Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann.

Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62 þegar Guðni var sjálfur þrettán og fjórtán ára gamall en þar gæti eitthvað skeikað – óskað er eftir frekari upplýsingum um það sem og stærð kórsins o.s.frv. en kórinn mun hafa sungið á samkomum í skólanum auk þess sem hann kom fram í einkasamkvæmum í Vestmannaeyjum.