Afmælisbörn 21. nóvember 2014

Bjarni Bö

Bjarni Böðvarsson

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu í dag en þau eru þessi:

Jónas Tómasson (yngri) tónskáld og tónlistarfrömuður frá Ísafirði er 68 ára, hann starfaði lengi með Heimi Sindrasyni undir nafninu Heimir og Jónas.

Áskell Másson tónskáld og ásláttarleikari er 61 árs, hann hefur verið í hljómsveitum eins og Rússíbönum, Náttúru, Combó Þórðar Hall og Acropolis.

Björk Guðmundsdóttir söngkona er 49 ára, hana þarf vart að kynna enda hefur hún gefið út fjölda platna og starfað með mörgum hljómsveitum.

Margrét Örnólfsdóttir tónskáld og hljómborðsleikari er 47 ára, Margrét hefur samið kvikmyndatónlist og starfað í þekktum hljómsveitum eins og Sykurmolunum og Risaeðlunni.

Sigríður Thorlacius söngkona Hjaltalín er 32 ára, hún er með þekktari söngkonum síðari ára og hefur m.a. sungið með Memfismafíunni og Heiðurspiltum.

Einnig hefði Bjarni Böðvarsson harmonikkuleikari átt afmæli þennan dag. Bjarni (f. 1900) rak hljómsveit undir eigin nafni um árabil, hann var einn af stofnendum FÍH og var um tíma formaður þess. Bjarni, sem var faðir Ragga Bjarna, lést 1955.