Afmælisbörn 31. desember 2014

Á þessum síðasta degi ársins á þessi tónlistarmaður afmæli: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er 56 ára, hann hefur verið lítt áberandi í íslensku tónlistarlífi en eftir hann liggja þó þrjár plötur. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið sinnt tónlistinni síðustu tvo áratugi.

Afmælisbörn 30. desember 2014

Afmæli eiga eftirtaldir í dag: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er 39 ára, hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á útgefnum plötum. Hann hefur einnig sjálfur gefið út plötur. Bjarni „móhíkani“ (Þórður) Þórðarson (f. 1966) hefði…

Afmælisbörn 29. desember 2014

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins: Alma Guðmundsdóttir söngkona er þrítug í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til Nylons (síðar The Charlies) en hún er búsett í Bandaríkjunum ásamt öðrum Charlies stöllum. Vilhjálmur (Björgvin Guðmundsson) frá Skáholti (1907-63) hefði einnig átt þennan afmælisdag en hann var fyrst og fremst ljóðskáld og hafa…

Afmælisbörn 28. desember 2014

Eitt afmælisbarn er skráð á þessum degi: Elly Vilhjálms söngkona (f. 1935) hefði átt afmæli á þessum degi en hún lést 1995. Elly (Henný Eldey Vilhjálmsdóttir) var af Suðurnesjunum og var snemma uppgötvuð sem söngkona, hún söng með ýmsum hljómsveitum þess tíma, lengst af með KK-sextett, Orion kvintett og Hljómsveit Svavars Gests, en Svavar varð…

Gjörsamlega rökrétt framhald

Grísalappalísa – Rökrétt framhald 12T065, 2014 Grísalappalísa er rétt að verða þriggja ára gömul sveit en hefur þegar þetta er skrifað þó gefið út tvær breiðskífur og tvær vínylsmáskífur (sjö tommur) með ábreiðulögum eftir Megas og Stuðmenn þannig að hún er afkastameiri en flestar aðrar, það eru e.t.v. bara fáeinar sveitir eins og Utangarðsmenn og…

Afmælisbörn 24. desember 2014

Aðfangadagur hefur að geyma eitt afmælisbarn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er 53 ára, hann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma hlaut platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreist æru, og er í dag eftirsóttur safngripur.

Afmælisbörn 23. desember 2014

Eitt afmælisbarn er skráð á Þorláksmessu: Árni Björnsson tónskáld (f. 1905) hefði átt afmæli þennan dag en hann lést 1995. Árni var úr Kelduhverfinu, fékk snemma áhuga á orgelleik, kórstjórnun og tónsmíðum, og svo fór að hann fór til náms, fyrst innanlands og síðan utan, og lét draum sinn rætast. Þegar hann kom aftur til…

SG stemmingin rifjuð upp og fönguð

SG hljómplötur: 75 bráðskemmtileg dægurlög frá 1964 – 1982 í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu SG-hljómplatna (x3) – ýmsir  Sena SCD 643 (2014) Sena sendi nýverið frá sér þrefalda safnskífu sem hefur að geyma fjölbreytt úrval dægurlaga sem Svavar Gests, undir merkjum SG-hljómplatna gaf út á árunum 1964-82, reyndar gaf…

Afmælisbörn 21. desember 2014

Og þá eru það afmælisbörnin í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er 56 ára, hann hefur mest tengst djassgeiranum og hefur leikið með ýmsum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús, og leikið á hinar ýmsu plötur sem sessionleikari.…

Afmælisbörn 20. desember 2014

Aðeins eitt afmælisbarn er skráð í dag og þar er um að ræða stórafmæli: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtugur. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann verið…

Einkar áheyrilegt

Kiasmos – Kiasmos Erased tapes records ERATP062CD, 2014 Kiasmos er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds og Færeyingsins Janus Rasmussen en þeir hafa unnið saman síðan 2007 og skapað eins konar instrumental rafteknó. Ólafur er flestum orðinn kunnur í dag en hann hefur gefið út nokkrar sólóplötur með tónlist sem hefur verið skilgreind sem nýklassík en framan af…

Afmælisbörn 19. desember 2014

Afmælisbörn dagsins eru: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri á Hellu er 52 ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út sólóplötur. Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá Egilsstöðum er 49 ára gömul, hún hefur starfað að mestu fyrir austan og þá með sveitum eins og Teppinu hennar tengdamömmu,…

Ragnheiður þriðja vinsælasta sýning Íslensku óperunnar frá upphafi

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson hefur nú skipað sér í þriðja sætið á lista yfir aðsóknarmestu óperusýningar Íslensku óperunnar frá stofnun hennar í upphafi 9. áratugarins. Hátt í 15.000 manns hafa nú séð sýninguna eða keypt miða á þær tvær aukasýningar sem verða á verkinu milli jóla og nýárs í Eldborg í…

Tíu öðruvísi jólaplötur

Heimili flestra hafa að geyma einhverjar jólaplötur, þær eru sjálfsagt flestar einhvers konar safnplötur enda kemur ógrynni slíka platna út á hverju ári, aðrar eru sykursætar og hátíðlegar jólaplötur einstaklinga og kóra, og á allan hátt hefðbundnar. Hér er hins vegar litið til öðruvísi og óvenjulegra jólaplatna, platna sem sjást alla jafna ekki í plötuhillum…

Tónleikar í Dómkirkjunni á aðventunni

Tónleikadagskrá Dómkirkjunnar verður með eftirfarandi hætti fram til jóla. Á föstudagskvöldið 19. desember klukkan 20:00 verða jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. Efnisskráin er afar fjölbreytt og verður boðið upp á úrval af því besta úr vetrarstarfinu. Leikin verða verk eftir W.A. Mozart, I. Clarke, A. Piazzolla, E. Dohnaniy, C. Saint-Saëns, G.F. Händel, J. Chr. Bach, L.…

Kammerkór Mosfellsbæjar gefur út Mitt er þitt

Nýlega kom út platan Mitt er þitt, með Kammerkór Mosfellsbæjar en á henni syngur kórinn fjórtán lög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Meðal lagahöfunda má nefna Gunnar Reyni Sveinsson, John Speight, Sigur Rós og Mario Castelnuovo-Tedesco svo fáeinir séu nefndir. Mitt er þitt er fyrsta plata Kammerkórs Mosfellsbæjar. Hljómsveit undir stjórn Reynis Sigurðssonar…

Afmælisbörn 16. desember 2014

Í dag er eitt skráð afmælisbarn meðal tónlistarfólks: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi og lék inn á fjölmargar plötur hérlendis.

Rokkkeyrsluveisla frá A til Ö

Dimma – Vélráð  GB records GB008 (2014) Ferli hljómsveitarinnar Dimmu má algjörlega skipta í tvennt, það má jafnvel ganga svo langt að tala um tvær hljómsveitir. Fyrir og eftir hlé. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um tíu árum sem leifar af hljómsveitinni Stripshow sem hafði vakið athygli utan landsteinanna, þá gaf hún út…

Afmælisbörn 15. desember 2014

Í dag eru skráð tvö afmælisbörn, þau eru þessi: Herbert Guðmundsson söngvari (Hebbi) er 61 árs. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal þar nefndur stórsmellurinn Can‘t walk away…

Kraumsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn

Kraumsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Kraums við Vonarstræti nú síðdegis á fimmtudaginn. Kraumsverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru sex flytjendum sem gefið út plötu á árinu er þykja hafa skarað fram úr, fyrr í mánuðinum var birtur úrvalslisti tuttugu platna sem valinn hafði verið af öldungaráði verðlaunanna en þessar sex plötur eru…

Afmælisbörn 14. desember 2014

Afmælisbörn dagsins í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er 52 ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari er 48…

Afmælisbörn 13. desember 2014

Í dag eru tveir tónlistarmenn sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextugur á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék þ.a.l. á plötum þeirra og margra…

Afmælisbörn 12. desember 2014

Tvö afmælisbörn í dag: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór á afmæli og er 47 ára, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum, auk þess að syngja á plötum annarra tónlistarmanna. Jóhann Friðgeir hefur gefið út fjórar sólóplötur. Orri Harðarson trúbador er 42 ára, hann vakti…

Óvæntar troðnar slóðir

Sindri Eldon – Bitter & resentful Smekkleysa SM169CD, 2014 Sindri Eldon hefur goldið þess frá fæðingu að vera sonur foreldra sinna, hann hefur þó alltaf farið sínar eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni, verið í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Dynamo fog, Slugs og Desidiu sem flestar hafa sent frá sér efni, jafnvel plötur, nú síðast…

Sónar Reykjavík 2015 – enn bætist við flóru listamanna

Breski tónlistarmaðurinn Jamie xx meðlimur The xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík 2015 sem fram fer í Hörpu dagana 12.-14. febrúar. Einnig bætast nú við innlendu listamennirnir Jón Ólafsson & Futuregrapher, Emmsjé Gauti, Páll Ívan frá Eiðum, Kött Grá Pje, AMFJ og Bjarki. Alls hafa um 40 listamenn og hljómsveitir staðfest komu sína á…

Frá Heims um ból til stórtónleika Bó: ágrip af sögu jólaplatna á Íslandi

Jólaplötur skipa stóran sess í tónlistarlífi Íslendinga. Árlega kemur út fjöldinn allur af slíkum plötum og eru sjálfsagt mun fleiri en fólk gerir sér grein fyrir, ástæðan fyrir því er það mikla magn jólasafnplatna sem fyrirtæki gefa út og senda viðskiptavinum sínum og velunnurum, og rata ekki endilega í plöturekkana. Útgefnar jólaplötur á Íslandi skipta…

Afmælisbörn 10. desember 2014

Nokkur afmælisbörn tengjast deginum í dag: Einar Hólm söngvari og trymbill er 69 ára, hann gaf út eina litla plötu 1973 en var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar sé nefndar. Einar er faðir Ólafs Hólm trommara Nýdanskrar og margir trommuleikarar eru í ætt hans.…

Jólatónleikar Kyrjanna í Seltjarnarneskirkju

Kvennakórinn Kyrjurnar heldur jólatónleika sína í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 11. desember nk. klukkan 20 og verða þeir undir yfirskriftinni „Ég man þau jólin…“. Á tónleikunum mun kórinn syngja jólalög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Einsöngvari með kórnum á fimmtudagskvöldið verður Valgerður Guðnadóttir og við píanóið situr Helgi Már Hannesson. Stjórnandi Kyrjanna er Sigurbjörg Hvanndal…

Þegar maður gerir of miklar kröfur

GusGus – Mexico Sena SCD 613 (2014) GusGus er að verða tuttugu ára gömul en upphaf sveitarinnar verður rakið til 1995 þegar hópur ungs fólks vann að kvikmyndinni Pleasure, sem fór ekki hátt en tónlistin úr myndinni varð í raun að fyrstu plötu sveitarinnar, þetta varð eins konar fjöllistahópur sem gerði tónlistina fljótlega að aðaláherslu…

Afmælisbörn 9. desember 2014

Afmælisbörn dagsins: Björgvin Franz Gíslason leikari er 37 ára, hann vakti fyrst athygli fyrir söng í Óla prik syrpu sem naut vinsælda en hefur síðan aðallega verið tengdur barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni okkar o.þ.h. Hermann Gunnarsson (1946-2013) hefði einnig átt afmæli á þessum degi, þessi landsfrægi skemmtikraftur kom víða við á sínum ferli og…

Afmælistónleikar Ragnheiðar Gröndal

Þann 15. desember nk. heldur Ragnheiður Gröndal söngkona upp á 30 ára afmælisdaginn sinn með stórtónleikum í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu. Þar verður um að ræða spennandi ferðalag í gegnum feril hennar en hún á að baki átta plötur auk margra annarra verkefna. Ragnheiður hefur haft viðkomu í ýmsum tegundum tónlistarinnar s.s. djassi, poppi og blús…

Afmælisbörn 8. desember 2014

Í dag eru afmælisbörnin tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari er 44 ára, Guðni hefur leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Ensími, Pollapönki, Rass og mörgum fleirum. Rafn Jónsson (Rabbi) hefði líka átt afmæli þennan dag en hann lést 2004 úr MND sjúkdómnum. Rabbi (f. 1954) hefði orðið sextugur en þekktustu…

Afmælisbörn 7. desember 2014

Afmælisbörn dagsins eru þrjú: Jórunn Viðar tónskáld er 96 ára, hún nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og hefur samið fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti og tónverkið Únglíngurinn í skóginum. Jórunn hefur aukinheldur samið tónlist fyrir kvikmyndir og ballett, og…

Kom blíða tíð! – Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar – Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. Á tónleikunum verða sungnir jólasöngvar úr ýmsum áttum, bæði innlendir og erlendir, rólegir og hátíðlegir söngvar en einnig léttir og fjörugir. Jólatónleikar í Akureyrarkirkju eru ákaflega hátíðleg stund. Tónleikar…

Afmælisbörn 6. desember 2014

Afmælisbarn dagsins: Steingrímur Þórhallsson tónskáld, organisti og kórstjóri er fertugur, hann hefur einnig gengið undir nafninu Stein Thor og sigraði í alþjóðlegri dægurlagasamkeppni undir því nafni.

„Læt ekki dýralækna um fjármálin mín“

Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni  Vesturbær VSB001 (2014) Íslenska rappsenan hefur fyrir löngu slitið barnsskónum og náði kannski hámarki sínum fyrir um fimmtán árum, þrátt fyrir að ýmsir hafi spáð henni stuttri ævi hefur enn ekki alveg fjarað undan henni og reyndar hefur hún lifað ágætu lífi á köflum. Úlfur Kolka Freysson var einn þeirra…

Franskir demantar – Hádegistónleikar Sigrúnar Pálmadóttur í Norðurljósum

Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona er ein af okkar allra fremstu óperusöngkonum og sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Víólettu Valéry í La traviata hjá Íslensku óperunni vorið 2008, og hlaut hún m.a. Grímuna í flokknum Söngkona ársins fyrir hlutverkið. Sigrún er búsett á Ísafirði og kennir þar söng við tónlistarskólann, ásamt fleiri tónlistarstörfum, en stígur nú…

Afmælisbörn 5. desember 2014

Og þá er það afmælisbarn dagsins á degi íslenskrar tónlistar: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er 52 ára, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamín og Göglum svo fáeinar séu nefndar.

Kraumslistinn 2014 opinberaður

Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í sjöunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur 20 platna úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar á mánuðinum. Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er valinn af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu…

Afmælisbörn 4. desember 2014

Í dag eru afmælisbörnin eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari Jakobínurínu er 24 ára. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður (1916-93) hefði einnig átt afmæli þennan dag, hann söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur á sínum tíma og breiðskífu einnig þegar þær komu til sögunnar.

Karlakórinn Ernir með aðventutónleika

Karlakórinn Ernir undir stjórn Beáta Joó mun á næstu dögum syngja á fernum aðventutónleikum á heimaslóðum. Á fimmtudagskvöldið 4. desember verður kórinn með aðventutónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri klukkan 20 og á föstudagskvöldið (5. desember) verða þeir í Suðureyrarkirkju klukkan 20 á aðventukvöldi sem þar verður haldið. Á sunnudaginn (7. desember) verða Ernir með tvenna…

Tónleikar Schola cantorum í desember

Schola cantorum býður upp á fjölbreytt úrval tónleika í jólamánuðinum en þeir verða sem hér segir: Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju 3. des kl. 12:00 – Kom þú, kom vor Immanúel Á fyrri hádegistónleikum sínum á aðventunni býður Schola cantorum upp á unaðsfagra kórtónlist tengda aðventu og jólum. Hér er upplagt tækifæri til að koma í Hallgrímskirkju…