Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.

Sving tríó (1948-49)

Í upphafi árs 1949 var starfrækt í Vestmannaeyjum lítil hljómsveit sem gekk undir nafninu Sving tríó og lék á skemmtun á vegum Leikfélags Vestmannaeyja í samkomuhúsinu í bænum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, jafnvel annað sem ætti heima í umfjölluninni um hana.

Stúlknakór K.F.U.K. í Vestmannaeyjum (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði innan K.F.U.K. (Kristilegs félags ungra kvenna) í Vestmannaeyjum snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að kórinn starfaði árið 1951 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.

Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann. Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62…

Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…

Stormar [2] (1965-66)

Bítlasveit starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratuginn undir nafninu Stormar, líklega 1965 til 66 eða þar um bil. Vitað er að Birgir Guðjónsson var trommuleikari Storma en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og um starfstíma hennar.

Stella Hauksdóttir (1953-2015)

Nafn Stellu Hauks en beintengt baráttu- og réttindamálum verkafólks, kvenna og samkynhneigðra og þó svo að hún sé kannski ekki þekkt á landsvísu fyrir tónlist sína er hún vel þekkt hjá fyrrnefndu fólki og að mörgu leyti stóð hún fyrir sömu hluti og Bubbi Morthens gerði lengi vel þótt hann yrði öllu þekktari. Guðný Stella…

Stigmata (2002-03)

Hljómsveitin Stigmata var rokksveit starfandi í Vestmannaeyjum veturinn 2002 til 2003 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri, sveitin mun hafa leikið frumsamið efni að mestu eða öllu leyti. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Heimir [?] söngvari, Elmar [?] gítarleikari og Rúnar [?] bassaleikari, ekki liggja fyrir upplýsingar um trommuleikara hennar. Glatkistan auglýsir eftir nafni trommuleikarans auk…

Stefán Sigurjónsson (1954-2022)

Tónlistarmaðurinn og skósmiðurinn Stefán Sigurjónsson (eða Stebbi skó eins og hann er kallaður í Eyjum) var öflugur í tónlistarstarfinu í Vestmannaeyjum um árabil en hann stjórnaði þar Lúðrasveit Vestmannaeyja, kenndi við tónlistarskólann og stýrði honum reyndar einnig um tíma en hann vann jafnframt einnig að ýmsum félagsmálum í Eyjum. Stefán fæddist í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu…

Stalla hú (1991-2003 / 2009-11)

Stemmingssveitin Stalla hú skipar stóran sess í hugum Eyjamanna sem fylgdust með handboltanum á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin hélt þá uppi magnaðri stemmingu og stuði á leikjum ÍBV liðsins í handbolta. Ekki liggja fyrir mikla upplýsingar um sveitina sjálfa en hún virðist hafa verið sett á stofn fyrir bikarúrslitaleik Víkinga og ÍBV í…

Sótarinn (um 1970)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sótarinn og starfað í Vestmannaeyjum um eða eftir 1970. Georg Ólafsson var líklega einn meðlima þessarar sveitar en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana.

Snótarkórinn [1] (1939-42)

Kvennakór var starfandi í Vestmannaeyjum innan verkalýðsfélagsins Snótar á árum heimsstyrjaldarinnar síðari en hann var lengi vel eini kvennakórinn sem hafði varið starfandi í Eyjum. Snótarkórinn mun hafa verið stofnaður árið 1939 og starfaði hann til 1942 undir stjórn Sigríðar Árnadóttur en ekki liggur fyrir hvort og við hvaða tækifæri hann kom opinberlega fram.

Snótarkórinn [2] (1979)

Kór kvenna var starfræktur innan verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hann starfaði. Snótarkórinn, eins og hann mun hafa verið nefndur, söng á 1. maí samkomu vorið 1979 og kom aftur fram á afmælishátíð verkalýðsfélaganna í Eyjum síðar sama ár en aðrar heimildir um…

Smávinir [1] (1944)

Barnakórinn Smávinir starfaði af því er virðist í nokkra mánuði lýðveldisárið 1944, í Vestmannaeyjum. Smávinir sem í upphafi voru skipaðir ríflega fimmtíu börnum, mest stúlkum, hóf æfingar í byrjun mars undir stjórn Helga Þorlákssonar organista og aðeins fáeinum vikum síðar hafði hann sungið í nokkur skipti opinberlega í Eyjum, þar á meðal um páskana, við…

Smekkmenn (1986-87)

Hljómsveitin Smekkmenn starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1986-87, eða að minnsta kosti hluta hans. Sveitin lék töluvert í Eyjum frá því um haustið 1986 og fram yfir áramótin en virðist hafa hætt fljótlega eftir það, upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar óskast sendar Glatkistunni.

Skuggar [6] (1964)

Í Vestmannaeyjum starfaði um skamman tíma hljómsveit sem bar nafnið Skuggar, rétt eins og hljómsveit sem einn meðlima sveitarinnar, Grétar Skaptason gítarleikari hafði starfað með í Keflavík nokkru áður. Aðrir liðsmenn Skugga voru þeir Helgi Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Henry Ágúst Åberg Erlendsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð snemma…

Skólakór Hamarsskóla (1994-2002)

Í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum starfaði kór um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld. Það var Bára Grímsdóttir tónskáld sem þá starfaði um skeið í Vestmannaeyjum, sem hafði veg og vanda af stofnun kórsins og stjórnaði honum meðan hún bjó í Eyjum til 2002. Skólakór Hamarsskóla kom einkum og aðallega…

Skólakór Barna- og gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1946-2003)

Skólakórar voru starfræktir með reglulegu millibili í barna- og gagnfræðaskólunum í Vestmannaeyjum (aðallega þó barnaskólanum) en skólarnir höfðu verið starfandi þar lengi, barnaskólinn var með elstu skólum landsins og gagnfræðaskólinn hafði starfað frá 1930. Kórastarfið var þó langt frá því að vera með samfelldum hætti. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær fyrst var starfræktur skólakór…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja (um 1950-86)

Skólahljómsveitir störfuðu í fjölmörg skipti við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja en upplýsingar um þær eru hins vegar af skornum skammti. Þannig greina heimildir frá hljómsveit sem var starfandi við skólann veturinn 1951-52, einnig 1956 og svo 1961 en þá voru fjórar hljómsveitir sagðar starfandi innan skólans – þó er óljóst hvort þessar sveitir voru beinlínis skólahljómsveitir eða…

Samkór Vestmannaeyja [2] (1963-80)

Tveir tengdir kórar hafa starfað í Vestmannaeyjum undir nafninu Samkór Vestmannaeyja, færa mætti rök fyrir því að um sama kór sé að ræða en hér miðast við að um tvo kóra sé að ræða enda liðu fimmtán ár frá því að hinn fyrri hætti og hinn síðari tók til starfa. Samkór Vestmannaeyja hinn fyrri var…

Samkór Vestmannaeyja [3] (1994-2004)

Samkór Vestmannaeyja hinn síðari starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en hann fetaði í fótspor kórs sem hafði starfað fimmtán árum fyrr undir saman nafni í Vestmannaeyjum, sumir vilja meina að um sama kór sé að ræða en hér er miðað við að kórarnir séu tveir enda leið langur tími milli þess sem…

Samkór Vestmannaeyja [1] (um 1950)

Óskað er eftir upplýsingum um blandaðan kór í Vestmannaeyjum sem gæti hafa gengið undir nafninu Samkór Vestmannaeyja og söng undir stjórn Ragnars G. Jónssonar organista í Vestmannaeyjum. Kór þessi var starfandi árið 1950 og hugsanlega eitthvað fram á sjötta áratuginn en einnig gæti verið einhver ruglingur við Kirkjukór Vestmannaeyja sem Ragnar stjórnaði á þessum tíma…

Felix [1] (1980-83)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hljómsveit sem gekk undir nafninu Felix og starfaði í Vestmannaeyjum á árunum 1980 til 83 að minnsta kosti. Árið 1980 voru þeir Óskar Guðjón Kjartansson gítarleikari, Örn Hafsteinsson bassaleikari, Gunnar Júlíusson söngvari, Eðvald Eyjólfsson trommuleikari meðlimir Felix en óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit til að fylla…

Coma [4] (1993)

Í Vestmannaeyjum var starfrækt hljómsveit árið 1993 (hugsanlega fram á 1994) undir nafninu Coma. Meðal meðlima sveitarinnar voru Gunnar Geir Waage Stefánsson gítarleikari og Magni Freyr Ingason trommuleikari en Glatkistan hefur ekki upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

C&S (1997-98)

Hljómsveit sem bar nafnið C&S (borið fram Cogs / Kogs) starfaði í Vestmannaeyjum 1997 og 98 og var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og voru meðlimir hennar þá Birgir [?] söngvari, Leó [?] gítarleikari, Björn [?] gítarleikari, Laugi [?] bassaleikari og Svavar [?] trommuleikari. Sveitin var enn starfandi sumarið 1998 og lék…

The Gæs (1994-98)

Hljómsveitin The Gæs var nokkuð sérstök en hún var skipuð þekktum knattspyrnumönnum í Vestmannaeyjum sem þá léku í efstu deild. Sveitin kom fyrst fram á lokahófi ÍBV haustið 1994 og voru meðlimir hennar þá Rútur Snorrason hljómborðsleikari, Heimir Hallgrímsson (síðar landsliðsþjálfari) trommuleikari, Sigurður Gylfason söngvari og gítarleikari og Steingrímur Jóhannesson bassaleikari. The Gæs kom fram…

Guðni Agnar Hermansen (1928-89)

Myndlistamaðurinn Guðni A. Hermansen var þekktur fyrir list sína sem að mestu leyti var innblásin af lífinu og landslaginu í Vestmannaeyjum og hann vildi nánast hvergi annars staðar vera, en hann var einnig kunnur tónlistarmaður hér fyrrum og tók þátt í blómlegu djasstónlistarlífi í Eyjum um og eftir miðbik síðustu aldar. Guðni Agnar Hermansen var…

Gísli H. Brynjólfsson (1929-2017)

Harmonikkuleikarinn Gísli H. Brynjólfsson starfaði með nokkrum hljómsveitum í Vestmannaeyjum um miðja tuttugustu öldina en sendi frá sér plötu með harmonikkutónlist úr ýmsum áttum kominn á efri ár. Gísli Hjálmar Brynjólfsson fæddist á Eskifirði 1929 en fluttist fjögurra ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja og kenndi sig síðan við Eyjarnar. Hann var málarameistari að…

GH sextett (1960)

GH sextett starfaði í Vestmannaeyjum og var líkast til djassskotin hljómsveit. Sveitin var stofnuð 1961, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði en líklega voru það nokkrir mánuðir uns sveitin gekk í gegnum mannabreytingar og gekk eftir það undir nafninu Rondó sextettinn. Meðlimir GH sextetts voru Aðalsteinn Brynjúlfsson bassaleikari, Jón Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson klarinettuleikari,…

Galdrakarlarnir (1988)

Árið 1988 starfaði unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu Galdarkarlarnir. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar auk annarra bitastæðra upplýsinga.

OSL (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið OSL og var að öllum líkindum starfandi í Vestmannaeyjum 1998, sveitinni brá þá fyrir í tónlistardagskrá þjóðhátíðar um verslunarmannahelgina. Þessar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

O.K. (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit í Vestmannaeyjum sem starfaði undir nafninu O.K. (eða hugsanlega OK.) að öllum líkindum fyrir síðustu aldamót, fyrir liggur að Gísli Elíasson var trymbill sveitarinnar en engar aðrar upplýsingar er að finna um hana.

Mas [1] (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) starfaði unglingahljómsveit um skamma hríð undir nafninu Mas, í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur að gítarleikari sveitarinnar var Árni Gunnarsson en hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt.

Winnie the pooh (1994)

Hljómsveitin Winnie the pooh (sem á sér augljósa skírskotun í sögupersónuna Bangsímon) starfaði í Vestmannaeyjum árið 1994, líklega var um fremur skammlífa sveit að ræða. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 og voru meðlimir hennar þá Árni Hafsteinsson söngvari, Magnús Elvar Viktorsson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jóhann Ágúst Tórshamar bassaleikari, Sigurgeir Viktorsson trommuleikari og…

VSOP [1] (1994)

Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) starfaði í Vestmannaeyjum haustið 1994 en hún var stofnuð um það leyti. Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfað eða hverjir skipuðu hana en allar upplýsingar þess eðlis eru vel þegnar.

Vinir Óla (1992-2000)

Dixielandsveitin Vinir Óla starfaði á tíunda áratug síðustu aldar í tæpan áratug en ekki er loku fyrir skotið að hún hafi starfað lengur. Sveitin var skilgetið afkvæmi eins og það var orðað eða angi af Lúðrasveit Vestmannaeyja og eins og með fleiri slíka anga eru skilgreiningar á slíkri sveit ekki alltaf á hreinu, stundum nefnd…

Vinabandið [1] (1996)

Árið 1996 starfaði hljómsveit eða sönghópur innan hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum undir nafninu Vinabandið. Meðlimir Vinabandsins voru þau Helga Jónsdóttir, Arnór Hermannsson og Högni Hilmisson en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um það, þ.e. hvort um hljómsveit eða sönghóp var að ræða, og hver hljóðfæraskipan þeirra var ef um var að ræða hljómsveit. Óskað er því…

Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.

Við sem fljúgum [2] (1989-90)

Hljómsveitin Við sem fljúgum var ballsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1989-90. Meðlimir hennar voru Þórarinn Ólason söngvari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Óskar Sigurðsson trommuleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Jón Kristinn Snorrason bassaleikari og Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Sigurður Ómar Hreinsson var líklega fyrsti trymbill sveitarinnar en Óskar tók við af honum. Stór hluti sveitarinnar starfaði síðar með…

Vestmannakórinn (1911-57)

Vestmannakórinn svokallaði starfaði í Vestmannaeyjum í áratugi á síðustu öld og var gerður góður rómur að þessum blandaða kór. Kórinn starfaði í fjölmörg ár áður en hann hlaut í raun nafn og hvað þá skipulagða starfsemi en hann var fyrst settur saman í tilefni af aldarafmæli Jóns Sigurðssonar árið 1911, þá var efnt til hátíðahalda…

Xport (1984-85)

Xport var stofnuð sem húshljómsveit á Skansinum í Vestmannaeyjum haustið 1984, og þar lék hún fram að áramótum. Meðlimir sveitarinnar voru Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og söngvari, Ragnar Sigurjónsson trommuleikari og Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari. Eftir áramótin 1984-85 lék Xport víða uppi á landi en var einnig með annan fótinn…

Prestó (1992-93)

Hljómsveitin Prestó var starfrækt um skeið í Vestmannaeyjum, á árunum 1992 og 93. Sveitin lék blandaða tónlist og var fyrst og fremst ballhljómsveit, og varð reyndar svo fræg að leika á litla pallinum á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Meðlimir Prestó voru Þórarinn Ólason söngvari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari, Henry Erlendsson bassaleikari og…

Braindead bugs (1997)

Haustið 1997 var starfandi unglingahljómsveit í Vestmannaeyjum undir nafninu Braindead bugs. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Örn Friðsteinsson söngvari og gítarleikari, Viðar Lárus Sveinsson trommuleikari og ónefndur bassaleikari. Engar upplýsingar er að finna um hversu lengi þessi sveit starfaði.

Bobbar (1964)

Hljómsveitin Bobbar úr Vestmannaeyjum var sett sérstaklega saman til að leika á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1964 að frumkvæði þjóðhátíðarnefndar. Sveitin æfði fyrir viðburðinn í nokkurn tíma og lék síðan „nýju dansana“ fyrir þjóðhátíðargesti tvö kvöld í röð, og þar við sat. Meðlimir Bobba voru þeir Örlygur Haraldsson bassaleikari, Guðni Guðmundsson [píanóleikari?], Þorgeir Guðmundsson gítarleikari, Sigurður…

Blekking (1993)

Hljómsveitin Blekking frá Vestmannaeyjum keppti í Músíktilraunum vorið 1993 en hafði ekki erindi sem erfiði þar enda mun tónlist sveitarinnar hafa verið nokkuð á skjön við það sem þótti móðins á þeim tíma í tilraununum, þrátt fyrir ágæt tilþrif að sögn. Meðlimir Blekkingar voru Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Unnþór Sveinbjörnsson gítarleikari, Guðrún Á.…

Big heads (1988)

Hljómsveitin Big heads var auglýst á unglingaballi í Vestmannaeyjum vorið 1988 en ekkert annað er að finna um sveitina. Allar frekari upplýsingar má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Bellatrix [1] (1978-79)

Hljómsveitin Bellatrix starfaði í Vestmannaeyjum 1978-79 að minnsta kosti. Meðlimir þessarar sveitar voru Hlöðver Guðnason gítarleikari, Friðsteinn Vigfússon Waagfjörð trommuleikari, Sigurður Ingi Ólafsson gítarleikari, Kristín Runólfsdóttir söngkona og Kristinn Jónsson bassaleikari.

Tunnubandið (1944-45)

Í Vestmannaeyjum við stríðslok var starfandi hljómsveit ungra tónlistarmanna í gagnfræðiskólanum í Vestmannaeyjum, sem sumir hverjir áttu síðar eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið í Eyjum og víðar. Það var vorið 1944 sem þeir Marinó Guðmundsson (kallaður þá Malli skó) trompetleikari, Gísli Hjálmar Brynjólfsson gítarleikari, Guðjón Kristófersson gítarleikari, Guðni A. Hermansen harmonikkuleikari, Björgvin Guðmundsson…

Turnover (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Turnover og gæti hafa verið starfandi í Vestmannaeyjum, hvenær liggur þó ekki fyrir. Hverjir meðlimir þessarar sveitar voru, hvenær hún starfaði og hversu lengi o.s.frv. væru upplýsingar sem væru vel þegnar.

Trípólí (1985)

Árið 1985 starfaði ballsveit, að öllum líkindum í Vestmannaeyjum, undir nafninu Trípólí. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.