Dísella Lárusdóttir á hádegistónleikum Íslensku óperunnar

Ást í öllum litum er yfirskrift hádegistónleika Dísellu Lárusdóttur hjá Íslensku óperunni þriðjudaginn 28. apríl kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu. Dísella, sem er búsett á Íslandi um þessar mundir eftir að hafa starfað við Metropolitan-óperuna í New York undanfarin ár, mun flytja valdar aríur og sönglög sem henni eru kær, aríur úr óperum eftir…

Í fjarlægð – hádegistónleikar Íslensku óperunnar

Tenórsöngvarinn Kolbeinn Jón Ketilsson flytur íslensk og ítölsk sönglög, auk aría úr óperum eftir Carl Maria von Weber og Richard Wagner á næstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu, ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir fara fram þriðjudaginn 17. febrúar og hefjast kl. 12.15. Yfirskrift tónleikanna er  „Í fjarlægð“, en Kolbeinn mun hefja tónleikana á…

Sónar Reykjavík 2015 – enn bætist við flóru listamanna

Breski tónlistarmaðurinn Jamie xx meðlimur The xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík 2015 sem fram fer í Hörpu dagana 12.-14. febrúar. Einnig bætast nú við innlendu listamennirnir Jón Ólafsson & Futuregrapher, Emmsjé Gauti, Páll Ívan frá Eiðum, Kött Grá Pje, AMFJ og Bjarki. Alls hafa um 40 listamenn og hljómsveitir staðfest komu sína á…

Afmælistónleikar Ragnheiðar Gröndal

Þann 15. desember nk. heldur Ragnheiður Gröndal söngkona upp á 30 ára afmælisdaginn sinn með stórtónleikum í Norðurljósasal tónlistarhússins Hörpu. Þar verður um að ræða spennandi ferðalag í gegnum feril hennar en hún á að baki átta plötur auk margra annarra verkefna. Ragnheiður hefur haft viðkomu í ýmsum tegundum tónlistarinnar s.s. djassi, poppi og blús…

Franskir demantar – Hádegistónleikar Sigrúnar Pálmadóttur í Norðurljósum

Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona er ein af okkar allra fremstu óperusöngkonum og sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Víólettu Valéry í La traviata hjá Íslensku óperunni vorið 2008, og hlaut hún m.a. Grímuna í flokknum Söngkona ársins fyrir hlutverkið. Sigrún er búsett á Ísafirði og kennir þar söng við tónlistarskólann, ásamt fleiri tónlistarstörfum, en stígur nú…

TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Hin ástsæla ópera Mozarts, Töfraflautan, verður flutt í styttri útgáfu fyrir börn í Norðurljósum í Hörpu næsta sunnudag, 16. nóvember, á tveimur sýningum, kl. 13.30 og kl. 16. Að sýningunni standa Íslenska óperan, Harpa og Töfrahurð, sem nýverið gaf út bók eftir Eddu Austmann Harðardóttur byggða á óperunni. Í sýningunni er fuglafangarinn Papagenó í hlutverki…

Ragnheiður snýr aftur í desember

Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson snýr aftur á svið Íslensku óperunnar í desember, eftir mikla sigurgöngu síðastliðið vor. Alls urðu sýningar á óperunni þrettán talsins í Eldborg í Hörpu og komust færri að en vildu. Sýningin hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og var í kjölfarið valin Sýning ársins 2014, auk þess sem…