Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar (1989)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Einars Sigurfinnssonar úr Vestmannaeyjum en sveit með því nafni lék á „litla pallinum“ á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga verslunarmannahelgina 1989.

Einar Sigurfinnsson (Einar klink) sem sveitin er kennd við var söngvari sveitarinnar og hafði sungið með Eyjasveitum fyrrum en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og hljóðfæraskipan hennar. Þessi hljómsveit var að öllum líkindum sett saman fyrir þjóðhátíðina 1989 og starfaði því aðeins í kringum hana.