Axlabandið [4] (1988)

Unglingasveit í Kópavogi bar nafnið Axlabandið árið 1988. Meðlimir þeirrar sveitar voru Kristinn H. Schram hljómborðsleikari, Jóhannes Hjaltason söngvari, Þröstur Elías Árnason gítarleikari, Ingólfur Ólafsson bassaleikari og Baldvin A.B. Aalen trommuleikari en sá síðastnefndi var síðar kunnur upptökumaður og trommuleikari Sóldaggar. Þessi sveit varð líklega ekki langlíf.

Afmælisbörn 1. janúar 2015

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari og leikari er 48 ára gamall, hann vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskólans á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar sólóferil eftir að hafa menntað sig í leiklist.

Aukinn þrýstingur (1988-89)

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn,…