Afmælisbörn 31. mars 2024

Á þessum degi eru sjö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og sex ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2024

Afmælisbörnin í dag eru sex talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og níu ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2024

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og…

Afmælisbörn 28. mars 2024

Fjögur afmælisbörn (þrjú þeirra eru látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jónas Þórir Þórisson píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og átta ára gamall í dag. Jónas Þórir er líklega einn þekktasti undirleikari samtímans en hann hefur starfað með ótal tónlistarfólki í gegnum tíðina, þá hefur hann einnig leikið inn á fjölda platna og…

Afmælisbörn 27. mars 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru átta talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sextíu og sjö ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…

Helga Möller (1957-)

Helga Möller er allt í senn, trúbador, diskó- og jólalagadrottning og Eurovision-hetja en fyrst og fremst þó söngkona – framangreind hlutverk hennar hafa verið bundin tíðaranda og tímaramma hverju sinni nema jólalögin, þau hefur Helga sungið reglulega inn á plötur allt frá því um 1980 og hún hefur reyndar yfirleitt verið áberandi í jólavertíðinni með…

Helga Möller – Efni á plötum

Þú og ég – Ljúfa líf Útgefandi: Steinar / Spor Útgáfunúmer: STLP 036 / STCD 036 Ár: 1979 / 1994 & 2003 1. Vegir liggja til allra átta 2. Þú og ég 3. Dans, dans, dans 4. Hið ljúfa líf 5. Í Reykjavíkurborg 6. Villi og Lúlla 7. Kysstu mig 8. Sól bak við hól 9. Ástarsæla Flytjendur:…

Himbrimi [1] (1998)

Unglingahljómsveitin Himbrimi var starfrækt í Hafnarfirði árið 1998 en þá um sumarið lék sveitin á tónleikum í tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi Himbrima eða hljóðfæraskipan en ólíklegt hlýtur að teljast að sveitin sé eitthvað skyld annarri hafnfirskri sveit sem starfaði undir sama nafni um fimmtán árum síðar.…

Hilmar Sverrisson (1956-)

Sauðkrækingurinn Hilmar Sverrisson er með lífseigari pöbbaspilurum Íslands en hann hefur leikið á dansleikjum og ölstofum landsins í um hálfa öld, hann hefur haft tónlistina að lifibrauði nánast alla tíð. Hilmar fæddist í Skagafirðinum haustið 1956 og ólst upp við austanverðan fjörðinn til átta ára aldurs þegar hann flutti með fjölskyldu sinni inn á Sauðárkrók…

Hilmar og Pétur (2001)

Pöbbadúett sem starfaði undir nafninu Hilmar og Pétur lék með reglulegum hætti á Catalinu í Kópavogi allt árið 2001 og hugsanlega lengur. Ekki liggur alveg fyrir hverjir þessi Hilmar og Pétur voru en hér er þó að öllum líkindum um að ræða Hilmar Sverrisson hljómborðsleikari og Pétur Hjálmarsson bassaleikari.

Herra kílómetri (1996)

Hljómsveit sem bar nafnið Herra kílómetri (eða Herra kílómeter) starfaði á norðausturhorni landsins sumarið 1996 en sveitin lék þá á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli Þórshafnar á Langanesi. Líklegast er að sveitin hafi verið frá Þórshöfn eða nágrenni og að um unglingahljómsveit hafi verið að ræða. Óskað er eftir upplýsingum…

Heróglymur – Efni á plötum

Heroglymur – Down in the backyard [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2005 1. Down in the backyard Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Heróglymur (1999-2006)

Rokksveitin Heróglymur kom fram á sjónarsviðið rétt fyrir aldamótin 2000 og starfaði í nokkur ár, hún var skipuð nokkrum ungum tónlistarmönnum úr Réttarholtsskóla. Heróglymur (einnig stundum ritað Heroglymur) var stofnuð haustið 1999 og lék fyrsta árið mestmegnis innan veggja Réttarholtsskóla en fljótlega eftir áramótin 2000-01 fór sveitin að láta að sér kveða á tónleiksviðinu utan…

Hingað til (1986)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngflokk sem mun hafa verið starfræktur vorið 1986 og þá hugsanlega um nokkurt skeið undir nafninu Hingað til, en nafn þessa söngflokks kom upp í tillögu sem barst Ríkissjónvarpinu þegar auglýst var eftir flytjendum á framlagi Íslands í Eurovision söngvakeppninni – Gleðibankanum en Icy hópurinn (Helga Möller, Eiríkur Hauksson og…

Hingað og ekki lengra (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Hingað og ekki lengra var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði í tilefni árs æskunnar haustið 1985 en þar lenti sveitin í öðru sæti. Hins vegar er ekkert meira að finna um þessa hljómsveit, hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan og er því leitað eftir viðeigandi upplýsingum um hana.

Hinir [2] (2005)

Hinir var rappdúett þeirra Poetrix (Sævar Daníel Kolandavelu) og Huxun (Marlon Pollock) en þeir störfuðu saman undir þessu nafnið árið 2005, og munu eitthvað hafa komið fram opinberlega undir því nafni. Einnig er hugsanlegt að þeir félagar hafi enn verið starfandi árið 2008, og að þeir hafi þá jafnvel verið fleiri. Óskað er eftir frekari…

Hinir [1] (um 1970?)

Hljómsveit sem bar nafnið Hinir var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu (hugsanlega Kópavogi) fyrir margt löngu og miðað við þá spilafélaga sem þar komu við sögu gæti sveitin hafa starfað um eða upp úr 1970. Meðlimir Hinna voru þeir Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Már Zóphaníasson [?], Ari Kristinsson orgelleikari, Eyþór [Guðmundur Jónsson?] og Sigþór Hermannsson [?]. Allar…

Hinir átta (1938-39)

Söngflokkur starfaði á Akureyri seint á fjórða áratug síðustu aldar undir nafninu Hinir átta, að öllum líkindum var um tvöfaldan karlakvartett að ræða eftir nafni hans að dæma þrátt fyrir að í einni heimild sé talað um kvartett. Hinir átta sungu í fáein skipti á opinberum vettvangi, annars vegar á tónleikum Kantötukórs Akureyrar haustið 1938…

Hinir [3] (2008-2011)

Vorið 2008 var hljómsveit meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, sem bar nafnið Hinir og var líkast til úr Mosfellsbæ. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sunna Margrét Þórisdóttir söngkona, Valbjörn Snær Lilliendahl söngvari og gítarleikari, Sveinn Pálsson hljómborðsleikari, Pétur Finnbogason trommuleikari, Gunnar Örn Freysson bassaleikari og Jón Birgir Eiríksson hljómborðsleikari. Hinir komust í úrslit keppninnar en hafði þar…

Hinir borgfirsku geimgrísir (1990-91)

Hljómsveit sem bar heitið Hinir borgfirsku geimgrísir starfaði í Bakkagerði (Borgarfirði eystra) um og upp úr 1990 og skartaði m.a. söngvaranum og gítarleikaranum Magna Ásgeirssyni, síðar landsþekktum söngvara. Hinir borgfirsku geimgrísir hétu fyrst um sinn Pigs in space eftir samnefndri „sápuóperu“ úr Prúðuleikurunum (The Muppets show) en nafni sveitarinnar var fljótlega breytt. Sveitin lék eitthvað…

Hinir eðalbornu (2004)

Hljómsveitin Hinir eðalbornu frá Akureyri keppti í Músíktilraunum vorið 2004 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Andri Pétursson gítar- og hljómborðsleikari, Hreinn Logi Gunnarsson gítarleikari, Friðjón Guðmundur Snorrason trommuleikari og Árni Magnússon bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um hver var söngvari hennar. Hinir eðalbornu komust ekki í úrslit keppninnar en hljómborðsleikari sveitarinnar Andri Pétursson var kjörinn…

Best fyrir – Efni á plötum

Best – Magnaðir Magnamenn [ep] Útgefandi: Knattspyrnufélagið Magni Grenivík Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 1. Magnaðir Magnamenn 2. Magnaðir Magnamenn (instrumental) 3. Sumarsmellur 2002 4. Ótíndir þjófar Flytjendur: Brynjar Davíðsson – söngur Atli Már Rúnarsson – trommur, hljómborð og gítar Elmar Eiríksson – bassi Best fyrir – Lífið er aðeins… þessar stundir Útgefandi: Frostgat Útgáfunúmer:…

Best fyrir (1995-)

Norðlenska hljómsveitin Best fyrir hefur starfað með hléum síðan 1995 og virðist þrátt fyrir að hafa hætt störfum í nokkur skipti, eiga sér endalaus framhaldslíf. Best fyrir var stofnuð á Akureyri snemma vors 1995 en þá stóð yfir sex vikna kennaraverkfall. Fyrst um sinn gekk sveitin reyndar undir nafninu Getuleysi og síðan Vonleysi áður en…

Afmælisbörn 26. mars 2024

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fimmtugur og fagnar því stórafmæli í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2024

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni fagnar stórafmæli í dag en hann er áttræður. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við…

Afmælisbörn 24. mars 2024

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sjötíu og tveggja ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2024

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, píanóleikari og tónlistarkennari úr Hafnarfirði er fjörutíu og tveggja ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið…

Afmælisbörn 22. mars 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er fertugur og fagnar því stórafmæli í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Afmælisbörn 21. mars 2024

Á þessum degi eru afmælisbörnin fjögur á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari fagnar fimmtíu og eins árs afmæli í dag, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út…

Hildigunnur Halldórsdóttir [1] (1912-92)

Hildigunnur Halldórsdóttir (hin eldri) er ein þeirra „týndu“ kvenna sem auðgað hafa íslenska tónlistarsögu, í þessu tilfelli aðallega sem höfundur texta við þekkt barnalög en einnig sem lagahöfundur. Segja má að hún sé ættmóðir stórrar tónlistarfjölskyldu sem hefur mikið látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi síðustu áratugina en sá hópur hefur m.a. tekið sig…

Hildigunnur Halldórsdóttir [1] – Efni á plötum

Óskasteinar – ýmsir Útgefandi: Minningarsjóðurinn Óskasteinar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2014 1. Á heiði spretta lambagrös hjá lind 2. Bjöllukýrin 3. Blunda þú vært 4. Dansar hún litla lipurtá 5. Ef væri ég fiskur vænn 6. Fagurt er í Fnjóskadal 7. Foli foli fótalipri 8. Gott væri að vera þér hjá 9. Guð hefur skapað…

Hermann Stefánsson [1] – Efni á plötum

Kantötukór Akureyrar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 509 Ár: 1933 1. Íslands þúsund ár (1.hluti) 2. Íslands þúsund ár (2. hluti) Flytjendur: Kantötukór Akureyrar – söngur undir stjórn Björgvins Guðmundssonar Hreinn Pálsson – tvísöngur Hermann Stefánsson – tvísöngur Karlakórinn Geysir – Loreley / Víkingasöngvar [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 510 Ár: 1933 1. Loreley 2. Víkingasöngvar (úr óp. Lucia di Lammermoor) Flytjendur:…

Hermann Stefánsson [1] (1904-83)

Hermann Stefánsson var mun þekktari sem framámaður í íþróttakennslu og tengdum málum á Akureyri en sem tónlistarmaður, en hann söng oft einsöng á skemmtunum og tónleikum norðan heiða og víðar. Hermann var fæddur á Grenivík snemma árs 1904 en fluttist til Akureyrar og bjó þar alla ævi síðan. Hann fór í íþróttakennaranám til Danmerkur sem…

Hermann Stefánsson [3] – Efni á plötum

Hermann Stefánsson – Blindhæðir [snælda] Útgefandi: Hermann Stefánsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hermann Stefánsson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Hermann Stefánsson – Ljúflingsmál [snælda] Útgefandi: Hermann Stefánsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1995 1. Ljúflingsmál 2. Súkkulaði og kók 3. Ekkó 4. Læt sem ekkert sé 5. Maðurinn…

Hermann Stefánsson [3] (1968-)

Hermann Stefánsson er þekktur rithöfundur en eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, smásögur og ljóðabækur auk þýðinga, hann hefur jafnframt fengist nokkuð við tónlist og nokkrar útgáfur liggja eftir hann á því sviði auk þess sem hann hefur starfað með hljómsveitum og gefið út plötur með þeim. Hermann er Reykvíkingur, fæddur 1968 og er bókmenntafræðingur að…

Kvartettinn og Kristján (1957-62)

Kvartettinn og Kristján (eða HGH kvartettinn og Kristján eins og hún var einnig nefnd) starfaði á Bíldudal á sjötta og sjöunda áratugnum en hún hafði áður gengið undir nafninu HGH tríóið. Það voru þeir Jón Ástvaldur Hall Jónsson gítarleikari, Hreiðar Jónsson harmonikkuleikari og Guðbjörn Jónsson trommuleikari sem höfðu skipað tríóið en þegar Guðmundur R. Einarsson…

HGH tríóið [2] (1997-2000)

HGH tríóið var að líkindum sett saman fyrir skemmtiferð sem Hafnargönguhópurinn stóð fyrir haustið 1997 en HGH stóð einmitt fyrir Hafnargönguhópurinn, tríóið skemmti í þessari ferð um borð í skemmtisiglingaskipinu Árnesi en engar upplýsingar er að finna um meðlimi þess nema að þeir voru úr þessum hópi. Ferðin var farin í tilefni af fimm ára…

HIBS (um 1985)

Hljómsveit sem bar nafnið HIBS (H.I.B.S.) var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék á dansleikjum á svæðinu, sveitin mun mestmegnis hafa verið með hefðbundna balltónlist og gömlu dansana á prógrammi sínu. Nafn sveitarinnar (HIBS) var sett saman úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hilmar Þór Hilmarsson söngvari,…

Hi fly (1996)

Teknódúettinn Hi fly er merkilegur í sögulegu samhengi því sveitin varð fyrst teknósveita til að komast í úrslit Músíktilrauna Tónabæjar en hún var þar meðal keppenda vorið 1996. Meðlimir Hi fly voru þeir Garðar Kenneth Mosty og Kristján Örn [?] sem báðir unnu með hljómborð og tölvur. Þeir félagar virðast ekki hafa starfað lengi eftir…

Hátveiro (2012-15)

Hljómsveitin Hátveiro (H2O) starfaði um nokkurra ára skeið á öðrum áratug þessarar aldar og kom fram á nokkrum tónleikum á því tímabili. Hátveiro var stofnuð árið 2012 í því skyni að flytja tónlist bresku hljómsveitarinnar Genesis en upphaflega skipan sveitarinnar var Björn Erlingsson bassaleikari, Jósep Gíslason hljómborðsleikari og Árni Steingrímsson gítarleikari en fljótlega bættust í…

Hið óttalega burp (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét að öllum líkindum Hið óttalega burp en nafn sveitarinnar er fengið úr teiknimyndasögu um þá félaga Sval og Val sem kom út árið 1987, líklegast er því að sveitin hafi starfað einhvern tímann fljótlega eftir það. Fyrir liggur að Geir Harðarson var einn meðlimur Hins óttalega burps,…

Hið íslenzka plastik band (1970)

Ekki er alveg víst að hljómsveitin Hið íslenzka plastik band hafi nokkru sinni starfað eða komið fram en talað var um hana sem eins konar súpergrúbbu sem myndi koma fram við hátíðleg tækifæri, sem virðist jafnvel aldrei hafa orðið. Það var snemma árs 1970 sem grein birtist þess efnis að þessi sveit hefði verið stofnuð…

Afmælisbörn 20. mars 2024

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og sjö ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er níutíu og tveggja ára gamall í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér…

Afmælisbörn 18. mars 2024

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands er fimmtíu og tveggja ára í dag. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral…

Afmælisbörn 17. mars 2024

Fimm tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtíu og fjögurra ára í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram,…

Afmælisbörn 16. mars 2024

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og fjögurra ára afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Afmælisbörn 15. mars 2024

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2024

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Herdís Egilsdóttir (1934-)

Herdís Egilsdóttir er þekkt nafn en hún hefur helgað líf sitt börnum og kennsluefni fyrir þau, eftir hana liggur töluvert af barnaefni í formi sagna, leikrita og tónlistar. Herdís Egilsdóttir er fædd 1934 á Húsavík og að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1953 hóf hún að kenna við Ísaksskóla…