Nöfn íslenskra hljómsveita III – Frá forngoðum til frelsarans og allt þar á milli
Hér verður fjallað um nöfn hljómsveita á Íslandi, af nógu er að taka og því er rétt að skipta umfjölluninni í nokkrar minni greinar. Að þessu sinni eru það trúarbragðatengd hljómsveitanöfn sem eru til umfjöllunar, þar ber langhæst kristni og norræna goðafræði. Hægt er að tala um vakningar eða tískubylgjur þegar kemur að því að…