Afmælisbörn 31. janúar 2015

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd. Árni er 58 ára gamall. Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er 36 ára í dag, hann hefur leikið með ógrynni…

Saga undankeppni Eurovision frá 1986

Í tilefni af því að undankeppni Eurovision 2015 er að hefjast um helgina er við hæfi að minna á að Glatkistan hefur að geyma sögu íslensku undankeppninnar frá upphafi hennar, 1986. Þar er hægt að finna upplýsingar um hvert og eitt lag undankeppnanna, alla keppendur, uppákomur og skemmtilegar staðreyndir allt til ársins 2009. Hér er…

3/4 (1983)

Hljómsveitin ¾ (Þrír fjórðu) er ein þeirra sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1983, engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar. Hún komst í úrslit Músíktilraunanna.

69 á salerninu (1983)

Hljómsveitin 69 á salerninu starfaði haustið 1983 en þá var hún skráð í Músíktilraunir Tónabæjar, ekki er ljóst hvort sveitin tók þó þátt eða hverjir meðlimir hennar voru.

64U (1987)

Hljómsveitin 64U var starfandi sumarið 1987, hugsanlega í Skaftafellssýslu. Hún var skipuð ungum tónlistarmönnum en engar upplýsingar liggja fyrir hverjir það voru.

E.J. bandið (1996)

E.J. bandið var pöbbaband starfandi 1996 en það var samstarf Einars Jónssonar söngvara og gítarleikara og Færeyingsins Jens Tummas Næss söngvara og bassaleikara. Einar hafði áður starfað með Torfa Ólafssyni undir nafninu E.T. bandið. Þeir félagar störfuðu líkast til í stuttan tíma og höfðu með sér trommuheila til uppfyllingar.

E.T. Bandið (1990-95)

E.T. bandið (ET bandið) lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar á árunum 1990-95, mest þó síðari hluta tímabilsins. Um var að ræða dúett þeirra Einars Jónssonar og Torfa Ólafssonar og léku þeir og sungu á gítar og hljómborð, stundum höfðu þeir gestasöngvara meðferðis en þar má nefna þau Bjarna Arason og Önnu Vilhjálms, svo einhver…

Ebro (1962)

Hljómsveitin Ebro (Ebró) var starfrækt á Akureyri sumarið 1962 og eitthvað fram á haustið. Ebro, sem hlaut nafn sitt af samnefndu fljóti á Spáni, skartaði söngvaranum Þorvaldi Halldórssyni en hann var þá rétt að verða átján ára og átti eftir að verða einn vinsælasti söngvari landsins. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hverjir aðrir skipuðu…

Edda Bernharðs (?)

Edda Bernharðs (Bernhards) var ein af mörgum ungum og efnilegum söngkonum sem komu fram á sjónarsviðið um það leyti sem rokkið barst til Íslands, og söng ásamt öðrum slíkum á söngskemmtunum veturinn 1957-58. Edda söng t.a.m. með KK-sextettnum, Hljómsveit Jose Riba, Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Orion kvintett svo fáein dæmi séu tiltekin. Hún hvarf jafnskjótt…

Eftir myrkur (1992 / 1996)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Eftir myrkur og ekki er einu sinni víst að það hafi verið starfandi hljómsveit undir þessu nafni þrátt fyrir að út hafi komið lag með henni. Eftir myrkur átti lag á safnplötunni Gæðamolar, sem út kom 1996 og líklega var Pétur Hrafnsson söngvari forsprakki sveitarinnar en…

Eftirlitið (1988-91)

Hljómsveitin Eftirlitið starfaði í kringum 1990, hugði á plötuútgáfu og stóra drauma en varð lítið ágengt þótt henni auðnaðist að koma út lögum á safnplötum. Eftirlitið var stofnað snemma árs 1988 af þeim Davíð Frey Traustasyni söngvara og gítarleikara (sem hafði verið söngvari Rauðra flata), Gunnari Hilmarssyni bassaleikara, Einar Val Scheving trommuleikara og Braga Einarssyni…

Einar Sturluson – Efni á plötum

Einar Sturluson – Þú bláfjallageimur (x2) Útgefandi: Einar Sturluson og RÚV Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 1. Sólkveðja 2. Kvöld 3. Vor og haust 4. Ef engill ég væri 5. Þitt hjartans barn 6. Ó hve dýrleg er að sjá 7. Sem börn af hjarta viljum vér 8. Hin fegursta rós er fundin 9. Heims…

Einar Vigfússon (1927-73)

Einar Vigfússon var einn af fremstu sellóleikurum þjóðarinnar um árabil en hann féll frá á sviplegan hátt langt fyrir aldur fram. Einar var fæddur 1927, lærði fyrst á selló hér heima og vakti snemma athygli fyrir færni sína á hljóðfærið. Hann fór í framhaldsnám til London og kom heim úr námi 1949, þá tuttugu og…

Einar B. Waage (1924-76)

Einar B. Waage kontrabassaleikari var einn af frumkvöðlunum í íslensku tónlistarlífi á tuttugustu öldinni og var síðar framarlega í félagsstörfum fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna. Einar (Benediktsson) Waage fæddist 1924 en hann var af miklum tónlistarættum, móðir hans var Elísabet Einarsdóttir systir Einars, Sigurðar og Maríu Markan en allt var það mikið söngfólk. Af honum er…

Einar Sturluson (1917-2003)

Einar Sturluson tenórsöngvari gerði garðinn frægan með óperusöng hér heima og erlendis áður en hann varð að hætta vegna astma. Hann var flestum gleymdur þegar hann gaf út tvöfalda plötu með upptökum frá ýmsum tímum en hann var þá á níræðis aldri. Einar fæddist í Flóanum 1917, þótti snemma liðtækur söngvari, nam fyrst söng hér…

Else Brems – Efni á plötum

Stefán Íslandi og Else Brems Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV DB 5279 Ár: 1943 1. Mal reggendo all’ aspro assalto (úr óp. Il Trovatore) 2. Se m’ami ancor (úr óp. Il Trovatore) Flytjendur: Stefán Íslandi – söngur Else Brems – söngur Det kongelige kapel orkester – leikur undir stjórn Egisto Tango   Stefán Íslandi, Else Brems,…

Söngvakeppni Sjónvarpsins [3] (1987 – Hægt og hljótt / One more song) [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Söngvakeppni Sjónvarpsins – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 028 Ár: 1987 1. Halla Margrét Árnadóttir – Hægt og hljótt 2. Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdóttir – Lífsdansinn 3. Björgvin Halldórsson[1] – Ég leyni minni ást 4. Jóhann Helgason – Í blíðu og stríðu 5. Björgvin Halldórsson[2] – Mín þrá 6. Jóhanna Linnet – Sumarást Flytjendur: …

Afmælisbörn 30. janúar 2015

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er 63 ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður, t.a.m. Experiment,…

Eftirlýst (1993)

Hljómsveitin Eftirlýst var hvorki áberandi né langlíf í íslenskri tónlistarsögu, raunar eru bara til heimildir um að hún hafi leikið eitt kvöld opinberlega, sumarið 1993, en þá hafði hún starfað í um tvo mánuði. Það kvöld voru meðlimir hennar söngkonan Jóna De Groot en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Óðinn B. Helgason bassaleikari, Hörður Hákonarson gítarleikari,…

Edda Heiðrún Backman – Efni á plötum

Edda Heiðrún Backman – Barnaborg Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 063 Ár: 1990 1. Pálína með prikið 2. Leikskólalagið 3. Maístjarnan 4. Tveir kettir 5. Ánægður drengur 6. Vísur um ref 7. Vorljóð 8. Hafið, bláa hafið 9. Eitt sinn gekk ég 10. Litirnir 11. Mamma borgar 12. Hóký póký 13. Sigga gamla 14. Ding dong…

Edda Heiðrún Backman (1957-2016)

Söng- og leikkonan Edda Heiðrún Backman er flestum kunn fyrir söng sinn í söngleikjum og á jóla- og barnaplötum en síðustu ár ævinnar má segja að myndlistakonan Edda Heiðrún hafi tekið yfir eftir að hún greindist með hinn illvíga MND sjúkdóm. Edda Heiðrún (Halldórsdóttir) Backman fæddist 1957 á Akranesi en fluttist fimm ára gömul til…

Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Rósenberg

Hinir árlegu styrktartónleikar Blúsfélags Reykjavíkur verða haldnir á Café Rósenberg við Klapparstíg mánudagskvöldið 2. febrúar næstkomandi. Á tónleikunum sem hefjast stundvíslega kl. 21.00 koma fram landsþekktir tónlistarmenn jafnt sem óþekktir en efnilegir blúsarar. Þeirra á meðal eru Katanes (Sigurður Sigurðsson og félagar), Strákarnir hans Sævars (Sævar Árnason og félagar), Dóri Braga, Róbert Þórhallsson og fleiri…

Næsta skref tekið

Skálmöld – Með vættum SOG 201, 2014 Skálmöld var stofnuð haustið 2009 og hlutirnir gerðust strax hratt. Þeir félagar fóru í upptökur og gáfu út Baldur 2010 og Börn Loka 2012 sem báðar slógu eftirminnilega í gegn – einkum hjá fólki á miðjum aldri sem hingað til hefði fundist slík tónlist óaðgengileg. Í nóvember 2013…

Afmælisbörn 28. janúar 2015

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi: Telma Ágústsdóttir söngkona er 38 ára. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í Ríó tríó.

Dagskrá Sónar Reykjavík 2015

Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var tilkynnt í hádeginu í gær. Alls munu 68 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni í ár, sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 12.-14. febrúar. Búist er við rúmlega 1.500 erlendum tónleikagestum á hátíðina, en fjöldi þeirra hefur stigvaxið frá því hún var fyrst haldin í febrúar árið…

Afmælisbörn 26. janúar 2015

Aðeins eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fjörutíu og fimm ára. Hún leikur reyndar á ýmis hljóðfæri önnur en trompet, og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara.

Afmælisbörn 25. janúar 2015

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er 64 ára, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson gítarleikari (Bjössi í Greifunum) er…

Afmælisbörn 23. janúar 2015

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Guðmundu Elíasdóttur söngkonu skal fyrsta telja en hún er hvorki meira né minna en 95 ára gömul. Guðmunda átti viðburðaríkan óperusöngferil hér heima og erlendis, nam í Danmörku og söng víða um heim, bæði í Evrópu og vestanhafs, hún söng meðal annars þrívegis í Hvíta…

Afmælisbörn 22. janúar 2015

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er 82 ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar, sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var bundinn við…

Póló & Erla – Efni á plötum

Póló og Erla [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: GEOK 253 Ár: 1967 1. Ég bíð þín 2. Hin ljúfa þrá 3. Lóan er komin 4. Brimhljóð Flytjendur Aðrir flytjendur – engar upplýsingar Erla Stefánsdóttir[1] – söngur Jón Sigurðsson [3] (Jón trompetleikari) – trompet

Safnplötur með eldra efni (1971-)

Þessi flokkur safnplatna hefur að geyma safnplötur sem innihalda eldra efni, þ.e. vinsæl lög frá fyrri tímum og hefur orðið æ algengari hin síðari ár. Nú er svo komið að megnið af því efni sem gefið var út fyrir 1980 er komið í hendur sama útgefanda (Senu) og því eru hæg heimatökin hjá þeim þegar…

Safnplötur með nýju vinsælu efni (1970-)

Þessi flokkur safnplatna hefur að geyma safnplötur með nýju efni, ýmist sem þegar hefur náð vinsældum en einnig ætlað til að ýta undir vinsældir, þær hafa verið gefnar út á Íslandi um árabil. Í flestum tilfellum hefur útgefendum þótt heillavænlegt að halda úti svokölluðu safnplötu-seríum þannig að dyggir og verðandi kaupendur gangi nokkurn veginn að…

Safnplötur með efni tengdu tónlistarviðburðum (1982-)

Af safnplötuflokkunum fjórum hlýtur þessi að vera lang minnstur, en undir hann falla plötur sem koma út í tengslum við tónlistarhátíðir eins og Iceland Airwaves, Músíktilraunir, Rokkstokk, Rímnaflæði, Landslagið, Ljósalagið og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, auk tónleikasafnplatna sem hafa að geyma „lifandi“ flutning, til að mynda frá tónleikum og þess háttar. Einnig mætti nefna upptökur frá kóramótum.…

Safnplötur með áður óútgefnu og jaðarefni (1976-)

Hér er um að ræða þann safnplötuflokk sem hvað erfiðast er að henda reiður á, aðal ástæðan er sú að mikið er um að jaðarefni er gefið út án vitundar hins „almenna“ hlustanda og plötum innan hópsins jafnvel einungis dreift innan þröngs hóps. Þó hafa stóru útgáfurnar einnig gefið út efni sem fellur undir flokkinn.…

Afmælisbörn 21. janúar 2015

Á þessum degi koma þrjú afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er 39 ára. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum. Svavar Knútur hefur verið í forsvari fyrir alþjóðlegu tónlistarhátíðina Melodica acoustic festival. Davíð…

Gagnagrunnurinn í gagnið

Undanfarið hefur verið unnið að því að keyra inn efni í gagnagrunn Glatkistunnar og þegar þetta er skrifað hafa ríflega þúsund færslur verið settar þar inn. Gagnagrunnurinn kemur til með að geyma upplýsingar um hljómsveitir, kóra, lúðrasveitir, söngvara, tónskáld og annað sem tengist íslenskri tónlist, frá tólftu öld til okkar tíma. Efnið er að finna…

Afmælisbörn 20. janúar 2015

Tvö afmælisbörn koma við sögu dagsins: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextugur en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um tíma. Þórhallur (Laddi) tónlistarmaður og skemmtikraftur er 68 ára gamall, hann er…

Pottþétt serían [safnplöturöð] (1995-)

Haustið 1995 settu plötuútgáfurnar Spor og Skífan sameiginlega á fót safnplötuseríuna Pottþétt en hún hefur að geyma vinsæl lög, einkum erlend í bland við íslensk sem líkleg eru til vinsælda. Pottþétt-serían er fyrir löngu orðin lífseigasta safnplötuserían á Íslandi og telur orðið hátt í hundrað plötur, sem flestar eru tvöfaldar þannig að hver plata inniheldur…

Egla (1981)

Hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði skaut snögglega upp á stjörnuhimininn haustið 1981 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu en hún hvarf þaðan jafnharðan litlu síðar þegar plötugagnrýnin varð í neikvæðari kantinum. Sveitin var að líkindum stofnuð snemma árs 1981 og var skipuð þeim Ævari Agnarssyni söngvara og gítarleikara, Brynjari Þórðarsyni trommuleikara, Árna Óðinssyni…

Egla – Efni á plötum

Egla – Maður er manns gaman Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: SB 004 Ár: 1981 1. Daði dyravörður 2. Fríða 3. Fæðingarvottorðið 4. Rauðhetta og úlfurinn 5. Ég held að ég sé stónd 6. Raunir skrifstofumannsins 7. Síðasta lag fyrir fréttir 8. Maður er manns gaman 9. Játning 10. Missir 11. Stína 12. Söknuður Flytjendur Finnur Eydal…

F – Efni á plötum

F – Pakkaþukl [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Pakkaþukl 2. Stungið í stúf 3. Jólagrautur Flytjendur: Þórður Bogason – söngur Kjartan Guðnason – bassi Vignir Ólafsson – gítar Gústaf Guðmundsson – trommur Guðmundur Kristinn Höskuldsson – gítar Herdís [?] – engar upplýsingar Birgitta [?] – engar upplýsingar Kristinn [?] –…

F (1985)

Hljómsveitin F starfaði um miðjan níunda áratug 20. aldar og innihélt Þórð Bogason söngvara (Þrek o.fl.), Gústaf Guðmundsson trommuleikara, Vigni Ólafsson gítarleikara (Papar), Guðmund Höskuldsson gítarleikara og Kjartan Guðnason bassaleikara. Sveitin gaf út eina þriggja laga plötu sem bar titilinn Pakkaþukl. Á plötuumslagi þeirrar plötu stendur að allur hugsanlegur ágóði renni til Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit…

Acropolis (1970-72)

Hljómsveitin Acropolis (var kölluð Ítök í blábyrjun) var sjö manna sveit sem innihélt m.a. blásara, stofnuð upp úr Tárinu og Tjáningu um áramótin 1969/70. Margir efuðust um að svo fjölmennt band borgaði sig á sama tíma og sveitir með færri meðlimum kvörtuðu undan því lítið væri til skiptanna, þeir Acropolis menn létu slíkt sem vind…

Aage Lorange (1907-2000)

Aage Reinhart Lorange (f. 1907) var þrátt fyrir nafnið, íslenskur tónlistarmaður sem verður einna helst minnst fyrir að hafa starfrækt hljómsveitir undir eigin nafni í um þrjátíu ár um miðja 20. öldina. Aage fæddist í Stykkishólmi en fluttist til Reykjavíkur um tíu ára aldur þar sem hann bjó æ síðan, hann hóf að læra á…

Action [1] (1966)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi fyrir margt löngu, meðlimir hennar voru Sævar Árnason gítarleikari, Þórarinn [?] bassaleikari Gunnar [?] söngvari og Reynir [?] gítarleikari. Að öllum líkindum var um að ræða unglingahljómsveit starfandi 1966 en allar upplýsingar eru vel þegnar.

Adda Örnólfs (1935-2020)

Stjarna Öddu Örnólfs söngkonu skein e.t.v. ekki eins hátt og Erlu Þorsteins og annarra söngkvenna samtíðarinnar en söngur hennar kom þó út á fjölmörgum plötum á sjötta áratugnum, og lagið Bella símamær hefur fyrir löngu orðið sígilt. Adda (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) fæddist 1935 á Suðureyri við Súgandafjörð en fluttist ung ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Átján…

Adam (1977-78)

Hljómsveitin Adam starfaði á Héraði 1977-78 og spilaði mest á heimaslóðum. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Magnússon bassaleikari, Ásmundur Kristinsson söngvari, Birgir Björnsson saxófónleikari, Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Friðrik Lúðvíksson gítarleikari. Þeir Ásmundur og Bjarni hættu sumarið 1978 og í þeirra stað komu Gunnlaugur Ólafsson og Stefán Jökulsson trommuleikari. Að öllum líkindum starfaði…

Addi rokk (1933-2019)

Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (f.1933), betur þekktur sem Addi rokk, er einna kunnastur fyrir að skemmta með Stuðmönnum við ýmis tækifæri en hann á sér nokkuð merkilega sögu sem tónlistarmaður. Addi sem var býsna skrautlegur karakter var kenndur við Möðrudal og kom víða við í tónlistar- og leiklistarlegum skilningi. Hann nam aldrei hljóðfæraleik utan þess…