Skagfirska söngsveitin í Reykjavík (1970-2014)

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík var lengi vel stærstur átthagafélagskóra á Íslandi enda hefur sönglíf alltaf verið blómlegt í Skagafirðinum. Kórinn var að lokum lagður niður og var þá Skagfirðingum heldur farið að fækka í honum. Skagfirska söngsveitin, sem var blandaður kór var stofnaður af áhugafólki um söng innan Skagfirðingafélagsins í Reykjavík haustið 1970 en félagið…

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík – Efni á plötum

Skagfirzka söngsveitin – Skín við sólu Útgefandi: Skagfirðingafélagið í Reykjavíkur / Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 43 Ár: 1973 1. Skagafjörður 2. Lindin 3. Á vegamótum 4. Mamma 5. Ave María 6. Amma mín 7. Serenate 8. Blundaðu ástin mín unga 9. Vor 10. Erla 11. Una 12. Álfadans 13. Vorljóð 14. Hallarfrúin 15. Þráðurinn hvíti Flytjendur:…

Snældurnar (1968-69)

Sönghópurinn Snældurnar var kvartett stúlkna í Kópavogsskóla, undir lok sjöunda áratugarins – líklega veturinn 1968 til 69. Snældurnar skipuðu þær Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Sólveig Krogh Pétursdóttir, Þórunn Björnsdóttir (síðar stjórnandi Skólakórs Kársness o.fl.) og Guðrún Gunnarsdóttir, hugsanlega komu þær stundum fram þrjár (ef marka má myndina sem hér fylgir). Auk söngs léku þær Sólveig og…

Snarl [2] [safnplöturöð] (1987-)

Snarl serían vakti töluverða athygli á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar en þar var um að ræða útgáfu á jaðartónlist á kassettuformi, til að gefa svokölluðum underground tónlistarfólki tækifæri til að komast upp á yfirborðið og jafnframt til höfuðs FM-poppinu svokallaða sem þá var komið til skjalanna. Það var tónlistarmaðurinn Gunnar L. Hjálmarsson, betur…

Snarl [2] [safnplöturöð] – Efni á plötum

Snarl – ýmsir [snælda] Útgefandi: Erðanúmúsik Útgáfunúmer: E 09 Ár: 1987 1. Sogblettir – Helvítis djöfull 2. Sogblettir – Morðingjarnir 3. Sogblettir – 5. gír 4. Múzzólíní – Raggí (Bjarna lagið) 5. Múzzólíní – Orgasmuss 6. Múzzólíní – Gróðrastöð ríkisins 7. Gult að innan – Gefðu mér frið 8. Gult að innan – Pólitík og…

Snæfellingakórinn í Reykjavík (1978-2004)

Snæfellingakórinn í Reykjavík starfaði í liðlega aldarfjórðung en kórinn var að mestu skipaður brottfluttum Snæfellingum og fólki sem átti þangað ættir að rekja. Hugmynd kom upp snemma árs 1978 um að stofna blandaðan söngkór innan Félags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík, en það var átthagafélag brottfluttra Snæfellinga á höfuðborgarsvæðinu og hafði verið starfrækt síðan fyrir…

Snæfríður og stubbarnir (1988-98 / 2004)

Snæfríður og stubbarnir var hljómsveit úr Þorlákshöfn sem sérhæfði sig í írsk-ættaðri þjóðlagatónlist og annars konar þjóðlögum einnig en laumaði inn á milli stöku frumsömdu lagi (og textum) sem svo má heyra á tveimur safnplötum þar sem sveitin kom við sögu. Hljómsveitin mun hafa átt rætur sínar að rekja til Lúðrasveitar Þorlákshafnar en innan hennar…

Snælandskórinn (1989-2005)

Snælandskórinn svokallaði var ekki eiginlegur starfandi kór heldur eins konar úrvalskór söngfólks af Austurlandi sem kom stöku sinnum saman og söng mestmegnis í kringum utanlandsferðir sem hann fór í. Snælandskórinn var settur á stofn snemma árs 1989 þegar Kirkjukórasambandi Austurlands barst boð um að senda blandaðan kór til Ísraels um jólin en sá kór yrði…

So what (1995-97)

So what var djassband sem starfaði undir lok síðustu aldar, sveitin var að öllum líkindum FÍH-band en hún sérhæfði sig í tónlist frá árunum 1930-60. So what var stofnuð árið 1995, líklega um haustið og fljótlega hóf hún að leika fyrir matargesti og fyrir dansi á Hótel Borg þar sem hún kom oftast fram, en…

Soap factory (2000-02)

Pönksveit úr Kópavogi sem bar nafnið Soap factory starfaði um síðustu aldamót, líklega um þriggja ára skeið. Vorið 2002 keppti sveitin í Músíktilraunum og voru meðlimir hennar þá Helgi Rafn Ingvarsson söngvari, Haraldur Ágústsson gítarleikari, Pálmi Hjaltason bassaleikari, Ellert Sigurðarson gítarleikari og söngvari og Sigurður J. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram. Soap factory starfaði…

Sokkabandið [2] (1992)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði á Akureyri árið 1992, og gekk undir nafninu Sokkabandið. Líkast til var um einhvers konar rokksveit að ræða en hún lék á tónleikum það haust.

Sokkabandið [3] (2001)

Hljómsveit var starfandi árið 2001 undir nafninu Sokkabandið, hugsanlega einhvers staðar á Suðurnesjunum. Þeir sem hefðu einhverjar upplýsingar um þessa sveit mættu senda Glatkistunni línu þess efnis.

Sálin hans Jóns míns (1988-2018)

Sálin hans Jóns míns er eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar, og líklega það allra stærsta þegar talað er um hljómsveitir. Sveitin afrekaði á sínum 30 ára ferli ótrúlega hluti, hún var upphaflega stofnuð upp úr soultónlistar-verkefni og var aldrei ætlaður lengri líftími en eitt sumar á sveitaböllum en næstu árin varð hún hins vegar ein…

Sálin hans Jóns míns – Efni á plötum

Sálin hans Jóns míns – Syngjandi sveittir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13102881 Ár: 1988 1. Á tjá og tundri 2. Kanínan 3. Syngjandi sveittir 4. Alveg hamstola 5. Louie Louie 6. When a man loves a woman 7. Mercy mercy 8. Show me Flytjendur: Stefán Hilmarsson – söngur og raddir Guðmundur Jónsson – gítar og raddir…

Snorri og Ómar (1972)

Þjóðlagadúettinn Snorri og Ómar (Ómar og Snorri) var meðal flytjenda á þjóðlagakvöldi á vegum Vikivaka í Tónabæ í febrúar 1972. Líklega léku þeir báðir á gítara og sungu en Snorri lék jafnframt á einhvers konar flautu. Óskað er eftir upplýsingum um full nöfn þeirra félaga en fyrir liggur að þeir voru frá Eskifirði.

Snótarkórinn [1] (1939-42)

Kvennakór var starfandi í Vestmannaeyjum innan verkalýðsfélagsins Snótar á árum heimsstyrjaldarinnar síðari en hann var lengi vel eini kvennakórinn sem hafði varið starfandi í Eyjum. Snótarkórinn mun hafa verið stofnaður árið 1939 og starfaði hann til 1942 undir stjórn Sigríðar Árnadóttur en ekki liggur fyrir hvort og við hvaða tækifæri hann kom opinberlega fram.

Snótarkórinn [2] (1979)

Kór kvenna var starfræktur innan verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hann starfaði. Snótarkórinn, eins og hann mun hafa verið nefndur, söng á 1. maí samkomu vorið 1979 og kom aftur fram á afmælishátíð verkalýðsfélaganna í Eyjum síðar sama ár en aðrar heimildir um…

Snurk (1999)

Haustið 1999 kom tvíeykið Snurk fram á Stefnumótakvöldi Undirtóna á Gauki á Stöng. Snurk, sem sagt var skipað tveimur meðlimum Funkmaster 2000, lék eins konar funky free jazz og lék líklega aðeins í þessa eina skipti opinberlega. Óskað er eftir upplýsingum um hverjir tveir meðlima Funkmaster 2000 skipuðu Snurk

Snillingarnir [2] (2001-06)

Danshljómsveit sem bar nafnið Snillingarnir starfaði laust eftir síðustu aldamót og lék framan af mestmegnis á Kaffi Reykjavík. Snillingarnir komu fyrst fram í upphafi árs 2001 og í einhverjum fjölmiðlum var hún kölluð Sniglabandið en þrír meðlima sveitarinnar komu úr þeirri sveit, þeir Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, aðrir…

Snekkjubandið (1987-89)

Fáar og litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfrækt var á Fáskrúðsfirði á árunum 1987 til 89 undir nafninu Snekkjubandið en nafn sveitarinnar má rekja til þess að það var eins konar húsband á gisti- og veitingahúsinu Snekkjunni í bænum. Hugsanlega lék sveitin þó víðar en á Snekkjunni. Árni Ísleifsson gæti hafa verið…

SNO-tríóið (1949)

Hljómsveit sem bar heitið SNO-tríóið lék á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna á Flateyri síðsumars 1949, hér er reiknað með að um heimamenn hafi verið að ræða. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þetta tríó og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Snúran snúran (1984-85)

Hljómsveitin Snúran Snúran varð nokkuð þekkt á sínum tíma en mest þó fyrir nafnið sem var afbökun á bresku sveitinni Duran Duran sem þá var á hátindi frægðar sinnar, um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Snúran Snúran hin íslenska fékk sínar fimmtán mínútna frægð þegar sveitin var meðal þátttökusveita í því sem kallað var hljómsveitakeppni…

Snæbjörg Snæbjarnardóttir (1932-2017)

Sópransöngkonan og söngkennarinn Snæbjörg Snæbjarnardóttir kom víða við á ferli sínum, hún hafnaði freistandi tækifærum erlendis sem hefðu getað gert hana að töluvert stærra nafni í íslenskri tónlistarsögu en telst þess í stað meðal virtustu söngkennara sem hérlendis hafa starfað og fjöldi þekktra söngvara nutu leiðsagnar hennar og kennslu. Þá var hún jafnframt öflugur kórstjórnandi…

Snafu (1999-2003)

Hljómsveitin Snafu var töluvert áberandi í harðkjarnasenunni sem hér náði hámarki um og eftir síðustu aldamót. Sveitin þróaðist hratt á þeim tíma sem hún starfaði en svo virðist sem meðlimir hennar hafi ekki verið sáttir við þá stefnu sem hún hafði tekið í lokin og stofnuðu nýja sveit upp úr henni. Snafu sendi frá sér…

Snafu – Efni á plötum

Snafu – Anger is not enough Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: HK005 Ár: 2000 1. Snafu 2. Anger is not enough 3. Cow mutilation sucks 4. This am I 5. Turn off your televisions 6. All smiles 7. Blue balls turn black 8. Sick giant 9. Live bonus tracks [7 lög] Flytjendur: Eiður Steindórsson – gítar Gunnar…

SMS tríó [3] (2004)

Tríó sem sérhæfði sig í barokk tónlist frá Ítalíu og Þýskalandi hélt tónleika í Neskirkju haustið 2004 undir nafninu SMS tríó. Nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þremenninganna en þeir voru Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari. Þeir munu hafa leikið einungis á þessum einu tónleikum.

Smuraparnir (1994)

Smuraparnir (Smurapar) var djass- eða bræðingshljómsveit sem lék töluvert opinberlega vorið og sumarið 1994, m.a. á uppákomu tengdri Listahátíð í Reykjavík. Sveitin var að mestu skipuð þeim sömu og þá skipuðu Tamlasveit Egils Ólafssonar en upphaflega átti sú sveit að bera Smurapa-nafnið. Meðlimir hennar voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og…

Smurf [1] (1988)

Árið 1988 var rokksveit starfandi hér á landi innblásin af Strumpunum, en hún gekk undir nafninu Smurf. Sveitin lék á tónleikum um haustið 1988, þá nýstofnuð en virðist ekki hafa verið starfandi lengi. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. um meðlimi og hljóðfæraskipan.

Smurf [2] (2004)

Hljómsveit að nafni Smurf starfaði árið 2004 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi [?] gítarleikari, Sindri [?] bassaleikari, Daði [?] gítarleikari og Unnar [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, m.a. föðurnöfn meðlima hennar og fleira sem væri við hæfi í þessari umfjöllun.

Sniglar (1968-69)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sniglar var starfandi á Raufarhöfn veturinn 1968-69 en þar starfaði sveitin við Barna- og unglingaskólann. Meðlimir Snigla voru Halli Gvendar [?] gítarleikari, Guðjón Snæbjörnsson gítarleikari og söngvari, Siggi Palla [Sigurður Pálsson?] bassaleikari og Jóndi Guðna [?] trommuleikari, Sævar Geira [?] mun svo hafa tekið við trommunum af þeim síðast talda.…

Snarl [1] (1970)

Þjóðlagadúettinn Snarl kom fram opinberlega á þjóðlagakvöldi sem haldið var í Tónabæ haustið 1970, og bendir fátt til þess að sá dúett hafi verið langlífur. Það voru þeir Hjálmar Sverrisson og Matthías Kristiansen sem skipuðu Snarl en óskað er eftir frekari upplýsingum um þá félaga.

Snati (1974)

Hljómsveit sem bar nafnið Snati starfaði árið 1974 og var þá skipuð m.a. tveimur ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að verða stór nöfn í íslenskri tónlist, það voru þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Eiríkur Hauksson sem líklega söng og lék á gítar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar. Snati kom líklega…

Snerta (1989-90)

Snerta var slagverkshópur sem starfaði 1989 til 1990 og kom þá fram í fáein skipti opinberlega, m.a. annars á tónleikum í Þjóðleikhúsinu og í tónleikasal FÍH. Það voru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Maarten Van Der Valk og Pétur Grétarsson sem skipuðu Snertu en þeir félagar fluttu m.a. tónverkið Sindur eftir Áskel Másson sem hljóðritað…

Snillingarnir [1] (1979-80)

Hljómsveitin Snillingarnir var ein allra fyrsta pönksveitin hér á landi, sjálfir skilgreindi sveitin sig aldrei sem pönk en þeir félagar blönduðu tónlist sína þjóðlögum. E.t.v. mætti segja að sveitin hafi verið eins konar útungarstöð fyrir Fræbbblana því tveir meðlima hennar áttu síðar eftir að leika með þeirri sveit. Snillingarnir munu hafa verið stofnaðir sumarið 1979…

Skuggar [5] (1963)

Í Reykjavík starfaði gítarhljómsveit undir nafninu Skuggar árið 1963 en sú innihélt tvo gítarleikara og var í anda The Shadows. Meðlimir Skugga voru Sturla Már Jónsson gítarleikari, Guðjón Ágústsson gítarleikari, Sigurður Ágúst Jensson trommuleikari og Sævar Hjálmarsson bassaleikari. Þessi sveit var að líkindum fremur skammlíf.

Smárakvartettinn í Reykjavík (1951-56 / 1986)

Smárakvartettinn í Reykjavík starfaði um fimm ára skeið en um sama leyti hafði sams konar kvartett verið starfandi á Akureyri um árabil undir sama nafni, aldrei kom þó til neins konar árekstra af því er virðist vegna nafngiftarinnar en kvartettarnir tveir sendu frá sér plötur um svipað leyti um miðjan sjötta áratuginn. Upphaf Smárakvartettsins í…

Smith (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem spilaði rokk í þyngri kantinum og gekk undir nafninu Smith. Þessi sveit mun hafa starfað seint á síðustu öld, líklega undir lok tíunda áratugarins og innihélt söngvara að nafni Egill. Frekari upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma hennar og annað sem hæfir umfjöllun af þessu tagi má…

Smárakvartettinn í Reykjavík – Efni á plötum

Smárakvartettinn í Reykjavík – Baujuvaktin / Fossarnir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 18 Ár: 1954 1. Baujuvaktin 2. Fossarnir Flytjendur: Smárakvartettinn í Reykjavík – söngur Carl Billich – píanó     Smárakvartettinn í Reykjavík – Eyjan hvíta / Loftleiðavalsinn [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 19 Ár: 1955 1. Eyjan…

Smjattpattar [1] (1984)

Margir muna eftir Smjattpöttunum (Munch bunch) sem nutu töluverðra vinsælda á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, heil kynslóð barna fylgdist með ævintýrum þeirra í Stundinni okkar en þeir hurfu með jafnskjótum hætti og þeir höfðu birst. Íslendingar kynntust fyrst Smjattpöttunum þegar bókaútgáfan Vaka gaf út sumarið 1982 í þýðingu Þrándar Thoroddsen nokkrar barnabækur um…

Smjattpattar [1] – Efni á plötum

Smjattpattar – Smjattpattar: söngvar og sögur Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 012 Ár: 1984 1. Lagstúfur 2. Hér koma Smjattpattarnir: saga 3. Banana-rokk 4. Svala gúrka: saga 5. Byggt á sandi 6. Bogi brómber: saga 7. Skólasöngur 8. Pála púrra: saga 9. Vippi vorlaukur: saga 10. Geimferðin 11. Smjattpattar í útilegu: saga 12. Regnhlífar 13. Baunabelgur…

Smjattpattar [2] (1991)

Árið 1991 var starfrækt hljómsveit í Nesskóla í Neskaupstað undir nafninu Smjattpattar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti frá því snemma árs og fram undir áramót 1991-92 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Sigurjón Egilsson mun hafa verið söngvari Smjattpattanna en frekari upplýsingar er ekki að finna um aðra meðlimi hennar og er því…

Smjattpattarnir (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappdúett sem starfaði á Ólafsfirði árið 2003 undir nafninu Smjattpattarnir en þeir sendu frá sér að minnsta kosti eitt lag til spilunar, hugsanlega fleiri.

The Smjör (1987)

Hljómsveitin The Smjör var meðal skráðra þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987, líkur eru því á að hún hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu. Ekkert er vitað um þessa sveit, hvort hún keppti og þá hvernig henni gekk í keppninni, hverjir voru meðlimir hennar og hver hljóðfæraskipan…

Smondarnir (1983)

Upplýsingar um þungarokkshljómsveit sem starfaði árið 1983 undir nafninu Smondarnir, eru af skornum skammti og er óskað eftir þeim hér með. Smondana skipuðu fimmmenningar með hljóðfæraskipanina tvo gítara, bassa, trommur og söng.

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

SMS tríó [2] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um SMS tríóið sem starfaði líkast til í Vestur-Húnavatnssýslu, annað hvort á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða þeim tíunda. Skúli Einarsson var einn meðlima sveitarinnar, hann gæti hafa verið gítar- eða trommuleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi SMS tríósins.

Skuggar [3] (1961-62)

Í Hraungerðishreppi rétt við Selfoss var hljómsveit ungra manna sem um tíma gekk undir nafninu Skuggar 1961 og 62, þar voru á ferð verðandi tónlistarmenn að stíga sín fyrstu skref en þeir voru Ólafur Þórarinsson (Labbi) og Guðmundur Benediktsson sem léku á gítara og Kristján Jens Kristjánsson trommuleikari. Einnig söng Labbi eitthvað en sveitin kom…

Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Sniglabandið – Efni á plötum

Sniglabandið – Fjöllin falla í hauga… [ep] Útgefandi: Sniglabandið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Álfadans 2. 750 cc blús Flytjendur: Björgvin Ploder – trommur Einar Rúnarsson – hljómborð Skúli Gautason – gítar Sigurður Kristinsson – gítar Stefán Hilmarsson – söngur Sniglabandið – Áfram veginn – með meindýr í maganum [ep] Útgefandi: Sniglabandið Útgáfunúmer: Hjól…

Smávinir [1] (1944)

Barnakórinn Smávinir starfaði af því er virðist í nokkra mánuði lýðveldisárið 1944, í Vestmannaeyjum. Smávinir sem í upphafi voru skipaðir ríflega fimmtíu börnum, mest stúlkum, hóf æfingar í byrjun mars undir stjórn Helga Þorlákssonar organista og aðeins fáeinum vikum síðar hafði hann sungið í nokkur skipti opinberlega í Eyjum, þar á meðal um páskana, við…