Afmælisbörn 16. nóvember 2014

Jóhann Konráðsson - Ljúflingslög

Jóhann Konráðsson

Afmælisbörn dagsins eru allir farnir yfir móðuna miklu, þeir eru eftirfarandi:

Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja og hafa sungið lög við ljóð og ljóðaþýðingar hans s.s. Álfareiðin (Stóð ég úti í tunglsljósi), Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) og Ég bið að heilsa (Nú andar suðrið).

Oddgeir Kristjánsson tónlistarfrömuður og tónskáld úr Vestmannaeyjum (1911-1966) er hvað þekktastur fyrir Eyjalögin sín en hann var einnig tónlistarmaður, tónlistarkennari og kórstjórnandi svo dæmi séu tekin.

Jóhann Konráðsson (Jói Konn) söngvari (1917-82) hefði einnig átt afmæli, hann söng í Smárakvartettnum, karlakórnum Geysi og víðar.