Dagskrá Sónar Reykjavík 2015

Ghostigital

Ghostigital

Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var tilkynnt í hádeginu í gær. Alls munu 68 hljómsveitir og listamenn koma fram á hátíðinni í ár, sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 12.-14. febrúar. Búist er við rúmlega 1.500 erlendum tónleikagestum á hátíðina, en fjöldi þeirra hefur stigvaxið frá því hún var fyrst haldin í febrúar árið 2013.

Dagskrá Sónar Reykjavík 2015 má nú nálgast í heild sinni heimasíðu Sónar Reykjavík, www.sonarreykjavik.com, og Sónar Festival appinu sem ná má í frítt á Google Play og App Store Apple.

Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem koma fram á hátíðinni eru Jamie xx (UK), TV On the Radio (US), SBTRKT (UK), Todd Terje (NO), Kindness (NO), Nina Kraviz (RU), Paul Kalkbrenner (DE), Jimmy Edgar (US), Elliphant (SE), Ryan Hemsworth (US)Nisennenmondai (JP) Yung Lean & Sad Boys (SE), Daniel Miller (UK), Sophie (UK), Mugison, Prins Póló, SamarisSin Fang, Ghostigital, Jón Ólafsson & FuturegrapherValgeir SigurðssonDJ Margeir, DJ Yamaho, Thor, Exos, Emmsjé GautiKött Grá PjéDJ Flugvél & GeimskipM-Band og hafnfirska sveitin Súrefni sem snýr aftur eftir rúmlega áratugs hlé.
DJ Margeir

Dj Margeir

Síðast en ekki síst þá mun eitt stærsta nafn danstónlistarinnar fyrr og síðar, Skrillex, koma fram á Sónar Reykjavík 2015 – og vera með tónleika á lokakvöldi hátíðarinnar á laugardagskvöldinu. Skrillex er vanur að spila á mun fjölmennari hátíðum og stærri sölum en Harpa býður upp á, og verður það að teljast mikill fengur fyrir tónlistarhúsið, aðstandendur hátíðarinnar og gesti hennar að fá jafn stórt nafn og Skrillex til að spila á Sónar Reykjavík sem rúmar ekki nema rétt rúmlega þrjú þúsund áhorfendur.

MIÐASALA 
Enn eru til miðar á hátíðinar. Miðasala fer fram í Hörpu og á Harpa.is, Midi.is og Tix.is
Miðaverð er 18.900 og gildir miðinn á alla tónleika Sónar Reykjavík 2015. Ekki eru seldir miðar á einstaka kvöld eða tónleika.