Afmælisbörn 26. október 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sextíu og níu ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Afmælisbörn 25. október 2020

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og eins árs gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…

Afmælisbörn 24. október 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2020

Þrír tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og sex ára á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við…

Fan Houtens kókó (1981-83)

Hljómsveitin Fan Houtens kókó vakti nokkra ahygli á sínum tíma (snemma á níunda áratugnum) fyrir það sem skilgreint var sem elektrónísk nýbylgjutónlist en sveitin var nokkuð á skjön við pönksveitirnar og hefðbundnari nýbylgjusveitir sem þá voru mest áberandi í reykvísku tónlistarlífi. Fan Houtens kókó átti þó klárlega heima í hópi þeirra og reyndar var hún…

Fan Houtens kókó – Efni á plötum

Fan Houtens kókó – Musique Elementaire  Útgefandi: Isidor greifi / Sögumiðlun Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1981 /  2019 1. Musique elementaire 2. Matseðill Ísidórs greifa 3. Eru kattaskinn móðins 4. Undir lánsömu eyra 5. Grænfingraðir morgunhanar 6. Nornapicnic 7. Lífgeisladóp 8. Söngur fyrir Siouxsie 9. Allir vilja bebop Flytjendur: Matthías S. Magnússon – hljóðvervill og…

Feis (1986)

Hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum starfaði í Kópavogi sumarið 1986 og gekk undir nafninu Feis. Þessi sveit lék á tónleikum tengdum bæjarhátíð í Kópavogi en engar frekari heimildir er að finna um hana og óskar Glatkistan þar með eftir frekari upplýsingum um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

Fanný Jónmundsdóttir – Efni á plötum

Fanný Jónmundsdóttir – Hugarró, slökun og jákvæði fyrir svefninn með tónlist og sjávarniði [snælda] Útgefandi: Fanný Jónmundsdóttir Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Fanný Jónmundsdóttir – upplestur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Fanný Jónmundsdóttir – Slökun, jákvæði og sjálfstyrking fyrir daginn með tónlist og sjávarniði Útgefandi: Fanný Jónmundsdóttir Útgáfunúmer: [engar upplýsingar]…

Fanný Jónmundsdóttir (1945-)

Fanný Jónmundsdóttir (fædd 1945) er ekki tónlistarkona en hún hefur sent frá sér fjölda kassetta og geisladiska sem hafa að geyma slökunaræfingar og skylt efni undir tónlistarflutningi og sjávarniði. Fanný hefur starfað við ýmislegt á sínum starfsferli, sem fyrirsæta og fatahönnuður, við blaðamennsku, verslunarrekstur og verslun almennt en einnig sem verkefnisstjóri hjá Stjórnunarfélagi Íslands og…

Far out (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dúett sem gekk undir nafninu Far out en hann mun hafa komið fram í einungis eitt skipti. Jón Steinar Ragnarsson er í heimild sagður vera annar meðlima Far out og lék hann á munnhörpu, upplýsingar vantar hins vegar um hver skipaði dúettinn með honum sem og hvenær þeir félagar störfuðu.

Far (1995)

Far mun ekki hafa verið starfandi hljómsveit heldur var um að ræða danssveitina Fantasíu í dulargervi með nýrri söngkonu, eitt lag kom út með henni á safnplötunni Reif í skóinn árið 1995. Á þeirri safnplötu voru meðlimir þessarar sveitar hljómborðsleikararnir og forritararnir Jón Andri Sigurðarson og Trausti Heiðar Haraldsson (sem gengu undir nafninu Digit), og…

Fávitar í spennitreyju (2003)

Hljómsveitin Fávitar í spennitreyju úr Rangárþingi (líklega Hvolsvelli) var meðal þátttakenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003. Sveitina skipuðu þeir Árni Rúnarsson söngvari, Ómari Smári Jónsson gítarleikari og söngvari, Jón Óskar Björgvinsson bassaleikari og Andri Geir Jónsson trommuleikari. Fávitar í spennitreyju komust ekki áfram í úrslit keppninnar.

FÁLM [félagsskapur] (1973-74)

FÁLM (Félag áhugafólks um leiklist og músík) var félagsskapur sem starfaði í um ár og hélt utan um skemmtisamkomur í Tónabæ. Það mun hafa verið Tónabær sem hafði forgöngu um að félagsskapurinn var stofnaður og hugsanlegt er að Pétur Maack hafi verið með fingurna í því. Það var svo um páskana 1973 sem hugmyndin var…

Faxafón [útgáfufyrirtæki] (1960-94 / 2010-)

Faxafón var útgáfufyrirtæki Hauks Morthens söngvara en nokkrar plötur hans komu út undir merkjum útgáfunnar. Fyrstu tvær plöturnar komu út árið 1960 en það voru 7 tommu smáskífur með lögunum Gústi í Hruna / Fyrir átta árum og Með blik í auga / Síldarstúlkan. Síðar komu þrjár breiðskífur með Hauki út hjá Faxafón-útgáfunni, Með beztu…

Fax (1990)

Hljómsveit að nafni Fax lék á dansleik annan dag jóla 1990 á Siglufirði og draga má þá ályktun að sveitin sé þaðan. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana sem og hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.

Farvel trunta (1992)

Hljómsveitin Farvel trunta starfaði í Keflavík árið 1992, og hugsanlega lengur. Sveitin var nokkuð virk á ballsviðinu á heimavelli á Suðurnesjunum vorið 1992 en ekki liggur fyrir hvort hún hafði þá starfað um langan tíma, snemma það sumar hafði sveitin annað hvort tekið upp nýtt nafn eða hætt störfum. Fyrir liggur að Guðmundur [?] gítarleikari,…

Farmerarnir (1998)

Hljómsveitin Farmerarnir var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Steinn Gunnarsson gítarleikari, tölvumaður og söngvari, Örvar Davíð Þorvaldsson skífuþeytari og Guðmundur Logi Norðdahl gítarleikari og tölvumaður. Einn liðsmanna tríósins gekk úr skaptinu rétt fyrir keppnina eins og það var orðað í umfjöllun í blöðunum og því voru þeir bara…

Feður Flintstones (1992)

Feður Flintstones (einnig ritað Feður Flinstones) var í raun dúettinn Ajax undir öðru nafni en þeir Ajax-liðar, Sigurbjörn Þorgrímsson (Bjössi Biogen) og Þórhallur Skúlason skipuðu sveitina sem lék einhvers konar hardcore danstónlist. Feður Flinstones áttu eitt lag á safnplötunni Icerave sumarið 1992 en virðast að öðru leyti ekki hafa starfað undir því nafni.

Afmælisbörn 21. október 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 20. október 2020

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er fjörutíu og níu ára gömul í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er níutíu og eins árs gamall í dag. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

Afmælisbörn 18. október 2020

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2020

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og þriggja ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Afmælisbörn 16. október 2020

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona á stórafmæli en hún er þrítug í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies…

Afmælisbörn 15. október 2020

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og þriggja ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

F.I.R.E. Inc. [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1992-2003)

Sumarið 1992 kom saman hópur ungs tónlistarfólks og stofnaði félagsskap í því skyni að gefa út plötur, standa fyrir tónleikum, flytja inn erlent tónlistarfólk o.fl. Félagsskapurinn hlaut nafnið F.I.R.E. Inc. en aldrei var alveg ljóst fyrir hvað sú skammstöfun stóð, í einhverju viðtali sögðu þau það standa fyrir Félags íslenskra rokkhljómsveita erlendis en það mun…

Fallegt lík (1994-96)

Gjörningasveitin Fallegt lík starfaði á árunum 1994-96 að minnsta kosti og kom þá fram á ýmsum tónlistartengdum uppákomum, s.s. Unglist o.fl. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hverjir skipuðu þessa sveit sem og um hljóðfæraskipan hennar og starfstíma.

Faktus (2000)

Hljómsveitin Faktus var meðal sveita sem kepptu í árlegri hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, haustið 2000. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingr um meðlima- og hljóðfæraskipan sveitarinnar og gæti allt eins verið að hún hafi verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu, Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um Faktus.

Fain (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem að líkindum starfaði innan Framhaldsskólans á Laugum árið 1993 undir nafninu Fain. Í dagblaðsfrétt var sveitin sögð vera meðal keppenda í Músíktilraunum um vorið 1993 en svo mun ekki hafa verið, að minnsta kosti ekki undir því nafni.

Fahrenheit (1984)

Hljómsveitin Fahrenheit starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1994 og líklega lengur en hún spilaði það árið nokkuð á Gauki á Stöng en var einnig önnur aðalhljómsveitin á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina þá um sumarið. Meðlimir Fahrenheit voru þeir Ómar Guðmundsson trommuleikari, Elfar Aðalsteinsson söngvari, Óttar Guðnason gítarleikari, Karl Olgeirsson hljómborðsleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari.

Fagin (1987)

Hljómsveitin Fagin var meðal sveita sem kepptu í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar og hljóðfæraskipan hennar og er því óskað eftir slíkum upplýsingum, en hér er giskað á að hún hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu.

Faðmlag (1987)

Hljómsveit sem var eins konar instrumental pönksveit starfaði um skamman tíma haustið 1987 undir nafninu Faðmlag, hugsanlega kom hún fram í aðeins eitt skipti. Faðmlag var einhvers konar angi af hljómsveitinni Rauðum flötum sem þá hafði notið nokkurra vinsælda en ekki finnast upplýsingar um hverjir þeirra Rauðra flata-liða skipuðu hana.

Crystal (1975-91)

Heimildir um hljómsveit sem er ýmist kölluð Crystal, Kristall, Krystal eða ýmsar orðmyndir út frá þeim, eru mjög misvísandi og margar, hér er gengið út frá því að þetta sé allt sama sveitin en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana/þær. Fyrstu heimildir um hljómsveit með þessu nafni eru frá haustinu 1975 og þar er…

Croisztans – Efni á plötum

Croisztans – Karta Útgefandi: Croisztans Útgáfunúmer: CROI 01 Ár: 1998 1. Croivarive 2. Gnetsza voek 3. (Lilla) 4. Szagk 5. Ce Que 6. Luviali 7. Bangsi Flytjendur: Gwenn Houdry – harmonikka Þorbjörg Ása Kristinsdóttir – bassi Christian Elgaard – trommur Finnbogi Hafþórsson – gítar Páll Kristinsson – ásláttur Sigurður Óli Pálmason – söngur Croisztans –…

Croisztans (1997-)

Hljómsveitin Croisztans er fjölþjóðleg sveit sem í gegnum tíðina hefur skartað fjölmörgum Íslendingum, sem hafa yfirleitt verið í meirihluta í sveitinni en mannabreytingar hafa verið tíðar í henni. Croisztans var stofnuð snemma árs 1997 og hefur frá upphafi leikið eins konar þjóðlagapönk undir austur-evrópskum áhrifum, reyndar hefur sveitin kennt sig frá upphafi við úkraínskt fríríki…

Cupid [2] (2000)

Svo virðist sem harðkjarnasveit hafi starfað á Stöðvarfirði eða nágrenni sumarið 2000 undir nafninu Cupid. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, hljóðfæra- og meðlimaskipan en sveitarliðar voru að öllum líkindum í yngri kantinum.

Cupid [1] (1997-98)

Hljómsveit að nafni Cupid starfaði í Mosfellsbænum á árunum 1997 og 98. Sveitin var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari, Egill Hübner söngvari og gítarleikari, Sigurbjörn Ragnarsson bassaleikari og Tumi Þór Jóhannesson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Cuba libre [1] (1991-93)

Hljómsveitin Cuba libre (einnig ritað Cuba libra) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð dugleg við spilamennsku á öldurhúsunum. Bræðurnir Jón Kjartan bassaleikari og Trausti Már trommuleikari Ingólfssynir (úr Stuðkompaníinu frá Akureyri) skipuðu sveitina við þriðja mann, Aðalstein Bjarnþórsson gítarleikara en Tryggvi J. Hübner kom einnig við…

Faction (1985)

Hljómsveit að nafni Faction starfaði í Njarðvíkum árið 1985 og lék þá eitthvað opinberlega. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 14. október 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Afmælisbörn 13. október 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Afmælisbörn 12. október 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2020

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og tveggja ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2020

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Afmælisbörn 9. október 2020

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2020

Afmælisbörnin eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og tveggja ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og…

Cosinus (1979-81)

Hljómsveitin Cosinus var skipuð meðlimum á unglingsaldri en hún starfaði í kringum 1980 í Mosfellssveitinni. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1979 og starfaði hún fram að vori 1981 þegar ný sveit, Sextett Bigga Haralds var stofnuð upp úr henni. Meðlimir Cosinus munu hafa verið sex talsins, Karl Tómasson trommuleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari, Hjalti Árnason…