Garðar Cortes (1940-)

Óhætt er að segja að óperusöngvarinn Garðar Cortes sé í fremstu röð tónlistarfólks á Íslandi á tuttugustu öldinni en hann hefur komið að íslensku tónlistarlífi frá mörgum hliðum sem kórstjórnandi, óperusöngvari, hljómsveitastjóri, óperustjóri, söngskólastjóri og jafnframt stofnandi hljómsveita, kóra, tónlistarskóla og óperu. Hann fórnaði frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér…

Garðar Cortes – Efni á plötum

Garðar Cortes og Krystyna Cortes – Íslenzk einsöngslög I Útgefandi: Trygg recordings Útgáfunúmer: TRG 77004 Ár: 1977 1. Rósin 2. Vorgyðjan 3. Heimir 4. Kata litla í Koti 5. Kveldriður 6. Sofðu, sofðu góði 7. Ég lít í anda liðna tíð 8. Lindin 9. Mánaskin 10. Bikarinn 11. Í dag 12. Íslenskt vögguljóð á hörpu…

Gammar [1] (1975)

Söngkvintett á Akureyri starfaði árið 1975 undir nafninu Gammar og kom þá fram í sjónvarpsþætti síðsumars en hafði mánuðina á undan komið fram á nokkrum söngskemmtunum nyrðra. Óskað er eftir upplýsingum um Gamma, meðlimi kvintettsins og starfstíma.

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…

Gammar [2] – Efni á plötum

Gammar [2] – Gammar Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 131 Ár: 1984 1. Gammadans 2. Taktu sex 3. Fuglinn 4. Mistur 5. Óðurinn 6. Gjálfur 7. Bláa skóflan 8. Litla stúlka Flytjendur: Björn Thoroddsen – gítar Þórir Baldursson – rafpíanó, orgel og hljómborð Stefán S. Stefánsson – flauta og saxófónar Steingrímur Óli Sigurðarson – trommur og…

Gammel dansk (1992-2012)

Erfitt er að finna neinar haldbærar upplýsingar um hljómsveit úr Borgarnesi sem bar nafnið Gammel dansk (Gammeldansk) en sú sveit starfaði í ríflega tvo áratugi með hléum af því er virðist, í kringum aldamótin 2000. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá því um 1992 og þær yngstu síðan 2012, sveitin gæti þó hafa…

Gallon (1979-80)

Hljómsveit að nafni Gallon starfaði á Skagaströnd árin 1979 og 80 og lék þá á Húnavöku, hugsanlega starfaði hún lengur. Fyrir liggur að Hallbjörn Hjartarson var í þessari sveit og hefur þá væntanlega sungið en ekki er að finna upplýsingar um aðra meðlimi Gallons, óskað er eftir upplýsingum um þá.

Gamlir Fóstbræður (1959-)

Karlakórinn Gamlir Fóstbræður (einnig stundum nefndur Eldri Fóstbræður) hefur verið starfandi um árabil og hefur verið í senn félagasskapur og kór karlmanna sem komnir eru af léttasta skeiðinu. Svo virðist sem eldri kórfélagar hafi verið að syngja saman frá því um 1955 en Gamlir Fóstbræður voru stofnaðir formlega haustið 1959 upp, uppistaðan í kórnum voru…

Gancía (1979-80)

Ísfirska hljómsveitin Gancía var starfrækt í lok áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1979 og 80. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1979 og voru meðlimir hennar þá Ásthildur Cesil Þórðarsdóttir söngkona, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari [?], Halldór Halldórsson (eða Guðmundsson) trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari [?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gancía…

Garðar Karlsson [1] (1942-2011)

Flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) var kunnur gítarleikari á sjöunda áratug liðinnar aldar og starfaði þá með nokkrum danshljómsveitum. Þekktustu sveitirnar sem hann lék með voru Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Svavars Gests og Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en með þeim lék hann inn á fjölmargar vinsælar plötur sem söngvarar eins og Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms Helena…

Garðar Karlsson [2] (1947-2001)

Garðar Karlsson var tónlistarmaður sem starfaði mestmegnis á Norðurlandi, mest í Eyjafirðinum en einnig í Mývatnssveit, ein plata liggur eftir með tónlist hans en hún var gefin út að honum látnum. Garðar (f. 1947) lærði húsgagnasmíði og starfaði við það fag framan af, t.d. sem smíðakennari en hann aflaði sér síðan kennslu- og skólastjóraréttinda og…

Garðar Karlsson [2] – Efni á plötum

Hulda Björk Garðarsdóttir og Óskar Pétursson – Vorperla: sönglög Útgefandi: Hulda Björk Garðarsdóttir Útgáfunúmer: GK01 Ár: 2003 1. Litli vinur 2. Endurfæðing 3. Berið mig, vindar, burt 4. Sá brúni 5. Vorperla 6. Una 7. Ég vildi að ég væri 8. Gestaboð 9. Dimma nótt 10. Vögguljóð 11. Í tunglsljósi Flytjendur: Hulda Björk Garðarsdóttir –…

Garðar Þorsteinsson (1906-79)

Séra Garðar Þorsteinsson (1906-79) var kunnur söngmaður og stjórnandi fyrir miðbik síðustu aldar. Hann fæddist á Akureyri 1906 en flutti ungur með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp, eftir stúdentspróf lauk hann guðfræðiprófi og fór síðan erlendis til framhaldsnáms og nam þá söng en hann hafði þá þegar einnig lært söng hér heima,…

Galdrakarlar (1975-83)

Hljómsveitin Galdrakarlar starfaði um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, sveitin var lengi húshljómsveit í Þórscafé og kom hún við sögu á fáeinum plötum. Galdrakarlar voru stofnaðir haustið 1975 upp úr hljómsveitinni Bláberi en hún kom fyrst fram opinberlega í febrúarmánuði 1976 og vakti þá einkum athygli fyrir skemmtilega spilamennsku, fjölhæfni…

Galdrakarlar – Efni á plötum

Kári P – Vælferðarvísur Útgefandi: Havnar Jazzfelag / Tutl Útgáfunúmer: HJF 5 / HJF 5 Ár: 1978 / 1991 1. Kalli Katt 2. Sálarhirdin 3. Hvørvisjónin 4. Tjóðsangur fyri hina helvtina 5. Herluf 6. Sangur um flyting 7. Góðborgara-shuffle 8. Verkamaður allra landa 9. Bara tú riggar 10. Andvera 11. Tarsanskvæði 12. Ameríkakvæði 13. Lagarliga…

Galgopar (1990-94)

Galgopar var söngflokkur starfandi á Akureyri á árunum 1990-94 og naut nokkurra vinsælda í heimabyggðinni og nærsveitunum. Galgopar komu fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1994 og var ýmist sagður vera kvartett eða kvintett. Upphaflega voru þeir fjórir talsins, Vilberg Jónsson (fyrsti bassi), Þorsteinn Jósepsson (annar bassi), Stefán Birgisson (annar tenór) og Óskar Pétursson (fyrsti tenór)…

Gabríel [3] (1990)

Blúshljómsveitin Gabríel kom fram í nokkur skipti árið 1990 á höfuðborgarsvæðinu en meðlimir sveitarinnar komu víða að af landsbyggðinni. Meðlimir Gabríels voru Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari, Björn Árnason bassaleikari, Leó Torfaon gítarleikari og Vignir Daðason söngvari. Sveitin virðist hafa verið fremur skammlíf.

G.P. kvintett (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um G.P. kvintettinn sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1970. Ekki liggur fyrir hverjir meðlimir sveitarinnar voru en söngkonan Kristbjörg Löve (Didda Löve) söng með henni.

Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilberts mun hafa tekið gítarnum…

Gabríel [2] (1990)

Árið 1990 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Gabríel. Meðlimir þessarar sveitar voru Guðni Bragason bassaleikari, Jón Ingólfsson hljómborðsleikari og Elvar Bragason gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Upplýsingar óskast þ.a.l. um þá.

Gagn og gaman [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Útgáfufyrirtækið Gagn og gaman starfaði um skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og sendi þá frá sér tvær plötur. Gagn og gaman var stofnað sumarið 1976 og var hugsað sem eins konar félag eða klúbbur þar sem fólk keypti sig inn með tveggja ára gjaldi og fékk þá afurðir útgáfunnar á góðum kjörum,…

Galíleó (1989-959

Hljómsveitin Galíleó var nokkuð áberandi á ballmarkaðnum í kringum 1990, sendi frá sér nokkur lög á safnplötum en lognaðist svo útaf án frekari afreka, tíð mannaskipti einkenndu sveitina. Galíleó var stofnuð haustið 1989 og hóf að leika opinberlega fljótlega upp úr áramótum 1989-90. Meðlimir voru í upphafi þeir Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rafn Jónsson trommuleikari, Hjörtur…

Gallerí (1989)

Akureyska hljómsveitin Gallerí var skammlíf sveit en hún starfaði haustið 1989 og var stofnuð upp úr Helenu fögru sem þá hafði verið starfandi um nokkurra ára skeið nyrðra. Meðlimir Gallerís voru þeir Ari Baldursson hljómborðsleikari, Albert Ragnarsson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari, Geir Rafnsson trommuleikari og Júlíus Guðmundsson söngvari Líklega starfaði sveitin ekki út árið.

Ornamental (1986-89)

Ornamental var hálfgildings fjölþjóðlegt verkefni sem hafði alla burði til að ná alþjóðlegum vinsældum en sveitin lognaðist útaf áður en hún fór almennilega af stað. Ornamental byrjaði sem samstarf þeirra Hilmars Arnar Hilmarssonar og Einar Arnar Benediktssonar sem vorið 1986 datt í hug að búa til eins konar diskóskotna tónlist án þess þó að vera…

Ornamental – Efni á plötum

Ornamental – No pain [ep] Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: GRAMM 28 Ár: 1987 1. No pain 2. No pain #2 (Short mix) 3. Le Sacré d‘Hiver 4. No pain (Get ready mix) Flytjendur: Dave Ball – [?] Hilmar Örn Hilmarsson – [?] Rose McDowall – söngur Einar Örn Benediktsson – söngur og trompet Skytturnar [1]: kyrrlát…

G.J. tríóið (1961-63)

G.J. tríóið sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék á dansstöðum Reykjavíkurborgar, Ingólfscafé og Silfurtunglinu á árunum 1961-62, einkum yfir vetrartímann. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meðlimi tríósins eða hvað G.J. stendur fyrir en söngvarar með sveitinni voru þau Oddrún Kristófersdóttir, Sigurður Ólafsson og Björn Þorgeirsson.

Oz artists (1997-98)

Tónlistarmennirnir Þórhallur Skúlason og Aðalsteinn Guðmundsson skipuðu dúettinn Oz artists en þeir hófu að gera eins konar teknótónlist árið 1997 undir því nafni, báðir hafa verið virkir í raftónlistarsenunni og starfað undir ýmsum nöfnum auk þess að fást við hliðartengd verkefni s.s. útgáfu o.fl. Oz artists sendu fyrst frá sér fjögurra laga ep-plötuna The Zone…

Oz artists – Efni á plötum

Oz artists – The Zone [ep] Útgefandi: Oz interactive inc. Útgáfunúmer: Z12002 Ár: 1997 1. Art of wrestling 2. Other exercises 3. As if the living were moving 4. Target for tampax advertising Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]   Oz artists – K-Kort [ep] Útgefandi: Uni:form recording Útgáfunúmer: uni02 Ár: 1998 1. Debetkort 2. Sparkkort…

The Outrage (1996-98)

Drum‘n bass sveitin The Outrage keppti tvívegis í Músíktilraunum og vakti töluverða athygli fyrir tónlist sína rétt fyrir aldamótin. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og var í upphafi dúett þeirra Halldórs Hrafns Jónssonar og Brynjars Arnar Ólafssonar sem báðir notuðu tölvur við tónsköpun sína. Þeir félagar voru fyrst í rave-tónlistinni en síðan þróaðist tónlist þeirra…

The Outrage – Efni á plötum

The Outrage – Voices inside my head Útgefandi: Shadowlands Útgáfunúmer: SL – OUTR 001 Ár: 1997 1. Voices inside my head 2. Technetium 3. Shot in the dark 4. The twilight zone 5. Expand your mind 6. Complete darkness Flytjendur: Halldór Hrafn Jónsson – [?] Gísli K. Björnsson – [?] Þórhallur Gísli Samúelsson – [?]…

Ozon [1] (1989-90)

Hljómsveitin Ozon starfaði á Selfossi 1989 og 90. Meðlimir sveitarinnar voru Jónas Már Hreggviðsson [?], Hreinn Óskarsson [?], Guðjón Ólafsson [?] og Ingólfur [?] trommuleikari. Frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

G.B. kvartett [2] (um 1970)

Óskað er upplýsinga um hljómsveitina G.B. kvartett sem starfaði í kringum 1970 en Anton Kröyer mun hafa verið einn meðlima hennar, ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana eða hvenær hún starfaði nákvæmlega.

G.B. kvartettinn (1954)

G.B. kvartettinn var starfandi haustið 1954 og var að öllum líkindum hljómsveit fremur en söngkvartett. Sveitin lék stúdentalög en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu hana eða um hljóðfæraskipan hennar.

G.H.G. tríó (um 1955-60)

G.H.G. tríóið var starfrækt um og eftir 1955 í Húnavatnssýslu en spilaði fremur stopult enda bjó þá Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari sem var einn meðlima, sunnan heiða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi G.H.G. tríósins en óskað er eftir þeim hér með.

G.B. kvartett [1] (1965)

Hljómsveit sem bar heitið G.B. kvartett lék á áramótadansleik á skemmtistaðnum Glaumbæ um áramótin 1965-66. Svo virðist sem sveitin hafi aðeins leikið í þetta eina skipti og því líklegt að hún hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þennan viðburð og G.B. standi því jafnvel fyrir Glaumbæ. Engar upplýsingar finnast um meðlimi sveitarinnar en Janis Carol…

G.K. tríóið (1955)

G.K. tríóið var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu árið 1955 en upplýsingar um sveitina eru af afar skornum skammti. Tríóið gæti einnig hafa verið starfandi 1952 og þá innihaldið píanóleikarann Magnús Ingimarsson ungan að árum.

Ormarslónsbræður (um 1930-50)

Bræðurnir Jóhann Óskar og Þorsteinn Pétur Jósefssynir frá Ormarslóni í Þistilfirði voru landsþekktir harmonikkuleikarar á fyrri hluta síðustu aldar en þeir bræður léku á dansleikjum og héldu tónleika víða um land. Jóhann (f. 1911) var öllu þekktari en hann varð fyrstur til að gefa út harmonikkuplötu hér á landi (1933), sú plata var einnig tímamótaverk…

Org í A (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Org í A var starfrækt líklega í kringum 1980. Fyrir liggur að gítarleikarinn Bergþór Morthens var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, og er hér með óskað eftir þeim.

Organistablaðið [fjölmiðill] (1968-95 / 2000)

Organistablaðið kom út í fjölmörg ár og var málgagn organista á Íslandi en blaðið kom út nokkuð samfleytt á árunum 1968 til 95. Stofnað var til blaðsins árið 1968 af Félagi íslenskra organleikara (síðar organista) og segir í inngangsorðum fyrsta tölublaðsins að því væri ætlað að vera málgagn organista, tengiliður milli þeirra og fólksins í…

Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Orion [1] – Efni á plötum

Haukur Morthens – P E P / Þér ég ann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 236 Ár: 1957 1. P E P 2. Þér ég ann Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Orion kvartettinn: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Haukur Morthens – Halló… skipti… / Lagið hans Guðjóns [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer:…

Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Ormétinn (1996)

Keflvíska hljómsveitin Ormétinn tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en varð þar lítt ágengt og komst ekki í úrslit keppninnar þrátt fyrir fremur jákvæða umsögn í Morgunblaðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Már Frímannsson bassaleikari, Ingi Þór Ingbergsson gítarleikari, Þórarinn Karlsson söngvari og Jóhann D. Albertsson trommuleikari. Sveitin virðist hafa verið skammlíf.

Orion [2] – Efni á plötum

Orion – Orion & Sigrún Harðardóttir [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CBEP 25 Ár: 1969 1. Enginn veit 2. Stef úr “The family way” 3. Litla lagið 4. Þriðji maðurinn 5. Kveðjan Flytjendur: Eysteinn Jónasson – bassi Stefán Jökulsson – trommur og slagverk Snorri Snorrason – gítar Sigurður Snorrason – gítar og klarinett [?] Sigrún Harðardóttir…

Orion [3] (um 1980)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eða eftir 1980, undir nafninu Orion. Meðlimir Orion léku saman í mörg ár undir ýmsum nöfnum s.s. Just now, Band nútímans og Antarah og var yfirleitt nokkurn veginn sami kjarninn í þessu sveitum en ekki liggur fyrir nákvæmlega hverjir skipuðu sveitina undir þessu nafni og er því óskað eftir þeim.

Orlando Careca (1999-)

Raftónlistarmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson á sér nokkur aukasjálf eins og svo margir í þeim geira tónlistarinnar, Orlando Careca er eitt þeirra en það nafn notaði hann nokkuð í kringum aldamótin. Orlando Careca var á mála hjá 66 Degrees records sem var undirmerki Thule records en að minnsta kosti þrjár smáskífur komu út með honum á…

Orlando Careca – Efni á plötum

Orlando Careca / The Cosmonut – Just for tonight [ep] Útgefandi: 66 Degrees records Útgáfunúmer: 66D04 Ár: 2000 1. Just for tonight (feat. Blake) 2. Stars in your eyes 3. I‘m a sexmachine 4. A little bit of love 5. Ceramic Flytjendur: Jónas Þór Guðmundsson – [?] Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Magnús Jónsson – [?]…

OSL (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið OSL og var að öllum líkindum starfandi í Vestmannaeyjum 1998, sveitinni brá þá fyrir í tónlistardagskrá þjóðhátíðar um verslunarmannahelgina. Þessar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Ottó [2] (1989-91)

Á Blönduósi var um tíma starfandi hljómsveit sem kallaðist Ottó, þessi sveit lék á árlegum áramótadansleikjum á staðnum á árunum 1989-91 en ekki er ljóst hvort hún var starfandi á öðrum tímum ársins. Upplýsingar um það sem og um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar má gjarnan senda Glatkistunni.