Maskínan (1991)

Hljómsveit Maskínan frá Akureyri starfaði 1991 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar þá um vorið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Árnason gítarleikari, Valur Halldórsson söngvari og trommuleikari (Amma Dýrunn, Bylting), Sumarliði Helgason bassaleikari (Bylting, Hvanndalsbræður) og Halldór Stefánsson gítarleikari. Maskínan komst ekki í úrslit tilraunanna og varð líklega ekki langlíf.

Marmelaði (1993-94)

Hljómsveitin Marmelaði (Marmilaði) frá Akureyri starfaði árin 1993 og 94 og lék á dansleikjum víðs vegar um landið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Örvarsson söngvari [?], Jakob Jónsson gítarleikari [?], Jón Rafnsson bassaleikari [?] og Valur Halldórsson trommuleikari [?].

Magnús Einarsson [1] (1848-1934)

Fáir ef einhverjir hafa haft eins mikil áhrif á tónlistarlíf á einum stað og Magnús Einarsson (oft kallaður Magnús organisti) á Akureyri um lok nítjándu aldarinnar og byrjun þeirrar tuttugustu, hann kenndi söng, stofnaði og stjórnaði kórum og lúðrasveitum, samdi tónlist og gjörbreytti tónlistarlífi bæjarins. Þrátt fyrir það varð hann aldrei efnaður en umfram allt…

MA félagar (1967-76)

MA félagar var blandaður kór sem starfaði innan Menntaskólans á Akureyri í tæplega áratug, á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það munu hafa verið þeir Sigurður Demetz kórstjóri og Ævar Kjartansson þáverandi nemi í skólanum (síðan dagskrárgerðarmaður) sem höfðu frumkvæði að því að stofna kórinn innan MA haustið 1967 og var fjöldi meðlima hans…

Weland (2004-05)

Hljómsveitin Weland frá Akureyri og Dalvík tók þátt í Músíktilraunum árið 2005 en sveitin hafði verið stofnuð haustið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hallgrímur Ingi Vignisson trommuleikari, Árni Sigurgeirsson söngvari, Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari og Magnús Hilmar Felixson bassaleikari. Árni söngvari hafði komið inn síðastur en áður höfðu þeir félagar leikið instrumentak. Weland komst ekki…

Vinir og synir (1992)

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir. Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék…

Vindva mei (1994-)

Vindva mei er þekkt nafn í raftónlistargeiranum og mun jafnvel vera skilgreind sem gjörningasveit en hefur eðlilega ekki náð hylli almennt í tónlistarheiminum enda tónlist sveitarinnar fremur óaðgengileg þeim sem vilja hefðbundnar þriggja mínútna melódíur. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 á Akureyri af þremenningum sem höfðu starfað í sveitum eins og Daman og hérinn og…

Viðarstaukur [tónlistarviðburður] (1983-)

Viðarstaukur er nafn á hljómsveitakeppni sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri um árabil, keppnin er haldin á vegum TÓMA (Tónlistarfélags MA). Viðarstaukur (dregið af Woodstock) var fyrst haldinn árið 1983 og var Logi Már Einarsson (síðar alþingismaður) einn aðal hvatamaðurinn að keppninni, hún hefur síðan þá verið árviss viðburður í félagslífi skólans, keppnin…

Við á vellinum (um 1990)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í kringum 1990, að öllum líkindum á Akureyri. Tómas Hermannsson gítarleikari [?] var í þessari sveit en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar, óskað er eftir frekari upplýsingar um þá.

Við strákarnir [1] (1989-90)

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur. Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.

Vaxmyndasafnið (1965)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Akureyri árið 1965 undir nafninu Vaxmyndasafnið. Tveir bræður voru meðal meðlima en ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit.

Vaka [1] (1981)

Hljómsveit að nafni Vaka (einnig nefnd Vaka og Erla) starfaði á Akureyri um nokkurra mánaða skeið fyrri hluta árs 1981. Svo virðist sem sveitin hafi verið stofnuð í upphafi árs með það eitt að vera húshljómsveit í Sjallanum á Akureyri og þar lék hún til vors. Meðlimir Vöku voru Guðmundur Meldal trommuleikari, Dagmann Ingvason hljómborðsleikari,…

X-bandið [1] (1928-31)

X-bandið mun hafa verið fyrsta hljómsveitin sem starfaði á Akureyri en það var á árunum 1928-31. Sveitin var nefnd „jazz orkester“ í fjölmiðlum þess tíma en merking þess orðs var þá nokkuð víðari en síðar varð, og því vart hægt að tala um djasshljómsveit. Sveitin var stofnuð haustið 1928 og voru meðlimir hennar í upphafi…

Busabandið [1] (1960-64)

Busabandið, skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, starfaði í um fjögur ár á fyrri hluta sjöunda áratugs liðinnar aldar, og ól af sér nokkra kunna tónlistarmenn. Það voru Skagamennirnir Arnmundur Backman saxófón- og harmonikkuleikari og Friðrik Guðni Þórleifsson píanóleikari, þá busar í Menntaskólanum á Akureyri, sem stofnuðu Busabandið haustið 1960 en þeir höfðu fyrr um árið átt…

Busabandið [2] (2000-01)

Hljómsveit sem bar nafnið Busabandið var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 2000-01. Nafnið var kunnuglegt innan veggja skólans því um fjórum áratugum fyrr hafði verið sveit starfandi undir sama nafni í skólanum, og skartað mörgum kunnum tónlistarmönnum. Busabandið mun hafa verið stofnað í tengslum við Viðarstauk, hljómsveitakeppni MA og starfaði eitthvað áfram eftir keppnina.…

Brjálað tóbak (1983)

Haustið 1983 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Brjálað tóbak. Þessi sveit sem mun hafa spilað einhvers konar rokk eða pönk, var skammlíf og lék hugsanlega bara á einum tónleikum. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar má senda Glatkistunni.

Brókin hans afa (1992)

Brókin hans afa var tríó sem tók þátt í hæfileikakeppni Menntaskólans á Akureyri 1992, Viðarstauk en ekki liggur fyrir hvort tríóið var sett eingöngu saman fyrir keppnina eða hvort það starfaði lengur. Meðlimir Brókarinnar hans afa voru Tryggvi [Már Gunnarsson?] gítarleikari, Halldór [Már Stefánsson?] trommuleikari og Garth [Kien] bassaleikari. Engar sögur fara af árangri þeirra…

Briminnstunga (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Briminnstungu sem starfaði á Akureyri veturinn 1992-93. Briminnstunga ku hafa verið eins konar hliðarverkefni hljómsveitarinnar Hún andar sem starfaði á sama tíma.

Bravó [1] (1964-66 / 2010-)

Hljómsveitin Bravó vakti mikla athygli á sínum tíma þótt fæstir hefðu heyrt í sveitinni, hún þótti með eindæmum krúttleg enda mætti e.t.v. kalla þá félaga fyrstu alvöru barnastjörnurnar á Íslandi. Bravó var stofnuð á Akureyri snemma hausts 1964 og í nóvember birtust fyrstu fréttirnar um þá í fjölmiðlum. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir Þorleifur Jóhannsson…

Bóleró (1978-80)

Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um akureysku hljómsveitina Bóleró (Bolero) sem starfaði á árunum 1978-80, jafnvel lengur. Bóleró mun hafa verið danshljómsveit en aðeins eru tveir meðlimir hennar kunnir, Guðmundur L. Meldal trommuleikari og Leó G. Torfason sem að öllum líkindum lék á gítar. Upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem og annað bitastætt um hana óskast…

Border (1995)

Akureyska hljómsveitin Border starfaði ekki lengi en keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og komst reyndar þar í úrslit. Meðlimir Border voru Karl H. Hákonarson söngvari og bassaleikari, Friðrik Flosason gítarleikari, Ingi Þór Tryggvason söngvari og gítarleikari, Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleikari og Hildigunnur Árnadóttir söngkona. Síðar tók sveitin upp nafnið Flow og starfaði undir því nafni.

Blues express (1993-2003)

Blússveitin Blues express starfaði í um áratug og var áberandi í blússenunni, höfuðvígi sveitarinnar var Blúsbarinn en sveitin lék þó miklu víðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Blues expreess átti rætur sínar að rekja til Akureyrar og var líklega stofnuð þar þótt þeir félagar gerðu síðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi…

Blindhæð (1975)

Hljómsveit sem kallaðist Blindhæð starfaði í tvo eða þrjá mánuði á Akureyri vor og sumar 1975 og lék það sem kallað var soft rokk. Meðlimir sveitarinnar voru Bjarki Tryggvsaon söngvari og bassaleikari, Árni Friðriksson trommuleikari, Eiríkur Jóhannsson gítarleikari og Gunnar Ringsted gítarleikari.

Blástakkar [2] (1943-44)

Á Akureyri starfaði hljómsveit undir nafninu Blástakkar árin 1943 og 44 að minnsta kosti. Um var að ræða kvartett en engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu hann.

Blandaður kvartett MA (1968)

Árið 1968 var starfræktur kór við Menntaskólann á Akureyri undir stjórn Sigurðar Demetz. Innan kórsins var söngkvartett sem gekk undir nafninu Blandaður kvartett MA en hann var undir stjórn Ingimars Eydal sem jafnframt var undirleikari hans. Meðlimir kvartettsins voru Sigrún Harðardóttir, Valgerður Jóna Gunnarsdóttir, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Bragason.

Bjartir fjarkar (1997)

Bjartir fjarkar störfuðu árið 1997, hugsanlega á Akureyri en þar lék sveitin um sumarið. Sveitin mun hafa leikið djass en einnig íslensk þjóðlög í bossanova útsetningum. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Bjartra fjarka en hér er giskað á, út frá nafni sveitarinnar, að um kvartett hafi verið að ræða.

Bíó (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Bíó sem starfaði að öllum líkindum á Akureyri árið 1989, hugsanlega lengur. Hverjir skipuðu sveitina, hljóðfæraskipan, starfstími o.s.frv.

Birgir Helgason (1934-2019)

Birgir Helgason gegndi stóru hlutverki í akureysku tónlistarlífi lengi vel en hann stjórnaði m.a. Kór Barnaskóla Akureyrar í áratugi. Birgir Hólm Helgason fæddist 1934 á Akureyri, lærði ungur á orgel, fyrst hjá Þorsteini Jónssyni og síðan Jóni Áskelssyni og fleirum áður en hann gekk í Tónlistarskólanna á Akureyri, þar sem hann nam einnig fiðluleik. Hann…

Big band Jazzklúbbs Akureyrar (1991-93)

Upplýsingar um Big band Jazzklúbbs Akureyrar eru af skornum skammti en svo virðist sem það hafi verið starfrækt að minnsta kosti um tveggja ára skeið norðan heiða. Hér er óskað eftir öllum frekari upplýsingum um sveitina, hversu stór hún var, hve lengi hún starfaði og hver hélt utan um stjórnina.

Big band Lúðrasveitar Akureyrar (1991-96)

Big band starfaði innan Lúðrasveitar Akureyrar á tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega en það var a.m.k. 1991 og 96, ekki er einu vinni víst að hún hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Atli Guðlaugsson var stjórnandi lúðrasveitarinnar og allt eins líklegt að hann hafi einnig stýrt big bandinu, upplýsingar…

Big band Rafns Sveinssonar (1986)

Árið 1986 var starfrækt hljómsveit sem bar heitið Big band Rafns Sveinssonar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en allar líkur eru á að um Rafn Sveinsson trommuleikara á Akureyri sé að ræða. Frekari upplýsingar óskast um Big band Rafns Sveinssonar.

Big fat (1994)

Hljómsveitin Big fat var að líkindum frá Akureyri og var í þyngri kantinum, væntanlega skipuð fremur ungum meðlimum. Sveitin spilaði á tónleikum nyrðra snemma árs 1994 en meira liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Jazztríó Birgis Karlssonar (1985 / 1997-98)

Birgir Karlsson starfrækti a.m.k. tvívegis djasstríó á Akureyri, í fyrra skiptið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og síðan rúmum áratug síðar. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með Birgi árið 1985 en það lék í kjallara Sjallans á Akureyri í nokkur skipti allavega. 1997 og 98 voru Karl Petersen trommuleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari…

Kór Lundarskóla (1978-2011)

Barnakór starfaði við Lundarskóla á Akureyri í yfir þrjátíu ár undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Elínborg stofnaði Kór Lundarskóla / Barnakór Lundarskóla haustið 1978 og eftir því sem næst verður komist var hún alla tíð stjórnandi kórsins eða til ársins 2011. Kórinn söng mest á heimaslóðum á Akureyri en kom mjög oft fram á kóramótum víða…

Bernhard Steincke (1825-91)

Daninn Bernhard August Steincke starfaði sem verslunarstjóri hjá verslun F. Gudmanns á Akureyri annars vegar á árunum 1851 til 1854 og hins vegar 1860 til 1874, og lyfti grettistaki í lista- og menningarlífi bæjarbúa á þeim tíma í margs konar skilningi. Menn ganga svo langt að segja að upphaf leiklistar- og tónlistarlífs Akureyrar megi rekja…

Bassar (1964-65)

Hljómsveitin Bassar starfaði á árunum 1964 og 65 á Akureyri, hugsanlega byrjaði hún jafnvel örlítið fyrr. Heimildir um þessa sveit eru mjög takmarkaðar og ekki liggja fyrir nema upplýsingar um tvo meðlimi hennar, þeir voru Vilhelm V. Steinþórsson gítarleikari og Árni Þorvaldsson. Frekari upplýsingar um Bassa frá Akureyri óskast sendar Glatkistunni.

Bartar (um 1990)

Hljómsveit að nafni Bartar (Sideburns) starfaði á Akureyri í kringum 1990, nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Meðlimir Barta voru Tómas Hermansson söngvari [?], Borgar Magnason bassaleikari [?], Jón Egill Gíslason [?] og Björn Þór Sigbjörnsson [?]. Sveitin mun aldrei hafa komið fram opinberlega.

Barningur (1993)

Hljómsveit (líklega rokksveit) bar nafnið Barningur sumarið 1993 og starfaði að öllum líkindum á Akureyri. Allar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar, starfstíma og annað má gjarnan senda Glatkistunni.

Barnakór Akureyrar [2] (1948-58)

Barnakór Akureyrar sem hér um ræðir er líklega þekktasti kórinn sem starfaði undir þessu nafni en hann hlaut frægð sem náði út fyrir landsteinana. Það var barnakólakennarinn Björgvin Jörgensson sem átti allan heiðurinn af kórnum en hann stofnaði hann í upphafi árs 1948 innan Barnaskólans á Akureyri, Björgvin hafði komið til starfa á Akureyri haustið…

Barnakór Akureyrar [1] (um 1925)

Um miðjan þriðja áratug síðustu aldar mun hafa verið barnakór starfandi á Akureyri en litlar sem engar heimildir er að finna um þennan kór. Allar tiltækar upplýsingar um þennan fyrsta Barnakór Akureyrar óskast sendar Glatkistunni.

Bara-flokkurinn (1980-84)

Bara-flokkurinn (Baraflokkurinn) frá Akureyri var fyrsta hljómsveitin frá Akureyri fyrir utan Hljómsveit Ingimars Eydal sem náði almennri athygli og hylli en hún var þó svolítið eyland mitt í flóru pönksins sem var í gangi um og eftir 1980 og fannst mörgum sveitum eiga illa heima í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Hún var þó ágætt dæmi…

Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju (1992-)

Saga Barna- og unglingakórs Akureyrarkirkju er eilítið flókin þar eð um tvo eiginlega kóra er/var að ræða sem hafa sungið við ýmis opinber tækifæri norðanlands og víðar reyndar, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Upphaf kórastarfsins nær aftur til haustsins 1992 þegar barnakór var settur á laggirnar við Akureyrarkirkju en hann var ætlaður börnum níu…

Bambino [2] (um 1965)

Hljómsveit skipuð ungum meðlimum var starfandi á Akureyri um eða fyrir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Bambino. Einn meðlima þeirrar sveitar var Gestur Pálsson en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana.

Bandamenn [1] (1990-91)

Ballhljómsveit starfaði á Akureyri 1990-91 undir nafninu Bandamenn og lagði áherslu á árshátíðir, þorrablót og þess konar mannamót. Meðlimir sveitarinnar voru Birgir Arason söngvari og bassaleikari, Haukur Pálmason trommuleikari, Hlynur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Pálmi Stefánsson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin lék alhliða danstónlist og gat skipt yfir í gömlu dansana ef því var að…

Bandover (1994)

Árið 1994 var starfrækt hljómsveit á Akureyri sem bar nafnið Bandover. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og þeir sem hafa einhverjar mættu senda Glatkistunni línu.

Kór Barnaskóla Akureyrar (1959-96)

Kór Barnaskóla Akureyrar starfaði í áratugi undir stjórn Birgis Helgasonar en hann tók við hlutverkinu af Björgvini Jörgenssyni sem hafði stofnað kórinn 1948 og stýrt honum í um tíu ár, í starfstíð Björgvins var gjarnan nefndur Barnakór Akureyrar en Kór Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis. Kórinn er klárlega með þekktustu barnakórum sem starfað hafa hér…

Tveir heimar (1999-2000)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tvo heima sem starfaði á Akureyri í kringum aldamótin (1999 og 2000). Tveir heimar keppti í hljómsveitakeppni Rokkstokk 1999 sem haldin var í Keflavík og því er giskað á að meðlimir þessarar sveitar hafi verið fremur ungur að árum. Sveitin átti í framhaldinu lag á safnplötunni Rokkstokk…

Tvilimon (1990)

Engin leið er að finna upplýsingar um hljómsveitina Tvilimon sem keppti vorið 1990 í hæfileikakeppninni Viðarstauk sem nemendafélag Menntaskólans á Akureyri heldur utan um. Af mynd af sveitinni að dæma var Tvilimon tríó en allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Tríó Rabba Sveins (1961 / 1991-97)

Rafn Sveinsson (Rabbi Sveins) trommuleikari á Akureyri lék með fjöldanum öllum af hljómsveitum nyrðra og starfrækti einnig eigin sveit, Tríó Rabba Sveins. Rafn var með hljómsveit árið 1961 sem auglýst var sem Tríó Rabba Sveins en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar sveitar frekar en tríóið sem hann starfrækti á árunum 1991 til 97.…