Franskir demantar – Hádegistónleikar Sigrúnar Pálmadóttur í Norðurljósum

Sigrún Pálmadóttir sópran söngkona

Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona

Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona er ein af okkar allra fremstu óperusöngkonum og sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Víólettu Valéry í La traviata hjá Íslensku óperunni vorið 2008, og hlaut hún m.a. Grímuna í flokknum Söngkona ársins fyrir hlutverkið. Sigrún er búsett á Ísafirði og kennir þar söng við tónlistarskólann, ásamt fleiri tónlistarstörfum, en stígur nú á svið Íslensku óperunnar á hádegistónleikum desembermánaðar með nokkra franska demanta í farteskinu.

Margar af glæsilegustu aríum franskra óperubókmennta verða fluttar á tónleikunum, m.a. fjallaaría Micaëlu úr Carmen eftir Bizet, aría Amors úr Orfeus og Evridís eftir Gluck og skartgripaaría Marguerite úr Faust eftir Gounod, auk þess sem jólalag gæti hljómað. Píanóleikari er Antonía Hevesi.

Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu þriðjudaginn 9. desember kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis.