Síbería (1972)

Heimildir um hljómsveit sem starfaði innan gagnfræðiskólans í Hveragerði og gekk undir nafninu Síbería, eru afar fáar en sveitin mun hafa verið skammlíf og starfað vorið 1972. Nafn sveitarinnar mun hafa komið til vegna húsnæðisins þar sem hún æfði en það gekk undir nafninu Síbería. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson gítarleikari (síðar tónskáld) mun hafa verið einn…

Síðan kom rigning (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 1989 á Suðurlandi, hugsanlega Selfoss eða nágrenni undir nafninu Síðan kom rigning. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem bitastætt þykir má gjarnan senda Glatkistunni.

Síðasta stunan (1981)

Tríóið Síðasta stunan var eins konar afsprengi eða dótturhljómsveit nýbylgjusveitarinnar Fan Houtens Kókó sem starfaði á árunum 1981-83 innan Medúsu-hópsins. Meðlimir Síðustu stununnar voru þeir Þorri Jóhannsson söngvari, Ólafur J. Engilbertsson bassaleikari og Einar Melax hljómborðsleikari. Sveitin kom aðeins einu sinni fram, á tónleikum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti haustið 1981.

Sígild (1986-88)

Danshljómsveitin Sígild starfaði um tveggja ára skeið á Ísafirði á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar (1986-88) og lék mestmegnis á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni. Meðlimir Sígildra voru þau Guðný Snorradóttir söngkona og gítarleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin hætti störfum þegar Guðný fluttist suður á höfuðborgarsvæðið haustið 1988.

Síld, ást og ávextir (1987-89)

Hljómsveitin Síld, ást og ávextir starfaði í Álftamýrarskóla um tveggja ára skeið seint á níunda áratug síðustu aldar og hafði m.a. á að skipa meðlimum sem síðar urðu kunnir tónlistarmenn. Sveitin var líklega stofnuð síðla árs 1987 og var enn starfandi haustið 1989, meðlimir hennar voru þeir Egill Sæbjörnsson bassaleikari, Einar Tönsberg hljómborðsleikari, Rafn Marteinsson…

Sílikon (1996)

Techno-dúettinn Sílikon var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 1996 en að öllum líkindum var um að ræða skammlífa sveit, hún komst ekki í úrslit Músíktilraunanna. Meðlimir Sílikon voru þeir Örnólfur Thorlacius og Einar Johnsen tölvumenn.

Sigrún Ragnarsdóttir (1942-)

Sigrún Ragnarsdóttir er líklega öllu þekktari sem fegurðardrottning en söngkona en hún söng nokkuð með hljómsveitum á árum áður og m.a. inn á nokkrar hljómplötur með Alfreð Clausen. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir fæddist sumarið 1942 í Reykjavík og ólst þar að mestu upp en einnig á Akureyri. Hún kom fyrst fram í Silfurtunglinu á unglingsaldri ásamt…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir – Efni á plötum

Kvöldgeislar: Lög Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur – ýmsir Útgefandi: Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir Útgáfunúmer: Sifa CD01 Ár: 2004 1. Göngum hljótt 2. Ég veit þú kemur 3. Meðan borgin sefur 4. Reykjavík 5. Ljúfar minningar 6. Í Vaglaskógi 7. Viðeyjarvalsinn 8. Við elfuna bláu 9. Kvöldgeislar 10. Vor 11. Hugrenning Flytjendur: Stefán Helgi Stefánsson – söngur Rakel…

Sigurbjörn Þorgrímsson (1976-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson var einn af helstu frumkvöðlum í raf- og danstónlist á Íslandi og sendi frá sér plötur undir ýmsum nöfnum. Hann lést langt um aldur fram, aðeins þrjátíu og fimm ára gamall. Sigurbjörn var fæddur á Höfn í Hornafirði en fluttist til höfuðborgarsvæðisins um sjö ára aldur. Hann var tiltölulega ungur farinn að…

Sigrún Ragnarsdóttir – Efni á plötum

Alfreð Clausen og Sigrún Ragnarsdóttir – Hvað er svo glatt…: takið undir með Sigrúnu og Alfreð 1 [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 101 Ár: 1962 1. Hvað er svo glatt 2. Þrá 3. Vinarkveðja 4. Nú vagga skip 5. Sjómaður dáðadrengur 6. Jósep, Jósep 7. Ramóna 8. Skauta polki 9. Lánið elti Jón 10. Ólafía hvar er Vigga…

Sigurdór Sigurdórsson (1938-)

Sigurdór Sigurdórsson er langt frá því að vera með þekktustu dægurlagasöngvurum íslenskrar tónlistarsögu en hann söng slagara sem allir hafa heyrt í hans meðförum og margir sungið með – Þórsmerkurljóð. Sigurdór er fæddur (1938) og uppalinn á Akranesi en fluttist til Reykjavíkur á barns- eða unglingsaldri. Hann var átján ára gamall þegar hann hóf að…

Sigurdór Sigurdórsson – Efni á plötum

Sigurdór Sigurdórsson og Hljómsveit Svavars Gests – Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2012 Ár: 1960 1. Mustafa 2. Þórsmerkurljóð Flytjendur: Sigurdór Sigurdórsson – söngur Hljómsveit Svavars Gests; – Svavar Gests – trommur og söngur – Eyþór Þorláksson – gítar – Gunnar Pálsson – bassi – Reynir Jónasson – harmonikka –…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir (1936-2006)

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir var kórstjórnandi, laga- og textahöfundur, útsetjari og hljóðfæraleikari sem ekki fór mikið fyrir en hún áorkaði þó heilmiklu í tónlistarstarfi fyrir eldri borgara landsins, hún sendi frá sér plötu með frumsömdu efni þegar hún var komin fast að sjötugu. Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir fæddist á Ormarslóni í Þistilfirði vorið 1936 og þaðan hefur…

Sigurgeir Björgvinsson (1929-2015)

Sigurgeir Björgvinsson var kunnur harmonikkuleikari og kom víða við sem slíkur, hann byrjaði þó tónlistarferil sinn sem trymbill. Sigurgeir fæddist í Reykjavík vorið 1929, hann hóf snemma að vinna ýmis verkamannastörf og lærði síðar múrverk sem hann svo starfaði við út starfsævina. Hann hóf að leika með hljómsveitum upp úr seinni heimsstyrjöld, fyrst sem trommuleikari…

Sigurgeir Sverrisson (1948-95)

Sigurgeir Sverrisson harmonikkuleikari frá Blönduósi er e.t.v. ekki meðal þekktustu tónlistarmanna á Íslandi en hann kom víða við í tónlistinni og átti m.a. á safnplötu með eigin tónsmíð. Sigurgeir var fæddur á Blönduósi 1948 og þar lék hann með fyrstu hljómsveit sinni, líklega um tvítugt. Sú sveit bar nafnið Sveitó og lék hann á harmonikku…

Sigurjón Axelsson (1973-91)

Sigurjón Axelsson var ungur og efnilegur tónlistarmaður sem starfaði með nokkrum hljómsveitum og hafði vakið nokkra athygli sem slíkur áður en hann féll fyrir eigin hendi aðeins átján ára gamall. Sigurjón var fæddur 1973 og hafði á unga aldri lært bæði á flautu og píanó áður en hann eignaðist gítar og hóf þá gítarnám einnig.…

Sigurjón Samúelsson frá Hrafnabjörgum [annað] (1936-2017)

Sigurjón Samúelsson bóndi á Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi var um margt merkilegur maður en hans verður líklega minnst um ókomna tíð sem ástríðufullum plötusafnara sem m.a. átti eintök af nánast öllum 78 snúninga plötum sem komið höfðu út á Íslandi, eintök af mörgum þeirra höfðu ekki einu sinni verið í eigu Landsbókasafnsins eða Ríkisútvarpsins og því…

Sigurður Rósi Sigurðsson (1950-)

Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari lék með nokkrum ísfirskum hljómsveitum á áttunda áratugnum áður en hann flutti til Nýja Sjálands en þar hefur hann búið síðan. Sigurður Rósi fæddist á Ísafirði 1950 og byrjaði að leika á gítar á unglingsárunum, hann lék með ýmsum hljómsveitum þar vestra eins og Náð, Danshljómsveit Vestfjarða, Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar, Gancia…

Siguróli Geirsson (1950-2001)

Nafn Siguróla Geirssonar er óneitanlega mest tengt Suðurnesjunum en þar starfaði hann lengstum við kórstjórn, organistastörf og tónlistarkennslu. Siguróli varð ekki langlífur, hann lést eftir umferðarslys rúmlega fimmtugur að aldri. Siguróli Geirsson var fæddur í Keflavík 1950 og þar ólst hann upp, hann lærði á píanó og klarinettu við Tónlistarskólann í Keflavík og stundaði svo…

Sigrún Jónsdóttir [2] (1930-)

Sigrúnu Jónsdóttur má líklega telja fyrstu dægurlagasöngkonu Íslands sem eitthvað kvað að en hún var kornung farin að vekja athygli með Öskubuskum og litlu síðar sem söngkona dægurlagahljómsveita. Hún sendi frá sér nokkrar smáskífur á ferli sínum, bæði í samstarfi við aðra kunna söngvara og svo einnig ein. Hún fluttist svo til Noregs og hvarf…

Sigrún Jónsdóttir [1] (1923-90)

Sigrún Jónsdóttir á Rangá í Köldukinn var ein þeirra alþýðulistakvenna sem aldrei verður úr skorið um hvort hefði náð langt ef nám í sönglistinni og áhugi á frægð og frama hefði verið til staðar, þess í stað varð hún mikilvægur póstur í menningarlífi sveitar sinnar og varð reyndar svo fræg að gefa út eina sex…

Sigrún Jónsdóttir [1] – Efni á plötum

Sigrún Jónsdóttir á Rangá – Sigrún á Rangá Útgefandi: Sigrún Jónsdóttir Útgáfunúmer: 20273 Ár: 1973 1. Brúður söngvarans 2. Litfríð og ljóshærð 3. Lindin 4. Mansöngur við sjó fram 5. Fölnuð er liljan 6. Sumri hallar Flytjendur: Sigrún Jónsdóttir – söngur Ólafur Vignir Albertsson – píanó

Sigrún Jónsdóttir [2] – Efni á plötum

Sigrún Jónsdóttir og Alfreð Clausen – Hvert einasta lag / Ástartöfrar [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar  Útgáfunúmer: IM 17 Ár: 1953 1. Hvert einasta lag 2. Ástartöfrar Flytjendur: Sigrún Jónsdóttir – söngur Alfreð Clausen – söngur Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar: – Kristján Kristjánsson – alto saxófónn – Gunnar Ormslev – tenór saxófónn – Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar – Kristján Magnússon – píanó – Einar…

Sigtryggur dyravörður (1993-94)

Hljómsveitin Sigtryggur dyravörður starfaði á annað ár undir lok síðustu aldar, spilaði mikið á þeim tíma og sendi frá sér eina plötu sem hlaut ágætar viðtökur. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiður Alfreðsson bassaleikari, Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og Tómas Jóhannesson trommuleikari. Nafn sveitarinnar…

Sigtryggur dyravörður – Efni á plötum

Sigtryggur dyravörður – Mr. Empty Útgefandi: Sigtryggur D. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Queen of the Alley 2. It’s Alright 3. Indian Summer 4. Hate Has No Outlines 5. Rapers 6. Out of my Head 7. The Pig 8. Angry Youth 9. Mr. Empty 10. Everything Flytjendur: Eiður Alfreðsson – bassi Jóhannes Eiðsson –…

Sixties [1] (1987-90)

Hljómsveitin Sixties (einnig ritað Sixtís) starfaði undir lok níunda áratugar síðustu aldar og var líkast til eins konar undanfari sveitar sem spratt fram á sjónarsviðið fáeinum árum síðar undir sama nafni. Svo virðist sem Sixties hafi verið stofnuð 1987 en hún spilaði töluvert, einkum í Hollywood næstu tvö árin. Sigríður Beinteinsdóttir söng eitthvað með sveitinni…

Sigurður Demetz Franzson (1912-2006)

Segja má að koma Sigurðar Demetz hingað til lands um miðja síðustu öld hafi verið hvalreki fyrir söngunnendur og -nemendur en hann kenndi söng víða um land nánast fram í andlátið, fjölmargir þekktir söngvarar fyrr og síðar stunduðu nám hjá honum. Uppruni Sigurðar Demetz er pínulítið flókinn, hann var elstur systkina sinna, fæddur í bænum…

Sigurður Friðriksson (1939-)

Sigurður Friðriksson harmonikkuleikari hefur birst víða í tónlistarlífi Þingeyinga, bæði sem tónlistarmaður og í félagsmálum harmonikkuunnenda. Sigurður Kristján Friðriksson er fæddur (1939) og uppalinn á Halldórsstöðum í Reykjadal, elstur fimm systkina en faðir hans er Friðrik Jónsson kórstjórnandi, organisti og tónskáld svo Sigurður átti ekki langt að sækja tónlistina. Sigurður vakti fyrst athygli fyrir söng…

Sigurður Ísólfsson (1908-92)

Orgnistans Sigurðar Ísólfssonar verður e.t.v. helst minnst fyrir ríflega hálfrar aldar starf sitt við Fríkirkjuna í Reykjavík en hann starfaði við kirkjuna fyrst sem aðsoðarmaður og svo organisti og kórstjóri. Sigurður G. Ísólfsson (Sigurður Guðni Ísólfsson) fæddist sumarið 1908 á Stokkseyri og er ekki hægt að segja annað en að tónlistin hafi verið honum borin…

Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu var meðal keppenda í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem haldin var innan Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 og hafði verið þar árviss viðburður í félagslífi skólans. Engin deili finnast á þessari sveit en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði Viðarstauk ´84, frekari upplýsingar um liðs- og hljóðfæraskipan…

Sigurður Reynir Pétursson (1921-2007)

Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlögmaður er líklega einn mikilvægasti liðsmaður tónlistamanna í höfundaréttindabaráttu þeirra á 20. öld en hann kom með margvíslegum hætti að félags- og réttindamálum þeirra. Sigurður Reynir Pétursson var fæddur í Stykkishólmi 1921 og bjó þar fyrstu æviár sín en að loknu stúdentsprófi við MR og lögfræðiprófi við Háskóla Íslands hélt hann til…

Sigurður Helgason (1872-1958)

Sigurður Helgason söngfræðingur eins og hann var kallaður, var sannkallaður tónlistarfrömuður innan samfélags Vestur-Íslendinga í kringum aldamótin 1900 en hann stjórnaði fjölda kóra og hljómsveita auk þess að leika á ýmis hljóðfæri og syngja einnig, þá var hann tónskáld og mun þekktasta sönglag hans vera Skín við sólu Skagafjörður sem allmargir kannast við. Helgi Sigurður…

Sigrún Harðardóttir [1] (1949-)

Sigrún Harðardóttir á merkilegt innlegg í íslenska tónlistarsögu en plata hennar, Shadow lady markaði tímamót í sögunni með því að vera fyrsta frumsamda breiðskífan hérlendis eftir konu. Sigrún sem þá hafði skipað sér meðal fremstu söngkvenna landsins sneri hins vegar baki við tónlistinni og sneri sér að öðrum málefnum. Sigrún Harðardóttir fæddist í Frakklandi 1949,…

Sigrún Harðardóttir [1] – Efni á plötum

Sigrún Harðardóttir [ep] Útgefandi: Hljómplötuútgáfan Útgáfunúmer: HÚ 002 Ár: 1968 1. Ástarkveðja 2. Kæra Karitas 3. Æskuást 4. Ein á ferð Flytjendur: Sigrún Harðardóttir – söngur Guðmundur Emilsson – orgel Gunnar Björnsson – selló Gunnar Jökull Hákonarson – trommur Gunnar Þórðarson – mandólín og gítar Hafsteinn Guðmundsson – fagott Helga Hauksdóttir – fiðla Helgi Pétursson…

Sigrún Eva Ármannsdóttir (1968-)

Söngkonan Sigrún Eva Ármannsdóttir spratt með nokkru írafári fram á sjónarsvið íslenskrar tónlistar undir lok níunda áratugarins, var töluvert áberandi í nokkur ár á eftir en haslaði sér völl á allt öðrum vettvangi eftir aldamótin og hefur að mestu lagt söngferilinn á hilluna. Sigrún Eva (f. 1968) er fædd og uppalin á Ólafsfirði, lærði eitthvað…

Sigrún Eva Ármannsdóttir – Efni á plötum

Heart 2 Heart – Nei eða já (Time after time) [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: CDSND 92033 Ár: 1992 1. Time after time 2. Nei eða já 3. Wherever I go Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur og raddir Sigrún Eva Ármannsdóttir – söngur og raddir Grétar Örvarsson – raddir og hljómborð Friðrik Karlsson – gítar Nigel…

Sigrún Jóhannesdóttir [2] (1936-)

Sigrún Jóhannesdóttir var um tíma ásamt eiginmanni sínum áberandi í starfi Vísnavina og Eddukórsins, og voru þau hjónin jafnframt heilmikið að koma fram með tónlistaratriði á samkomum á vinstri vængnum, þau gáfu svo loks út plötu með úrvali upptaka úr fórum Ríkisútvarpsins en þau voru þá komin á áttræðis aldur. Sigrún (f. 1936) kemur upphaflega…

Sigrún Jóhannesdóttir [2] – Efni á plötum

Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir – Söngvísur Útgefandi: Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2012 1. Hallormsstaðaskógur 2. Kvæði um einn kóngsins lausamann 3. Í Hallormsstaðaskógi 4. Þar bjarkirnar syngja 5. Hugleiðingar sveitapóstsins 6. Fúsi í Arkadíu 7. Heimþrá 8. Mansöngvarinn 9. Månens hy 10. Gamli Nói 11. Um hina heittelskuðu 12.…

Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur [2] (1975-79)

Árið 1975 kom Garðar Cortes fram með þá hugmynd að stofna sinfóníuhljómsveit áhugafólks en hann hafði þá fáeinum árum áður stofnað Söngskólann í Reykjavík og síðan Kór Söngskólans, og fannst vanta hljómsveit skipaða menntuðu tónlistarfólki sem hefði þó tónlistina ekki að atvinnu, sem gæti leikið með kórnum á tónleikum og óperusýningum án þess að mikill…

Sinn Fein [1] (1994-95)

Á árunum 1994 og 95 starfaði hljómsveit á Egilsstöðum eða Fljótsdalshéraði undir nafninu Sinn Fein. Sinn Fein skipuðu þeir Atli H. Gunnlaugsson söngvari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Gísli Örn Þórhallsson bassaleikari og Bragi Þorsteinsson trommuleikari. Sveitin lék líklega mestmegnis á austanverðu landinu en var þó meðal sveita sem kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1994.…

Sirkus Babalú (1992-93)

Gleðisveitin Sirkus Babalú skemmti víða um borgina með tónlist sinni en sveitin var mjög fjölmenn, ellefu til tólf manna. Hljómsveitin var stofnuð í Menntaskólanum við Sund á fyrri hluta árs 1991 og hét fyrst um sinn Babalú, hún keppti um verslunarmannahelgina það sumar í hljómsveitakeppni í Húnaveri og vorið eftir (1992) fór fyrst að kveða…

Sirkus Geira Smart (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Sirkus Geira Smart en hún var starfandi á höfuðborgarsvæðinu, líklega í Breiðholtinu í kringum 1990. Fyrir liggur að Geir Ólafsson var söngvari og trommuleikari þessarar hljómsveitar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.fl.

Sirkus Homma Homm (2003-04)

Sirkus Homma Homm var hljómsveit sett saman fyrir Gay-pride hátíðina sumarið 2003 og var aldrei hugsuð sem langtímaverkefni, sveitin starfaði þó eitthvað áfram og lék t.d. á dansleik árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas M. Tómasson bassaleikari (Hommi Homm – sem sveitin er kennd við) en ekki er að fullu ljóst hverjir aðrir skipuðu hana…

Sirrý Geirs (1938-2020)

Sirrý Geirs verður alltaf fyrst og fremst þekktust fyrir að hafa orðið fegurðardrottning Íslands, hafnað svo í þriðja sæti Miss International og átt fyrirsætu- og leiklistarferil í Bandaríkjunum í kjölfarið, færri muna þó að hún var einnig dægurlagasöngkona og söng með nokkrum hljómsveitum áður en hún freistaði gæfunnar erlendis. Guðrún Sigríður Geirsdóttir (Sirrý Geirs) fæddist…

Síva (1994-97)

Hljómsveitin Síva (Siva) var danshljómsveit starfandi á Norðfirði um miðbik tíunda áratugarins en sveitin lék einkum á heimaslóðum fyrir austan. Síva var stofnuð árið 1994 upp úr annarri sveit sem bar nafnið Allodimmug (Allod immug) en meðlimir sveitarinnar voru þeir Hálfdan Steinþórsson söngvari, Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari, Fjalar Jóhannsson bassaleikari, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og…

Sigríður Níelsdóttir (1930-2011)

Sigríður Níelsdóttir var óþekkt nafn með öllu í íslenskri tónlist allt þar til hún hóf að senda frá sér frumsamið efni á ótal geisladiskum í upphafi nýrrar aldar, þá komin á áttræðis aldur. Þetta uppátæki hennar vakti mikla athygli og var afkastageta hennar með miklum ólíkindum en alls komu út á sjö ára tímabili yfir…

Sigurður Árnason (1947-2020)

Sigurður Árnason var kunnur bassaleikari og síðar upptökumaður sem kom við sögu á fjölda hljómplatna. Sigurður fæddist 1947 í Reykjavík og strax á unglingsárunum var hann farinn að leika með hljómsveitum með drengjum á svipuðu reki, fyrst sem gítarleikari en svo bassaleikari. Segja má að hann hafi fylgt öllum þeim straumum og stefnum sem voru…

Sieglinde Kahmann (1931-)

Sieglinde Kahmann (Sieglinde Elisabeth Björnsson Kahmann) er þýsk óperusöngkona og söngkennari sem búið hefur hér á landi síðan 1977 en hún er eiginkona Sigurðar Björnssonar óperusöngvara. Sieglinde sem er sópran söngkona er fædd í Austur-Þýskalandi 1931, hún hafði hug á að nema söng í heimalandinu en fékk engin tækifæri til þess og því tók hún…

Sigurmolarnir (2004)

Sigurmolarnir var hópur söngvara sem söng lag eftir Sverri Stormsker sem kom út sumarið 2004 á safnplötunni Svona er sumarið 2004 en það var eins konar hvatningarlag í anda Hjálpum þeim, lagið var þó ekki gefið út til styrktar neinu sérstöku málefni heldur var fremur andlegt pepp fyrir Stormskerið sem þá hafði nýlega misst hús…