Þróun (1971)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Þróun sem var starfandi haustið 1971 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Fyrir liggur að Þorsteinn Magnússon gítarleikari (Eik Þeyr o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að hafa um aðra.

Þrumugosar (1986-87)

Hljómsveitin Þrumugosar starfaði a.m.k. einn vetur, 1986-87, í Framhaldsskólanum að Laugum en nafn sveitarinnar var fengið úr bókunum um teiknimyndahetjuna Viggó viðutan. Þrumugosar voru Bjarni Ómar Haraldsson gítarleikari, Pétur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Helgi Jónsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari og Ragnar Z Guðjónsson trommuleikari. Þrumugosar kepptu í hljómsveitakeppni sem Ríkisútvarpið á Akureyri stóð fyrir vorið…

Þrymur (1984)

Hljómsveitin Þrymur var eins konar skammlíft hliðarverkefni rekið samhliða hljómsveitinni Þrek en sveitirnar innihéldu sömu meðlimina sem voru Halldór Erlendsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Pétur Einarsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari og Þórður Bogason söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 1 sem gefin var út 1984.

Þrælarnir (1981-82)

Hljómsveitin Þrælarnir starfaði í nokkra mánuði árin 1981 og 82. Sveitin var stofnuð sumarið 1981 og voru meðlimir hennar frá upphafi Halldór Bragason söngvari og gítarleikari (Vinir Dóra o.fl.), Ríkharður Friðriksson gítar-, mandólín og þverflautuleikari (Fræbbblarnir, Snillingarnir o.fl.), Guðmundur Sigmarsson gítarleikari (C.o.t. o.fl.), Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari (Reflex o.fl.) og Sigurður Hannesson trommuleikari (Kamarorghestar, Pax…

Þukl [2] (1991)

Hljómsveitin Þukl var starfandi sumarið 1991 og var um verslunarmannahelgina það árið skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar o.s.frv. og hvort hún mætti til leiks í Húnaveri. Þó er ekki útilokað að Þórður Bogason (Þrek o.fl.) hafi verið einn…

Þrumurnar (1987)

Hljómsveitin Þrumurnar var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannhelgina 1987. Ekkert hefur spurst til Þrumanna eftir keppnina og væru allar upplýsingar varðandi þessa sveit vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Þrumuvagninn (1981-82)

Sumir vilja meina að hljómsveitin Þrumuvagninn sé fyrsta þungarokksveit íslenskrar tónlistarsögu og líklega má færa nokkuð góð rök fyrir því. Tilurð Þrumuvagnsins er örlítið flókin en hún er í raun sama sveit og Tívolí sem hafði starfað í að minnsta kosti fimm ár við góðan orðstír og m..a.s. gefið út lag sem naut heilmikilla vinsælda…

Þrumuvagninn – Efni á plötum

Tívolí / Þrumuvagninn – Rokk og ról; Þrumuvagninn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1507 Ár: 1981 1. Syngdu með 2. Meira meira 3. Stórborgarablús Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Brynjólfur Stefánsson – bassi Einar Jónsson – gítar Ólafur Sigurðsson – trommur Þrumuvagninn – Þrumuvagninn Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 061 Ár: 1982 1. Þrumuvagninn 2.…

Þrusk [2] (1995-96)

Hljómsveitin með þessu nafni lék á áramótadansleik á Blönduósi um áramótin 1995-96. Líkur eru á að sveitin hafi verið norðlensk en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana og óskast því sendar Glatkistunni.

Þrír á palli [2] (1999)

Engar upplýsingar er að finna um austfirsku þjóðlagasveitina Þrjá á palli en hún mun hafa starfað 1999. Allar upplýsingar um þessa sveit væru þ.a.l. vel þegnar.

Þrír gæjar (1995)

Hljómsveitin Þrír gæjar var skipuð rokktónlistarmönnum í eldri kantinum með Garðar Guðmundsson söngvara (Rokkbræður, Gosar o.fl.) í fararbroddi. Ekki liggur fyrir hvort Garðar var einn hinna Þriggja gæja eða hvort um var að ræða tríó auk hans, alltént vantar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem starfaði árið 1995 og lék í nokkur skipti á dansstöðum…

Þrreyttirr þarrmarr (um 1995-2000)

Pönksveit sem bar heitið Þrreyttirr þarrmarr starfaði líklega um eða eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar, jafnvel nær aldamótunum. Litlar sem engar heimildir er að finna um sveitina en Einar Valur Bjarnason Maack gæti hafa verið gítarleikari í henni. Allar upplýsingar þ.a.l. má senda Glatkistunni.

Þrívídd (1986-88)

Ólafur Þórarinsson (Labbi í Glóru) starfrækti um tíma á níunda áratugnum hljómsveitina Þrívídd sem gerði út á sveitaböll á Suðurlandi en þar fór hann mikinn um það leyti, rak og var í sveitum eins og Kaktus og Karma einnig. Þrívídd var sett á laggirnar um vorið 1986 og í byrjun voru auk Labba sem lék…

Þrír undir sama hatti (1970)

Þjóðlagatríóið Þrír undir sama hatti starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og fór víða á þeim stutta tíma. Meðlimir Þriggja undir sama hatti voru þeir Moody Magnússon söngvari og bassaleikari og Sverrir Ólafsson söngvari og gítarleikari sem höfðu skömmu áður starfrækt dúettinn Útlaga, og Hörður Torfason söngvari og gítarleikari sem þá hafði verið að stíga…

Þríund [1] (1994-99)

Tríóið Þríund starfaði um árabil á Húsavík og lék á margs kyns skemmtunum og böllum nyrðra. Reyndar lék sveit með þessu nafni í nokkur skipti sunnan heiða á þessum en ekki er ljóst hvort um sömu sveit er að ræða. Það hlýtur þó að teljast líklegt. Meðlimir Þríundar voru bræðurnir Sigurður og Þórarinn Illugasyni gítar-…

Þrjú á palli (1969-80)

Þjóðlagasveitin Þrjú á palli skipar sér í hóp þekktustu sveita af sinni tegund hérlendis, hún naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa mörg laga sveitarinnar orðið sígild og heyrast þ.a.l. enn spiluð í útvarpi og útgefin á safnplötum. Hálfgerð tilviljun réði því að tríóið varð að veruleika en Jónas Árnason hafði um haustið 1969…

Þrjú á palli – Efni á plötum

Þrjú á palli – …eitt sumar á landinu bláa Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG 025 / SGCD 025 Ár: 1970 / 1992 1. …sem kóngur ríkti hann 2. Hæ, hoppsa-sí 3. Hífum í, bræður 4. Hásætisræða Jörundar 5. Hæ, hoppsa-sa 6. Í sal hans hátignar 7. Ó, ég dái þig 8. Vöggusöngur Völu 9.…

Þrumur og eldingar (1991)

Þrumur og eldingar var rokksveit, hugsanlega í harðari kantinum, sem starfaði sumarið 1991 að öllum líkindum á Norðurlandi en hún lék á rokkhátíð á Húsavík það sumar. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Þórunn Franz (1931-)

Þórunn Franz lét nokkuð að sér kveða í dægurlagasamkeppnum fyrri ára en varð síðar öllu þekktari á öðrum vettvangi. (Sigríður) Þórunn Fransdóttir fæddist 1931 í Reykjavík hvar hún hefur búið alla tíð. Hún vakti athygli fyrir liprar lagasmíðar á árum árum og vann fyrst til verðlauna vorið 1955 fyrir lagið Bergmál sem sigraði í flokki…

Þórunn Franz – Efni á plötum

Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans – Ragnar syngur lög eftir Þórunni Franz [45 rpm] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 519 Ár: 1967 1. Mamma 2. Ég sakna þín 3. Föðurbæn sjómannssins 4. Ísland Flytjendur: Ragnar Bjarnason – söngur Jón Sigurðsson – gítar Guðmundur Steingrímsson – trommur Árni Scheving – bassi Grettir Björnsson – kordovox Rósa Ingólfsdóttir…

Þras (1983)

Hljómsveitin Þras starfaði á Ísafirði 1983 og átti þá efni á safnsnældunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi) sem kom út þá um haustið á vegum Ísafjörður überalles, útgáfufyrirtækis Sigurjóns Kjartanssonar, síðar Tvíhöfða o.m.fl.. Sigurjón mun hafa verið einn meðlima Þrass en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar, líftíma hennar eða annað.

Þrek (1983-85)

Hljómsveitin Þrek var starfandi í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var ekki áberandi í skemmtanalífinu en mun hafa notið nokkurra vinsælda á Vesturlandi þaðan sem tveir meðlimir hennar voru ættaðir. Þrek var stofnuð í upphafi ársins 1983 og voru meðlimir hennar þá Halldór Erlendsson gítarleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari (Upplyfting o.fl.), Gústaf Guðmundsson…

Þremill (1975-76)

Þjóðlagatríóið Þremill starfaði í nokkra mánuði 1975 og 76 og flutti blöndu af þjóðlögum og frumsömu efni. Sverrir Guðjónsson, Sæmundur Grétar Haraldsson og Kjuregej Alexandra skipuðu tríóið, öll sungu þau og léku á ásláttarhljóðfæri en Sverrir og Sæmundur léku einnig á gítara. Þremill var stofnaður haustið 1975 og kom þónokkuð oft fram á þeim tíma…

Þriðja eyrað (1991)

Hljómsveitin Þriðja eyrað starfaði í skamman tíma vorið 1991. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir skipuðu sveitina, hugsanlega tónlistarfólk í yngri kantinum. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Þriðja hæðin [1] (1983)

Þriðja hæðin (3. hæðin) var hljómsveit sem starfaði í nokkra mánuði árið 1983. Sveitin var stofnuð í upphafi árs og voru meðlimir sveitarinnar forsprakkinn Rúnar Þór Pétursson söngvari og gítarleikari, Þórarinn Gíslason hljómborðsleikari, Jakob Viðar Guðmundsson bassaleikari og Birgir Kristinsson trommuleikari. Tekið var sérstaklega fram í kynningu á sveitinni að hún væri vímulaus. Halldór Fannar…

Þristar (1978-81)

Fáar heimildir er að hafa um gömludansahljómsveitina Þrista en samkvæmt auglýsingum fjölmiðla var sveitin starfandi a.m.k. á árunum 1978-81 en höfuðvígi hennar var þá Lindarbær. Meðlimir Þrista á þeim árum voru Gunnar Páll Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Haukur Sighvatsson trommuleikari og Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari. Ein heimild segir Þorvald hafa verið í sveit með þessu nafni…

Þríhornið (1992)

Feðgarnir Guðmundur Steingrímsson og Steingrímur Guðmundsson ásamt Áskeli Mássyni starfræktu slagverkstríóið Þríhornið sumarið 1992 og léku þeir m.a. á Listahátíð í Reykjavík. Þríhornið starfaði einungis þetta eina sumar.

Þrír á palli [1] (1987-88)

Kvartettinn Þrír á palli var starfræktur 1987 og var eins konar útibú frá Frökkunum, meðlimir sveitarinnar voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, Gunnar Erlingsson trommuleikari og Ásgeir Óskarsson gítarleikari og söngvari en sá síðast nefndi er öllu þekktari sem trommari. Stundum söng Ólafía Hrönn með þeim félögum en Ásgeir var ekki í þeirri útgáfu…

Þórir og grislingarnir (1997)

Þórir og grislingarnir störfuðu sumarið 1997 og léku djasstónlist í nokkur skipti opinberlega. Það var Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari sem var fyrirliði sveitarinnar en aðrir meðlimir hennar voru Einar Valur Scheving trommuleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari, Jóel Pálsson saxófónleikari og Veigar Margeirsson trompet- og flygelhornleikari.

Þórscafé [tónlistartengdur staður] (1945-2003)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé (Þórskaffi) er meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistöðum sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Þórscafé er fyrst nefndur í fjölmiðlum þess tíma haustið 1945 en þá var staðurinn opnaður sem veitingastaður. Það er svo ári síðar sem hann er auglýstur sem skemmtistaður einnig og við þau tímamót…

Þórdís og Hanna María Karlsdætur (1967)

Systurnar Þórdís og Hanna María Karlsdóttir skemmtu með söng víða um suðvesturhorn landsins árið 1967, stundum við undirleik hljómsveita en oftar við eigin undirleik á gítar. Þær systur komu úr Keflavík og voru aðeins tuttugu og eins og átján ára gamlar en ekki varð meira úr afrekum þeirra á tónlistarsviðinu, Hanna María varð þó síðar…

Þórður Kristleifsson (1893-1997)

Þórður Kristleifsson var mikill tónlistarfrömuður og átti þátt í að kynna Íslendingum tónlist með ýmsum hætti. Þórður fæddist (1893) og ólst upp í Borgarfirðinum, ekki liggur fyrir um tónlistaráhuga hans í æsku en hann mun einhverja tilsögn hafa fengið í píanóleik. Hann fékkst að mestu við landbúnað í sveitinni sem ungur maður og það er…

Þórgunnur nakin (1997-98)

Hljómsveitin Þórgunnur nakin frá Selfossi (og Hólmavík) vakti á sínum tíma fremur litla athygli nema e.t.v. fyrir nafnið sem þótti frumlegt. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1997 og spilaði þar eins konar hart rokk í ætt við það dauðarokk sem tilheyrði samnefndri senu í kringum 1990. Meðlimir Þórgunnar nakinnar í Músíktilraunum voru Gunnlaugur Pétursson…

Þórhallur Árnason (1891-1976)

Þórhallur Árnason sellóleikari var einn frumherja í íslensku tónlistarlífi á síðustu öld og átti einnig þátt í eflingu félagsstarfs og réttinda tónlistarmanna. Þórhallur fæddist í Njarðvíkum 1891 en ólst að mestu upp á Hjalteyri. Hann fór tvítugur til Þýskalands til náms í trompetleik en endaði í Danmörku og lærði þar á selló. Hann var þó…

Þórsmenn [1] (1969-71)

Þórsmenn var hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu um 1970 og mun hafa leikið mestmegnis á Keflavíkurflugvelli en einnig á skemmtistöðum eins og Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru leiðtoginn Þór Nielsen söngvari og gítarleikari, Ólafur Benediktsson trommuleikari, Sigmundur Júlíusson [?] og Guðmann Kristbergsson bassaleikari. Helga Sigþórsdóttir og Kalla [?] Karlsdóttir sungu ennfremur með sveitinni sem gestasöngvarar í einhver…

Þórsmenn [2] (1968-71)

Hljómsveitin Þórsmenn frá Stykkishólmi starfaði í nokkur ár og lék víða á Snæfellsnesinu, Borgarfirði og allt norður í Húnavatnssýslu. Meðlimir þessarar sveitar voru Lárus Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurður Grétar Hjörleifsson bassaleikari, Hafsteinn Sigurðsson söngvari, trommu- og orgelleikari og Ólafur Geir Þorvarðarson saxófón- og trommuleikari. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 og starfaði að minnsta kosti…

Þórsmenn [3] (?)

Hljómsveit með þessu nafni var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi á sjöunda eða áttunda áratug 20. aldarinnar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir. Engar upplýsingar er að finna um skipan hinnar langnesku Þórsmanna utan þess að Hilmar Arason saxófónleikari var meðal meðlima.

Afmælisbörn 26. júní 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag og það er í þekktari kantinum: Stefán Hilmarsson söngvari Sálarinnar hans Jóns míns á afmæli í dag en hann er fimmtíu og eins árs gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu…

Þórbergur Þórðarson (1888-1974)

Rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson er ekki beinlínis tengdur íslenskri tónlistarsögu en þrjár plötur hafa þó verið gefnar út með upplestri hans og öðru efni. Þórbergur fæddist árið 1888 á Hala í Suðursveit og kenndi sig alltaf við þann bæ, hann fluttist til Reykjavíkur um unglingsaldur og vakti fljótlega athygli fyrir greinaskrif og ljóð, og síðar ævisögulegar…

Þórbergur Þórðarson – Efni á plötum

Þórbergur Þórðarson – Þórbergur Þórðarson les úr eigin verkum vol. I Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 38 Ár: 1970 1. Brúðkaupsveizlan þríheilaga (Upphafið á bókinni Steinarnir tala) 2. Vélstjórinn frá Aberdeen 3. Upphafningin mikla (Byrjun á bókinni Íslenzkur aðall) Flytjendur: Þórbergur Þórðarson – upplestur     Þórbergur Þórðarson – les úr eigin verkum vol. II Útgefandi:…

Þórarinn Jónsson – Efni á plötum

Þórarinn Jónsson tónskáld: 1900 – 1974 Heildarútgáfa einsöngslaga og karlakórverka – ýmsir (x2) Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SMK29 Ár: 2004 1. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Ave Maria 2. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Herzeleid 3. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Hjarðljóð 4. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Sólskríkjan 5. Ingveldur Ýr Jónsdóttir – Püppchens Wiegenlied 6. Ingveldur Ýr Jónsdóttir – In questa tomba…

Þorvaldur Steingrímsson (1918-2009)

Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari var mikilvirtur hljóðfæraleikari sem var bæði fjölhæfur og mikill fagmaður en hann kom nálægt flestum stóru hljómsveitum landsins í þeirri grósku sem átti sér stað í kringum miðja síðustu öld. Þorvaldur fæddist á Akureyri 1918 og bjó þar framan af unglingsaldri en þá fór hann suður til Reykjavíkur og lærði þar á…

Þórarinn Óskarsson (1930-)

Þórarinn Óskarsson básúnuleikari er einn af fyrstu djassleikurum íslenskrar tónlistarsögu og var lengi meðal þeirra fremstu en hann lék með fjölda danshljómsveita auk annarra sveita. Þórarinn fæddist norður í Húnavatnssýslu 1930, ólst upp að mestu leyti á Blönduósi og nærsveitum en flutti suður til Reykjavíkur þar sem eiginlegur tónlistarferill hans hófst. Þórarinn nam sín básúnufræði…

Þotur (um 1960)

Axel Einarsson mun hafa verið í hljómsveitinni Þotur sem starfrækt var í Réttarholtsskóla, líkast til á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Þórarinn Sigríðarson (?)

Þórarinn Sigríðarson var meðal flytjenda á safnplötunni Sándkurl sem kom út 1994. Hann syngur þar eigið lag og hefur Eyþór Arnalds og Hrafn Thoroddsen sér til aðstoðar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan flytjanda og væru þær þ.a.l. vel þegnar.

Þoturnar (1964)

Söngtríó sem bar heitið Þoturnar kom fram opinberlega vorið 1964. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjar/ir skipuðu tríóið en leiða má getum að því að meðlimir þess hafi verið kvenkyns. Frekari upplýsingar óskast sendar Glatkistunni.