Afmælisbörn 28. febrúar 2015

Afmælisbörnin eru þrjú talsins á þessum síðasta degi febrúarmánaðar: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er 68 ára á þessum degi. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni…

Afmælisbörn 27. febrúar 2015

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt í þetta skiptið: Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ) hefði átt afmæli á þessum degi en hundrað og eitt ár er liðið nú frá fæðingu hans. Ási í Bæ (1914-85) sýndi ungur hæfileika til að spila á ýmis hljóðfæri, lærði á þau nokkur og hóf að semja lög og texta. Mörg…

Blúsmenn Andreu á Café Rosenberg

Mánudagskvöldið 2. mars næstkomandi verða Blúsmenn Andreu með blúskvöld á Café Rosenberg Klapparstíg 27. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og eru allir hvattir til að mæta, og umfram allt að taka einhvern með sem ekki hefur farið áður á blúskvöld á Café Rosenberg. Mánudagskvöld eru kjörin fyrir blús.

Nýtt efni komið í gagnagrunninn

Fjörutíu nýjum flytjendum var rétt í þessu bætt inn í gagnagrunn Glatkistunnar, flesta þeirra er að finna undir O en eitthvað nýtt er einnig undir Ó, Ö, S o.fl. Meðal þess sem bæst hefur við eru upplýsingar um hljómsveitir og flytjendur eins og Orgil, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Funk…

Oblivion (1998)

Hiphop-sveitin Oblivion kom frá Suðurnesjunum, líklega Keflavík og starfaði allavega 1998 – hugsanlega var hún byrjuð 1997. Sveitin keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Davíð Baldursson hljóðsmali, Arnar Freyr Jónsson rappari, Oddur Ingi Þórsson rappari, Elvar Þ. Sturluson rappari, Tómas Viktor Young trymbill og Haukur Ingi Hauksson skratsari. Sveitin komst…

Octopus (1977-79)

Reykvíska hljómsveitin Octopus hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar áttu eftir að mynda hljómsveitina Start, sveitin starfaði í ríflega eitt ár og spilaði einkum á böllum á höfuðborgarsvæðinu. Octopus var stofnuð haustið 1977 af þeim Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Gústafi Guðmundssyni trommuleikara, Jóhanni Friðrik Clausen píanó- og hljómborðsleikara, Birgi Ottóssyni bassaleikara og Eiríki Haukssyni…

Ofbirta (1984-85)

Hljómsveitin Ofbirta var skipuð mjög ungum tónlistarmönnum sem unnu sér það helst til frægðar að leika lag í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu. Ofbirta, sem var frá Akranesi, var stofnuð haustið 1984 og voru meðlimir hennar Pétur Atli Lárusson hljómborðsleikari, Jóhann Ágúst Sigurðarson trommuleikari, Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Pétur Hreiðar Þórðarson söngvari og gítarleikari. Sveitin…

Ofl. (1997-2007)

Hljómsveitin Ofl. frá Selfossi fór mikinn á sveitaböllum og öðrum böllum í kringum aldamótin. Sveitin náði að gefa út stuttskífu 1999 sem minnisvarða um tilurð sína. Sveitin var stofnuð sumarið 1997 en áður hafði hluti hennar verið í hljómsveitinni Föroingabandið sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hafði að skipa meðlimum annars vegar frá…

Ofl. – Efni á plötum

Ofl. – Sjálfur Útgefandi: J&J Útgáfunúmer: J&J 001 Ár: 1999 1. Sjálfur 2. Veiðistöng 2000 3. Takk fyrir jólin Jesú Flytjendur:  Guðmundur Karl Sigurdórsson – söngur Leifur Viðarsson – bassi og raddir Baldvin Árnason – hljómborð og gítar Helgi Valur Ásgeirsson – gítar Þórhallur Reynir Stefánsson – trommur, bjöllutromma og raddir

Olufa Finsen (1836-1908)

Olufa Finsen (fædd Bojsen) telst vera frumkvöðull í íslensku tónlistarlífi, líklega fyrst kvenna. Olufa fæddist 1936 (sumar heimildir segja 1835) í Danmörku, hún hlaut einhvers konar tónlistaruppeldi í formi söng- og hljóðfæranáms, giftist síðan Hilmari Finsen og fluttist með honum til Íslands þar sem hann gegndi embætti stiftamtsmanns og síðar landshöfðingja hér á landi. Hér…

The Omalenys (1980)

Þjóðlagasveitin The Omalenys starfaði um tíma árið 1980 og lagði áherslu á írska tónlist auk reyndar ádeilutónlistar. Sveitin var sama sveit og kallaðist Arnaldur og kameldýrin, þótt með öðrum áherslum væri. Meðlimir The Omalenys voru Eggert Pálsson píanóleikari, Egill Jóhannsson gítarleikari, Guðni Franzson saxófón- og klarinettuleikari og Valur Pálsson bassaleikari og voru þeir á menntaskólaaldri.…

On earth (1998)

On earth var eins konar raftónlistarverkefni þeirra Marteins Bjarnars Þórðarsonar og Sigurðar Baldurssonar, sem gáfu út plötuna Magical dust árið 1998. Í blaðaviðtali vildu þeir ekki kalla sig hljómsveit heldur hljóðsmiðju eða hljóðiðnað, en á plötunni blönduðu þeir saman nýaldarraftónlist og fiðlu en til þess fengu þeir Dan Cassidy fiðluleikara til liðs við sig. On earth…

On earth – Efni á plötum

On earth – Magical dust Útgefandi: Earth music Útgáfunúmer: EM 1829 Ár: 1998 1. Green groove 2. Atom clock 3. Sweep run 4. City zen 5. Silent pulse 6. Zephyr 7. Message of the string 8. Isaiah 9. Vital winds 10. Raven 11. Nuclear sun 12. Magical dust Flytjendur: Marteinn Bjarnar Þórðarson – [engar upplýsingar]…

Options (1999)

Hljómsveit / flytjandi að nafni Options var á safnplötunni Rokkstokk 1999 en hún hafði að geyma lög úr samnefndri hljómsveitakeppni í Keflavík. Það hlýtur því að teljast líklegt að Options hafi keppt þar. Engar upplýsingar finnast hins vegar um Options og væru allar slíkar vel þegnar.

Opus [1] (1972-76 / 1982-83)

Hljómsveitin Opus var að nokkru leyti skyld annarri sveit, Opus 4 sem hafði starfað örfáum árum áður en hún hafði á að skipa sömu meðlimum að hluta, þeim Hirti Blöndal og Sævari Árnasyni. Opus var stofnuð 1972 og var nokkuð áberandi í fjölmiðlum þá um haustið þar sem hún lék á böllum sem tengdust Fegurðarsamkeppni…

Opus [1] – Efni á plötum

Opus[1] – Vinur í raun Útgefandi: HB Stúdíó Útgáfunúmer: HBS 001 Ár: 1974 1. Að finna sjálfan sig 2. Vinur í raun Flytjendur:  Mjöll Hólm – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Opus dei (1993-94)

Opus dei úr Reykjavík er ein af hundruðum hljómsveita sem keppt hafa í Músíktilraunum, tvívegis reyndar. Sveitin spilaði hefðbundið rokk og var starfandi að því er best er vitað í tvö ár (1993-94) og keppti bæði árin í Músíktilraunum Tónabæjar. Fyrra árið voru meðlimir sveitarinnar þeir, Arnar Bjarki Árnason bassaleikari, Óttar Rolfsson söngvari, Einar Einarsson…

Orfeus [1] (1977-78)

Skólahljómsveit í Menntaskólanum á Laugarvatni gekk undir þessu nafni, að minnsta kosti 1977 og 78. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar utan þess að Ómar Berg Ásbergsson var gítarleikari hennar.

Orange empire (1989-94)

Orange empire var undanfari Birthmark sem margir þekkja. Sveitin var stofnuð síðla árs 1989 og var hálfgert hljóðversverkefni Valgeirs Sigurðssonar gítarleikara og Svans Kristbergssonar söngvara og kom til að mynda ekki fram á tónleikum fyrr en 1992, þá hitaði dúettinn upp fyrir Tori Amos. Í kjölfarið fóru þeir félagar að koma meira fram opinberlega og…

Orfeus [2] (um 1980)

Hljómsveitin Orfeus starfaði á Fáskrúðsfirði um eða fyrir 1980. Hljómsveitin Standard var stofnuð upp úr Orfeus 1980 en hún varð síðar að Eglu. Hallgrímur Bergsson var í þessari sveit en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana, allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.

Orgill (1990-93)

Orgill var sérstök hljómsveit sem vakti athygli fyrir sérstaka tónlist, gaf út eina plötu og hvarf fljótlega eftir það. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1990 af nokkrum félögum sem höfðu verið í hljómsveitum eins og Rauðum flötum, De Vunderfoolz og Síðan skein sól þannig að meðlimir komu úr ýmsum áttum. Orgill mun upphaflega hafa verið…

Orgill – Efni á plötum

Orgill – Einn hattur Útgefandi: BIEM Orgill Útgáfunúmer: OHOGCD 1011 Ár: 1992 1. The moon is full 2. Aksjón 3. Las moscas zumban 4. Erum við svört? 5. Digida 6. Gler 7. Einn og 8. Wonder 9. Sommewebo 10. Kóngsi 11. Sofa Flytjendur: Hermann Jónsson – bassi Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina Hjálmtýsdóttir) – söngur…

Orghestar (1981-83)

Hljómsveitin Orghestar átti sér nokkuð sérstæða sögu en sveitin hafði klofnað frá annarri sveit sem starfaði síðan samhliða þessari, og auðvelt var að rugla þeim saman. Forsagan er sú að allt frá árinu 1975 hafði hljómsveit verið starfandi undir nafninu Kamarorghestar, bæði í Hveragerði og síðar í Kaupmannahöfn. Sú sveit hafði m.a. að geyma Benóný…

Orghestar – Efni á plötum

Orghestar – Konungur spaghettífrumskógarins Útgefandii: Orghestar Útgáfunúmer: Org 001 Ár: 1983 1. Flogið í fjórvídd 2. Lafir það litla 3. ÞEMAÞSEM 4. Kannski Flytjendur: Gestur Guðnason – gítar Benóný Ægisson – hljómborð Brynjólfur Stefánsson – bassi Sigurður Hannesson – trommur Magnús Þór Jónsson – raddir Þórir Lautsen – raddir Guðjón Rúdolf Guðmundsson – raddir Bára Grímsdóttir –…

Orkidea (1973-76)

Hljómsveitin Orkidea frá Selfossi starfaði á þriðja ár, spilaði frumsamið efni og varð það henni hugsanlega banabiti að lokum. Sveitin var stofnuð 1973 og voru meðlimir hennar Sigurvin Þórkelsson trommuleikari, Ómar Þ. Halldórsson hljómborðsleikari, Sveinbjörn Oddsson bassaleikari, Steindór Leifsson gítarleikari og Þórður Þorkelsson gítarleikari, allir sungu félagarnir eitthvað en Sveinbjörn mest. Um tíma voru þeir…

Orkuboltar (1999)

Afar litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Orkubolta sem starfaði hugsanlega á Egilsstöðum árið 1999. Margt bendir til að hún hafi haft að meðlimi á grunnskólaaldri en allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Out of order (1986)

Out of order var hljómsveit starfandi í Reykjavík 1986. Sveitin lék á tónleikum til styrktar munaðarlausum börnum í Eþíópíu en hvergi er að finna upplýsingar um þá sem skipuðu hana.

Ottó og nashyrningarnir (1988-89)

Rokkhljómsveitin Ottó og nashyrningarnir starfaði á árunum 1988 og 89 en síðarnefnda árið hélt hún til Sovétríkjanna sálugu ásamt nokkrum öðrum íslenskum sveitum á vegum friðar- og umhverfisverndarsamtakanna Next stop Soviet. Það voru þeir Þórir Viðar Þorgeirsson bassaleikari, Kristinn Pétursson trommuleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Snorri Sturluson gítarleikari sem skipuðu þessa sveit.

Ozon [2] (1990-)

Hljómsveitin Ozon (Ózon) starfaði á Norðfirði, upphaflega meðal nokkurra nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands þar í bæ, sveitin var líkast til stofnuð um 1990 eða 91. Einar Ágúst Víðisson söngvari og ásláttarleikari, Viðar Guðmundsson bassaleikari, Bjarni F. Ármann gítarleikari og Marías B. Kristjánsson trommuleikari skipuðu þessa sveit, sem starfaði a.m.k. til ársins 1998 en um það…

Óákveðna riffið (1984)

Óákveðna riffið spilaði á Rykkrokk hátíðinni við félagsmiðstöðina Fellahelli í Breiðholti sumarið 1984. Giska má á að sveitin hafi verið af höfuðborgarsvæðinu og verið skipuð fremur ungu tónlistarfólki. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit.

Óðfluga [1] (1991)

Óðfluga var hljómsveit, starfrækt á Akranesi. Árið 1991 átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum og voru meðlimir sveitarinnar þá Þorbergur A. Viðarsson söngvari, Leifur Óskarsson gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Hjörleifur Halldórsson hljómborðsleikari og Logi Guðmundsson trommuleikari, einnig söng Anna Halldórsdóttir raddir með þeim á plötunni en var…

Óðfluga [2] (1993)

Þessi sveit var starfandi 1993 og átti það árið lag á safnplötunni Landvættarokk. Þá var sveitin skipuð þeim Haraldi Jóhannessyni gítarleikara, Rafni Marteinssyni trommuleikara, Einari Tönsberg bassaleikara, Sigtryggi Ara Jóhannssyni orgelleikara og Þóri Jónssyni Hraundal söngvara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Ógn og skelfing (1985)

Hljómsveitin Ógn og skelfing starfaði á Langanesi, hugsanlega Þórshöfn, árið 1985. Sveitin var tríó og voru meðlimir hennar Steinbjörn Logason bassaleikari, Tryggvi Kristjánsson trommuleikari (d. 1989) og Helgi Mar Árnason söngvari. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Helgi lék á hljóðfæri en það hlýtur að teljast ósennilegt að sveitin hafi einungis innihaldið bassa- og trommuleikara.…

Ókey (1969-73)

Litlar heimildir finnast um tríóið Ókey, víst er að sveitin starfaði 1973 og var skipuð þremur bændum úr Fljótsdal en einnig er til heimild sem segir um hafi verið að ræða sveit árið 1969 með þessu nafni. Sú sveit hafði að geyma bassaleikarann Þórarin Rögnvaldsson, trommuleikarann Sigurð Kjerúlf og Andrés Einarsson gítarleikara. Líklegt er að…

Ólafur Ragnarsson (1954-)

Vestfirðingurinn Ólafur Ragnarsson (Óli Popp) hefur gefið út tónlist á eigin plötu (1983) sem og safnplötunni Sándkurl 2 sem kom út 1995, hann var ennfremur einn Karlrembna sem gaf út plötu um aldamótin. Sólólata Ólafs hét Blanda fyrir alla og kom út á vegum útgáfufyrirtækisins Kviksjár. Um var að ræða sex laga plötu sem þó…

Ólafur Ragnarsson – Efni á plötum

Ólafur Ragnarsson – Blanda fyrir alla Útgefandi: Kviksjá Útgáfunúmer: BO 001 Ár: 1983 1. Hafið eða fjöllin 2. Atvinnulaus 3. Söknuður 4. Aðeins þú ein 5. Rán 6. En þá Flytjendur: Ólafur Ragnarsson – söngur og raddir Hulda Ragnarsdóttir – söngur og raddir Ríkharður H. Friðriksson – gítar, mandólín, flautur, synthesizer, stálgítar, píanó og raddir…

Öbarna (1974)

Öbarna var sænskt-íslenskt þjóðlagatríó starfandi í Svíþjóð en innihélt Íslendinginn Moody Magnússon kontrabassaleikara. Moody hafði áður starfað hér í þjóðlagasveitum eins og Náttúrubörnum og Þremur undir sama hatti auk þess að vinna með Herði Torfasyni. Öbarna kom og lék hér á nokkrum tónleikum árið 1974.

Ögmundur Eyþór Svavarsson – Efni á plötum

Munið í glensi og glaumi: lög eftir Ögmund Eyþór Svavarsson – ýmsir Útgefandi: María G. Pétursdóttir Útgáfunúmer: MGP 001 Ár: 2000 1. Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson – Munið í glensi og glaumi 2. Pétur Pétursson – Fyrsta vorblóm 3. Sólveig Fjólmundsdóttir – Vögguljóð 4. Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson – Minningar 5. Pétur Pétursson…

Ökklabandið (1986-90)

Hljómsveitin Ökklabandið var frá Egilsstöðum og starfaði um fjögurra ára skeið, þessi sveit var nokkuð skyld Dúkkulísunum sem þá hafði gert garðinn frægan um allt land. Ökklabandið var stofnuð haustið 1986 upp úr hljómsveitinni Náttfara og var þá skipuð Ármanni Einarssyni hljómborðs- gítar- og saxófónleikara, Friðrik Lúðvíkssyni gítarleikara, Guðbjörgu Pálsdóttur trommuleikara, Jóni Inga Arngrímssyni bassaleikara og…

Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-99)

Ögmundur Eyþór Svavarsson (f. 1928) var mjólkurfræðingur við Mjólkursamlag Skagfirðinga og bjó alla tíð á Sauðárkróki. Ögmundur var mikill áhugamaður um tónlist, var sjálflærður í tónlist og lék á píanó með H.G. kvintettnum og með Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, söng með kirkjukór Sauðárkróks í áratugi og stýrði bæði lúðrasveit á Króknum og Karlakór Sauðárkróks sem hann…

Öldurót [1] (1972-73)

Öldurót var skammlíf hljómsveit sem spilaði fjölbreytta tónlist á veitingahúsum borgarinnar Sveitin var stofnuð haustið 1972 og þá sem tríó, meðlimir Ölduróts voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Óskar Kristjánsson bassaleikari. Kristinn Valdimarsson orgelleikari bættist í hópinn eftir áramótin og þannig var sveitin skipuð a.m.k. til hausts en þá virðist hún hafa hætt…

Öldurót [2] (1985)

Sveit með þessu nafni lék á veitingahúsi í iðnaðarhverfi Kópavogs haustið 1985. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu þessa sveit eða hvort hún tengdist Öldurót hinni fyrri, sem starfaði upp úr 1970.  

Kósínus (1989-90)

Kósínus (Cosinus) var hljómsveit sem lék á böllum víðs vegar um Suðurland 1989 og 1990. Sveitin var skipuð nokkrum meðlimum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (úr Árnes- og Rangárvallasýslu) en þau voru Kristinn Jón Arnarson bassaleikari (Soma o.fl.), Ólafur Unnarsson gítarleikari (Skrýtnir o.fl.), Jóhann Bachmann trommuleikari (Skítamórall o.fl.) og Valur Arnarson hljómborðsleikarari (Súper María Á.…

Súper María Á (1992-93)

Hljómsveitin Súper María Á frá Selfossi var stofnuð upp úr Sauðfé á mjög undir högg að sækja, sem hafði vakið athygli nokkru fyrr. Súper María Á starfaði 1992-93 og var skipuð þeim Jóni Örlygssyni söngvara, Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara og Val Arnarsyni trommuleikara. Sveitin var cover-band en óvenjuleg að því leyti að…

Systir Guðs (1993-94)

Hljómsveitin Systir Guðs var frá Selfossi og var starfrækt á árunum 1993 og 94. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Fannar Guðmundsson söngvari (Poppins flýgur o.fl.), Ólafur Unnarsson gítarleikari (Súper María Á o.fl.), Kristinn Jón Arnarson bassaleikari (Sauðfés o.fl.), Jóhann Bachmann trymbill (Skítamórall o.fl.) og Valur Arnarson hljómborðs- og gítarleikari (Gormar og geimflugur o.fl.).

Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur (1990-92)

Hljómsveitin með langa nafnið, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, varð landsþekkt fyrir nafn sitt en sveitin lék eins konar skrýtirokk samkvæmt eigin skilgreiningu, í anda dauðarokksins sem þá var í hávegum haft. Nafn sveitarinnar kemur úr Stuðmannabókinni Draumur okkar beggja e. Illuga Jökulsson en þar kemur þessi setning fyrir í…

Örvænting (1994-97)

Hljómsveit að nafni Örvænting lék nokkrum sinnum opinberlega norðanlands veturinn 1994-95 og því liggur beinast við að giska á að hún hafi verið starfandi á Akureyri. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit. Sumarið 1997 lék sveit með þessu nafni í Hafnarfirði og var hún skipuð þeim Atla M. Rúnarssyni gítarleikara og…

Soma (1996-98 / 2020-)

Reykvíska indírokksveitin Soma vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir plötuna Föl, þar sem lagið Grandi Vogar II naut mikilla vinsælda sumarið 1997. Soma var stofnuð vorið 1996 af Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Þorláki Lúðvíkssyni hljómborðsleikara, Snorra Gunnarssyni gítarleikara, Jónasi Hlíðari Vilhelmssyni trommuleikara, Halldóri Sölva Hrafnssyni gítarleikara og Pétri Rafnssyni bassaleikara. Þannig skipuð sigraði sveitin…

Soma – Efni á plötum

Soma – Föl Útgefandi: Folald og soma Útgáfunúmer: f1 Ár: 1997 1. Föl 2. Niðurdreginn 3. Grandi Vogar II 4. Húsreglur 5. Stelpa (les. Frumlegt) 6. Lifa þig 7. Bram Stoker 8. Þunnudagur 9. Hræfjall 10. Farþegi 11. Von 12. Glæfraför 13. Ástkær Flytjendur: Kristinn Jón Arnarson – bassi Guðmundur Annas Árnason – söngur og…

Stolið – Efni á plötum

Stolið – Allt tekur enda Útgefandi: Stolið Útgáfunúmer: Allt 001 Ár: 2000 1. Hve hratt hægt er 2. Stolið 3. Snjór 4. Lifðu 5. Forsniðin 6. Felldur 7. Ferð 8. Glerborgir 9. Hljóðnótt Flytjendur: Guðmundur Annas Árnason – söngur og gítar Snorri Gunnarsson – gítar Kristinn Jón Arnarsson – bassi Huldar Freyr Arnarson – trommur Þóranna Dögg…