Stelpur rokka! með off-venue tónleika á Loft Hostel

Stelpur rokka! ætla að taka þátt í Iceland Airwaves í ár með glæsilegri off-venue dagskrá á Loft Hostel í Bankastræti, fimmtudaginn 6. nóvember. Dagskráin hefst kl. 16:15 og stendur yfir til u.þ.b. 20:00. Fram koma hljómsveitir og tónlistarkonur sem allar hafa komið að starfi Stelpur rokka! á einhvern hátt, auk tónlistarkonu frá Skotlandi. Dagskránni er…

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru nú haldnir í þrítugasta og annað skiptið en þeir hafa verið á dagskrá kórsins samfleytt frá árinu 1982. Dagskráin hófst í gær, 2. nóvember með hátíðarmessu í Dómkirkjunni og með tónleikum í Neskirkju um kvöldið þar sem Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar flutti Requiem eftir franska tónskáldið G. Fauré, einsöngvarar voru Fjölnir…

Afmælisbörn 3. nóvember 2014

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er 28 ára, auk þess að starfa sjálfstætt hefur hann leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit og I adapt svo fáeinar séu nefndar.