Lame dudes í lifandi streymi frá Cadillac-klúbbnum

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. september verða tónleikar í Cadillc klúbbnum og að þessu sinni er það hljómsveitin Lame Dudes sem lætur til sín taka. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og verður þeim streymt beint frá Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Lame Dudes hafa spilað blúskennda tónlist frá 2007 á flestum öldurhúsum höfuðborgarinnar. Hljómsveitin gaf út blúsplötuna “Hversdagsbláminn”, að…

Afmælisbörn 3. september 2020

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru fjögur talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er þrjátíu og tveggja ára gamall í dag. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather…

Carpini (1982)

Hljómsveitin Carpini var ein fjölmargra sveita sem tóku þátt í að setja heimsmet í samfelldu tónleikahaldi haustið 1982 en viðburðurinn var haldinn í Tónabæ á vegum SATT. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og því óskar Glatkistan eftir þeim.

Caroll sextett (1961-63)

Hljómsveitin Caroll / Carol (ýmist nefnd kvintett eða sextett eftir stærð sveitarinnar hverju sinni) starfaði á árunum 1961 til 63 og lék þá bæði á dansleikjum austan fjalls og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð á Selfossi líklega sumarið 1961 upp úr Tónabræðrum og virðist hafa verið nokkuð föst liðsskipan á henni en ýmsir söngvarar komu…

Carpet (1992-99)

Hljómsveitin Carpet úr Mosfellsbæ starfaði á tíunda áratug síðustu aldar, skipuð ungum og efnilegum tónlistarmönnum og reyndi að ná eyrum alþjóðamarkaðarins, sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem síðar urðu þekktir. Saga sveitarinn nær allt til ársins 1992 þótt ekki fengi hún endanlegt nafn sitt strax, í fyrstu gekk hún líklega undir nafninu Belle og…

Caron (1975)

Hljómsveitin Caron frá Keflavík starfaði í nokkra mánuði árið 1975 og var nokkuð áberandi á sveitaballamarkaðnum þá um sumarið, var t.d. meðal sveita sem léku við Svartsengi um verslunarmannahelgina. Meðlimir Carons voru Þorsteinn Benediktsson bassaleikari, Sveinn Björgvinsson trommuleikari, Hannes Baldursson gítarleikari og Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra söng.

Carnival breiðbandið (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um litla lúðrasveit sem gekk undir nafninu Carnival breiðbandið, Carnival big band eða jafnvel Karnivalbandið. Sveitin starfaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Dalvík árið 1998 – hugsanlega lengur.

Carnival-bandið (1986-87 / 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan Hornaflokks Kópavogs (Skólahljómsveitar Kópavogs) og gekk undir ýmum nöfnum s.s. Carnival-bandið, Carnivala / Karnivala eða Carnival-band Kópavogs. Sveitin starfði a.m.k. árin 1986 og 87, sem og 1998 en annað liggur ekki fyrir um tilurð þessarar sveitar, hversu stór hún var, hver stjórnaði henni og hversu lengi…

Case (2001-02)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rokksveit sem bar nafnið Case og starfaði laust eftir aldamótin, 2001 og 02 að minnsta kosti. Sveitin kom m.a. fram á tónleikum í Þorlákshöfn og gæti því allt eins hafa verið þaðan.

Casanova (1977)

Lítið liggur fyrir um keflvísku hljómsveitina Casanova en hún starfaði árið 1977 að minnsta kosti og lék þá eitthvað á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins. Sigurður Helgi Jóhannsson (Siggi Helgi) var söngvari sveitarinnar en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar, og er því hér með óskað eftir þeim.

Casablanca [2] (1983-88)

Akureyska hljómsveitin Casablanca var starfrækt meiri hluta níunda áratugarins og var um tíma húshljómsveit á Hótel KEA. Meðlimir sveitarinnar voru framan af Rafn Sveinsson trymbill, Gunnar Tryggvason hljómborðsleikari, Grétar Ingvarsson gítarleikari og Ingvar Grétarsson bassaleikari. Þeir Grétar og Rafn voru líklega þeir einu sem störfuðu alla tíð með sveitinni en aðrir sem komu við sögu…

Casablanca [1] (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Casablanca og starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar, hverjir skipuðu þá sveit, hvar og hversu lengi hún starfaði.

Catatonic (1993)

Rokksveitin Catatonic var ein fjölmargra sveita sem komu við sögu á tónleikum í tengslum við óháðu listahátíðina Ólétt ´93, sem haldin var í Reykjavík sumarið 1993. Glatkistan óskar eftir öllum hugsanlegum upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 2. september 2020

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er sjötíu og níu ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…

Afmælisbörn 1. september 2020

Að þessu sinni eru afmælisbörnin sex talsins: Ruth Reginalds söngkona er fimmtíu og fimm ára gömul í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti.…

Afmælisbörn 31. ágúst 2020

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og sex ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2020

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og sex ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2020

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður er sextíu og átta ára í dag. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast fyrir fáeinum vikum, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og…

Afmælisbörn 28. ágúst 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann…

Afmælisbörn 27. ágúst 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson eða bara Sjón er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Fyrir utan að hafa slegið í gegn sem Johnny Triumph ásamt Sykurmolunum með lagið Luftgítar hefur Sjón samið fjölda texta sem komið hafa út á plötum. Hann hefur einnig gefið út…

GG blús í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 27. ágúst verður GG blús dúettinn með tónleika á Cadillac klúbbnum og verður þeim streymt lifandi í gegnum Facebook-síðu klúbbsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. GG blús er blúsaður rokkdúett af Álftanesi, skipaður reynsluboltum úr bransanum – Guðmundi Jónssyni sem leikur á gítar og Guðmundi Gunnlaugssyni trommuleikara, báðir syngja þer með svo með sínu nefi.…

Carl Möller (1942-2017)

Píanóleikarinn Carl Möller lék með mörgum þekktum danshljómsveitum á sínum tíma og er einnig meðal þekktustu djasspíanistum hér á landi, hann lék inn á fjölda platna, kenndi, útsetti, samdi og kom að flestum þáttum tónlistarinnar um ævina. Carl fæddist 1942 í Reykjavík en hann bjó og starfaði á höfuðborgarsvæðinu alla tíð. Það má segja að…

Carnival [2] (2002)

Sumarið 2002 fór skammlífur djasskvartett í eins konar hringferð kringum landið og bar hann nafnið Carnival. Meðlimir kvartettsins voru Ómar Guðjónsson gítarleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Eyjólfur Þorleifsson, allt gamalreyndir djassleikarar. Carnival hafði mestmegnis söngleikjalög á dagskrá sinni.

Carnival [1] (1977-79)

Hljómsveitin Carnival mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1977 til 79, sveitin lék mestmegnis á skemmtistöðum Reykjavíkur og á Keflavíkurflugvelli. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1977 og hafði þá verið stofnuð upp úr The Incredibles sem hafði lagt upp laupana stuttu áður, meðlimir Carnivals voru Pétur Grétarsson trommuleikari, Guðmundur Höskuldsson gítarleikari,…

Carnal Cain (1992)

Hljómsveitin Carnal Cain var ein fjölmargra sveita sem lék á tónleikum í Héðinshúsinu sumarið 1992 en þeir tónleikar voru hluti af óháðu listahátíðinni Loftárás á Seyðisfjörð. Ekkert liggur fyrir um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því óskað eftir slíkum upplýsingum auk annars sem þykir bitastætt um hana.

Carl Möller – Efni á plötum

Októberlauf, Ljóð + Jazz: tónlist eftir Carl Möller  – ýmsir Útgefandi: Smekkleysa   Útgáfunúmer: SM 89 Ár: 2001 1. Sir Pipp 2. Lauf þitt og vor 3. Ef 4. Tilbrigði um orðin, nóttina, eldinn og allt annað 5. Gísli kveður 6. Og þú ert hennar dís 7. Tvö ljóð úr Vesturbænum (Undir októberlaufi) 8. Þessi dagur…

Carl Billich (1911-89)

Austurríski píanóleikarinn Carl Billich var einn þeirra erlendu tónlistarmanna sem hingað til lands rötuðu á fyrri hluta síðustu aldar. Hann var fluttur í fangabúðir í Bretlandi í síðari heimsstyrjöldinni en kom aftur eftir stríð og bjó hér til æviloka. Carl Boromeus Josef August Billich fæddist í Vín 1911 og framan af var fátt sem benti…

Captain dangerous MacPrick (um 1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði líklega í kringum 1990 og gekk undir nafninu Captain dangerous MacPrick. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Benediktsson bassaleikari, Jónas [?], Elmar [?] og hugsanlega fleiri en þeir voru þá á unglingsaldri.

Caprí-tríó (1988-2009)

Caprí-tríó (Capri-tríó) starfaði í yfir tvo áratugi í kringum síðustu aldamót og lék einkum gömlu dansana fyrir eldri borgara höfuðborgarsvæðisins. Tríóið kom fyrst fram í febrúar 1988 og lengst af voru meðlimir þess Þórður Örn Marteinsson harmonikkuleikari, Jón Valur Tryggvason söngvari og trommuleikari og Þórður Rafn Guðjónsson gítarleikari. Sú skipan var á Caprí-tríóinu þar til…

A Cappella [3] (2006-08)

Kammerkórinn A Cappella var stofnaður á haustdögum 2006 af Guðmundi Sigurðssyni sem þá var nýkominn til starfa í Hafnarfjarðarkirkju en hann hafði fáeinum mánuðum áður stofnað sams konar kór við Bústaðakirkju undir saman nafni. A Cappella söng við guðsþjónustur en einnig á almennum tónleikum í Hafnarfirði og starfaði eitthvað fram á árið 2008.

A Cappella [2] (2006)

A Cappella var kór sem starfaði við Bústaðakirkju um nokkurra mánaða skeið árið 2006 en stjórnandi hans var Guðmundur Sigurðsson organisti við kirkjuna. Kórinn sem var stofnaður sumarið 2006 taldi fljótlega um tuttugu manns en hætti fljótlega þegar Guðmundur flutti sig um set og tók við starfi í Hafnarfirði þar sem hann stofnaði sams konar…

Caprí kvintett (um 1960)

Afar fáar og litlar heimildir finnast um hljómsveit úr Rangárvalla- eða Árnessýslu, sem gekk undir nafninu Caprí kvintett (Caprý) en þessi sveit mun hafa verið starfandi í kringum 1960, og var nýskyld Safír-sextettnum sem starfaði ekki löngu síðar. Meðlimir Caprí munu hafa verið Pétur Karlsson saxófónleikari, Guðmundur Bjarnason gítarleikari, Bjarni Sigurðsson bassaleikari, Bragi Árnason trommuleikari…

Afmælisbörn 26. ágúst 2020

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og fimm ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2020

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar…

Afmælisbörn 23. ágúst 2020

Afmælisbörnin eru fjögur talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum, Dykk,…

Afmælisbörn 22. ágúst 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson á stórafmæli en hann er áttræður í dag. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um…

Afmælisbörn 21. ágúst 2020

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Cuffs (1996-2000)

Heimildir eru afar takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði í Húnaþingi árin 1996 og 2000 (hugsanlega einnig árin þar á milli) undir nafninu Cuffs og því óskar Glatkistan eftir upplýsingum um þessa sveit, hljóðfæra- og meðlimaskipan o.s.frv.

Cyclone (1994-95)

Hljómsveitin Cyclone úr Mosfellsbæ starfaði um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar og keppti þá tvívegis í Músíktilraunum. Fyrra skiptið var vorið 1994 og voru meðlimir Cyclone þeir Kristófer Jensson söngvari, Hugi Jónsson bassaleikari, Egill Hübner gítarleikari og Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson Scheving trommuleikari. Sveitin komst í úrslit keppninnar og var Kristófer kjörinn besti söngvarinn það árið.…

Curver Thoroddsen – Efni á plötum

Curver – Hjá Dr. Gunna [snælda] Útgefandi: Ullabjakk Útgáfunúmer: U01 Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Stilluppsteypa & Curver – Inside AM / Make star shine [ep] Útgefandi: Fire Inc. Útgáfunúmer: f 02 Ár: 1994 1. Inside AM 2. Make star shine Flytjendur: Heimir Björgúlfsson – trommur og hljómborð Björt…

Curver Thoroddsen (1976-)

Curver Thoroddsen er með litríkustu listamönnum landsins og sem tónlistarmaður hefur hann komið mjög víða við í listsköpun sinni, allt frá spilamennsku af ýmsu tagi til tón- og textasmíða, hljóðritana, hljóðblandana sem endurhljóðblandana, útgáfumála og allt þar á milli en hann þykir vera sér á báti þegar kemur að sköpun hljóðheima. Birgir Örn Thoroddsen er…

Cursh (1993)

Hljómsveitin Cursh frá Húsavík var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 1993 en af einhverjum ástæðum mætti sveitin ekki til leik. Einnig er hugsanlegt að hún hafi tekið þátt í tilraununum undir öðru nafni. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Curse – Efni á plötum

Curse – demo Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Ad noctum (intro) 2. Myrkar fórnir 3. Perish in blood (Battlefield of the gods) 4. The darkly shining moon (Astral dreams) 5. Dark symphony Flytjendur: Einar Thorberg Guðmundsson – söngur, gítarar, bassi og hljómborð  Curse – demo Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers]…

Curse (1998-)

Eins manns sveitin Curse hefur starfað síðan fyrir aldamót en hún hefur sent frá sér fjölda platna sem þó aðallega hafa ratað á markaði erlendis. Það er Einar Thorberg Guðmundsson (Eldur) sem er maðurinn á bak við Curse en hann leikur á gítara, bassa og hljómborð auk þess að syngja, hann hefur starfað undir þessu…

Curm (1995)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði sumarið 1995 í Reykjavík undir nafninu Curm og lék þá á tónleikum í miðbænum. Allar líkur eru á að um rokksveit í harðari kantinum hafi verið að ræða.

Hippi

Hippi (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Hann var eitt sinn hippi á rósóttum kjól og glæsta draumi í brjósti ól. Flötum beinum margan dag sat hann uppi‘ á Arnarhól og horfði yfir safírbláan sæinn. Tiplaði á sandölum um bæinn. Hann snæddi spítt og líka hass og LSD-i stakk í rass, já, það…

Gæfa eða gjörvileiki

Gæfa eða gjörvileiki (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Sigurður Bjóla) Ég er ólofuð kona á óléttukjól, það gerðist sísona rétt eftir jól. Ef bara ég væri persóna í Gæfa‘eða gjörvileiki. Þá dveldi ég löngum í Flórens og Róm, rápaði í búðir á ítölskum skóm. það væri ekki ónýtt að eiga‘ ykkur að, Gæfa‘ eða…

N – 9

N – 9 (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Í norðan níu lengst út á sjó norpaði og ýsurnar dró sjóveikur háseti í fyrsta túrnum. Hann hafði heyrt að sjómannsins líf snerist mest um áfengi‘ og víf ship-o-hoj – í sölutúr til Bremerhaven og hýruvagn til Hamborgar. Sjómennirnir hafa það gott, sjómennirnir hafa…

Reykjavík [2]

Reykjavík (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla) Fornar súlur flutu‘ á land í denn tíð, þrælahyskið þefaði upp brakið. Í Reykjavík og rúmum þúsund árum síðar fluttum við úr Múlakampnum upp í Hlíðar. Það var malbikað og borgin stækkaði, kaupið stóð í stað og leigan hækkaði og hækkaði. Nú er hann úr sér…