Afmælisbörn 26. febrúar 2021

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Friðbjörn G. Jónsson (1936-)

Skagfirðingurinn og tenórsöngvarinn Friðbjörn G. Jónsson kom nokkuð við sögu á hljómplötum sem gefnar voru út á áttunda áratug aldarinnar og fram undir aldamót en hann var töluvert þekktur söngvari hér áður. Friðbjörn Gunnlaugur Jónsson fæddist vorið 1936 og ólst upp í Skagafirðinum en upplýsingar um söngmenntun hans eru af skornum skammti, þó liggur fyrir…

Friðbjörn G. Jónsson – Efni á plötum

Friðbjörn G. Jónsson með hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – Þar átti ég heima Útgefandi: GM tónar Útgáfunúmer: GM-9 Ár: 1973 1. Þar átti ég heima 2. Fjöllin fögur og blá 3. Við bíðum 4. Sækja þeir sjóinn 5. Nátthrafninn 6. Hver hlær bezt 7. Sumarkvöld 8. 50 mílur 9. Kveðja til þín 10. Í tedrykkjukránni 11.…

Fashanar (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Fashanar og kom fram að minnsta kosti í eitt skipti opinberlega haustið 1999. Fashanar var að öllum líkindum fönksveit

Foxes (1966-68)

Bítlahljómsveitin Foxes var starfrækt í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjasýslu um tveggja vetra skeið árin 1966-68, sveitin sem var skólahljómsveit starfaði einnig utan skólans og lék m.a. á þorrablótum og annars konar samkomum og dansleikjum. Það voru þeir Friðrik Friðriksson trommuleikari, Sæmundur Harðarson gítarleikari, Sigfús Illugason bassaleikari og Pálmi Gunnarsson sem spilaði á…

Fónar [1] (1965-66)

Hljómsveit starfaði í fáeina mánuði (eftir því sem best verður komið) í Vogaskóla veturinn 1965-66 undir nafninu Fónar. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðal meðlima hennar voru þeir Tómas M. Tómasson gítarleikari (síðar Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.m.fl.) og Friðrik Þór Friðriksson (síðar kvikmyndagerðarmaður) sem lék líklega bæði á gítar og hristur. Síðar…

Fougners (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Fougners en ekki liggur fyrir hvenær hún starfaði. Hallur Guðmundsson mun hafa verið einn meðlima hennar og gæti hann hafa leikið á bassa, en aðrar upplýsingar finnast ekki um Fougners.

Frances (1998)

Hljómsveitin Frances úr Reykjavík var ein fjölmargra hljómsveita sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 en sveitin spilaði eins konar grunge rokk. Meðlimir Frances voru þeir Birgir Harðarson söngvari og gítarleikari, Þorvaldur Örn Valdimarsson gítarleikari, Helgi Pétur Hannesson trommuleikari og Ómar Ström Óskarsson bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og engar heimildir…

Fónar [2] (1965-66)

Á Neskaupstað starfaði hljómsveit um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Fónar, þetta mun hafa verið bítlasveit. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1965 og 66 en að öðru leyti er ekki vitað hversu lengi hún starfaði. Heimildir liggja ekki fyrir um alla meðlimi Fóna, Ole Gjöferå mun hafa verið söngvari hennar…

Frankenstein (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Frankenstein. Ekkert er að finna um þessa sveit, starfstíma hennar, hvar hún starfaði, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og mættu þeir sem luma á þeim upplýsingum koma þeim til Glatkistunnar t.d. í gegnum tölvupóst.

Fóstbræður [1] (1905-14)

Söngkvartettinn Fóstbræður starfaði í um það bil áratug í byrjun síðustu aldar og skemmti á ýmis konar söngskemmtunum í Reykjavík. Fóstbræður munu hafa verið stofnaðir 1905 en heimildir eru afar takmarkaðar um sögu kvartettsins fyrstu árin. Á árunum eftir 1910 voru söngskemmtanir kórsins tíðar og oftar en ekki sungu þeir félagar í góðgerðaskyni, kvartettsöngurinn var…

Fóstureyðing [1] (1970)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi árið 1970 undir nafninu Fóstureyðing. Ólafur Jónsson gæti hafa verið einn meðlima þessarar sveitar en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana og því er auglýst eftir þeim hér með.

Fótsporið (1988-90)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fótsporið en hún starfaði a.m.k. árið 1989, og hugsanlega á árunum 1988 til 90. Guðný Snorradóttir var söngkona Fótsporsins og að öllum líkindum voru aðrir meðlimir hennar Árni [?] og Albert [?], upplýsingar þ.a.l. vantar. Fótsporið lék einkum á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins en eitthvað einnig á árshátíðum, þorrablótum og þess…

Freddy and the fighters (1977)

Freddy and the fighters var ekki starfandi hljómsveit heldur einkaflipp nokkurra menntaskólanema úr MH árið 1977. Forsprakki hópsins var Björn Roth sem er af hinni kunnu Roth-listamannaætt en fyrir hans tilstilli höfðu þeir félagar aðgang að hljóðveri Roth-fjölskyldunnar á bænum Bala í Mosfellssveit þar sem þeir tóku upp sextán laga breiðskífu undir titlinum Freddy and…

Freddy and the fighters – Efni á plötum

Freddy and the fighters featuring Björn Roth – Freddy and the fighters featuring Björn Roth Útgefandi: Dieter Roth‘s familien verlag Útgáfunúmer: 66.21 457-01.1 Ár: 1977 1. The beginning 2. I went to the town 3. Where is my sheep? 4. Jam 5. The tears 6. Do I? 7. Quartet 8. A poet from the garden…

Freymóður Jóhannsson (1895-1973)

Dægurlaga- og textahöfundurinn Freymóður Jóhannsson (einnig þekktur undir nafninu Tólfti september) var einn af þeim fremstu í sinni röð um og eftir miðbik síðustu aldar en hann átti þá stóran þátt í að móta íslenska dægurlagamenningu sem þá var að verða að veruleika. Freymóður var einnig þekktur fyrir ýmislegt annað. Freymóður Jóhannsson var Eyfirðingur, fæddur…

Freymóður Jóhannsson – Efni á plötum

Erla Þorsteins og Haukur Morthens – Lög eftir 12. september Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 200 Ár: 1958 1. Draumur fangans 2. Litli tónlistarmaðurinn 3. Heimþrá 4. Frostrósir Flytjendur Erla Þorsteins – söngur Haukur Morthens – söngur Hljómsveit Jörns Grauengård – Mogens Kilde – kontrabassi og gítar – Jörn Grauengård – gítar – Poul Godske – harmonikka, víbrafónn og píanó – Bjarne Rostvold – trommur, bongó trommur og slagverk…

Foss (1983-84)

Hljómsveitin Foss birtist haustið 1983 en hún hafði þá verið stofnuð upp úr tveimur öðrum sveitum, það voru þeir Ágúst Ragnarsson söngvari, hljómborðs- og gítarleikari og Jón Ólafsson bassaleikari sem komu úr Start en Ólafur J. Kolbeinsson trommuleikari og Axel Einarsson gítarleikari úr hljómsveitinni Swiss. Sveitin fór hratt af stað og fáeinum vikum eftur stofnun…

Fork (2002)

Hljómsveit að nafni Fork starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega í Hafnarfirði árið 2002. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit en þær eru af skornum skammti, þó liggur fyrir að nöfn meðlima hennar voru Helgi [?], Svanur [?] og Randver [?] – hugsanlega voru meðlimir hennar fleiri. Upplýsingar um föðurnöfn þeirra, hljóðfæraskipan og annað má senda…

Formalín (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Formalín og starfaði hugsanlega i Hveragerði, hvenær liggur þó ekki fyrir. Upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda Glatkistunni, hverjir skipuðu sveitina, hver hljóðfæraskipan hennar var, starfstími og annað sem hefur með sögu hennar að gera.

Formúla (1968-69)

Hljómsveitin Formúla starfaði á Fljótsdalshéraði, að öllum líkindum á Egilsstöðum á árunum 1968 og 69. Meðlimir Formúlu voru þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari, Magnús Karlsson bassaleikari og Daníel Gunnarsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu þessarar sveitar.

Fossbúar (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hvenær hljómsveit sem gekk undir nafninu Fossbúar starfaði en hún var starfrækt meðal starfmanna Steingrímsstöðvar við Ljósafoss í Grímsnesi. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Axelsson söngvari, Birgir Hartmannsson harmonikkuleikari, Stefán Böðvarsson [?] og Reynir Böðvarsson [?], ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri þeir tveir síðast nefndu léku. Fossbúar munu hafa…

Fossmenn (1968-69)

Hljómsveitin Fossmenn starfaði á Selfossi 1968 og 69 að minnsta kosti og var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri, þeir voru Kjartan Jónsson, Haukur Gíslason, Viðar Bjarnason og Þorsteinn Ingi Bjarnason. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var, hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni ellegar hversu lengi hún nákvæmlega starfaði en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni,…

Four beats (1966-67)

Four beats mun hafa verið skammlíf bítlahljómsveit, starfandi veturinn 1966 – 67 og kom hún fram opinberlega í nokkur skipti. Upplýsingar óskast sendast Glatkistunni um hverjir skipuðu þessa sveit, hljóðfæraskipan hennar og annað sem getur skipt máli.

Four ugly fellows (?)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirska bítlahljómsveit, þá væntanlega starfandi einhvern tímann um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, sem gekk undir nafninu Four ugly fellows (4 ugly fellows). Þar er átt við meðlima- og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma o.s.frv.

The Fourth crew (1993)

Hljómsveitin The Fourth crew var meðal sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93 sumarið 1993 en þar var m.a. blásið til tónleika þar sem neðanjarðartónlist var áberandi. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan hennar eða annað, og er því óskað hér með eftir þeim.

Fox voices (1983)

Hljómsveitin Fox voices vakti nokkra athygli sumarið og haustið 1983, bæði fyrir lipra spilamennsku en ekki síður fyrir að meðlimir sveitarinnar voru aðeins tíu og ellefu ára gamlir. Þrátt fyrir ungan aldur léku þeir félagar á tónleikum og á tónleikastöðum sem öllu jöfnu voru skipaðir fullorðnu fólki. Fox voices var tríó tveggja gítarleikara og trommuleikara…

Frakkar (1982-85 / 1988)

Hljómsveitin Frakkar starfaði um þriggja ára skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, lék funkskotið rokk og sendi frá sér eina breiðskífu. Sveitin náði þó aldrei að komast í fremstu röð í vinsældum og lognaðist smám saman útaf. Aðdragandi þess að hljómsveitin var stofnuð var sá að Þorleifur Guðjónsson bassaleikari hafði verið rekinn úr Egó haustið…

Frakkar – Efni á plötum

Frakkar – 1984 Útgefandi: Safarí records Útgáfunúmer: SAF001 Ár: 1983 1. Boogie man 2. Relax 3. Age‘s 4. New York 5. Maðurinn nefndur 6. Berlín 7. 1984 8. Armageddon 9. Pandora‘s box 10. Babylon Flytjendur: Mike Pollock – söngur Finnur Jóhannsson – gítar og raddir Þorleifur Guðjónsson – bassi, raddir og söngur Gunnar Erlingsson –…

Flúðakórinn [1] (1950-60)

Flúðakórinn hinn fyrri var einn af fjölmörgum kórum sem Sigurður Ágústsson í Birtingarholti í Hrunamannahreppi hafði með að gera en hann stofnaði kórinn árið 1950. Uppistaðan í kórnum sem var blandaður kór, var fólk úr Hrunamannahreppi. Um tíu manns skipuðu Flúðakórinn sem hlaut nafn sitt af því að kóræfingar fóru fram á Flúðum, hann þótti…

Flúðakórinn [2] (1973-83)

Flúðakórinn hinn síðari starfaði í áratug á árunum 1973 til 83 undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingarholti. Þetta var í grunninn sami kór og starfað hafði í Hrunamannahreppi um tveimur áratugum áður, sá kór hafði runnið inn í Söngfélag Hreppamanna 1960 en sá kór var nú hættur og söngþyrst fólk í hreppnum fýsti í kórsöng…

Flúr (1976-77)

Hljómsveitin Flúr starfaði á Akureyri árin 1976-77 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum dansleikjum. Sveitin, sem stofnuð var haustið 1976 var skipuð meðlimum á unglings aldri en þeir voru Viðar Örn Eðvarðsson gítarleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Steingrímur Óli Sigurðsson trommuleikari og Böðvar Grétarsson bassaleikari, allir sungu þeir nema Steingrímur. Sveitin lék á dansleikjum…

Flýra (1978-79)

Hljómsveitin Flýra starfaði í Réttarholtsskóla líklega veturinn 1978-79. Meðal meðlima sveitarinnar voru þau Björk Guðmundsdóttir söngkona, Kormákur Geirharðsson trommuleikari og Einar [?] bassaleikari en upplýsingar vantar um aðra og er hér með óskað eftir þeim.

Flækingar (1968-69)

Sönghópurinn Flækingar starfaði á árunum 1968 og 69, líklega í nokkra mánuði. Hópinn skipuðu þrír ungir menn og ein stúlka og sungu þau mestmegnis þjóðlög, Helga Steinsson og Lárus Kvaran voru meðal þeirra en upplýsingar vantar um hina tvo.

Flækingarnir (1990-91)

Hljómsveitin Flækingarnir starfaði um eitt ár 1990 og 91 og var mestan part starfstíma síns húshljómsveit á Hótel Íslandi, frá því um haustið 1990 til vors 91 en um sumarið lék sveitin á stöðum eins og Firðinum í Hafnarfirði og víðar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður Helgason trommuleikari og…

Folatollur (1988)

Hljómsveitin Folatollur var starfandi vorið 1988 og lék þá á skemmtun hestamanna á höfuðborgarsvæðinu, að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða – jafnvel setta saman fyrir þessa einu uppákomu. Meðlimir Folatolls voru þeir Bjarni Sigurðsson píanóleikari, Hafliði Gíslason söngvari, Jens Einarsson gítarleikari og söngvari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari, einnig mun Hinrik Ragnarsson…

Foreign country (1993)

Foreign country var ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sett saman fyrir útgáfu lags á safnplötunin Lagasafnið 1: Frumafl vorið 1993. Það voru þau Axel Einarsson, Þórir Úlfarsson, Pat Tennis, Dan Cassidy og Ruth Reginalds sem skipuðu Foreign country en ekki varð framhald á þessu samstarfi.

Forhúðarostur (2002)

Hljómsveit með hið smekklega nafn, Forhúðarostur, starfandi í Garðaskóla í Garðabæ árið 2002. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit en fyrir liggur að þrír meðlima hennar voru þeir Hlynur [?] trommuleikari, Ingi [?] gítarleikari og Árni [?] bassaleikari. Þeir þremenningar leituðu þá að söngvara sem helst gæti spilað á hljóðfæri líka en frekari upplýsingar…

Forboðin sæla (1993)

Hljómsveit að nafni Forboðin sæla starfaði, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu, vorið 1993 og lék þá á tónleikum. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, um starfstíma hennar, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem hentar umfjöllun um hana.

Fortíðardraugarnir (1996-98)

Fortíðardraugarnir var dúett sem oftar gekk undir nafninu Kúrekar norðursins (Cowboys of the north) en á árunum 1996 til 98 að minnsta kosti hafði hann þetta nafn. Meðlimir Fortíðardrauganna voru þeir Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) og Jón Víkingsson (Johnny King), þeir sungu báðir og léku á ýmis hljóðfæri en þegar þeir sendu frá sér…

Fortíðardraugarnir – Efni á plötum

Fortíðardraugarnir – …meika það Útgefandi: Jón Gunnhallsson Útgáfunúmer: SHJ 003 Ár: 1998 1. Meika það 2. Land Rover-maður 3. Komdu í partý 4. Þjáning 5. Honky tonk man 6. Þankar 7. Tinarinn 8. Leave me alone 9. Times goes by 10. Eitt kántrýlag 11. Why 12. Feiti dvergurinn 13. Blindi maðurinn Flytjendur: Sigurður Helgi Jóhannsson…

Fóstbræður [3] (1997-2001)

Grínþættirnir Fóstbræður nutu mikilla vinsælda í sjónvarpi í kringum síðustu aldamót og má segja að þeir hafi mótað að nokkru leyti húmor heillar kynslóðar hér á landi. Framleiddar voru fimm seríur af Fóstbræðrum. Upphaf þáttanna má rekja til þess að sjónvarpsstöðin Stöð 3 leitaði til þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr til að gera grínþætti…

Fóstbræður [3] – Efni á plötum

Fóstbræður – Fóstbræður Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 247 Ár: 2001 1. Fóstbræðrastef 2001 2. Helgi persónulegi trúbadorinn – Óður til fjölskyldu minnar 3. Amfetamín sterar 4. Mogo Jacket – Dangerous girls 5. Trekant 6. Siggi – Ég tralla fyrir þig 7. Boccia þjálfarinn 8. Helgi persónulegi trúbadorinn – Árni 9. Kemur lykt af þér? 10.…

Formaika (1990-91)

Hljómsveitin Formaika starfaði í rétt tæplega tvö ár í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar og náði á þeim tíma að senda frá sér eina smáskífu. Formaika var stofnuð í ársbyrjun 1990 og voru meðlimir hennar Einar Pétur Heiðarsson trommuleikari, Karl Ægir Karlsson bassaleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Vernharður Jósefsson gítarleikari. Sveitin sem lék…

Formaika – Efni á plötum

Formaika [ep] Útgefandi: Formaika Útgáfunúmer: LYN 22523 Ár: 1991 1. King of soul 2. Lasy dazy man Flytjendur: Einar Pétur Heiðarsson – trommur Ottó Davíð Tynes – söngur og gítar Vernharður Jósefsson – gítar Karl Ægir Karlsson – bassi Hörður Bragason – hljómborð  

Flott öðru hvoru (1990)

Hljómsveit sem bar nafnið Flott öðru hvoru starfaði í Borgarnesi vorið 1990 og kom þá fram á á M-hátíð sem haldin var í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar voru Lárus Már Hermannsson söngvari og trommuleikari, Ríkharður Mýrdal Harðarson bassaleikari, Baldur Kristinsson hljómborðsleikari og Brandur [?] gítarleikari. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.

Flo´ (1993-97)

Dúóið Flo´ (einnig ritað einfaldlega Flo) vakti nokkra athygli vorið 1996 þegar það var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar en þeir munu hafa verið fyrsta technosveitin sem birtist þar, léku það sem var skilgreint sem ambient skotið techno. Það voru þeir Jóhannes Árnason og Björn Ófeigsson sem skipuðu Flo´ en þeir höfðu byrjað að vinna…

Flood (2000)

Hljómsveitin Flood starfaði um aldamótin og lék þá melódískt kristilegt rokk. Engar upplýsingar er að finna um hvenær Flood var stofnuð en fyrstu heimildir er að finna um sveitina þegar hún lék á samkomu sem haldin var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmælinu sumarið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni…