Afmælisbörn 21. maí 2018

Þrjú afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2018

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkóar, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó leikið…

Afmælisbörn 19. maí 2018

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og tveggja  gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London í…

Heart 2 heart – Nei eða já [ep]

Heart 2 Heart – Nei eða já (Time after time) [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: CDSND 92033 Ár: 1992 1. Time after time 2. Nei eða já 3. Wherever I go Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur og raddir Sigrún Eva Ármannsdóttir – raddir Grétar Örvarsson – raddir og hljómborð Friðrik Karlsson – gítar Nigel Wright –…

Stefan og Eyfi – Nina [ep]

Stefan & Eyfi – Nina [ep] Útgefandi: Jupiter records Útgáfunúmer: 664350 / 114350 Ár: 1991 1. Nina (english version) 2. Nina (icelandic version) Flytjendur: Stefán Hilmarsson – söngur Eyjólfur Kristjánsson – söngur og raddir Jón Ólafsson – píanó Jóhann Ásmundsson – bassi Gunnlaugur Briem – trommur og ásláttur Stefán Hjörleifsson – gítar Jon Kjell Seljeseth…

Stjórnin – Eitt lag enn [ep]

Stjórnin – Iceland: Eurovision song contest ’90 [ep] Útgefandi: Skífan Scranta Útgáfunúmer: SAS 182 Ár: 1990 1. Eitt lag enn 2. One more song Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur Grétar Örvarsson – söngur Eiður Arnarsson – bassi Einar Bragi Bragason – saxófónn Jón Elvar Hafsteinsson – gítar Gunnlaugur Briem – trommur Jon Kjell Seljeseth –…

Halla Margrét – Hægt og hljótt (One more song) [ep]

Halla Margrét – One more song [ep] Útgefandi: Skífan / Ariola records (RCA) Útgáfunúmer: PB41361 Ár: 1987 1. One more song 2. Hægt og hljótt Flytjendur: Halla Margrét Árnadóttir – söngur Jon Kjell Seljeseth – hljómborð og forritun Tómas M. Tómasson – bassi Ásgeir Óskarsson – trommur Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – strengir

Selma Björnsdóttir – All out of luck [ep]

Selma Björnsdóttir – All out of luck [ep] Útgefandi: Spor / Skífan & Universal music AB 156330-2 Útgáfunúmer: Spor 197 Ár: 1999 1. All out of luck (radio version) 2. All out of luck (Eurovision edit) 3. All out of luck (instrumental) Flytjendur: Selma Björnsdóttir – söngur og raddir Þorvaldur B. Þorvaldsson – gítar og forritun…

Páll Óskar – Minn hinsti dans [ep]

Páll Óskar (Paul Oscar) – Minn hinsti dans [ep] Útgefandi: Paul Oscar Production Útgáfunúmer: POP 003CD Ár: 1997 1. Minn hinsti dans (Eurovision 1997) 2. Never done this before 3. A view to a kill 4. Ást við fyrstu sýn 5. My dear (Eurovision 1997) (English single mix) Flytjendur: Páll Óskar Hjálmtýsson – söngur og…

Anna Mjöll Ólafsdóttir – Sjúbídú [ep]

Anna Mjöll – Sjúbídú [ep] Útgefandi: Tónaljón Útgáfunúmer: OG-004 Ár: 1996 1. Sjúbídú 2. Shoobe-doo; English version Flytjendur: Anna Mjöll Ólafsdóttir – söngur og raddir Michael Maher – raddir Jude Palombi – raddir Daniel O’Brien – raddir Jóhann Ásmundsson – bassi Gunnlaugur Briem – trommur Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar Jon Kjell Seljeseth – hljómborð…

Björgvin Halldórsson – Núna [ep]

Björgvin Halldórsson – Núna [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 147 Ár: 1995 1. Núna 2. If it’s gonna end in heartache Flytjendur: Björgvin Halldórsson – söngur og raddir Eyjólfur Kristjánsson – raddir Berglind Jónasdóttir – raddir Erna Þórarinsdóttir – raddir Guðrún Gunnarsdóttir – raddir Stefán Hilmarsson – raddir írskir hljóðfæraleikarar – allur hljóðfæraleikur

Sigríður Beinteinsdóttir – Nætur [ep]

Sigríður Beinteinsdóttir – Nætur [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 125 Ár: 1994 1. Nætur 2. Night time Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir – söngur og raddir Friðrik Karlsson – gítar Frank MacNamara – forritun Eyjólfur Kristjánsson – raddir Erna Þórarinsdóttir – raddir Eva Ásrún Albertsdóttir – raddir [írskir ónafngreindir hljóðfæraleikarar leika einnig undir í laginu]

Ingibjörg Stefánsdóttir – Þá veistu svarið [ep]

Inga – Þá veistu svarið [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 103 Ár: 1993 1. Þá veistu svarið 2. Midnight dancer Flytjendur: Ingibjörg Stefánsdóttir – söngur Jon Kjell Seljeseth – hljómborð og forritun Eiður Arnarsson – bassi Jón Elfar Hafsteinsson – gítar Einar Bragi Bragason – saxófónn Gunnlaugur Briem – trommur Erna Þórarinsdóttir – raddir Eva…

Jóhanna Guðrún – Is it true?

Jóhanna Guðrún – Is it true [ep] Útgefandi: Lionheart International Útgáfunúmer: LHICDS0125 Ár: 2009 1. Is it true? Flytjendur: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir – söngur Erna Hrönn Ólafsdóttir – raddir Friðrik Ómar Hjörleifsson – raddir Hera Björk Þórhallsdóttir – raddir Róbert Þórhallsson – bassi Sigurbjarki Gunnarsson – selló Jóhann Hjörleifsson – trommur Börkur Hrafn Birgisson –…

Euroband – This is my life

Euroband – This is my life Útgefandi: Rigg Útgáfunúmer: CD001 / [án útgáfunúmers [promo]] Ár: 2008 1. This is my life 2. Don‘t leave without me now 3. In my dreams 4. A bani bi 5. Hold me now 6. By your side 7. Fire 8. Thinking of you 9. Við sigrum að ári 10.…

Silvía Nótt – Congratulations [ep]

Silvía Nótt – Congratulations [ep] Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 350 Ár: 2006 1. Congratulations 2. Til hamingju Ísland (Icelandic version) 3. Conagratulations (instrumental) 4. Til hamingju Ísland (instrumental) 5. Til hamingju Ísland (KGB remix) 1. Congratulations (video) 2. Congratulations (karaoke) 3. Gallery Flytjendur: Silvia Night (Ágústa Eva Erlendsdóttir) – söngur Sigríður Beinteinsdóttir – raddir Pétur…

Selma – If I had your love [ep]

Selma – If I had your love [ep] Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 323 Ár: 2005 1. If I had your love 2. If I had your love (instrumental) Flytjendur: Selma Björnsdóttir – söngur og raddir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítarar, forritun og raddir Vignir Snær Vigfússon – gítarar og forritun Roland Hartwell – strengir Olga…

Jónsi – Heaven [ep]

Jónsi – Heaven [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 300 Ár: 2004 1. Heaven 2. Heaven (instrumental) Flytjendur: Jón Jósep Snæbjörnsson – söngur og raddir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítarar og forritun Vignir Snær Vigfússon – gítarar og forritun Eiður Arnarsson – bassi Hafþór Guðmundsson – trommur Kjartan Valdemarsson – píanó Regína Ósk Óskarsdóttir – raddir…

Birgitta Haukdal – Open your heart [ep]

Birgitta – Open your heart [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: 7243 5 47259 20 Ár: 2003 1. Open your heart 2. Open your heart (instrumental) 3. Segðu mér allt Flytjendur: Birgitta Haukdal – söngur og raddir [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Birgitta Haukdal – Open your heart [ep] Útgefandi: EMI Útgáfunúmer: Birgitpor 1 Ár: 2003 1.…

Two tricky – Angel [ep]

Two tricky – Angel [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 249 Ár: 2001 1. Angel 2. Angel (eurovision edit) 3. Angel (instrumenta) Flytjendur: Kristján Gíslason – söngur Gunnar Ólason – söngur Regína Ósk Óskarsdóttir – raddir Margrét Eir – raddir Kjartan Valdemarsson – píanó Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítarar og forritun Sigurgeir Sigmundsson – gítarar Eiður…

Einar Ágúst og Telma – Tell me [ep]

August & Telma – Tell me [ep] Útgefandi: Örlygur Smári Útgáfunúmer: OSCD 001 Ár: 2000 1. Tell me (Eurovision/Radio edit) 2. Tell me (Karaoke version) 3. Segðu mér 4. Simple man Flytjendur: Einar Ágúst Víðisson – söngur Telma Ágústdóttir – söngur Regína Ósk Óskarsdóttir – raddir Pétur Örn Guðmundsson – raddir Bergþór Smári – gítarar…

Afmælisbörn 18. maí 2018

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og eins árs gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2018

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sextíu og átta ára gamall. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón Ómar Erlingsson…

Barna- og kammerkór Biskupstungna – Efni á plötum

Barnakór Biskupstungna – Hátíð hljómar Útgefandi: Barnakór Biskupstungna Útgáfunúmer: Barnakór Biskupstungna 001 Ár: 1997 1. Fögur er foldin 2. Friður, friður frelsarans 3. Stjarna stjörnum fegri 4. Ó, Jesúbarn 5. Greensleeves 6. Frá ljósanna hásól 7. Hymni (Drottinn Guð af himni háum) 8. Litlir lærisveinar 9. Hirðarnir 10. Siciliano 11. Friðarins Guð 12. Þar sátu…

Barna- og kammerkór Biskupstungna (1991-2008)

Mjög öflugt barnakórastarf hófst í Biskupstungunum þegar Hilmar Örn Agnarsson réðist þangað sem dómorganisti við Skálholtskirkju árið 1991 en hann hafði þá helst vakið athygli sem bassaleikari hljómsveitarinnar Þeys tíu árum fyrr. Hilmar Örn reif upp tónlistarlífið í hreppnum og stofnaði þá m.a. Barnakór Biskupstungna og stjórnaði honum þar til yfir lauk vorið 2008. Kórinn…

Bara í Sunnudal (1985)

Líklegt verður að teljast að hljómsveitin Bara í Sunnudal hafi verið skammtímaflipp nokkurra ungra tónlistarmanna til að komast frítt inn á Atlavíkurhátíðina um verslunarmannahelgina 1985 en sveitin var þar skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem tengd var hátíðinni. Ekki er ólíklegt að Sunnudalurinn sem vísað er til sé við Vopnafjörð og sveitin hafi því verið…

Barbapapa (1973-)

Sögupersónan Barbapapa naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum og gekk reyndar í gegnum endurnýjun lífdaga eftir aldamótin. Fyrstu bækurnar um Barbapapa komu út á Íslandi fyrir jólin 1973 á vegum bókaútgáfunnar Iðunnar og slógu strax í gegn, reyndar eins og víðast annars staðar en þær eru margverðlaunaðar í flokkum barnabókmennta, höfundar þeirra voru Annette Tison…

Bara-flokkurinn – Efni á plötum

Bara flokkurinn Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1508 Ár: 1981 1. It’s all Planned 2. Catcher comin’ 3. Push 4. Radio Prison 5. Boiling Water 6. Fog Flytjendur: Ásgeir Jónsson – söngur Þór Freysson – gítar og  raddir Baldvin H. Sigurðsson – bassi og raddir Jón Freysson – hljómborð og raddir Árni Henriksen – trommur Bara…

Bara-flokkurinn (1980-84)

Bara-flokkurinn (Baraflokkurinn) frá Akureyri var fyrsta hljómsveitin frá Akureyri fyrir utan Hljómsveit Ingimars Eydal sem náði almennri athygli og hylli en hún var þó svolítið eyland mitt í flóru pönksins sem var í gangi um og eftir 1980 og fannst mörgum sveitum eiga illa heima í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Hún var þó ágætt dæmi…

Barkakýli gíraffans (?)

Einhverju sinni var starfrækt hljómsveit í Alþýðuskólanum að Eiðum undir nafninu Barkakýli gíraffans. Engar heimildir finnast um þessa sveit en allar líkur eru á að hún hafi verið starfandi á áttunda áratug síðustu aldar. Allar upplýsingar um hana má senda Glatkistunni, með fyrirfram þökkum.

Barðir til róbóta [tónlistarviðburður] (1980)

Þrjár hljómsveitir, Fræbbblarnir, Þeyr og Utangarðsmenn héldu sameiginlega tónleika miðvikudagskvöldið 17. desember 1980 undir yfirskriftinni Barðir til róbóta en allar sveitirnar þrjár höfðu þá nýverið sent frá sér breiðskífur. Tónleikarnir fóru fram í Gamla bíói fyrir fullu húsi og voru stór viðburður í íslensku tónlistarlífi en pönk- og nýbylgjuæðið var þá í fullum gangi.

Barbie (1987)

Barbie (Barbí) var skammlíf hljómsveit sem starfaði sumarið 1987. Þrír meðlima sveitarinnar komu úr De Vunderfoolz, þeir Hlynur Höskuldsson bassaleikari, Úlfar Úlfarsson trommuleikari og Magnús Jónsson hljómborðsleikari, en Árni Kristjánsson gítarleikari (úr Vonbrigðum) og Hjálmar Hjálmarsson söngvari (síðar leikari o.fl.) voru hinir tveir meðlimir sveitarinnar.

Barbapapa – Efni á plötum

Barbapapa – Barbapapa plötubók [ep] Útgefandi: Iðunn Útgáfunúmer: 6299 037 Ár: 1978 1. Fjölskylda Barbapapanna 2. Að hjálpa pabba sínum 3. Barbapaparokk 4. Söngurinn hennar Barbaljóð Flytjendur: Kór Öldutúnsskóla – söngur undir stjórn Egils Friðleifssonar Gylfi Kristinsson – söngur Kristín Jóhannsdóttir – söngur Ingunn Hauksdóttir – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Barnabros-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Barnabros – ýmsir Útgefandi: Hljóðsmiðjan Útgáfunúmer: 93JAP006-2 Ár: 1993 1. Sigríður Beinteinsdóttir – Litla kvæðið um litlu hjónin 2. Edda Heiðrún Backman – Hér kemur gráðug kelling 3. Sigríður Beinteinsdóttir og María Björk Sverrisdóttir – Tilfinningablús 4. Helga Möller – Ég skal mála allan heiminn 5. Egill Ólafsson – Guttavísur 6. Sara Dís Hjaltested og…

Barnabros-serían [safnplöturöð] (1993-95)

Það er varla hægt að tala um safnplöturöð þegar út koma tvær plötur í seríu en það á þó við í þessu tilfelli. Þau María Björk Sverrisdóttir söngkona og Pétur Hjaltested tónlistarmaður unnu nokkrar barnaplötur um og eftir 1990. Þau höfðu rekið hljóðverið Hljóðsmiðjuna frá 1987 og árin 1990 og 1991 gerðu þau tvær plötur…

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju (1995-)

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju hefur starfað líklega frá haustinu 1995, fyrst undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og Helgu Loftsdóttur en frá því um aldamótin undir stjórn Helgu einnar. Kórinn sem skiptist í tvær aðskildar einingar (barna- og unglingakór) telur yfirleitt á bilinu fimmtíu til áttatíu meðlimi og hefur hann komið fram í ótal skipti innan kirkjustarfsins…

Barna- og unglingakór Fella- og Hólakirkju (1994-2007)

Barna- og unglingakór Fella- og Hólakirkju starfaði í um fimmtán ár og var nokkuð öflugur í starfi kirkjunnar í hverfinu. Kórinn var að öllum líkindum settur á fót haustið 1994 og starfaði til vorsins 2007 en þá var hann lagður niður og listasmiðjan Litróf stofnuð innan Fella- og Hólakirkju en innan hennar er mikið tónlistarstarf.…

Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju (1992-)

Saga Barna- og unglingakórs Akureyrarkirkju er eilítið flókin þar eð um tvo eiginlega kóra er/var að ræða sem hafa sungið við ýmis opinber tækifæri norðanlands og víðar reyndar, bæði innan kirkjunnar og utan hennar. Upphaf kórastarfsins nær aftur til haustsins 1992 þegar barnakór var settur á laggirnar við Akureyrarkirkju en hann var ætlaður börnum níu…

Barlómarnir (um 1985?)

Pöbbabandið Barlómarnir (hugsanlega Barlómar) störfuðu á höfuðborgarsvæðinu, líklega á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að Óskar Guðnason gítarleikari [?] var einn meðlima sveitarinnar en aðrar upplýsingar liggja ekki um hana.

Barnakór Akraness (1976-86)

Barnakór Akraness var öflugur kór sem starfaði á Skaganum í hartnær áratug, nánast allan tímann undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Jón Karl Einarsson var skólastjóri tónlistarskólans á Akranesi og átti stærsta þátt í stofnun Barnakórs Akraness innan skólans en hann stjórnaði kórnum sjálfur. Kórinn tók til starfa haustið 1976 og varð strax mjög virkur bæði…

Barnagælur [safnplöturöð] – Efni á plötum

Barnagælur: 20 sígild barnalög – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SMÁ 206 / SMÁ 206 CD Ár: 1990 / 1991 1. Ríó tríó – Í Hlíðarendakoti 2. Söngfuglarnir – Krummi krunkar úti 3. Bessi Bjarnason – Hænsnadans 4. Ragnhildur Gísladóttir – Tíkin Hnáta 5. Kasper, Jepser og Jónatan – Hvar er húfan mín? 6. Kristín Lilliendahl…

Barnagælur [safnplöturöð] (1990-96)

Hljómplötuútgáfan Steinar hóf árið 1990 útgáfu safnplatna með eldri og áður útgefnum lögum og leikritum ætluðum börnum, er komið höfðu út á vegum ýmissa plötuútgáfna sem Steinar höfðu þá eignast útgáfuréttinn á. Að mörgu leyti var að ræða efni sem hafði verið ófáanlegt um árabil og var framtakið því kærkomið en einnig var nýrra efni…

Barnafita (1999)

Hljómsveitin Barnafita keppti í Músíktilraunum vorið 1999 en komst ekki áfram í úrslitin, sveitin var líklega skammlíf. Barnafitu skipuðu þeir Halldór Hrafn Jónsson trommuleikari og forritari, Arnór H. Sigurðsson tölvumaður og Hjörtur Gunnar Jóhannsson tölvumaður.

Afmælisbörn 16. maí 2018

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn á stórafmæli en hann er sextugur á þessum ágæta degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó.…

Afmælisbörn 14. maí 2018

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextugur í dag og á því stórafmæli. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Afmælisbörn 12. maí 2018

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og eins árs afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…