Söngfélag Oddeyrar (um 1874-88)
Söngfélag var starfandi á Oddeyrinni á Akureyri á síðari hluta 19. aldar uns það virðist hafa sameinast Söngflokki Akureyrarbúa (og jafnvel fleiri söngfélögum) haustið 1888 og hlaut þá nafnið Söngfélagið Gígjan eða bara Gígjan. Magnús Einarsson hafði leiðbeint söngfólki í báðum söngfélögunum en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Söngfélagið á Oddeyri gæti hafa verið…