Hinir átta (1938-39)

Söngflokkur starfaði á Akureyri seint á fjórða áratug síðustu aldar undir nafninu Hinir átta, að öllum líkindum var um tvöfaldan karlakvartett að ræða eftir nafni hans að dæma þrátt fyrir að í einni heimild sé talað um kvartett.

Hinir átta sungu í fáein skipti á opinberum vettvangi, annars vegar á tónleikum Kantötukórs Akureyrar haustið 1938 og mætti því giska á að hópurinn hafi starfað innan kórsins, hins vegar sungu þeir félagar á héraðsmóti sjálfstæðismanna á Vogum í Varðgjárlandi í Eyjafirði sumarið 1939.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Hinna átta og er því auglýst eftir þeim í þeirri veiku von um að hægt sé að fylla í þær eyður.