Sónar Reykjavík 2015 – enn bætist við flóru listamanna

Jón Ólafsson og Futuregrapher

Futuregrapher og Jón Ólafsson

Breski tónlistarmaðurinn Jamie xx meðlimur The xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík 2015 sem fram fer í Hörpu dagana 12.-14. febrúar. Einnig bætast nú við innlendu listamennirnir Jón Ólafsson & Futuregrapher, Emmsjé Gauti, Páll Ívan frá Eiðum, Kött Grá Pje, AMFJ og Bjarki.

Alls hafa um 40 listamenn og hljómsveitir staðfest komu sína á hátíðina, m.a; Skrillex (US), Paul Kalkbrenner (DE), TV on the Radio (US), Todd Terje (NO), SBTRKT (UK), Kindness (UK), Elliphant (SE), Nina Kraviz (RU), Yung Lean & Sad Boys (SE), Nisennenmondai (JP), Sophie (US), Randomer (UK), Daniel Miller (UK), Samaris, Prins Póló, Mugison, Sin Fang, Exos, Ghostigital, Fufanu, DJ Margeir, DJ Yamaho, Uni Stefson og Young Karin.

Búist er við metfjölda erlendra gesta á Sónar Reykjavík í ár. Áhugi á hátíðinni hefur aldrei verið jafn mikill frá því hún var fyrst haldin í febrúar 2013. Í fyrra sóttu yfir þúsund erlendir gesti Sónar Reykjavík – helmingi fleiri en árið áður.

Sónar Reykjavík 2015 fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar á fimm sviðum í Hörpu. Bílakjallara hússins verður breytt í næturklúbb líkt og í fyrra þar sem innlendir og erlendir plöstunúðar sjá þar um dagskrána. Alls munu yfir 60 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni.

Miðasala fer fram í Hörpu og á Harpa.is, Midi.is og Tix.is. Miðaverð er kr. 18.900 og gildir miðinn á alla tónleika Sónar Reykjavík 2015.