Gunnar Ormslev (1928-81)

Gunnar Ormslev saxófónleikara má telja meðal máttarstólpa íslenskrar djasstónlistar á upphafsárum hennar en stundum er sagt að hann hafi komið með djassinn með sér til Íslands frá Danmörku, þar er kannski ofsögum sagt en það breytir því ekki að hann átti stóran þátt í öflugu djasslífi hér á landi á fimmta og sjötta áratug síðustu…

Gunnar Ormslev – Efni á plötum

Gunnar Ormslev og Alfreð Clausen – Frá Vermalandi / Kveðjustund [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 9 Ár: 1952 1. Frá Vermalandi 2. Kveðjustund Flytjendur: Gunnar Ormslev – tenór saxófónn Alfreð Clausen – söngur Björn R. Einarsson – básúna Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar Jón Sigurðsson – bassi Magnús Pétursson – píanó Guðmundur…

Gúmmí (1989)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Gúmmi og kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega, sem upphitunarhljómsveit fyrir Sálina hans Jóns míns sem hélt útgáfutónleika fyrir plötuna Hvar er draumurinn? á Hótel Borg í nóvember 1989. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um starfstíma, meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar af því er virðist, skammlífu hljómsveitar.

Gúrka (2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Gúrku sem starfaði árið 2000, hverjir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og hversu lengi hún starfaði.

Gúttó við Tjörnina [tónlistartengdur staður] (1887-1968)

Góðtemplarahúsið við Tjörnina í Reykjavík (Gúttó við Tjörnina) var hvorki falleg né háreist bygging en hún hafði sögulegt gildi sem einn helsti skemmtistaður Reykvíkinga og ekki síður fyrir þá atburði sem urðu í og við húsið á kreppuárunum þegar Gúttóslagurinn svokallaði átti sér stað. Góðtemplarareglan á Íslandi (alþjóðleg hreyfing I.O.G.T.) hafði hafið innreið sína um…

Gvendólínur (1982-83)

Kvennahljómsveit sem bar heitið Gvendólínur starfaði í Alþýðuskólanum á Eiðum veturinn 1982-83. Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari (síðar í Dúkkulísunum o.fl.) var meðal meðlima sveitarinnar en upplýsingar vantar um hinar og er hér með óskað eftir þeim

Gústavus (1970-78)

Ballhljómsveitin Gústavus (stundum ritað Gústafus) starfaði á Akureyri um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og lék tónlist fyrir alla aldurshópa. Sveitin var stofnuð sumarið 1970 og voru meðlimir hennar í upphafi Guðmundur Meldal trommuleikari, Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Björgvin Baldursson gítar- og harmonikkuleikari. Sveitin þótt leika meira rokk en…

Gúttó í Hafnarfirði [tónlistartengdur staður] (1886-)

Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði (í daglegu tali kallað Gúttó) var lengi aðal samkomustaður Hafnfirðinga og gegndi þar margvíslegu hlutverki um árabil, m.a. annars til tónleika- og dansleikjahalds. Það voru góðtemplarar í Hafnarfirði sem stóðu fyrir byggingu hússins en það var fyrsta hús sinnar tegundar á landinu, síðar áttu eftir að rísa „Gúttó“ víða um land. Ákvörðun…

Gunnar Kr. Guðmundsson (1936-2013)

Líklega er þrautseigja besta hugtakið til að lýsa tónlistarmanninum Gunnari Kr. Guðmundssyni en þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhentur gaf hann út kassettu og lék á harmonikku og önnur hljóðfæri við hin ýmsu tækifæri. Gunnar Kristinn Guðmundsson fæddist árið 1936 austur í Breiðdal og var farinn að leika á orgel eftir eyranu ungur…

Gunnar Kr. Guðmundsson – Efni á plötum

Gunnar Kr. Guðmundsson – Vinstrihandar spil [snælda] Útgefandi: Gunnar Kr. Guðmundsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Hugsað til Spánar (polki) 2. Laugarvatnsvalsinn 3. Næturóður (jive) 4. Vögguljóð (enskur vals) 5. Sunnudagssamba 6. Vorkvöld (vals) 7. Til orgelsins (blús) 8. Haust í Lundi (enskur vals) 9. Smalastrákurinn (marsúrki) 10. Saman við gengum (vals) 11. Prjónakonurnar…

Gunnar Ó. Kvaran (1946-)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Ó. Kvaran starfaði með nokkrum hljómsveitum hér fyrrum, varð síðar virkur í samfélagi harmonikkuleikara og hefur í seinni tíð sent frá sér tvær plötur með frumsömdu efni. Gunnar Ólafur Kvaran fæddist 1946 á Ísafirði en flutti með fjölskyldu sinni suður í Hrútafjörð þar sem hann ólst að mestu upp. Þar í sveit komst…

Gunnar Ó. Kvaran – Efni á plötum

Gunnar Ó. Kvaran – Sælureitur Útgefandi: Gunnar Ó. Kvaran Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2007 1. Afastrákur 2. Fritjof och Carmencita 3. Stórisandur 4. Ást 5. Arrivederci Rom 6. Veiði 7. Til mömmu 8. Vals fyrir Hreinsa 9. Lemon trees 10. Móðir 11. Bella María 12. Ástin mín 13. Sælureitur Flytjendur: Gunnar Ó. Kvaran – söngur…

Gunnar Óskarsson [1] (1927-81)

Gunnar Óskarsson er líklega ein allra fyrsta barnastjarna íslenskrar tónlistar en hann vakti fyrst athygli tólf ára gamall og þá komu út þrjár tveggja laga plötur með honum. Söngferill hans á fullorðins árum varð hins vegar endasleppur. Gunnar Óskarsson fæddist 1927 og var Reykvíkingur, það mun hafa verið frændi hans, Sigurður Þórðarson kórstjóri Karlakórs Reykjavíkur…

Gunnar Óskarsson [1] – Efni á plötum

Gunnar Óskarsson – Hvíl mig rótt / Í dag skein sól [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 15 Ár: 1940 1. Hvíl mig rótt 2. Í dag skein sól Flytjendur: Gunnar Óskarsson – söngur Útvarpshljómsveitin: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Gunnar Óskarsson – Kirkjuhvoll / Vögguvísa [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR…

Gunnar Jökull Hákonarson (1949-2001)

Saga Gunnars Jökuls Hákonarsonar trommuleikara er nánast samfelld harmsaga þótt fæstir hefðu gert sér grein fyrir því fyrr en hann kom fram á nýjan leik eftir rúmlega tveggja áratuga fjarveru frá sviðsljósinu þar sem honum hafði þá verið hampað sem besta trommuleikara íslenskrar tónlistarsögu, en hann var þá orðinn veikur af alnæmi og illa farinn…

Gunnar Jökull Hákonarson – Efni á plötum

Gunnar Jökull – Hamfarir Útgefandi: Pop Beat Útgáfunúmer: PB001CD Ár: 1995 1. Tími til að elska 2. Kaffið mitt 3. Ég elska þig 4. Hundurinn minn 5. Ég elska á annan veg 6. Ísland 7. Drykkjuvísur 8. Bíllinn minn 9. Bréfið 10. Einskins virði Flytjendur Gunnar Jökull Hákonarson – söngur og allur hljóðfæraleikur

Gustar (1992)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Gustar og var líklega í gömlu dönsunum, allavega var sveitin húshljómsveit í Ártúni sumarið 1992. Söngvarar með sveitinni voru Trausti [?] og Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu Gusta.

Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974). Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson…

Gutl [1] (1996)

Hljómsveitin Gutl úr Reykjavík var ein þeirra sveita sem keppti í Músíktilraunum vorið 1996, komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja sæti tilraunanna á eftir Stjörnukisa og Á túr. Meðlimir Gutls voru þau Ylfa Ösp Áskelsdóttir bassaleikari, Kristín Halla Bergsdóttir fiðluleikari, Katrín Aikins trommuleikari og söngvari, Bjarki Sigurðsson gítarleikari…

Gutlarnir (1992-93)

Hljómsveit með því sérkennilega nafni Gutlarnir starfaði á Suðurnesjunum 1992 og 93 að minnsta kosti. Sveitin var stofnuð um miðbik árs 1992 og voru meðlimir hennar úr Garði og Njarðvíkum. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig sveitin var skipuð í upphafi en sumarið 1993 voru í henni Rúnar [?] trommuleikari, Bjarni [?] gítarlekari, Siggi [?]…

Gúllíver (1979)

Hljómsveitin Gúllíver (Gulliver) var skammlíf sveit starfandi sumarið 1979 og lék þá um tíma í Klúbbnum. Meðlimir sveitarinnar voru Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari [?], Gústaf Guðmundsson trommuleikari, Bill Gregory [básúnuleikari?], Jóhann Kristinsson [hljómborðsleikari?], Richard Korn bassaleikari [?], Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Magnús Baldursson [saxófónleikari?].

Gunnar Egilson – Efni á plötum

Björn R. Einarsson og Gunnar Egilson – Koss / Ó, pápi [78 sn.] Útgefandi: Músíkbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 108 Ár: 1954 1. Koss 2. Ó, pápi minn Flytjendur: Björn R. Einarsson – söngur Gunnar Egilson – söngur Hljómsveit Björns R. Einarssonar: – [engar upplýsingar um flytjendur] Björn R. Einarsson og Gunnar Egilson – Ást í leynum / Til unnustunnar [78 sn.]…

Gunnar Egilson (1927-2011)

Gunnar Egilson var einn af fyrstu klarinettuleikurum Íslands, hann nam erlendis og starfaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun og mörgum fleiri sveitum, hann var einnig framarlega í baráttu- og réttindamálum tónlistarmanna um árabil og mikilvægur í félagsmálum þeirra. Gunnar Ólafur Þór Egilson fæddist á Spáni sumarið 1927 þar sem foreldrar hans störfuðu, en fluttist með…

Gunnar Gunnarsson [1] (1889-1975)

Gunnar Gunnarsson er eitt af fremstu skáldum íslenskrar bókmenntasögu. Hann fæddist 1889 í Fljótsdalnum en flutti til Danmerkur 1907 þar sem skáldaferill hans hófst, þar bjó hann og starfaði allt til ársins 1939 þegar hann kom heim til Íslands og settist að á Skriðuklaustri þar sem í dag er rekin Gunnarsstofnun. Hann bjó í Reykjavík…

Gunnar Gunnarsson [1] – Efni á plötum

Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson – lesa úr eigin verkum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon CPMA 19 Ár: 1968 1. Gunnar Gunnarsson les úr Fjallkirkjunni; – Band 1 – Leikur að stráum – Band 2- Leikur að stráum – Band 3 – Skip heiðríkjunnar 2. Tómas Guðmundsson les úr ljóðum sínum; – Band 1 – Í Vesturbænum – Band…

Gunnar Friðþjófsson (1955-2008)

Hafnfirðingurinn Gunnar Friðþjófsson var töluvert áberandi í íslenskri tónlist um miðjan áttunda áratuginn, þá bráðungur. Hann fluttist hins vegar af landi brott og sinnti tónlistinni lítið eftir það þar til 2007 þegar plata kom út með honum og hljómsveit sem virðist hafa verið starfandi á Bali. Gunnar fæddist 1955 og var Hafnfirðingur eins og segir…

Gunnar Friðþjófsson – Efni á plötum

Söngvar úr barnaleikritinu Sannleiksfestin – úr leikriti [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 578 Ár: 1974 1. Sannleiksfestin 2. Sannleiksfestin Flytjendur: Þóra Lovísa Friðleifsdóttir – söngur Gunnar Magnússon – söngur Ingólfur Sigurðsson – söngur Helga Bjarnleif Björnsdóttir – söngur Skúli Gíslason – söngur Guðbjörg Helgadóttir – söngur Gunnar Friðþjófsson – söngur hljómsveit leikur undir stjórn Árna…

Gunnar Salvarsson (1953-)

Gunnar Salvarsson fjölmiðlamaður var um árabil einn þekktasti poppskríbent íslenskra fjölmiðla en hann ritaði um popptónlist í dagblöðum og sá um vinsæla tónlistarþætti í útvarpi. Gunnar (f. 1953) er menntaður kennari og á námsárum sínum hóf hann að rita í dagblöðin, hann var lengst af blaðamaður á Tímanum og Vísi og skrifaði þá um popptónlist…

Gullý Hanna Ragnarsdóttir (1949-)

Tónlistarkonan Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir (Gullý Hanna) frá Akureyri hefur í fjölda áratuga starfað í Danmörku með vísnatónlist sem aukabúgrein en hún hefur sent frá sér fjöldann allan af plötum í gegnum tíðina þar sem hún syngur á íslensku og dönsku. Gullý Hanna (stundum einnig ritað Gully Hanna) fæddist á Akureyri 1949 og sleit barnsskónum þar…

Gullý Hanna Ragnarsdóttir – Efni á plötum

Gullý Hanna Ragnarsdóttir – Drømmen / Draumurinn Útgefandi: Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir Útgáfunúmer: Combi sound CD 041089 Ár: 1989 1. Stemningsbilleder 2. Til dig min ven 3. Dráttarhestar 4. Forårsdag i maj 5. Vinteraften på kroen 6. Gabriel 7. Stína 8. Fóstra mín 9. Hátíð 10. Moderust Flytjendur: Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir – söngur og raddir Henrik…

Gunnar Antonsson (1952-)

Lítið liggur fyrir um tónlistarmanninn Gunna Antons eða Gunnar Antonsson eins og hann heitir réttu nafni. Gunnar er fæddur 1952 og var eitthvað viðloðandi tónlist á yngri árum, var þá í hljómsveit/um með Hauki Nikulássyni en á fullorðins árum starfræktu þeir félagar dúettinn Hættir, sem skemmti víða með söng og gítarleik. Árið 2001 sendi Gunnar…

Gunnar Antonsson – Efni á plötum

Gunnar Antonsson – Ferðalög Útgefandi: Gunnar Antonsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. Farinn 2. Besti 3. Haustljóð 4. Heim 5. Koldimmt 6. Heiðin 7. Kveðja 8. Mamma 9. Mín 10. Skellur Flytjendur: Gunnar Antonsson – söngur og gítar Haukur Nikulásson – raddir, gítarar, hljómborð og annar hljóðfæraleikur Nanna Marinósdóttir – raddir

Gunnar Hrafnsson (1957-)

Gunnar Hrafnsson hefur líklega leikið með fleiri hljómsveitum en flestir aðrir en hann er eftirsóttur bassaleikari og varla er djasstríó eða -kvartett sett saman án þess að kallað sé til hans, þá hefur hann leikið á fjölda platna af alls konar tagi. Hann hefur samhliða þessu verið öflugur í félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. í…

Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir (1944-2007)

Sópran söngkonan Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir starfaði lengi á vegum kirkjukórasambandsins og söngmálastjóra og raddþjálfaði kóra víðs vegar um land, hún sendi einnig frá sér eina plötu. Guðrún Sigríður fæddist í Vestmannaeyjum árið 1944 en ólst upp fyrstu fjögur árin í Svíþjóð áður en hún flutti aftur heim til Íslands. Lengi vel var söngur ekkert sérstaklega…

Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir – Efni á plötum

Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir – Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir sópran Útgefandi: Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir Útgáfunúmer: GSF 001 Ár: 1986 1. Vetur 2. Nótt 3. Sofnar lóa 4. Gígjan 5. Heyr það, unnusti minn 6. Kossavísur 7. Vertu guð faðir, faðir minn 8.Allt eins og blómstrið eina 9. Upp, upp mín sál 10. Sálmur 11. Bæn 12. Maria…

Guðrún Guðmundsdóttir [1] (1928-2013)

Guðrún Guðmundsdóttir var líklega þekktari í leikhúsheiminum en tónlistarheiminum en hún starfaði þó um tíma með Ingibjörgu Þorbergs þar sem þær skemmtu börnum með ýmsum hætti með söng og leikatriðum. Guðrún var fædd 1928 í Reykjavík og bjó þar alla ævi, hún var gift leikaranum Klemenz Jónssyni og starfaði mest alla starfsævi sinnar á skrifstofu…

Guðrún Guðmundsdóttir [1] – Efni á plötum

Ingibjörg Þorbergs – Ingibjörg Þorbergs syngur barnalög ásamt Guðrúnu Guðmundsdóttur við undirleik Carls Billich Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 266 Ár: 1969 1. Hver myndi óttast 2. Vögguvísa 3. Ég sé tunglið allt úr tómum osti 4. Draumurinn hennar Dísu 5. Sexburarnir 6. Sólskin Flytjendur: Ingibjörg Þorbergs – söngur Guðrún Guðmundsdóttir – söngur barnakór – söngur Carl Billich – píanó

Gunnar Erlendsson [1] (1900-74)

Ekki er mikið vitað um Vestur-Íslendinginn Gunnar Erlendsson sem kalla mætti framámann í tónlistarlífi Íslendinga í Winnipeg í Kanada. Gunnar fæddist aldamótaárið 1900 að öllum líkindum á Íslandi en fluttist vestur um haf tvítugur að aldri. Hann menntaði sig í tónlist í Kaupmannahöfn en ekki liggur fyrir hvort það var eftir að hann fór til…

Guðrún Tómasdóttir (1925-)

Guðrún Tómasdóttir sópran söngkona er með þekktustu einsöngvurum landsins síðustu aldar, hún hefur sent frá sér nokkrar plötur. Guðrún fæddist á Hólum í Hjaltadal vorið 1925 en ólst upp í Mosfellssveitinni. Sem unglingur var hún í skóla í Reykholti í Borgarfirði og þar söng hún í kór, og söng einsöng í fyrsta skipti opinberlega. Á…

Guðrún Tómasdóttir – Efni á plötum

Guðrún Tómasdóttir – Sönglög eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns Útgefandi: Fálkinn / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: KALP 57 / IT 341 Ár: 1978 / 2009 1. Þú eina hjartans yndið mitt 2. Máninn 3. Ég lít í anda liðna tíð 4. Sólarlag 5. Hrauntöfrar 6. Vorvindur 7. Barnið 8. Til næturinnar 9. Nóttin var sú ágæt…

Gundog (1997)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Gundog sem var meðal sveita sem léku á síðdegistónleikum í Hinu húsinu vorið 1997. Fyrir liggur að Gundog var fjögurra manna harðkjarnasveit og að Ívar Snorrason var bassaleikari hennar, hugsanlega er þetta sama sveit og gekk síðar undir nafninu Ungblóð en lesendur mega gjarnan senda Glatkistunni upplýsingar þ.a.l.

Gunk (1969-72)

Ekki finnast margar heimildir um hljómsveitina Gunk en hún starfaði á árunum 1969 til 72 og kom síðan aftur fram á sjónarsviðið mörgum áratugum síðar. Gunk var stofnuð haustið 1969 en kom ekki fram opinberlega fyrr en sumarið 1971, þá voru meðlimir sveitarinnar Ómar Óskarsson söngvari, Sverrir Konráðsson gítarleikari, Grímur Bjarnason trommuleikari og Ingólfur Margeirsson…

Gunnar Erlendsson [2] (um 1940-)

Gunnar Erlendsson var einn fjölmargra ungra rokk- og dægurlagasöngvara sem spratt upp á sjónarsviðið í kjölfar rokkbylgjunnar upp úr 1955. Gunnar var líklega fæddur í kringum 1940 og var lýst sem Tommy Steele týpunni en hann kom þá gjarnan fram með gítar meðan hann söng. Gunnar kom líklega fyrst fram vorið 1957 og svo með…

Guðmundur Steingrímsson (1929-)

Guðmundur Steingrímsson er án nokkurs vafa einn allra þekktasti trommuleikari landsins en starfsferill hans nær í raun yfir flesta strauma og stefnur frá stríðslokum. Hann lék á trommur í mörgum af þekktustu dægurlagaperlum Íslendinga á sjötta áratugnum, starfaði sem session trommari um árabil, kenndi tónlist og spilaði djass frá hjartanu enda færasti swing trommuleikari sem…

Guðmundur Steingrímsson – Efni á plötum

Bob Magnusson group – Jazzvaka Útgefandi: Jazzvakning records Útgáfunúmer: JV 002 Ár: 1981 1. Seven specials 2. I´m getting sentimental over you 3. Þrír húsgangar 4. Móðir mín í kví kví 5. You’d be so nice to come home to Flytjendur: Guðmundur Ingólfsson – píanó Bob Magnússon – kontrabassi Guðmundur Steingrímsson – trommur Viðar Alfreðsson – trompet og flygelhorn Rúnar Georgsson – saxófónn…

Guðrún Bergmann – Efni á plötum

Guðrún G. Bergmann – Efling orkustöðvanna [snælda] Útgefandi: Betra líf Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Efling orkustöðvanna: byrjunaræfing 2. Efling orkustöðvanna; frumanna Flytjendur: [engar upplýsingar um efni] Guðrún G. Bergmann – Endurforritun frumanna [snælda] Útgefandi: Betra líf Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1994 1. Endurforritun frumanna 2. Endurforritun frumanna Flytjendur: [engar upplýsingar um efni] Guðrún…

Guðrún Ágústsdóttir (1897-1983)

Guðrún Ágústsdóttir var ein fyrsta söngkonan hérlendis en hún var jafnframt framarlega í því félagsstarfi sem fólst í sönglífinu í borginni á fyrstu áratugum síðustu aldar. Guðrún fæddist árið 1897 á Ísafirði en fluttist með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur árið 1911 þegar hún var um fermingaraldur. Hún naut ekki mikillar tilsagnar í söngnum…

Guðrún Ágústsdóttir – Efni á plötum

Guðrún Ágústsdóttir og Dóra Sigurðsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1087 Ár: 1933 1. Sofðu unga ástin mín 2. Miranda 3. Vögguvísa Flytjendur: Guðrún Ágústsdóttir – söngur Dóra Sigurðsson – söngur  [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Guðmundur Valur Stefánsson – Efni á plötum

Guðmundur Valur Stefánsson – Valur Útgefandi: Guðmundur Valur Stefánsson Útgáfunúmer: HULA 001 Ár: 1999 1. Hvar er kjarkurinn? 2.Enginn annar 3. Hulan í hamrinum 4. Aleinn ég er 5. Síðasta íslenska jómfrúin 6. Svefneyjarbóndinn 7. Hinn fyrsti unaður 8. Kveðja 9. Þeir fundu þig 10. Lífið 11. Blómið 12. Stríð Flytjendur: Guðmundur Valur Stefánsson –…

Guðrún Bergmann (1950-)

Ferðamálafræðingurinn Guðrún G. Bergmann (f. 1950) sem margir þekkja í tengslum við hótelrekstur á Hellnum og umhverfisvæna ferðaþjónustu, hefur einnig komið að ýmsum þáttum sem tengist heilsueflingu og ræktun líkamans af ýmsu tagi, s.s. sjálfræktun, hugleiðslu og fleira, og hefur í því samhengi ritað bækur og þýtt um efnið, haldið námskeið og rekið verslunina Betra…