TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Hin ástsæla ópera Mozarts, Töfraflautan, verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn í Norðurljósum í Hörpu næsta sunnudag, 16. nóvember, á tveimur sýningum, kl. 13.30 og kl. 16. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur byggða á óperunni. Í sýningunni er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki…

Ný plata – Dýr merkurinnar: söngur dýranna

Út er komin barnaplatan Dýr merkurinnar: Söngur dýranna með lögum eftir Einar Þorgrímsson en hún er framhald plötunnar Afríka: Söngur dýranna, sem út kom í fyrra. Dýr merkurinnar hefur að geyma sögu sem er fléttuð tónlist eftir Einar en hann var kunnur barnabókahöfundur á árum áður, gaf m.a. annars út bækurnar Leynihellirinn og Myrka náman.…

Afmælisbörn 13. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er 49 ára. Arnþór Örlygsson (Addi 800) upptökumaður er 44 ára, hann hefur stýrt upptökum, tekið upp og hljóðblandað margar af vinsælustu plötum landsins seinni ára. Matthías Jochumsson ljóðskáld (1835-1920) hefði átt afmæli þennan dag, hann orti m.a. ljóðið við þjóðsöng okkar Íslendinga, Lofsöng (Ó, guð vors…