Ofbirta (1984-85)

Ofbirta1

Ofbirta í Stundinni okkar

Hljómsveitin Ofbirta var skipuð mjög ungum tónlistarmönnum sem unnu sér það helst til frægðar að leika lag í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu.

Ofbirta, sem var frá Akranesi, var stofnuð haustið 1984 og voru meðlimir hennar Pétur Atli Lárusson hljómborðsleikari, Jóhann Ágúst Sigurðarson trommuleikari, Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Pétur Hreiðar Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Sveitin varð ekki langlíf en meðlimir hennar áttu eftir að birtast í annarri Skagasveit ekki löngu síðar, og bar sú sveit nafnið Óþekkt andlit.