönnum á Þórshöfn á Langanesi í nokkur skipti árið 1996, og kom þá m.a. á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli þorpsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um nöfn þeirra Súrheyssystra en þær sungu að líkindum m.a. stríðsáratónlist í anda Borgardætra og mun nafnið vera…

Súrheysturninn sem hrundi (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Súrheysturninn sem hrundi en hún gæti hafa verið starfandi um miðjan áttunda áratuginn jafnvel fyrr. Ísólfur Gylfi Pálmason og Gústaf Þór Stolzenwald munu hafa verið meðal meðlima þessarar sveitar en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir frekari upplýsingum þess efnis.

Supah syndical (1998-99)

Supah syndical var ein af fyrstu rappsveitum Íslands en hún starfaði undir lok síðustu aldar, á þeim tíma var að myndast stór kreðsa innan rapptónlistarinnar hér á landi og þegar leiðir skildu skiluðu meðlimir sveitarinnar sér í flestar af þekktustu rappsveitunum í senunni og áttu eftir að mynda hryggjarstykki fyrsta gullaldarskeiðs rappsins. Supah syndical mun…

Sultur (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults voru þeir Alfreð Alfreðsson trommuleikari Jóhann Vilhjálmsson söngvari, Ágúst Karlsson…

Sultur – Efni á plötum

Sultur – Púlsinn, september 1992 [snælda] Útgefandi: Sultur Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1992 1. Skrítin lík 2. Fall 3. Herbergið 4. Jarðarberið 5. Hiti 6. Sandur 7. Endimörk 8. Hanaat Flytjendur: Jóhann Vilhjálmsson – söngur Alfreð Alfreðsson – trommur Ágúst Karlsson – gítar Harry Óskarsson – bassi

Sunnan sex [1] (2001)

Árið 2001 var starfrækt djasssveit, sextett sem gekk undir nafninu Sunnan sex (Sunnan 6). Sveitin kom að minnsta kosti tvívegis fram opinberlega en var að nokkru leyti skipuð mismunandi einstaklingum. Þegar hún lék í Vestmannaeyjum um vorið 2001 skipuðu sveitina þau Guðmundur R. Einarsson trommu-, básúnu- og flautuleikari, Árni Ísleifsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson söngvari og…

Sunnan sjö og Guðlaug (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði einhverju sinni á Höfn í Hornafirði – ekki liggur fyrir hvenær, undir heitinu Sunnan sjö og Guðlaug. Guðlaug sem vísað er til gæti hafa verið Guðlaug Hestnes, og eru allar líkur á að hún hafi verið söngkona sveitarinnar en óskað er eftir öllum frekari upplýsingum um þessa hana.

Sunnan þrír (1993-94)

Hljómsveit sem bar nafnið Sunnan þrír og var væntanlega tríó lék reglulega á mexíkóskum veitingastað á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993 og svo einnig að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng eftir áramótin 1993-94. Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.fl.) var einn meðlima Sunnan þriggja, lék væntanlega á trommur en ekki er vitað hverjir aðrir léku…

Sunshine (1974)

Hljómsveit sem ýmist var kölluð Sunshine eða Sólskin starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1974, og lék þá töluvert á dansleikjum. Sveitin náði á sínum stutta starfstíma að senda frá sér tvö lög á safnplötu. Sunshine/Sólskin var stofnuð vorið 1974 og voru meðlimir hennar Herbert Guðmundsson söngvari, Ólafur Kolbeins Júlíusson trommuleikari, Hannes Jón Hannesson gítarleikari,…

Super oldies (1993-94)

Dúettinn Super oldies var starfræktur 1993 til 94 að minnsta kosti og voru meðlimir sveitarinnar þeir Guðmundur Egill Guðmundsson og Daníel Þorsteinsson (Maus). Sveitin kom fram í nokkur skipti opinberlega en að öðru leyti er litlar upplýsingar að finna um hana.

Sunnan sjö og Muni (1997)

Innan Rökkurkórsins var starfræktur sönghópur sem kallaðist Sunnan sjö og Muni, og kom þessi hópur fram ásamt kórnum á tónleikum hans árið 1997. Hópurinn gæti þó hafa starfað mun lengur. Reikna má með að þessi sönghópur hafi innihaldið sjö söngvara auk Muna en frekari upplýsingar óskast.

Sunnan tveir (1995-97)

Pöbbadúettinn Sunnan tveir var nokkuð áberandi síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, lék allmikið á krám og veitingahúsum víða um land en mest þó að því er virðist vera í Keflavík og því má ætla að dúettinn hafi gert út þaðan. Meðlimir Sunnan tveggja voru þeir Mummi [?] og Vignir [?] en frekari upplýsingar er…

Súper 7 (1996-97)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Súper 7 (Super 7) starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1996-97 og lék í nokkur skipti á Gauki á Stöng, jafnvel víðar. Sveitin var sprottin upp úr fönksveitinni Sælgætisgerðinni en þaðan komu þrír meðlimir hennar, enda mun hún hafa verið skilgreind sem diskó-, funk-, acid- og rappsveit og þess vegna brugðið fyrir…

Subterranean (1996-99)

Rapp hip hop sveitin Subterranean var merkileg sveit og var ásamt Quarashi frumkvöðlasveit í íslenska rappvorinu rétt fyrir síðustu aldamót, og ruddi brautina fyrir sveitir eins og XXX Rottweiler og fleiri sem fetuðu í spor hennar. Sveitirnar tvær voru þá afar ólíkar, á meðan Quarashi sótti meira í rokkhliðar rappsins var Subterranean meira undir áhrifum…

Subterranean – Efni á plötum

Subterranean – Central Magnetizm Útgefandi: INNN útgáfan Útgáfunúmer: FYM 001 / FYM LP001 Ár: 1997 1. Intro 2. Mortal kombat 3. Ignition 4. My style is phreaky 5. Central magnetizm 6. It’s tha subta 7. Puff thing 8. Stars 96 9. Plastic bags 10. To the fullest 11. Smoketowns finest 12. Light it up Flytjendur:…

Stöff (1969)

Á Sauðárkróki starfandi árið 1969 um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Stöff (Stuff) en hún var að öllum líkindum stofnuð upp úr annarri sveit sem bar nafnið Afturgangan. Meðlimir Stöff voru þeir Hörður G. Ólafsson bassaleikari, Valgeir Kárason gítarleikari og söngvari, Sveinn Ingason gítarleikari, Guðni Friðriksson orgelleikari og Jóhann Friðriksson trommuleikari. Sveitin virðist ekki…

Subhumans (2000)

Hljómsveitin Subhumans starfaði á Akranesi árið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin var nokkuð áberandi haustið 2000, var þá m.a. meðal keppenda í tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands og spilaði einnig meira opinberlega um það leyti. Þeir Hallur Heiðar Jónsson hljómborðsleikari og Bjarki Þór Jónsson trommuleikari var líkast til meðlimir Subhumans en upplýsingar…

Substandard suffix (1997)

Hljómsveit sem bar heitið Substandard suffix mun hafa starfað undir lok síðustu aldar og verið undanfari hljómsveitarinnar Sofandi sem stofnuð var sumarið 1997. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um Substandard suffix, fyrir liggur að Agnar Diego var einn meðlimur hennar en ekki er vitað hverjir þeirra sem stofnuðu Sofandi (Markús Bjarnason söngvari og bassaleikari, Kristján Freyr…

Sullaveiki bandormurinn (um 1995-99)

Hljómsveitin Sullaveiki bandormurinn var menntaskólasveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta tíunda áratugarins, sveitin hætti störfum árið 1999 en gæti hafa verið starfandi allt frá árinu 1994 miðað við aldur meðlima hennar. Meðlimir Sullaveikis bandormsins voru þeir Ólafur Örn Josephsson gítarleikari, Samuel Ásgeir White gítarleikari [?] og Sturla Már Finnbogason bassaleikari [?], svo virðist…

Sumartónleikar á Norðurlandi [tónlistarviðburður] (1987-98)

Tónleikaröðin Sumartónleikar á Norðurlandi var haldin um tólf ára skeið í kirkjum um norðanvert landið og reyndar má segja að hátíðin lifi enn góðu lífi þótt hún sé nú eingöngu bundin við Akureyri undir nafninu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Upphaf Sumartónleika á Norðurlandi má rekja til ársins 1987 þegar þau Björn Steinar Sólbergsson organisti á Akureyri…

Sundrung (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á einhverjum tímapunkti á Skagaströnd undir nafninu Sundrung, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á áttunda áratug síðustu aldar. Að öllum líkindum var Hallbjörn Hjartarson í þessari hljómsveit en engar aðrar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því hér með…

Suicidal diarrhea (1992-93)

Hljómsveitin Suicidal diarrhea starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og lék eins og nærri má geta dauðarokk en sjálfir skilgreindu þeir tónlistina sem nýbylgjupönk. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1992 þegar hún spilaði á listahátíð Fellahellis og svo aftur að ári, en þá um vorið (1993) var sveitin jafnframt meðal þátttökusveita…

Stórbruni (1997)

Hljómsveitin Stórbruni var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1997 en vakti ekki mikla athygli, komst m.ö.o. ekki í úrslit keppninnar. Stórbruni hlýtur þó að teljast athyglisverð fyrir þær sakir að innan sveitarinnar var söngvari og gítarleikari Jóhannes Haukur Jóhannesson sem síðar var mun þekktari sem leikari, aðrir meðlimir hennar voru þeir Hannes Berg Þórarinsson…

Sunnan fjórir (1978)

Sunnan fjórir var hljómsveit sem starfaði í Víghúsaskóla í Kópavogi árið 1978 og tók þá m.a. þátt í hæfileikakeppni í bænum. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðlimir hennar munu hafa verið Björn Ágúst [?], Ólafur [?], Böðvar [?], Bjarki [?] og Þorgrímur. Líklegt hlýtur þó að teljast að sveitin hafi innihaldið…

Afmælisbörn 6. janúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir trompetleikari, leik- og söngkona er fimmtug í dag en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið á…

Stæner (1998-99)

Hljómsveitin Stæner (einnig ritað Steiner) úr Hafnarfirði sigraði Músíktilraunir vorið 1998 en ólíkt flestum sigurvegurum keppninnar á þeim árum rættist lítið úr sveitinni og hún dó drottni sínu um ári síðar. Stæner var stofnuð í Hafnarfirði fáeinum vikum áðu en hún keppti í Músíktilraunum en þar komst sveitin í úrslit á atkvæðum dómnefndar. Í úrslitum…

Stútungar (1991-92)

Hljómsveitin Stútungar spilaði um nokkurra mánaða skeið á ballmarkaðnum veturinn 1991 til 92 en sveitin sem var sextett var skipuð þungavigtarmönnum úr poppinu, úr hljómsveitunum Rikshaw og Sniglabandinu. Meðlimir Stútunga voru þeir Richard Scobie söngvari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari og Sigurður Kristinsson gítarleikari, flestir sungu þeir líklega…

Stælar [1] (1969-70)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt á Húsavík undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega veturinn 1969-70 og hugsanlega lengur. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en söngvari hennar var Hólmgeir Hákonarson sem var þá rétt innan við tvítugt, gera má ráð fyrir að aðrir meðlimir Stæla hafi verið á svipuðum aldri.…

Stynni og stígvélin (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stynni og stígvélin var meðal keppnissveita í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem félag nemenda við Menntaskólann á Akureyri hefur staðið fyrir í áratugi og er fastur liður í félagsstarfi skólans. Stynni og stígvélin kepptu tvívegis í Viðarstauk, fyrst árið 1992 og svo aftur ári síðan en sveitin hafnaði þá í þriðja sæti keppninnar.…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Styttri (1987-88)

Djasskvartettinn Styttri var settur saman haustið 1987 af ungum djasstónlistarmönnum og einum reynslubolta, og spilaði á nokkrum uppákomum næsta árið einkum tengdum djassklúbbnum Heita pottinum í Duus húsi en kvartettinn fór einnig norður og spilaði á Húsavík. Nafn sveitarinnar, Styttri, var skírskotun í bandaríska saxófónleikarann Wayne Shorter. Það voru ungliðarnir Hilmar Jensson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson…

Stælar [2] (1986-87)

Árin 1986 og 87 starfaði á höfuðborgarsvæðinu um skeið hljómsveit undir nafninu Stælar en hún lék einkum á dansleikjum í Glæsibæ og þess konar skemmtistöðum, ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hún lék t.a.m. úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi…

Stælar [3] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt að Laugum í Reykjadal af ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að feta frægðarbrautina í tónlistinni, þar voru á ferð bræðurnir Vilhelm Anton (Villi naglbítur) og Kári Jónssynir og Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) sem síðar gerðu garðinn frægan í hljómsveitum eins og 200.000 naglbítum og Skálmöld, en ein heimild…

Stælar [4] (1993-96)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Stælar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til 96 að minnsta kosti. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar en hún lék árlega á fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta í Árbænum og eitthvað á almennum dansleikjum. Síðuhaldara grunar að hér sé jafnvel um…

Stæltir strumpar (1993)

Stæltir strumpar var hljómsveit sem starfaði innan Grunnskólans á Hvolsvelli árið 1993 en sveitin lék á skemmtun í skólanum þá um vorið. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í slíkri umfjöllun.

Afmælisbörn 30. desember 2022

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2022

Það er við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2022 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Aðalsteinn Ísfjörð (1947-2022) – harmonikkuleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir (1958-2022) – píanóleikari Ásgeir Jónsson (1962-2022) – söngvari (Baraflokkurinn o.fl.)…

Afmælisbörn 29. desember 2022

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og átta ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Stúlknakór Melaskóla (1960-75)

Söng- og kórastarf hefur yfirleitt verið í miklum blóma í Melaskóla og lengi vel var nafn Magnúsar Péturssonar söngkennara og tónlistarmanns samofið söngstarfi þar. Elstu heimildir um stúlknakór innan Melaskóla eru frá árinu 1960 en á því ári kom út tíu laga smáskífa á vegum Tage Ammendrup hjá Íslenzkum tónum sem notuð var við danskennslu…

Stúlknakór Melaskóla – Efni á plötum

Barnakór og Hljómsveit Magnúsar Péturssonar – Boðið upp í dans: 1 Barnadansar Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 73 Ár: 1960 1. Litlu andarungarnir 2. Í skóginum 3. Dýravísur 4. Sisken 5. Klappi klapp 6. La troika 7. Mallebrook 8. Heilsast og kveðjast 9. Reinlanderpolki 10. Hoppla 11. Dátadans Flytjendur: Stúlknakór úr Melaskóla – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar Tríó…