Móa [2] (1996-98)

Á árunum 1996 til 98 starfrækti Móeiður Júníusdóttir hljómsveit sem lék með henni víða hér heima og erlendis en hún var þá að eltast við frægðardrauma erlendis. Sveitin bar að öllum líkindum nafn hennar og voru meðlimir hennar auk Móeiðar þeir Hjörleifur Jónsson trommuleikari, Kristinn Júníusson bassaleikari, Haraldur [?] Bergmann hljómborðsleikari, og Sveinbjörn Bjarki Jónsson…

Mosi frændi (1985-88 / 2009-)

Hljómsveitin Mosi frændi átti einhvern eftirminnilegasta sumarsmell sem komið hefur út á Íslandi, lagið sem varð feikivinsælt mun þó ekki hafa öðlast vinsældir sínar fyrir gæði hljómsveitarinnar eða spilamennskunnar heldur miklu fremur fyrir hið gagnstæða en sveitin sem mætti skilgreina sem pönksveit, þótti óvenju illa spilandi. Mosi frændi hafði verið stofnuð haustið 1985 innan veggja…

Mosi frændi – Efni á plötum

Mosi frændi – Susy Creamcheese for president: Sandý Saurhól [snælda] Útgefandi: Vandamannaútgáfur Útgáfunúmer: Vandvid 01 Ár: 1987 1. Where have all the flowers gone? 2. Let the music play 3. Rainy night in Georga 4. Mosi frændi á útihátíð 5. Wild thing 6. Hello 7. Rose blue 8. Herbergið mitt, stíll eftir Sveinbjörgu Davíðsdóttur, 13…

Mímir (1997-98)

Bræðingssveitin Mímir vakti nokkra athygli er hún tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998, en hún komst þar í úrslit. Meðlimir Mímis voru þeir Kristján Orri Sigurleifsson bassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Hannes Helgason hljómborðsleikari og Sverrir Þór Sævarsson trommuleikari. Þrátt fyrir að skipa sér ekki meðal þeirra þriggja efstu í Músíktilraununum hlutu þeir viðurkenningar fyrir besta…

Moly pasta (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Moly pasta var starfrækt á Akureyri árið 1985, hugsanlega lengur en þá var sveitin meðal þeirra sem kepptu í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Ásmundsson [?], Kristinn Valgeir Einarsson [trommuleikari?] og Sigurjón Baldvinsson [gítarleikari?] en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari…

Mono kvartett (1965-66)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1965 og 66, og bar heitið Mono eða Mono kvartett, einnig ritað Mónó. Sveitin var úr Reykjavík en lék engu að síður tvívegis um verslunarmannahelgar að Bjarkalandi í Reykhólasveit.

Mono system (1964-65)

Hljómsveitin Mono system (Monosystem) var eins konar skólahljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni veturinn 1964-65. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Stefán Ásgrímsson gítarleikari, Jens Þórisson gítarleikari, Páll V. Bjarnason hljómborðsleikari og Guðmundur Harðarson trommuleikari. Mono system lék á dansleikjum og öðrum samkomum mestmegnis innan ML og annarra skóla í héraðinu þennan vetur, en…

Monotone (1998)

Monotone var rafdúett starfandi 1998 en það haust átti sveitin tvö lög á safnplötunni Neistum sem Sproti gaf út. Meðlimir Monotone voru þeir Hjörvar Hjörleifsson og Halldór Kristinn Júlíusson en þeir fengu til liðs við sig á Neistum söngkonuna Rósu Birgittu Ísfeld og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikara. Svo virðist sem Monotone hafi starfað stutt.

The Monster (um 1970)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið The Monster (jafnvel The Monsters) en hún mun hafa verið skipuð ungum hljóðfæraleikurum á grunnskólaaldri fyrir eða í kringum 1970. Meðal meðlima sveitarinnar var Þorsteinn Magnússon gítarleikari en upplýsingar vantar um aðra Monster-liða, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar.

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

Moondogs (1996)

Moondogs var rokksveit sem hefur eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á, nafnaskírskotun til Bítlanna, sveitin var starfandi árið 1996 og það sama ár átti hún lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ólafsson bassaleikari, Þrándur Rögnvaldsson trommuleikari og Ófeigur Sigurðsson hljómborðsleikari. Einnig var…

Morbid silence (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dauðarokkssveitina Morbid silence sem litlar sem engar heimildir finnast um. Sveitin starfaði sumarið 1991 og lék þá á Porthátíð Útideildar en annað er ekki að finna um hana, óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, svo eitthvað sé nefnt.

Morð [1] (1995)

Hljómsveitin Morð starfaði á Seyðisfirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, hugsanlega þó aðeins árið 1995. Sveitin keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir hennar þá Páll Jónasson gítarleikari, Gísli Þrastarson gítarleikari og söngvari, Kári Kolbeinsson trommuleikari, Ólafur Örn Pétursson söngvari og Logi Hallsson bassaleikari og söngvari. Morð komst ekki í úrslit…

Model (1987-88)

Hljómsveitin Model var skammlíft afsprengi Mezzoforte en naut mikilla vinsælda þann stutta tíma sem hún starfaði þrátt fyrir að hún væri ekki allra. Model var sett saman í kjölfar þess að Mezzoforte liðarnir Friðrik Karlsson gítarleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari sendu í félagi við Birgi Bragason lagið Lífið er lag í undankeppni Eurovision vorið 1987,…

Model – Efni á plötum

Model – Lífið er lag [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1520 Ár: 1987 1. Lífið er lag 2. Lífið er lag (instrumental) Flytjendur: Friðrik Karlsson – gítar Gunnlaugur Briem – trommur Edda Borg – hljómborð og raddir Eiríkur Hauksson – söngur og raddir Erna Þórarinsdóttir – söngur og raddir Eva Ásrún Albertsdóttir – söngur og…

Mjöll Hólm – Efni á plötum

Mjöll Hólm – Jón er kominn heim / Ástarþrá [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 562 Ár: 1971 1. Jón er kominn heim 2. Ástaþrá Flytjendur: Mjöll Hólm – söngur erlendir hljóðfæraleikarar – allur hljóðfæraleikur     Mjöll Hólm – Mamy blue / Lífið er stutt [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 566 Ár: 1972 1. (Ég…

Mjölnir (1993-97)

Litlar og haldbærar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Mjölni (sem er að öllum líkindum sama sveit og bar nafnið Þór og Mjölnir) en sveitin átti tvö lög á safnplötunum Lagasafnið 4 (1993) og Lagasafnið 6 (1997). Á fyrrnefndu safnplötunni skipa sveitina þeir Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Þórir…

Mjöll Hólm (1944-)

Mjöll Hólm er líklega sú söngkona hérlendis sem hefur átt hvað lengstan söngferil en hún hefur sungið opinberlega frá árinu 1959 til dagsins í dag, svo gott sem samfleytt. Mjöll hefur sent frá sér tvær stórar plötur og tvær litlar en frægast laga hennar er án nokkurs vafa stórsmellurinn Jón er kominn heim sem hefur…

MK kvartettinn (1981-)

MK kvartettinn var afsprengi líflegs tónlistarlífs í Menntaskólanum í Kópavogi en hann starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar, kvartettinn var síðan endurvakinn á tíunda áratugnum og aftur á nýrri öld svo varla er hægt að segja að han hafi hætti starfsemi. MK kvartettinn var stofnaður árið 1981 (önnur heimild segir 1982)…

MMT (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið MMT og starfaði í Hafnarfirði um eða fyrir 1990. Allar upplýsingar má senda Glatkistunni um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og líftíma.

Moð (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Moð, hvenær sveitin starfaði, hversu lengi, hvar, hverjir skipuðu hana og hver hljóðfæraskipan hennar var.

Moðfisk (1996-97)

Hljómsveitin Moðfisk úr Keflavík virðist hafa starfað í um tvö ár um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en hennar er fyrst getið í fjölmiðlum vorið 1996 þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Karl Óttar Geirsson trommuleikari, Jón Björgvin Stefánsson gítarleikari, Guðmundur Bjarni…

Moðfisk – Efni á plötum

Moðfisk – Neðansjávar Útgefandi: RYMUR Útgáfunúmer: CD 013 Ár: 1996 1. K 2. Bjóddu ekki gestum 3. Engilbert 4. Morðhósti 5. Kabramm 6. Klausen böstar bötlerinn 7. Fisksköp 8. K (sub-contra dirty drums remix) Flytjendur: Guðmundur Bjarni Sigurðsson – söngur, hljómborð, slagverk, gítar og raddir Karl Óttar Geirsson – söngur, slagverk og trommur Jón Björgvin…

Molar (1965)

Hljómsveitin Molar var bítlasveit skipuð ungum tónlistarmönnum um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem sveitin hafi komið fram á sjónarsviðið í byrjun árs 1965 og starfað fram að mánaðamótum ágúst – september undir því nafni en þá breyttu þeir nafni hennar í Strengi. Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu Mola, Snæbjörn Kristjánsson bassaleikari…

Moðhaus (1997-2001)

Breiðhyltska hljómsveitin Moðhaus var stofnuð 1997, stofnmeðlimir voru þeir Þorsteinn Kristján Haraldsson bassaleikari og Arnar Ingi Viðarsson trommuleikari en fljótlega bættist Trausti Laufdal söngvari og gítarleikari í hópinn, Magnús Kjartan Eyjólfsson gítarleikari kom síðastur inn. Sveitin kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið árið 1998 þegar hún keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, í kjölfarið átti…

Moldrok (1974-75)

Hljómsveitin Moldrok starfaði í nokkra mánuði veturinn 1974-75 en dó drottni sínu áður en hún næði að láta til sín taka af einhverri alvöru. Sveitin var stofnuð síðsumars 1974 upp úr Gaddavír en flestir meðlimir sveitarinnar höfðu verið í henni, þeir voru Bragi Björnsson bassaleikari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Þorkell Jóelsson trommuleikari (allir úr Gaddavír),…

Piparmeyjar-vínarkrus

Piparmeyja-vínarkrus Lag / texti: Guðjón Matthíasson / Byggur Blái [dulnefni] Ég held ungar stúlkur ættu, að því vel að gá, enga angurapa í sig láta ná. Þótt þeir fagurt talað geti og góðu lofað mey. Best er vörn í blíðu og stríðu bara að segja nei. Veist er best í veröldinni að vera piparmey. Þegar…

Ég minnist þín

Ég minnist þín Lag / texti: írskt þjóðlag / Ásmundur Jónsson Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert bros,…

Bjössi á Hól

Bjössi á Hóli Lag / texti: erlent lag / Jónas Jónsson Hann bað mín um daginn hann Bjössi á Hól, og bauð að gefa mér silkikjól, og alls kyns léreft, svo undrafín, sem afbragð væru í rikkilín, og silfurbelti og sumarskó, og sélegt albúm frá Jóni Ó., og ótal slifsi og eikarskrín, ef yrði ég…

Stýrimannavals

Stýrimannavals Lag og texti Guðjón Matthíasson Á sjóinn ég ræ og fiskinn ég fæ, fellur nú aldan há. Ég stýri í stjór og stefnuna tek strandlengjunni frá. Er dimm verður nótt og dagurinn dvín dapur ég hugsa til þín. Mín hugljúfa mær, mín heillandi dís, heima þú bíður mín. En nú skal ég syngja sjómannasöng,…

Lágnætti

Lágnætti Lag / texti: Karl O. Runólfsson / Þorsteinn Halldórsson Lágnættið hjúpast um hljóða storð, hrundið er dagsins glaumi. Blærinn er þýður, sem ástarorð, andvarpar fold í draumi. Vak þú nú með mér vina kær, við skulum tala í hljóði. Komdu nú til mín, komdu mær, hvísla ég að þér ljóði. [m.a. á plötunni Guðmundur…

Vorljóð

Vorljóð Lag / texti: Halldór Gylfason / Þorkell Heiðarsson Eftir gleðisnauðar nætur ó það var svo býsna gott. Að brölta loks á sínar fætur og aka síðan í skyndi á brott. Hitti í bænum stúlku fagra, inn í bifreið mína bauð. Horfði á síðu hennar magra innst í brjósti eldur sauð. Á vorin þegar laukar…

Til í stuðið

Til í stuðið Lag og texti: Halldór Gylfason og Freyr Eyjólfsson Ég stirður er af streði, stressið er að drepa mig. Alla vikuna beðið eftir því að hitta þig. Freðinn í frystihúsi, föstudagur er í nánd. Ég kveiki á útvarpinu, mér heyrist þetta vera vor sánd. Til í stuðið, fengitími er í nánd. Nú kveð…

Kveðjuvals

Kveðjuvals Lag / texti: Halldór Gylfason / Þorkell Heiðarsson Lífið aftur áfram bifast eftir að við hættum að skrifast á. Það var svo gaman þá. Kenndir mér svo margt að meta, lífsveginn ég aftur feta einn. Það fylgir mér ei neinn. Hvers virði er sól og hiti. Ég segi ekki orð af viti í örmum…

Eins og vera ber

Eins og vera ber Lag og texti Stefán Már Magnússon Ég er lágvaxinn ofursti á eftirlaunum, er góður í darti og kann að halda partí. Var eitt sinn áhugaheimspekingur en er það ekki lengur. Ertu frá þér drengur. Ég lifi hátt og ég lifi vel og fé mitt er falið meira en ég get talið.…

Eyðiland

Eyðiland Lag / texti: Halldór Gylfason og Freyr Eyjólfsson Lestin full af ýsu. Langaði alla í skvísu er við komum í land. Rakspíraglösin tæmdum og við hvorn annan gældum er við komum í land. Áhöfnin á Hnefanum hún ætlar að skemmta sér með nokkra tugi gallona af séniver. Ef við lendum í basli og þorpsbúar…

Við bjóðum góða nótt

Við bjóðum góða nótt Lag / texti: Bjarni Böðvarsson / Ágúst Böðvarsson Við bjóðum góða nótt, á meðan húmið sig hjúpar hljótt, lát söngs ljúfa mál, strengja stál, stilla sál. Lát söngsins enduróm yrkja í hjartanu fögur blóm, það skapar lífinu léttan dóm. Nú hljóðnar harpan mín heim til þín, kveðju ber. En brátt með…

Það er bara þú

Það er bara þú Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson Það er bara þú, bara þú sem ég þrái, það er bara þú sem ég þrái að ég fái. Strax og ég leit þig fyrst, varð lífið svo blítt og bjart, og bros þitt fyrirheit mér gaf um svo ótal margt. Og mundu:…

Ég bíð við bláan sæ

Ég bíð við bláan sæ Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson (bankamaður) Ég bíð við bláan sæ, ein í blíðum sunnanblæ. Brátt mun bátur þinn birtast, vinur minn. Hann skríður létt til lands yfir ljósan bárufans, heim til mín – til mín, – heim til mín. Heyr mig hlýi blær – til hans…

Ef leiðist mér heima

Ef leiðist mér heima Lag / texti: erlent lag / Ágúst Böðvarsson Ef leiðist mér heima, ég labba ofan á tjörn og leik mér þar um stund á skautum. En þar eru karlmenn, kvenfólk og börn, að kasta af sér dagsins þrautum. Þar æskan er glaðvær og athafnagjörn, hún er í leit að förunautum. Ef…

Við brunninn bak við hliðið / Linditréð

Við brunninn bak við hliðið / Linditréð Lag / texti: erlent lag / Þórður Kristleifsson Við brunninn bak við hliðið stóð blaðkrýnt linditré. Í forsælu þess fann ég svo friðsælt draumavé, og ástamálin áður, ég inn í börk þess skar, í hryggð og heitri gleði, minn hugur dvelur þar. En seinna á sömu slóðum á…

Í túni sátum saman

Í túni sátum saman Lag / texti: Freyr Eyjólfsson og Þorkell Heiðarsson Í túni sátum saman, það var sól og svaka gaman. Hún skein svo heitt, við vorum sem eitt. Kinn við kinn er þú spurðir um Finn. Já, hvar er Finnur? Veistu hvar hann vinnur? Já hvers konar kona spyr sísona? Ég sló hana.…

Elsku Stína

Elsku Stína Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson Í strengjadyn og dansi ég dvaldi vorbjart kvöld. Í fögrum meyjafansi, þar sem fjörið hafi völd. Ég hitti “hasarskvísu” og henni bauð í twist og síðan ráð og rósemd, og rænu hef ég misst. Ég þrái kinn þína að kjassa og kyssa þinn rósrauða munn.…

Bara fara heim

Bara fara heim Lag / texti: Bjarni Guðmundsson / Guðmundur Sigurðsson Þegar maður situr mæddur heima á kvöldin og mannlífið á ekki nokkurn glans, þá “bísa sumir kallsins tryllitæki” og tæta rúntinn, þar til kemur sjans. En sé þar engin sexy fjörug skvísa, með svakalegan barm og til í geim, þá er bara, bara að…

Foss

Foss (Lag / texti: Nýdönsk / Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Flæða flóð, orka ekki að bera. Farna slóð leita uppi átt. Flæða flóð sverfa bakka svera. Aðra slóð flæða gegnum gátt. Flæðir flóð bylur fullum þunga. Blýþung lóð sliga smátt og smátt. Þyrmir yfir fyllir vitin – Vatnið. Altekur – umlykur Umlykur…

Hamingja

Hamingja (Lag Björn Jörundur Friðbjörnsson, Ólafur Hólm, Stefán Hjörleifsson og Daníel Ágúst Haraldsson / texti Björn Jörundur Friðbjörnsson) Grasið þitt er grænna en hjá mér. Misskipt er nú heimsins hamingja. Runnar þínir blómstra, fella ber. Lítinn ávöxt ber mín garðyrkja. Viðlag Ánægjan er auglýsing ef þú kaupir þetta í dag munu lukkuhjólin snúast þér í…

Ljósaskipti

Ljósaskipti (Lag Ólafur Hólm / texti Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson) Öll okkar leit virðist staðfesta það að sprengjan hún sprakk. Enginn veit hvað hratt því af stað en hún sneið okkur stakk. Aðeins hugtak í of stóru mengi og óendanleika. Óupplýst stak á alheimsins engi er illa til reika. Þú lýsir mig…

Neptúnus (Sjávarguð)

Neptúnus (Sjávarguð) (Lag Jón Ólafsson / texti Daníel Ágúst Haraldsson) Í votri veröld velkist um, velkist um heittemprað hafið, heimkynnin umvefja þig. Í nálægð við Neptúnus nakinn á botninum bý um mig. Í sjávarþangi sveima um, sveima um. Læt hugann leita landið á – grasgræna jörð. Yfirgef Neptúnus nálgast nú yfirborð – mannahjörð. Syndi með…

Undirheimar

Undirheimar (Lag Björn Jörundur Friðbjörnsson / texti Björn Jörundur Friðbjörnsson og Daníel Ágúst Haraldsson) Inn göngin skríður ávalur smurður blindur áfram berst. Í iðrum jarðar aðstæður aðrar. Maðkur étur hold, við umbreytumst öll í mold. Ormur grefur undirgöng, undirheimaleiðin þröng. Mjakast minna upp á við, mokar yfir dagsljósið. Á dreggjum nærist dagljósið forðast. Neðanjarðarhreyfing verður…

Mjallhvít

Mjallhvít (lag og texti Daníel Ágúst Haraldsson) Spurningin er sú hvert er upphaf, spurningin er sú hvert er stefnt. Spurningin er sú hvar skal byrja, spurningin er sú hvers er spurt. Framtíðin hulin, fortíðin hverful en þú ferð í hring. Hrafnsvarta hödd, hvar ertu stödd? Hrafnsvarta hödd. Önnur er ásýnd þín enda liðin nær öld.…