Geiri Sæm (1964-2019)

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson eða Geiri Sæm var fjölhæfur í sköpun tónlistar sinnar en hann starfaði með nokkrum hljómsveitum og átti einnig farsælan sólóferil þar sem hann sendi frá sér nokkrar plötur og vinsæl lög, tilraunir hans við að koma tónlist sinni á framfæri erlendis gengu ekki upp þrátt fyrir nokkra vinnu. Geiri Sæm (Ásgeir Magnús…

Geiri Sæm – Efni á plötum

Geiri Sæm – Fíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 034 / SMC 034 Ár: 1987 1. Hasarinn 2. Á þig 3. Tvær stjörnur 4. Kastalinn 5. Rauður bíll 6. Fíllinn 7. Friðland 8. Skjólið Flytjendur: Ásgeir Sæmundsson (Geiri Sæm) – söngur, forritun, píanó og hljómborð Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítar Kristján Edelstein – gítar Skúli Sverrisson…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Geirfuglarnir – Efni á plötum

Geirfuglarnir – Drit Útgefandi: SPAÐI Útgáfunúmer: SPAÐI CD 2 Ár: 1998 1. Vorljóð 2. Til í stuðið 3. Kveðjuvals 4. Eins og vera ber 5. Eyðiland 6. Alpapolki 7. Í túni sátum saman 8. Quandra 9. Lyfta Schindlers 10. Rauðhærður hnokki 11. Tígulás 12. Vammleysi 13. Komdu heim 14. Beðið eftir Kela 15. Hafmeyjan Flytjendur:…

Geimharður og Helena (1991-95)

Geimharður og Helena var dúett (fremur en hljómsveit) sem starfaði á Húsavík á árunum 1991-95 að minnsta kosti. Borgar Þór Heimisson mun hafa verið söngvari en hljóðfæraskipan sveitarinnar var harmonikka og trommuheili auk e.t.v. fleiri hljóðfæra. Allar frekari upplýsingar óskast um Geimharð og Helenu.

Geimverur í lautarferð (um 1995)

Hljómsveit starfaði á Kirkjubæjarklaustri, líkast til um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir nafninu Geimverur í lautarferð, og var hún skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Geimveranna voru þeir Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, Magnús Árnason [?], Valdimar Gunnarsson [?] og Fjalar Hauksson trommuleikari, hér er giskað á að Vignir hafi sungið í sveitinni. Óskað er eftir frekari…

Geirharður Valtýsson (1929-2010)

Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt) setti mikinn svip á tónlistarlíf Siglfirðinga á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og segja má að hann hafi fær þeim heimsmenninguna beint í æð með starfi sínu nyrðra. Geirharður (Gerhard Walter Schmidt) fæddist í bænum Ronneburg í austanverðu Þýskalandi árið 1929 og nam þar tónlistarfræði sín en hann hafði verið…

Geirsbúðingarnir (1988)

Hljómsveitin Geirsbúðingarnir starfaði sumarið 1988 og kom þá fram á tónleikum. Meðal meðlima sveitarinnar var trommuleikarinn Sigurjón Kjartansson (Ham, Tvíhöfði, Olympia o.fl.) en upplýsingar vantar um aðra og er því hér með óskað eftir þeim.

Gengið ilsig (1984)

Hljómsveitin Gengið ilsig starfaði í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1983-84 og verður varla minnst nema þá helst fyrir að sveitin skartaði söngkonunni Sigrúnu Evu Ármannsdóttur en þetta var hennar fyrsta hljómsveit. Sveitin keppti vorið 1984 í hljómsveitakeppni MA sem bar heitið Viðarstaukur og hafnaði hún þar í öðru sæti. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra…

Genocide (2003-04)

Hljómsveitin Genocide starfaði á höfuðborgarsvæðinu 2003 og 04 að minnsta kosti og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003, þá voru meðlimir sveitarinnar Andri Þorsteinsson gítarleikari og söngvari, Helgi Hrafn Hróðmarsson trommuleikari og Nökkvi Jarl Bjarnason bassaleikari og söngvari. Sveitin sem spilaði þungt rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna. Genocide var enn starfandi í árslok…

Geislar [3] (1965)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi í nokkra mánuði á Sauðárkróki sumarið 1965 og skartaði hún meðal annarra Geirmundi Valtýssyni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Geisla en upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda til Glatkistunnar.

Geisli [útgáfufyrirtæki] (1989-90)

Útgáfufyrirtækið Geisli starfaði um skamman tíma undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Fyirtækið var í eigu Ásmundar Jónssonar sem hafði verið einn af stofnendum Grammsins sem var eins konar fyrirrennari Geisla, þegar Grammið leið undir lok tók Geisli yfir katalók fyrirtækisins vorið 1989 en gaf þó eingöngu út tvær plötur með Bubba Morthens, annars vegar…

GCD (1991-95)

Súpergrúppan GCD var afrakstur Rúnars Júlíussonar og Bubba Morthens sem settu þessa sveit á stofn í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar en hún sendi frá sér þrjár breiðskífur fullar af stórsmellum sem margir eru löngu orðnir klassískir í íslenskri tónlistarsögu. GCD átti sér nokkra forsögu eða aðdraganda, árið 1990 hafði Bubba Morthens fundist Rúnar Júlíusson…

GCD – Efni á plötum

Bubbi og Rúnar – GCD Útgefandi: Steinar / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: 13127911/12/14 / IT 354 Ár: 1991 / 2009 1. Mýrdalssandur 2. Kaupmaðurinn á horninu 3. Milli svefns og vöku 4. Dansinn lifir stritið 5. Þitt síðasta skjól 6. Hér er nóg 7. Hamingjan er krítarkort 8. Íslandsgálgi 9. Þófamjúk rándýr 10. Korter yfir tólf…

Geðveiki [2] (2003)

Árið 2003 starfaði í Breiðholtinu hljómsveit ungra tónlistarmanna undir nafninu Geðveiki. Sveitin gæti hafa verið starfandi fyrir 2003 en vorið 2004 hafði hún breytt um nafn, tekið upp nafnið Mors og tók þá þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru þá Jón Valur Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Bergur Thomas Anderson bassaleikari, Albert Finnbogason gítarleikari og Hlynur…

Gálan, götuleikarinn og guð (?)

Óskað er eftir upplýsingum um tríó í Keflavík sem starfaði undir nafninu Gálan, götuleikarinn og guð Fyrir liggur að Júlíus Freyr Guðmundsson er Gálan enda hefur hann gefið út plötur undir því nafni en upplýsingar vantar um hina tvo sem voru með honum í sveitinni.

Gálgafrestur (um 1973)

Hljómsveit sem bar nafnið Gálgafrestur starfaði á fyrri hluta áttunda áratugarins, líklega í kringum 1973 í Hafnarfirði. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og því mættu lesendur Glatkistunnar gjarnan miðla þeim til síðunnar ef þeir hefðu einhverjar.

Geð [2] (1988-2001)

Geð var samstarfsverkefni þeirra Orra Harðarsonar og Birgis Baldurssonar en heimildir um það verkefni eru af afar skornum skammti. Þeir Orri og Birgir munu hafa byrjað að vinna saman undir þessu nafni þegar þeir unnu við sólóplötu Önnu Halldórsdóttur sem kom út 1998. Tveimur árum síðar áttu þeir félagar lag sem kom út á plötu…

Geðshræring (1982)

Hljómsveitin Geðshræring starfaði haustið 1982, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit en hún spilaði m.a. á maraþontónleikum sem SATT stóð fyrir í Tónabæ. Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan hjálpa til við að fylla upp í þær eyður sem þarf.

Geðveikir (2003)

Hljómsveitin Geðveikir var fjögurra manna sveit starfandi árið 2003 en sveitin átti þá lag á safnplötunni Smellur, sem samnefnt tónlistartímarit gaf út. Meðlimir Geðveikra voru allir þrettán ára gamlir en allar upplýsingar um nöfn þeirra og hljóðfæraskipan vantar, því er óskað eftir þeim hér með.

Geðveiki [1] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um dúettinn Geðveiki en hann var meðal fjölmargra sem léku á maraþontónleikum SATT í Tónabæ haustið 1982. Um svipað leyti starfaði hljómsveit sem bar heitið Garg og geðveiki en líklega er ekki um að ræða sömu sveit.

Geimfararnir (1998-2018)

Ballsveitin Geimfararnir starfaði í tvo áratugi frá tímabilinu 1998 til 2018 en þá hætti hún formlega. Sveitin sem var starfrækt í Grindavík kom fyrst fram haustið 1998, hún spilaði mikið á dansleikjum á heimaslóðum í Grindavík en birtist einnig stöku sinnum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Gauki á Stöng og víðar. Meðlimir hennar voru Almar Þór…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Gautar – Efni á plötum

Karlakórinn Vísir – “Þótt þú langförull legðir”: 14 innlend og erlend lög Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 17 Ár: 1966 / 1974 1. Þótt þú langförull legðir 2. Lákakvæði 3. Kvölda tekur, sezt er sól 4. Dýravísur 5. Siglingavísur 6. Um vorkvöld bjart 7. Það laugast svölum 8. Stormur lægist 9. Hæ, gott kvöld 10. Ciribiribin 11. Troika 12.…

Gaukur á Stöng [tónlistartengdur staður] (1983-)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Gaukur á Stöng við Tryggvagötu 22 (oftast nefndur Gaukurinn manna í millum) er einn langlífasti staður sinnar tegundar hérlendis og var fyrsta kráin sem hér var opnuð. Saga Gauksins er samofin sögu bjórlíkisins svokallað og bjórsins en einnig var staðurinn um tíma eins konar félagsmiðstöð poppara og þar blómstraði lifandi tónlist um…

Gaukur á Stöng [tónlistarviðburður] (1983-87)

Útihátíðin Gaukur á Stöng (Gaukurinn) var haldin í nokkur skipti í Þjórsárdalnum um verslunarmannahelgar á níunda áratug síðustu aldar og voru margar af vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins meðal skemmtiatriða á henni, þeirra á meðal má nefna Bubba Morthens, Skriðjökla, Bjarna Tryggva, HLH-flokkinn, Kikk og Baraflokkinn en einnig má geta þess að hljómsveitin Lótus var…

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Fyrir liggur að Jón Gústafsson, Kristinn Þórisson og Þorsteinn Jónsson voru meðlimir Gaulverja en upplýsingar vantar um hina tvo þá er skipuðu sveitina sem og hljóðfæraskipan hennar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn…

Gaur [1] (1996-97)

Hljómsveitin Gaur kom úr Garðabænum og tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, 1996 og 97 með pönkskotið rokk. Meðlimir sveitarinnar sem var stofnuð snemma árs 1996 voru þeir Agnar Eldberg Kofoed Hansen gítarleikari og söngvari, Ragnar Freyr Magnússon bassaleikari og Frosti Jón Runólfsson trommuleikari. Gaur keppti sem fyrr segir í Músíktilraunum vorið 1996 og 97,…

Gautlandsbræður (1942-55)

Bræðurnir Guðmundur Óli (1928-77) og Þórhallur (1929-82) Þorlákssynir voru þekktir um norðanvert landið um miðja síðustu öld undir nafninu Gautlandsbræður en þeir léku þá á dansleikjum á harmonikkur sínar. Guðmundur Óli og Þórhallur voru kenndir við Gautland í Vestur-Fljótum þar sem þeir ólust upp en þeir höfðu reyndar fæðst á bænum Gautastöðum í Austur-Fljótum. Það…

The Gays (um 2005?)

Fátt liggur fyrir um hljómsveitina The Gays sem ku hafa starfað á Kirkjubæjarklaustri, að öllum líkindum í kringum 2005 sé miðað við aldur meðlima sveitarinnar. Meðlimir The Gays voru þeir Guðmundur Helgason, Leifur [?], Steinn Orri Erlendsson, Sigurður Magnús Árnason og Lárus [?] en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða starfstíma, því…

Gazogen (1996)

Punksveitin Gazogen starfaði vorið 1996 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin komst ekki í úrslit. Meðlimir Gazogens voru Hlynur Magnússon söngvari og gítarleikari, Baldur Björnsson gítarleikari, Halldór Valgeirsson gítarleikari, Sindri Traustason bassaleikari og Friðjón V. Gunnarsson trommuleikari. Sveitin varð að öllum líkindum skammlíf.

Gáfnaljósin (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Gáfnaljósin keppti í söngvakeppni Vísnavina 1987 en sveitin var skipuð nemendum úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Sveitinni var lítt ágengt í þessari keppni. 1991 var hljómsveit…

GÁG tríóið (1948-49)

Upplýsingar um GÁG tríóið svokallaða eru af skornum skammti en tríóið mun hafa verið angi af Hljómsveit Björns R. Einarssonar og starfað 1948 og 49, sveitin gekk stundum undir nafninu „pásubandið“. GÁG tríóið var skipað þeim Gunnari Ormslev saxófónleikara, Árna Elfar píanóleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara en skammstöfunin var mynduð úr nöfnum þeirra þriggja.…

Gaia (1991-93)

Gaia var samstarfsverkefni Valgeirs Guðjónssonar og Eyþórs Gunnarssonar í tengslum við nokkurra mánaða siglingu samnefnds víkingaskip frá Noregi og vestur um haf árið 1991. Plata kom út með tvíeykinu og plötusamningur var gerður við bandarískt útgáfufyrirtæki en ekki varð um frekari landvinninga. Tildrög þess að dúettinn varð að veruleika voru þau að norski útgerðarmaðurinn Knut…

Gaia – Efni á plötum

Gaia – Gaia Útgefandi: Steinar & Windham Hill records / Windham Hill records Útgáfunúmer: 13132912 & WH 01934 11129 2 / V130.090 Ár: 1991 / 1993 1. Gaia 2. Sleeping under a strange sky 3. Keep the promise 4. Firewater 5. Wherever you go 6. Song of the mermaids 7. Beyond the horizon 8. Midnight…

Garðar Guðmundsson (1942-)

Garðar Guðmundsson er af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi og þótti sækja stíl sinn til Tommy Steele og Cliff Richards, hann söng með nokkrum af vinsælustu hljómsveitum gullaldartímabils rokksins. Garðar hætti söng um lok sjöunda áratugarins en birtist aftur löngu síðar þegar gullaldarárin voru rifjuð upp á rokksýningum á Broadway og slíkum skemmtistöðum og…

Garðar Guðmundsson – Efni á plötum

Rokkbræður – Rokkfár Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 136 Ár: 1985 1. Rokkfár 2. Móna Lísa 3. Það sem mér líkar best 4. Um hóla og tún 5. Köld og klár 6. Bíbaba lúla 7. Vala og Soffía 8. Rauð segl út á sjónum 9. Raunalag 10. Eina nótt 11. Má ég biðja um dans? 12.…

Gaukarnir (1981-83)

Hljómsveitin Gaukarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1981 og var kvartett framan af, það voru bræðurnir Einar Hrafnsson bassaleikari og Haraldur Hrafnsson trommuleikari, og Ásgeir Sverrisson gítarleikari og Egill Helgason söngvari og harmonikkuleikari sem skipuðu sveitina, tveir þeir síðast töldu urðu síðar kunnir fjölmiðlamenn. Árið…

Garðar Olgeirsson – Efni á plötum

Guðjón Matthíasson og Garðar Olgeirsson – Guðjón Matthíasson og Garðar Olgeirsson leika gömlu dansana [ep] Útgefandi: GM Tónar Útgáfunúmer: GM tónar 1426 Ár: 1971 1. Skalapolki 2. Aprílkvöld (vals) 3. Skógar-skottís 4. Nótt í Njarðvík (ræll) 5. Á grænu ljósi (marsúki) 6. Fjallarefurinn (vínarkrus) Flytjendur; Guðjón Matthíasson – harmonikka Garðar Olgeirsson – harmonikka Þorsteinn Þorsteinsson…

Garðshornsbræður (um 1950)

Hinir svokölluðu Garðshornsbræður var sönghópur úr Svarfaðardalnum fyrir og um miðja síðustu öld. Framan af var líklega um að ræða kvartett, tvennir bræður – annars vegar Hjalti og Lárus Blómkvist Haraldssynir sem voru frá Ytra-Garðshorni og Jóhann Kristinn (tenór) og Júlíus Jón Daníelssynir (bassi) frá Syðra-Garðhorni hins vegar. Jóhann Haraldsson (bróðir Hjalta og Lárusar) söng…

Garg og geðveiki (1983 / 1990)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Garg og geðveiki sem var starfrækt á fyrri hluta árs 1983. Fyrir liggur að Bjarni „móhíkani“ Þórðarson gítarleikari, Siggi pönk (Sigurður Ágústsson) [bassaleikari?] og Jómbi (Jónbjörn Valgeirsson) trommuleikari voru í þessari sveit en finnast upplýsingar um hvort fleiri komu við sögu hennar þá. 1990 birtist Garg og…

Garðar Olgeirsson (1944-)

Garðar Olgeirsson er harmonikkuáhugamönnum vel kunnur en hann hefur verið í fremstu röð nikkuspilara hérlendis um árabil og sent frá sér nokkrar plötur. Garðar Olgeirsson fæddist 1944 og hefur mest alla tíða búið á æskuheimili sínu að Hellisholtum í Hrunamannahreppi. Hann hóf snemma að þreifa fyrir sér með harmonikkuleik, eignaðist sína fyrstu nikku tíu ára…

Gargandi gaukar (1993)

Hljómsveit skipuð piltum (á aldrinum 10-12 ára) starfaði á Dalvík árið 1993, hugsanlega lengur. Í þessari sveit var Friðrik Ómar Hjörleifsson og var hann að líkindum trymbill sveitarinnar, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan annarra meðlima sveitarinnar en þeir voru Einar Örn [?], Hilmir Freyr [?], Gunnar [?], Snorri [?] og Davíð Ingi [?].

Gargið (2000-03)

Hljómsveitin Gargið (Garg) var síðasta hljómsveitin sem Pétur W. Kristjánsson starfaði með en hún starfaði um þriggja ára skeið eftir aldamótin. Gargið, sem oftar en ekki var auglýst undir nafninu Pétur Kristjánsson & Gargið var stofnuð vorið 2000 og fór á fullt um sumarið, auk Péturs voru í sveitinni Jón Ólafsson bassleikari, Tryggvi J. Hübner…

Gas (1982)

Hljómsveitin Gas starfaði haustið 1982, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu. Gas var ein fjölmargra hljómsveita sem léku á maraþontónleikum á vegum SATT og Tónabæjar en engar upplýsingar finnast um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, þeim upplýsingum er því hér með óskað eftir.

Gaukar [1] (1969)

Karlakórinn Gaukar starfaði í Austur-Landeyjahreppi haustið 1969 og söng þá undir stjórn Árna Ólafssonar. Ekki finnast heimildir um hversu lengi þessi kór starfaði og er því hér með óskað efti frekari upplýsingum um karlakórinn Gauka.

Gaukar [2] (1975-81)

Hljómsveit, að öllum líkindum tríó sem mestmegnis lék gömlu dansana starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugarins og fram á þann níunda, og lék mestmegnis á dansstöðum í borginni. Gaukar störfuðu af því er virðist frá haustinu 1975 og fram á sumar 1981 en undir það síðasta lék hún…

Garðar Cortes (1940-)

Óhætt er að segja að óperusöngvarinn Garðar Cortes sé í fremstu röð tónlistarfólks á Íslandi á tuttugustu öldinni en hann hefur komið að íslensku tónlistarlífi frá mörgum hliðum sem kórstjórnandi, óperusöngvari, hljómsveitastjóri, óperustjóri, söngskólastjóri og jafnframt stofnandi hljómsveita, kóra, tónlistarskóla og óperu. Hann fórnaði frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér…

Garðar Cortes – Efni á plötum

Garðar Cortes og Krystyna Cortes – Íslenzk einsöngslög I Útgefandi: Trygg recordings Útgáfunúmer: TRG 77004 Ár: 1977 1. Rósin 2. Vorgyðjan 3. Heimir 4. Kata litla í Koti 5. Kveldriður 6. Sofðu, sofðu góði 7. Ég lít í anda liðna tíð 8. Lindin 9. Mánaskin 10. Bikarinn 11. Í dag 12. Íslenskt vögguljóð á hörpu…