Guðmundur Valur Stefánsson (1955-)

Guðmundur Valur Stefánsson er einn af einyrkjum íslenskrar tónlistarsögu, hann á að baki eina sólóplötu og kom stundum fram sem trúbador á sínum yngri árum. Guðmundur Valur er fæddur í Keflavík 1955, hann ólst þó upp fyrir norðan og var sem unglingur í hljómsveitinni Svörtu túlípönunum á Húsavík, og hugsanlega fleiri hljómsveitum. Hann er menntaður…

Gums (um 1995)

Hljómsveit sem bar nafnið Gums var starfandi á höfuðborgarsvæðinu, líklega um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit nema að Hjörvar Hjörleifsson var einn meðlima hennar Óskað er eftir frekari upplýsingum um Gums.

Gullkorn (um 1976)

Hljómsveitin Gullkorn ku hafa starfað innan Menntaskólans við Tjörnina um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin var að minnsta kosti starfandi 1976 og hugsanlega í nokkur ár eftir það, jafnvel til ársins 1979. Meðlimir Gullkorns/Gullkorna voru þeir Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari, Erling S. Kristmundsson trommuleikari og Hafsteinn Andrésson bassaleikari, ekki liggur fyrir…

Gullnar glæður [safnplöturöð] – Efni á plötum

Haukur Morthens – Gullnar glæður: Haukur Morthens Útgefandi: Taktur / Spor Útgáfunúmer: TD 006 & TK 006 / TD 006 Ár: 1988 / 1992 & 1994 1. Heima 2. Í faðmi dalsins 3. Stína, ó Stína 4. Landleguvalsinn 5. Eldur í öskunni leynist 6. Kaupakonan hans Gísla í Gröf 7. Bjössi kvennagull 8. Ég er…

Gullnar glæður [safnplöturöð] (1988-91)

Þegar útgáfufyrirtækið Taktur eignaðist útgáfuréttinn á helstu perlum íslenskrar tónlistarsögu fór af stað ferli sem miðaði að því að endurútgefa þessa gömlu tónlist á geisladiskum en þá hafði mikið af þessari tónlist verið ófáanlegt í marga áratugi og aldrei komið út á geislaplötum. Safnplötuserían Gullnar glæður var liður í þessari viðleitni og störfuðu m.a. Gunnar…

Gullkorn [safnplöturöð] – Efni á plötum

Glenn Miller – Gullkorn Glenn Miller Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VAL 10 Ár: 1986 1. In the Mood 2. American Patrol 3. Moonlight Serenade 4. Pennsylvania 6-5000 5. Johnson Rag 6. I got Rhythm 7. Tuxedo Juction 8. Chattanooga Choo Choo 9. Sunrise Serenade 10. Little Brown Jug 11. St. Louis Blues March 12. Don’t sit…

Gullna liðið [félagsskapur] (2003-)

Árið 2003 var settur á stofn aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns en sveitin átti þá fimmtán ára afmæli og var klúbburinn stofnaður af því tilefni Hann hlaut nafnið Gullna liðið, sem var eins konar tilbrigði við titil safnplötu sveitarinnar frá 1998 sem hét Gullna hliðið (sem aftur var skírskotun í leikgerð Davíðs Stefánssonar frá…

Gulu skórnir hans Gilla (1993)

Lítið liggur fyrir um hljómsveit sem bar nafnið Gulu skórnir hans Gilla og lék á Listahátíð Fellahellis, sem haldin var vorið 1993. Sveitin lék þar á „þyngra sviði“ svo reikna má með að tónlist sveitarinnar hafi verið í þyngri kantinum. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar sem að öllum líkindum hefur…

Gullkorn [safnplöturöð] (1986)

Árið 1986 sendi Skífan frá sér tvær safnplötur, annars vegar með Glenn Miller og hins vegar Elvis Presley undir titlinum Gullkorn. Aðeins komu út tvær plötur í þessari safnplötuseríu en hugsanlega var hún sett af stað með fleiri plötur í huga. Efni á plötum

Guðrún Á. Símonar (1924-88)

Söngkonan Guðrún Á. Símonar var ein af skærustu söngkonum sinnar samtíðar og var dáð og dýrkuð af þjóðinni. Hún var í raun jafnvíg á dægurlaga- og óperusöng (telst klárlega vera fyrsta óperusöngkonan sem starfaði á Íslandi) og gaf út fjölda platna. Guðrún var stór karakter, hreinskiptin og tilfinningarík, ann köttum og var mikill dýravinur, það…

Guðrún Á. Símonar – Efni á plötum

Guðrún Á. Símonar – Svörtu augun / Af rauðum vörum (Ich spür in mir) [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 15 Ár: 1952 1. Svörtu augun 2. Af rauðum vörum (Ich spür in mir) Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – söngur Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar: – Bjarni Böðvarsson – [?] – J. Felzmann – fiðla –…

Guðni S. Guðnason (1926-93)

Harmonikkuleikarinn Guðni S. Guðnason lék með fjölmörgum hljómsveitum á blómaskeiði danshljómsveita á fimmta og sjötta áratugnum, hann varð síðar kunnur hljóðfæraviðgerðamaður. Guðni Sigþór Guðnason var fæddur á Eskifirði árið 1926 og fluttist þaðan til Reykjavíkur á stríðsárunum, 1943. Þá þegar var hann kominn með nokkra reynslu í dansleikjaspilamennsku en hann hafði þá leikið á harmonikku…

Guðrún Jacobsen (1930-)

Guðrún Jacobsen rithöfundur (fædd 1930) var fleira til lista lagt en ritstörf, hún var drátthög, málaði og hélt málverkasýningu en var einnig músíkölsk, söng og samdi tónlist. Sem barn hafði Guðrún sungið með barnakórnum Sólskinsdeildinni og á árunum eftir stríð söng hún með Hljómsveit Karls Jónatanssonar í Mjólkurstöðinni, og e.t.v. fleiri sveitum. Þá kom hún…

Guðni S. Guðnason – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson – 13 ára ásamt Guðna S. Guðnasyni og félögum hans [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 251 Ár: 1963 1. Sólbjartar nætur 2. Nú í kvöld 3. Piparsveinapolki 4. Suðurnesjavalsinn 5. Reykjavíkurþræll Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Guðni S. Guðnason og félagar: – Guðni S. Guðnason – harmonikka – Árni ÍSleifsson – píanó –…

Guðrún Böðvarsdóttir (1902-36)

Guðrúnu Böðvarsdóttur var margt til lista lagt og afrekaði heilmikið þótt hún lægi sjúk af berklum lungann úr ævinni, eftir hana liggur m.a. þekktur sálmur. Guðrún var fædd á Rafnseyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð 1902 en fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni þegar foreldrar hennar skildu. Bræður hennar tveir voru Ágúst og Bjarni sem báðir eru…

Guðmundur Jónsson [1] (1920-2007)

Stórsöngvarinn Guðmundur Jónsson er íslensku þjóðinni minnisstæður af ýmsum ástæðum, auðvitað fyrst og fremst fyrir söng sinn en hann er einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, sem sendi frá sér fjölda platna og söng á hundruðum tónleika og óperum hér heima í stað þess að freista gæfunnar úti í hinum harða söngheimi, þá var…

Guðmundur Jónsson [1] – Efni á plötum

Guðmundur Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur / Fálkinn Útgáfunúmer: HSH HMV JO 97 Ár: 1949 1. Heimir 2. Mamma Flytjendur: Guðmundur Jónsson – söngur Fritz Weizzhappel – píanó     Guðmundur Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur / Fálkinn Útgáfunúmer: HSH HMV JO 99 Ár: 1949 1. Bikarinn 2. Rósin Flytjendur: Guðmundur…

Gulleyjan (1989-91)

Hljómsveitin Gulleyjan (einnig nefnd Ívar og gulleyjan) starfaði í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) og sendi frá sér tvö lög á safnplötum. Meðlimir Gulleyjunnar voru þeir Ívar Sigurbergsson söngvari og gítarleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Jóhann Ó. Ingvarsson hljómborðsleikari og Högni Hilmisson bassaleikari, þannig var sveitin skipuð á safnplötunni Hitt og þetta aðallega…

Gullfiskar (1988-89)

Hljómsveitin Gullfiskar starfaði í fáeina mánuði veturinn 1988-89 en hún var sett saman til að kynna sólóplötu Herdísar Hallvarðsdóttur (Grýlurnar, Islandica o.fl.) sem bar einmitt titilinn Gullfiskar og kom út um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra sem unnu að plötu Herdísar en þeir voru auk hennar sjálfrar sem söng og lék á bassa,…

Gullfoss [1] (1998 / 2001)

Gullfoss mun hafa verið gleðisveit mönnuð þekktum tónlistarmönnum sem starfaði í stuttan tíma – tvisvar af því er virðist. Annars vegar var það sumarið 1998 en þá voru meðlimir sveitarinnar Sigurður Gröndal gítarleikari, Björn Jörundur Friðbjörnsson söngvari, Ólafur Hólm trymbill, Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari og Ingi S. Skúlason bassaleikari en auk þess mun saxófónleikari hafa verið…

Gullið í ruslinu (1998-2000)

Dúettinn Gullið í ruslinu kom fram á sjónarsviðið haustið 1998 og kom fram á pöbbum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti fram eftir árinu 2000. Dúettinn skipuðu þeir Björn Hildir Reynisson og Júlíus Hans Þórðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan.

Atli Ólafsson – Efni á plötum

Guðmundur Þorsteinsson og hljómsveit Elo Magnussen [78 sn] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 50558 Ár: 1936 1. Nú veit ég 2. Top hat Flytjendur: Guðmundur Þorsteinsson (Atli Ólafsson) – söngur Hljómsveit Elo Magnussen: – Elo Magnussen – fiðla [?] – engar upplýsingar um aðra flytjendur   Guðmundur Þorsteinssonu og hljómsveit Elo Magnussen [78 sn.]…

Atli Ólafsson (1913-85)

Atli Ólafsson telst að öllum líkindum vera fyrsti dægurlagasöngvari Íslands, alltént var hann fyrstur til að syngja inn á plötu en það gerði hann undir dulnefninu Guðmundur Þorsteinsson. Atli Ólafsson var fæddur 1913 í Kaupmannahöfn en fluttist tveggja ára gamall til Íslands, hann var sonur Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, verkalýðsforkólfs og kunns jafnaðarmanns og Önnu Friðriksson…

Guðmundur Ingólfsson [2] (1939-91)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést langt um aldur fram snemma á tíunda áratug síðustu aldar en hann hafði þá um árabil verið meðal fremstu djasstónlistarmanna hér á landi, hann hafði tónlist að aðalstarfi í áratugi og fáir léku jafn oft og hann á opinberum vettvangi, ýmist með danshljómsveitum framan af eða með tríóum, kvartettum og sveitum…

Guðmundur Kristjánsson (1901-86)

Lítið hefur verið ritað um tenórsöngvarann Guðmund Kristjánsson sem flutti ungur til útlanda til að mennta sig í söng og starfaði svo lungann úr ævinni vestur í Bandaríkjunum. Ein tveggja laga plata kom út með honum hér á landi en ekki liggja fyrir upplýsingar um útgáfusögu erlendis. Guðmundur Jónasson Kristjánsson fæddist í Búðardal árið 1901…

Gulla Vala & tillarnir (1997)

Gulla Vala & tillarnir var tónlistarhópur eða hljómsveit sem kom fram með tónlistaratriði á tónleikum í Norðurkjallara Mennaskólans við Hamrahlíð snemma árs 1997, þeir tónleikar voru síðan hljóðritaðir og gefnir út á plötunni Tún um vorið. Meðlimir Gullu Völu & tillanna voru þau Gunnlaug Þorvaldsdóttir söngkona, Kári Esra Einarsson gítarleikari, Valgerður Einarsdóttir saxófónleikari, Viðar Örn…

Guðmundur Ingólfsson [2] – Efni á plötum

Bob Magnusson group – Jazzvaka Útgefandi: Jazzvakning records Útgáfunúmer: JV 002 Ár: 1981 1. Seven specials 2. I´m getting sentimental over you 3. Þrír húsgangar 4. Móðir mín í kví kví 5. You’d be so nice to come home to Flytjendur: Guðmundur Ingólfsson – píanó Bob Magnússon – kontrabassi Guðmundur Steingrímsson – trommur Viðar Alfreðsson – trompet og flygelhorn Rúnar Georgsson – saxófónn…

Guðmundur Haukur Þórðarson (1930-)

Tenórsöngvarinn Guðmundur Haukur Þórðarson hefur sungið með karlakórum í Keflavík og Hafnarfirði í áratugi en hann hefur aukinheldur sent frá sér plötu með söng sínum. (Guðmundur) Haukur Þórðarson  (f. 1930) kemur upphaflega úr Dölunum og hefur alltaf haft taugar þangað en hefur verið búsettur í Keflavík frá fimm ára aldri, starfsvettvangur hans lungann úr ævinni…

Guðmundur Haukur Þórðarson – Efni á plötum

Keflavíkurkvartettinn [45 rpm] Útgefandi: Ásaþór Keflavík / Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 – 1025 Ár: 1968 1. Bandúra 2. Haustlauf 3. Seljadalsrósin 4. Vín, vín þú aðeins ein Flytjendur: Keflavíkurkvartettinn: – Haukur Þórðarson – söngur – Sveinn Pálsson – söngur – Ólafur R. Guðmundsson – söngur – Jón M. Kristinsson – söngur hljómsveit undir stjórn Þóris Baldurssonar: – Þórir Baldursson – [?]…

Guðrún A. Kristinsdóttir (1930-2012)

Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari er án vafa einn þekktasti undirleikari íslenskrar tónlistarsögu en hún lék á sínum tíma undir söng flestra einsöngvara og kóra sem eitthvað kvað að, þá má píanóleik hennar heyra á fjölda útgefinna platna. Guðrún Anna Kristinsdóttir fæddist á Akureyri árið 1930 og ólst upp þar í bæ, hún naut leiðsagnar í…

Guðni Rúnar Agnarsson (1956-)

Guðni Rúnar Agnarsson var kunnur dagskrárgerðarmaður í útvarpi og hélt utan um ýmsa þætti sem margir hverjir fjölluðu um tónlist, þekkastur þeirra var þátturinn Áfangar sem hann hafði umsjón með ásamt Ásmundi Jónssyni. Guðni Rúnar (f. 1956) hafði lítillega verið í tónlist á unglingsárum, spilaði á gítar og hljómborð og var í hljómsveitinni Lost sem…

Guðni Þ. Guðmundsson (1948-2000)

Guðni Þ. Guðmundsson kom að íslensku tónlistarlífi með margvíslegum hætti, hann stjórnaði kórum, kenndi, spilaði með hljómsveitum en var fyrst og fremst organisti og fyrir það er hann líkast til þekktastur. Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 1948 og ólst þar upp, fyrstu kynni hans af tónlist var píanónám en hann lærði á píanó sem…

Guðrún Waage (1859-98)

Guðrún Waage var ein allra fyrsta söngkona íslenskrar tónlistarsögu, hún kom fram á tónleikum og kenndi einnig hljóðfæraslátt og söng. Guðrún Halla Eggertsdóttir Waage fæddist 1859 og lítið er um hana vitað annað en að hún var kaupmannsdóttir, dóttir Eggerts Waage. Guðrún var einn meðlimur Söngfélagsins Hörpu og söng með þeim á tónleikum árið 1884,…

Guðrún Þorsteinsdóttir [1] (1911-90)

Guðrún S. Þorsteinsdóttir messósópran-söngkona og söngkennari starfaði við tónlist alla sína tíð, framan af sem söngkona samhliða kennslu en síðar eingöngu við kennslu, hún stjórnaði einnig kórum og var Barnakór Hlíðaskóla líklega eitt hennar þekkasta afkvæmi en sá kór gaf m.a. út plötu. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist á Seyðisfirði sumarið 1911 en flutti fjögurra ára…

Gull í mund (1996)

Erfitt er að finna heimildir um hljómsveit sem virðist hafa gengið undir nafninu Gull í mund, hugsanlega var ekki um starfandi hljómsveit að ræða heldur band sem sett var saman einungis til að leika lagið Þú lætur mig loga, flutt af Sigurði Höskuldssyni á safnplötunni Lagasafnið No. 5 – Anno 1996. Með Sigurði (sem syngur…

Guðmundur Gauti (1928-77)

Guðmundur Óli Þorláksson, oft nefndur Guðmundur Gauti er líklega einn þekktasti Siglfirðingurinn í íslenskri tónlistarsögu þótt ekki væri hann reyndar innfæddur Siglfirðingur, það var hann sem söng upphaflega lagið Sem lindin tær sem naut mikilla vinsælda hér fyrrum og hefur síðan verið endurgert í nokkur skipti. Guðmundur var einnig þekktur hljómsveitamaður með Gautum og einsöngvari…

Guðmundur Árnason (1953-)

Guðmundur Árnason lét nokkuð til sín taka í íslensku tónlistarlífi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og sendi þá m.a. frá sér smáskífu og breiðskífu, hann hefur hins vegar lítið verið áberandi síðan í tónlistinni. Guðmundur Árnason er fæddur 1953 í Reykjavík, hann hafði eitthvað verið viðloðandi tónlist á menntaskólaárum sínum og þegar hann…

Guðmundur Gauti – Efni á plötum

Guðmundur Gauti – Guðmundur Gauti Útgefandi: Tónútgáfan Útgáfunúmer: T12 Ár: 1975 1. Kalli 2. Ég man þann dag 3. Þér er falt þetta allt 4. Eitt sem alltaf lifir 5. Flóttinn 6. Vonleysi 7. Meðan þú bíður 8. Síðasti valsinn 9. Grænn ertu dagur 10. Það væri dásamlegt 11. Ó Mary 12. Vorþrá Flytjendur: Guðmundur…

Guðmundur Árnason – Efni á plötum

Guðmundur Árnason – Það vex eitt blóm [ep] Útgefandi: Guðmundur Árnason Útgáfunúmer: GÁ-001 Ár: 1980 1. Það vex eitt blóm fyrir vestan 2. Elsa Flytjendur: Guðmundur Árnason – gítar Guðmundur Benediktsson – söngur, hljómborð, píanó og gítar Árni Áskelsson – trommur Helgi Kristjánsson – bassi og gítar Kristinn Svavarsson – saxófónn Karmel Russell – selló…

Guðmundur Guðjónsson (1922-2016)

Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari telst vera einn frumkvöðla í íslenskri óperutónlist en einnig komu út plötur með honum í samstarfi við Sigfús Halldórsson tónskáld. Guðmundur fæddist árið 1922 í Reykjavík og bjó þar reyndar alla ævi, hann var húsgagnasmiður að mennt og reyndar benti lítið til annars en að það yrði ævistarfsvettvangur hans og hann rak…

Guðmundur Guðjónsson – Efni á plötum

Guðmundur Guðjónsson – Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan  Útgáfunúmer: JUD 005 / SCD 160 Ár: 1976 / 1995 1. Vorljóð 2. Í grænum mó 3. Vögguljóð 4. Þau eiga draum 5. Afadrengur 6. Geturðu sofið um sumarnætur 7. Til Hönnu 8. Í gróandanum 9. Gras 10.…

Guðmundur Haukur Jónsson (1949-)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson var í nokkrum þekktum hljómsveitum á áttunda áratug síðustu aldar en hann var þá áberandi í hlutverki söngvara, síðar varð hann þekktari fyrir spilamennsku á Skálafelli á Hótel Esju. Hann hefur einnig sent frá sér sólóplötur. Guðmundur Haukur er Reykvíkingur, fæddur 1949 og gerðist orgelleikari sextán ára í hljómsveit Arnþórs Jónssonar…

Guðmundur Ingólfsson [1] (1939-)

Nafn Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík hefur ekki farið hátt hin síðari ár í hinu tónlistarlegu samhengi en sé málið skoðað í víðu samhengi mætti segja að hann hafi breytt ýmsu í íslenskri tónlistarsögu þótt með óbeinum hætti sé. Guðmundur fæddist 1939 að öllum líkindum í Vestmannaeyjum þar sem hann mun hafa búið framan af ævi…

Guðmundur R. Einarsson (1925-2014)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur R. Einarsson á sér merkilega sögu í íslenskri tónlist, ekki aðeins var hann af fyrstu kynslóð trommuleikara hér á landi heldur var hann einnig básúnuleikari í fremstu röð og lék því jöfnum djass og klassík á ferli sínum. Guðmundur Rósinkranz Einarsson fæddist í Reykjavík 1925, hann var yngri bróðir Björns R. Einarssonar sem…

Guðmundur Guðmundarson (1920-2009)

Guðmundur Guðmundarson var líklega þekktari fyrir skrif sín í Morgunblaðinu en flest annað sem hann tók sér fyrir hendur en hann var um árabil heildsali, rak um tíma sælgætisgerðina Lindu og Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur en það sem snýr að tónlistinni var fyrst og fremst textagerð. Guðmundur fæddist á Eyrarbakka árið 1920 og ólst þar upp…

Guðmundur Haukur Jónsson – Efni á plötum

Guðmundur Haukur [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan [óútgefið] Útgáfunúmer: T 122, [óútgefið] Ár: [óútgefið] 1. Einn ég syng í regni 2. Lífið er leikur Flytjendur: Guðmundur Haukur Jónsson – söngur erlendir hljóðfæraleikarar – allur hljóðfæraleikur Guðmundur Haukur [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 118 Ár: 1971 1. Mynd 2. Allt er horfið með þér 3. Nú kem ég…

Guðmundur H. Norðdahl (1928-2018)

Guðmundur H. Norðdahl getur varla talist með þekktustu tónlistarmönnum landsins en nafn hans er þó þekktara í sumum bæjarfélögum en öðrum, má reyndar segja að honum (ásamt Guðmundi Ingólfssyni) megi þakka að mestu því að gjarnan er talað um Keflavík sem bítlabæ því starf hans í bænum stuðlaði að þeim tónlistaráhuga í bland við nálægð…

Guðni Már Henningsson (1952-)

Flestir þekkja útvarpsmanninn góðkunna Guðna Má Henningsson en hann hefur komið víðar við en í útvarpinu á ferli sínum. Hann hefur t.a.m. gefið út nokkrar ljóðabækur og haldið fjölda málverkasýninga en hann á einnig tónlistarferil að baki. Guðni (f. 1952) hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1992 og var fastráðinn þar frá 1994, hann annaðist vinsæla…

Guðni Már Henningsson – Efni á plötum

Guðni Már Henningsson og Birgir Henningsson – Líf Útgefandi: Styrktarfélag Samhjálpar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Komdu fagnandi 2. Ljósið 3. Leiddu mig 4. Í landi fegurðar 5. Hallelúja minn Guð 6. Kveðja 7. Ísafold 8. Ég á þig 9. Guð minn 10. Gegnumstungnar hendur 11. Ég lofa þér mínu lífið 12. Hér er…