Opið blúskvöld í Tjarnarbíói

Opið blúskvöld verður haldið þriðjudagskvöldið 18. nóvember nk. í Tjarnarbíói við Tjarnargötu 12. Þar geta þeir sem vilja látið söng sinn óma og túlkað blúsinn á sinn hátt, eins og segir í fréttatilkynningu frá Tjarnarbíói. Viðburðurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Blús á Café Rosenberg

Hljómsveitin Vor verður með tónleika á Café Rosenberg á Klapparstíg 29, laugardaginn 22. nóvember kl. 22:00. Á efnisskránni er blús og bland í poka. Blúsunnendur og aðrir eru hvattir til að mæta.

Afmælisbörn 16. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru allir farnir yfir móðuna miklu, þeir eru eftirfarandi: Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja og hafa sungið lög við ljóð og ljóðaþýðingar hans s.s. Álfareiðin (Stóð ég úti í tunglsljósi), Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) og Ég bið að heilsa (Nú andar suðrið). Oddgeir Kristjánsson tónlistarfrömuður og tónskáld…