Afmælisbörn 18. október 2017

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtugur á þessum degi og á því stórafmæli. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og…

Nora Kornblueh – Efni á plötum

Íslensk kammer og einleiksverk: Chamber and solo music from Iceland – ýmsir Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-06 Ár: 1987 1. Æfingar fyrir píanó: Sjónhverfing / Slæða / Náttúran / Keisarinn / Páfinn / Krossgötur / Lína / Línudans / Níu / Lukkuhjólið / Ljónatemjan / Sönn ást / Dauði sjónhverfingamannsins / Engillinn / Rökhyggjan /…

Óperan [félagsskapur] (1966-68)

Óperan var félag áhugafólks um flutning á þess konar tónlistarformi, sem starfaði um þriggja ára tímabil í lok sjötta áratug síðustu aldar, mest líklega fyrir áeggjan Ragnars Björnssonar stjórnanda karlakórsins Fóstbræðra. Óperan var stofnuð um mitt ár 1966 en vegna tafa hófst starfsemin raunverulega ekki fyrr en haustið 1967, þá var óperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti…

Ópera [2] (um 1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Ópera starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Engar upplýsingar finnast um skipan þeirrar sveitar utan þess að Birgir Jóhann Birgisson mun hafa  verið einn meðlima hennar. Ólíklegt er að um sveit sé að ræða og var starfandi fáeinum árum áður undir sama nafni.

Óskabörn (1993-94)

Sönghópurinn Óskabörn var kvartett fjögurra leikara við Þjóðleikhúsið en þau komu fram reglulega veturinn 1993-94 með söngskemmtanir, oft í Leikhúskjallaranum. Óskabörn skipuðu þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Sóley Elíasdóttir og Maríus Sverrisson en þau hættu störfum sumarið 1994 þegar sá síðast taldi fór utan til söngnáms. Aðalheiður Bjarnadóttir annaðist undirleik fyrir Óskabörnin.

Ósíris (1975-76)

Hljómsveitin Ósíris frá Norðfirði var í raun hljómsveitin Amon Ra sem þar starfaði um áratugar skeið á áttunda áratug síðustu aldar, en gekk undir Ósíris nafninu veturinn 1975-76. Meðlimir þessarar útgáfu Amon Ra voru Smári Geirsson söngvari, Jón Skuggi Steinþórsson bassaleikari, Guðjón Steingrímsson gítarleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Pjetur S. Hallgrímsson trommuleikari. Þeir félagar…

Órækja (?)

Hljómsveitin Órækja mun hafa verið starfandi á Austfjörðum. Hvenær, hversu lengi, hvar nákvæmlega eða hverjir skipuðu þessa sveit liggur ekki fyrir en allar upplýsingar um hana væru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Óreiða (1999)

Á Selfossi starfaði hljómsveitin Óreiða um tíma en meðlimir hennar voru Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) söngvari og gítarleikari, Ívar Guðmundsson [?] og Arnar Elí Ágústsson [?]. Einnig gæti Baldur Kristinsson hafa verið einn meðlima hennar. Óreiða var allavega starfandi 1999 og hugsanlega lengur.

Óratóríukór Dómkirkjunnar (1972-77)

Óratóríukór Dómkirkjunnar (einnig stundum nefndur Óratóríukórinn í Reykjavík) starfaði um nokkurra ára skeið undir stjórn Ragnars Björnssonar. Kórinn, sem stofnaður var líklega haustið 1972, virðist ekki hafa starfað samfleytt en tók þátt í nokkrum stórum verkefnum, t.a.m. uppfærslu á Stabat mater e. Dvorak árið 1975. Um fimmtíu mann voru í kórnum  en starfsemi hans lagðist…

Óperusmiðjan [félagsskapur] (1990-95)

Óperusmiðjan var félagsskapur söngmenntaðs fólks sem vildi koma sér á framfæri og skapa sér vettvang með sönguppákomum af ýmsu tagi. Félagsskapurinn var stofnaður í ársbyrjun 1990 og var fyrsta verkefnið sett á svið um vorið í samstarfi við leikhópinn Frú Emilíu, Systir Angelica eftir Puccini, í húsnæði í Skeifunni í Reykjavík. Og þannig var starfsemin…

Óskalögin [safnplöturöð] (1997-2006)

Safnplötuserían Óskalögin var gefin út á vegum Íslenskra tóna (Senu) á árunum 1997-2006 en alls urðu plöturnar tíu talsins. Seríunni var ætlað að gefa mynd af íslenskri dægurlagaflóru frá sjötta áratug síðustu aldar og fram til ársins 2005 og má segja að fjölbreytileikinn sé alls ráðandi á því hálfrar aldar tímabili sem tónlistin spannar. Óskalaga-plöturnar…

Óskalög sjúklinga [annað] (1951-87)

Löng hefð var fyrir óskalagaþáttum í Ríkisútvarpinu hér á árum áður og var einn þeirra kallaður Óskalög sjúklinga en í þeim þætti voru lesnar kveðjur fyrir og frá sjúklingum, og óskalög þeirra leikin í kjölfarið. Meirihluti óskalaganna sem spiluð voru í þættinum, var íslenskur. Þátturinn fór fyrst í loftið haustið 1951 og annaðist Björn R.…

Afmælisbörn 17. október 2017

Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtug í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla var einnig í dúettnum Þær tvær sem gaf út efni á sínum…

Afmælisbörn 16. október 2017

Tvö afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er tuttugu og sjö ára í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and…

Söngur vonar – ný plata Sólmundar Friðrikssonar

Nýlega sendi tónlistarmaðurinn Sólmundur Friðriksson frá sér sína fyrstu sólóplötu en hún ber titilinn Söngur vonar, og hefur að geyma ellefu lög. Plötuna gefur Sólmundur sjálfur út en útgáfuna fjármagnaði hann m.a. í gegnum Karolina fund. Á plötunni eru öll lög og textar eftir Sólmund sjálfan en hann nýtur aðstoðar fjölmargra tónlistarmanna s.s. Sigurgeirs Sigmundssonar…

Afmælisbörn 15. október 2017

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttræður í dag og á því stórafmæli. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar er aðeins eitt í dag: Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari frá Siglufirði (1861-1938) átti afmæli þennan dag. Bjarni var þekktur fyrir þjóðlagasafn sitt en hann safnaði íslenskum þjóðlögum um tuttugu fimm ára skeið og gaf út undir nafninu Íslenzk þjóðlög árið 1905. Um var að ræða þúsund blaðsíðna rit sem hafði að geyma um fimm…

Afmælisbörn 13. október 2017

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Afmælisbörn 12. október 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2017

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er áttatíu og níu ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Ómar Ragnarsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en í hverjum mánuði bætast við upplýsingar um 30-50 hljómsveitir, kóra, tónlistarfólk og annað sem tengist íslenskri tónlistarsögu. Meðal þekkts tónlistarfólks sem bæst hefur í gagnagrunninn undanfarnar vikur má nefna kamelljónið Ómar Ragnarsson, Ólaf Gauk Þórhallsson, Þuríði Pálsdóttur, Þuríði Sigurðardóttur og Óðin Valdimarsson (sem er auðvitað þekktastur fyrir lagið Er…

Ómar [4] (1996)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi sumarið 1996 og lék þá einkum fyrir gesti í Úthlíð í Biskuptungunum. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.  

Ómar Óskarsson – Efni á plötum

Ómar Óskarsson – Middle class man Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 023 Ár: 1974 1. Our deal 2. Days of joy 3. My brandy 4. Robbie 5. Uncle Donald 6. Boy and a fish 7. Dont cry sky 8. Getting out 9. Middle class man 10. Lynn Ellen 11. Then and now 12. Thank you…

Ómar Óskarsson (1953-)

Nafn Ómars Óskarssonar var nokkuð þekkt á áttunda áratug liðinnar aldar en hann var þá aðal lagasmiður hljómsveitarinnar Pelican og átti stórsmelli sem enn heyrast í útvarpi og víðar. Ómar sendi frá sér sólóplötur síðar en hefur lítið haft sig í frammi í tónlistinni undanfarin ár. (Bergsteinn) Ómar fæddist 1953 og skaut fyrst upp kollinum…

Óp (1999)

Hljómsveitin Óp var starfrækt árið 1999 og keppti það haust í Rokkstokk hljómsveitakeppninni sem haldin var í Keflavík. Litlar upplýsingar er að finna um Óp, aðrar en að hún var úr Reykjavík og að tveir meðlima hennar voru Arnar Hreiðarsson bassaleikari og Þráinn Óskarsson hljómborðsleikari (Kimono, Hudson Wayne o.fl.), þeir tveir unnu til viðurkenninga sem…

Ónýta gallerýið – Efni á plötum

Ónýta gallerýið – Auðvirðilegur koss frá bjánanum rósrauða [snælda] Útgefandi: Ísafjörður über alles / Gilitrutt Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1984 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sigurjón Kjartansson – [?] [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Ónýta gallerýið (1984)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Ónýta gallerýið sem gaf út snælduna Auðvirðilegur koss frá bjánanum rósrauða. Þó liggur fyrir að Sigurjón Kjartansson, þá ungur Ísfirðingur, var í Ónýta gallerýinu – spurningin er hins vegar hvort um eins manns sveit var að ræða eða hvort fleiri komu við sögu hennar. Tónlist sveitarinnar var…

Ónefni (1983)

Hljómsveitin Ónefni starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta ársins 1983 og lék eins konar djasstónlist. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en leiða má getum að því að þeir hafi verið fremur ungir að árum. Allar tiltækar upplýsingar óskast því um Ónefni.

Ómó (1964-65)

Hljómsveitin Ómó var starfrækt í Ólafsvík 1964 og 65 en meðlimir hennar voru bræðurnir og gítarleikararnir Snorri Böðvarsson og Sturla Böðvarsson (síðar þingmaður og ráðherra), Trausti Magnússon bassaleikari, Kristmar J. Arnkelsson saxófónleikari og Stefán Alexandersson trommuleikari. Ómó breytti nafni sínu í Þyrnar, líklega haustið 1965.

Ómar Valdimarsson (1950-)

Mannfræðingurinn (Valdimar) Ómar Valdimarsson var þjóðþekktur og áberandi í íslensku tónlistarlífi um og upp úr 1970. Ómar (f. 1950) vakti fyrst athygli sem söngvari og ásláttarleikari þjóðlagasveitarinnar Nútímabarna 1968, litlu síðar var hann í forsvari fyrir Vikivaka sem var áhugaklúbbur um þjóðlagatónlist, og annaðist einnig tónleikahald og kynningar af ýmsu tagi tengt tónlist. Sjálfur gaf…

Ómar Ragnarsson (1940-)

Það er óhætt að segja að Ómari (Þorfinni) Ragnarssyni verði ekki gerð skil í stuttu máli, svo víða kemur hann við í íslensku dægur- og menningarlífi. Ómar er kunnur fréttamaður, umhverfisverndarsinni, þáttagerðamaður, laga- og textahöfundur, rallökumaður, tónlistarmaður, flugmaður og sprellari svo nokkur dæmi séu hér nefnd en óneitanlega rís tónlistarferill hans hæst í þessari umfjöllun…

Ómar Ragnarsson – Efni á plötum

Ómar Ragnarsson – Mér er skemmt / Botníuvísur [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 –1008 Ár: 1960 1. Mér er skemmt 2. Botníuvísur Flytjendur: Ómar Ragnarsson – söngur Jónas Jónasson – leikur Gunnar Eyjólfsson – leikur Hljómsveit Jan Morávek: – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] Ómar Ragnarsson – Ást, ást, ást – Sveitaball [ep]…

Ópera [1] (1976-79)

Ballsveitin Ópera starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst í Þorlákshöfn en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafði starfað um tíma undir nafninu Clítores en breytti nafni sínu í Ópera haustið 1976, þá voru í henni Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Ómar B. Ásbergsson söngvari og gítarleikari, Hjörleifur Brynjólfsson bassaleikari og Sigurvin Þórkelsson trommuleikari. Ópera var…

Óp Lárusar (1988)

Eyjasveitin Óp Lárusar starfaði í Vestmannaeyjum 1988 og lék m.a. á Þjóðhátíð það sumar. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Pétur Erlendson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jón Kr. Snorrason bassaleikari og Óskar Sigurðsson trommuleikari. Víðir Þráinsson hljómborðs- og saxófónleikari bættist líklega í hópinn og svo virðist sem Róbert Marshall (síðar fjölmiðla- og alþingismaður) hafi…

Afmælisbörn 10. október 2017

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Afmælisbörn 9. október 2017

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2017

Afmælisbörnin eru fjögur að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fjörutíu og níu ára gamall. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og Lærisveinar…

Afmælisbörn 7. október 2017

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Söngvarinn (Sveinberg) Skapti Ólafsson hefði orðið níræður í dag en hann lést fyrr á árinu. Skapti var af fyrstu rokkkynslóðinni, söng og lék á trommur með ýmsum sveitum eins og Fjórum jafnfljótum, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Hljómsveit Carls Billich og Hljómsveit Magnúsar Randrup auk eigin sveitar en…

Afmælisbörn 6. október 2017

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Ný plata Dölla – Upp upp mín sál…

Tónlistarmaðurinn Dölli (Sölvi Jónsson) hefur nú sent frá sér nýja breiðskífu, hún ber titilinn Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með. Plötunni, sem inniheldur fjórtán lög er skipt upp í tvennt, annars vegar Ferðalagið (le trip) í sjö lögum sem hefur að geyma samhangandi sögu manns í leit…

Afmælisbörn 4. október 2017

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextugur í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1985, hefur leikið inn…

Afmælisbörn 3. október 2017

Að þessu sinni eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og fjögurra ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…

Ólétt ´93 [tónlistarviðburður] (1993)

Ólétt ´93 var nafn á óháðri listahátíð sem haldin var í Reykjavík sumarið 1993. Þar kenndi ýmissa grasa og var tónlist gert hátt undir höfði í bland við aðra listviðburði en ótal tónlistaruppákomur voru haldnir á þeim átján dögum er hátíðin stóð í júní mánuði. Tónlistarviðburðir með „æðri“ tónlist og aðrir viðburðir þar sem „lágmenningin“…

Ólafur Þórðarson – Efni á plötum

Ólafur Þórðarson – Í morgunsárið Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 54 Ár: 1977 1. Fía 2. Í morgunsárið 3. Gunna góða 4. Óvænt auðlegð 5. Sjaddi mollo 6. Í dag 7. Piccaló 8. Feykir laufi 9. Karlinn undir klöppunum 10. Fóti-Tóti 11. kamalando Flytjendur: Karl Sighvatsson – rafmagnspíanó, orgel og píanó Ragnar Sigurjónsson – trommur og…

Ólafur Þórðarson (1949-2011)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Þórðarson er flestum kunnur, hann var meðlimur Ríó tríósins, Kuran Swing og South River band og gaf auk þess út tvær sólóplötur, hann var í forsvari fyrir þjóðlagaunnendur hérlendis sem og djassáhugamenn, starfrækti umboðsskrifstofu og kom að ýmsum hliðum íslensks tónlistarlífs. Ólafur (Tryggvi) Þórðarson fæddist 1949 á Akureyri en fluttist síðan í Kópavoginn…

Óli P og svörtu sveskjurnar (?)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Óla P og svörtu sveskjurnar, utan að Halldór Kristinsson var trymbill í þessari sveit. Þessi sveit var að líkindum starfandi á níunda áratug síðustu aldar.

Óli Madda (1982)

Óli Madda var að öllum líkindum hljómsveit, starfandi í Kópavogi árið 1982. Allar upplýsingar um hana óskast sendar Glatkistunni.

Óli Fink (1972-73)

Hljómsveitin Óli Fink starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu sumir hverjir að verða áberandi í íslensku tónlistarlífi, og víðar reyndar. Óli Fink var stofnuð í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði, líklegast um haustið 1972 en sveitin starfaði þann vetur í skólanum.…

Óli blaðasali – Efni á plötum

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson / Óli blaðasali – Í fréttum er þetta helst… [snælda] Útgefandi: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1990 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson – söngur og gítar Páll Pálsson – bassi Steingrímur Guðmundsson – trommur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]