Söngfélag Akurnesinga (um 1890)

Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum…

Sveifluvaktin [1] (1985-86)

Djasskvartett sem hlaut nafnið Sveifluvaktin starfaði á Akranesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var stofnuð vorið 1985 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1986 en hún mun hafa verið fyrsta starfandi djasssveitin á Skaganum. Sveitin kom fram í nokkur skipti í heimabænum og lék blöndu frumsamins efnis og þekktra standarda. Meðlimir…

Subhumans (2000)

Hljómsveitin Subhumans starfaði á Akranesi árið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin var nokkuð áberandi haustið 2000, var þá m.a. meðal keppenda í tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands og spilaði einnig meira opinberlega um það leyti. Þeir Hallur Heiðar Jónsson hljómborðsleikari og Bjarki Þór Jónsson trommuleikari var líkast til meðlimir Subhumans en upplýsingar…

Spartakus [2] (1997)

Hljómsveitin Spartakus var starfrækt á Akranesi, líkast til innan Fjölbrautaskóla Vesturlands því sveitin tók þátt í tónlistarkeppni nemendafélags FVA haustið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Magni Jónsson söngvari, Bjarki Þór Jónsson gítarleikari, Þórður B. Ágústsson bassaleikari, Snæbjörn Sigurðarson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Magnússon trommuleikari og Óli Örn Atlason gítarleikari en þannig var Spartakus skipuð þegar tvö lög…

Sónar [1] (1964-66)

Bítlasveitin Sónar starfaði á Akranesi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda meðal unglinga á Skaganum. Sónar voru að öllum líkindum stofnaðir haustið 1964 og gæti hafa verið gítarsveit í upphafi, þ.e. leikið tónlist í anda The Shadows. Sveitin starfaði að minnsta kosti fram til 1966 og lék mestmegnis á dansleikjum í…

Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Slamm djamm (1992)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskólans á Akranesi haustið 1992 undir nafninu Slamm djamm. Sveitin hafði verið starfandi um tíma þegar hún tók þátt í Tónlistarkeppni NFFA innan skólans og hafnaði þar í þriðja sæti, upplýsingar vantar hins vegar um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim…

Skuggar [4] (1962-65)

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum. Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson…

Skólalúðrasveit Akraness (1959-85)

Hljómsveit sem hér er kölluð Skólalúðrasveit Akraness starfaði í ríflega tvo áratugi en lognaðist svo útaf eftr stopula starfsemi síðustu árin. Sveitin hafði verið sett á stofn rétt fyrir 1960 af því er heimildir herma og starfaði reyndar fyrstu árin við Barnaskólann á Akranesi, Rotary-klúbbur þeirra Skagamanna átti sinn þátt í því að sveitin varð…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akranesi (um 1945-65)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skólakór Gagnfræðaskólans á Akranesi en hann var þar starfræktur að minnsta kosti á árunum 1945 til 1965 – ekki er þó vitað hvort það var samfleytt. Óskað er eftir upplýsingum um starfstíma kórsins, kórstjórnendur og annað sem þætti bitastætt í umfjöllun um hann.

Skólakór Akraness (1990-2000)

Skólakórar hafa lengi verið starfræktir á Akranesi en málin eru töluvert flókin þar sem Barnaskóla Akraness (síðar Grunnskóla Akraness) var á sínum tíma skipt niður í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla (upp úr 1980), svo virðist sem Skólakór Akraness hafi verið samstarfsverkefni skólanna tveggja (að minnsta kosti hluta starfstíma hans) en þeir hafa jafnframt stundum gengið undir…

Skólakór Barnaskólans á Akranesi (um 1950-60)

Fjölmennur kór starfaði við Barnaskólann á Akranesi um og upp úr miðri síðustu öld, líklega í heilan áratug eða lengur og söng hann eitthvað opinberlega á tónleikum. Fyrir liggur að kórinn var starfandi í kringum 1950 og einnig um 1960 en þá var hann að öllum líkindum undir stjórn Hans Jörgensen. Upplýsingar um þennan barnakór…

Skólahljómsveitir Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Akraness (1946-75)

Hefð var fyrir því að skólahljómsveitir væru starfandi við barna og gagnfræðaskólana á Akranesi um árabil, bæði var um að ræða blásarasveitir en þó mestmegnis sveitir sem léku léttari tónlist s.s. bítlatónlist. Nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn komu við sögu þessara sveita. Elstu heimildir um hljómsveit við Gagnfræðaskóla Akraness eru frá því laust fyrir 1950 en…

Skagasextettinn (1992-94)

Á árunum 1992-94 starfaði söngsextett kvenna á Akranesi undir nafninu Skagasextettinn. Skagasextettinn skipuðu þær Ragnhildur Theodórsdóttir, Dröfn Gunnarsdóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Unnur H. Arnardóttir, Dóra Líndal Hjartardóttir og Guðbjörg Ragnarsdóttir. Þær stöllur komu í nokkur skipti fram opinberlega og nutu þá undirleiks Lisbeth Dahlin. Haustið 1994 hafði þeim fjölgað um eina og þá var sextetts-nafninu lagt,…

Skagarokk [tónlistarviðburður] (1989-94)

Þegar minnst er á Skagarokk-tónleikana tengja flestir það við tvenna tónleika sem haldnir voru á Akranesi haustið 1992, annars vegar með Jethro tull, hins vegar Black sabbath. Málið er hins vegar að bæði fyrr og síðar hafa verið haldnir tónleikar á Skaganum undir þessari sömu yfirskrift. Fyrstu svonefndu Skagarokks-tónleikar voru haldnir vorið 1989 í Bíóhöllinni…

Skagatríó (um 1974)

Á Akranesi starfaði um skeið hljómsveit sem gekk undir nafninu Skagatríó en sveitin mun hafa orðið til þegar Dúmbó sextett lagði upp laupana. Þeir Reynir Gunnarsson og Ásgeir R. Guðmundsson komu úr Dúmbó en ekki liggur fyrir hver þriðji meðlimur tríósins var, né á hvaða hljóðfæri þeir félagar spiluð Upplýsingar vantar um hversu lengi sveitin…

Salt (2000)

Haustið 2000 keppti hljómsveit sem bar nafnið Salt í Tónlistarkeppni NFFA (nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) en sú keppni var árviss viðburður í félagslífi skólans lengi vel. Salt var að líkindum skammlíf hljómsveit og ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að Michael Nicolai Lucas Tosik fiðluleikari var einn þeirra, upplýsingar óskast um…

Ungmennafélagskórinn á Akranesi (um 1935)

Kór var starfandi innan Ungmennafélagsins á Akranesi undir stjórn Svöfu Þorleifsdóttur skólastjóra á sínum tíma. Ekki er að fullu ljóst hvenær þessi kór var starfandi en Svafa bjó og starfaði á Akranesi um tuttugu fimm ára skeið, á árunum 1919 til 1944 og því hefur kórinn verið starfandi á því tímabili. Eins gætu fleiri stjórnendur…

Universal monsters (um 2002)

Skagasveitin Universal monsters starfaði í kringum síðustu aldamót, ekki er ljóst hvenær hún tók til starfa en hugsanlega var það fyrir 2000. Árið 2002 var sveitin meðal keppenda í árlegri tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en engar sögur fara af afrekum hennar þar aðrar en Axel Freyr Gíslason bassaleikari sveitarinnar var kjörinn sá besti…

Ummhmm (1998-99 / 2012)

Hljómsveitin Ummhmm starfaði á Akranesi og sendi frá sér eina plötu við lok síðustu aldar, sveitin varð þó fremur skammlíf. Ummhmm var stofnuð snemma árs 1998 en forsprakki hennar, Jónas Björgvinsson kallaði þá saman hóp til að vinna tónlist sem hann hafði sjálfur samið. Sjálfur lék Jónas á gítar og söng en aðrir meðlimir Ummhmm…

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…

Færibandið [2] (1997-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Akranesi sem starfaði við lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000, undir nafninu Færibandið. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit utan ofangreindra atriða en hún mun hafa verið í einhvers konar samstarfi við Grundartangakórinn á einhverjum tímapunkti auk þess að leika á þorrablótum og…

Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Frávik (1992)

Hljómsveitin Frávik var meðal keppenda í Tónlistarkeppni NFFA (Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Gunnar S. Hervarsson [gítarleikari?], Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Orri Harðarson gítarleikari, Valgerður Jónsdóttir söngkona og Guðmundur Claxton trommuleikari. Ekki finnast frekari heimildir um þessa sveit svo líklegt verður að teljast að…

Fleyja sjer (1997)

Hljómsveitin Fleyja sjer (færeyska) starfaði innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1997 en þá var sveitin meðal keppenda í tónlistarkeppninni Frostrokki sem haldin var innan veggja skólans. Fleyja sjer hafnaði í þriðja sæti keppninnar og átti í framhaldinu tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997: tónlistarkeppni NFVA, sem kom út vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þau…

Fjúkyrðin með að utan (1988)

Fjúkyrðin með að utan var skammlíf rokksveit, stofnuð upp úr Óþekktum andlitum (frá Akranesi) snemma árs 1988. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en óskað er eftir þeim hér með.

Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…

Fitl (1998-99)

Hljómsveitin Fitl vakti nokkra athygli í lok síðustu aldar en sveitin sendi þá frá sér fjögur laga smáskífu. Fitl birtist fyrst á sjónarsviðinu á tónleikum í Hinu húsinu í febrúar 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hljómsveitin hafði þá verið starfandi. Sveitin var sögð vera af Skaganum en mun hafa starfað á höfuðborgarsvæðinu og…

Faktus (2000)

Hljómsveitin Faktus var meðal sveita sem kepptu í árlegri hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, haustið 2000. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingr um meðlima- og hljóðfæraskipan sveitarinnar og gæti allt eins verið að hún hafi verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu, Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um Faktus.

Closedown (2000-01)

Hljómsveit starfaði á Akranesi á árunum 2000 til 2001, að öllum líkindum innan Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi, undir nafninu Closedown eða Close down. Fyrir liggur að meðal meðlima hennar voru Sigurður Mikael Jónsson söngvari, Sigurður Ingvar Þorvaldsson bassaleikari og Bjarki Þór Aðalsteinsson trommuleikari en ekki finnast meiri upplýsingar um þessa sveit, Glatkistan óskar þ.a.l. eftir þeim.

Gunnar S. Hervarsson (1974-)

Gunnar Sturla Hervarsson kennari á Akranesi (f. 1974) hefur verið virkur í menningarlífinu á Skaganum, bæði í leiklistinni og tónlistinni í bænum um árabil. Gunnar var á menntaskólaárum þegar fyrst kvað að honum en hann var þá í Fjölbrautaskóla Akraness og var afar virkur í félagslífi skólans, tók þátt í leiklistinni innan hans og tónlistinni…

Octavia (1987-89)

Söngflokkurinn Octavia  (Oktavía) starfaði á Akranesi á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1987 til 89. Meðlimir Octaviu voru Hrönn Eggertsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Leif Steindal, Sigurjón Skúlason, Bjarki Sveinbjörnsson, Jensína Waage og Sigurður Ólafsson.

Oddfellowbandið (1990)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Oddfellowbandið var að öllum líkindum starfandi á Akranesi árið 1990, að minnsta kosti lék sveitina á tónleikum þar í bæ sumarið 1990. Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit.

Moskító (?)

Hljómsveit sem bar annað hvort nafnið Moskito eða Moskító var líklega starfandi á Akranesi, meðal meðlima sveitarinnar var Geir Harðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra Moskító-liða. Þessi sveit var líkast til starfandi á síðari hluta níunda áratugarins.

Melasveitin (1995-2005)

Hljómsveitin Melasveitin starfaði á Akranesi um árabil og var líklega þekktust fyrir að innihalda bæjarstjórann í plássinu, Gísla Gíslason. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1995 sem skemmtiatriði fyrir árshátíð, meðlimir hennar voru Lárus Sighvatsson hljómborðsleikari, Skúli Ragnar Skúlason fiðluleikari, Guðmundur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Þór Guðmundsson gítarleikari, Einar Skúlason gítarleikari, Sigursteinn Hákonarson söngvari, Gísli Gíslason…

Magnús (1990-)

Á Akranesi hefur verið starfandi blússveit um árabil sem ber nafnið Magnús. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Magnús var stofnuð en hún var starfandi haustið 1990 og hafði þá auðsýnilega verið starfandi í nokkurn tíma. Sveitin hefur starfað með hléum og árið 2008 voru meðlimir hennar Ragnar Knútsson [bassaleikari ?], Ólafur Páll Gunnarsson söngvari og…

Winston light orchestra (1986)

Hljómsveitin Winston light orchestra frá Akranesi kom fram í nokkur skipti snemma árs 1986 eða þar til sveitin breytti nafni sínu í Þema um vorið og keppti undir því nafni í Músíktilraunum Tónabæjar, og komst reyndar í úrslit keppninnar. Meðlimir Þemu voru þau Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari…

Brotnir bogar (1980-82)

Þjóðlaga- eða kammersveitin Brotnir bogar var starfrækt á Akranesi um og eftir 1980 og mun hafa verið stofnað fyrir tilstuðlan Wilmu Young sem þá kenndi tónlist við tónlistarskólann í bænum. Brotnir bogar áttu eftir að koma margsinnis fram á næstu árum og misstór eftir því, stundum voru þau fimm en mest voru þau líklega átta…

Blúsboltarnir (um 1985-)

Blúsboltarnir er í raun ekki starfandi hljómsveit heldur sveit sem kemur saman einu sinni á ári á Akranesi, 30. desember ár hvert. Upphaf Blúsboltanna má rekja til þess er Rúnar Júlíusson bassaleikari og Tryggvi J. Hübner gítarleikari voru eitt sinn að spila á Hótel Akranesi fyrir margt löngu, það gæti hafa verið annað hvort árið…

Blaze (2001)

Unglingahljómsveit starfaði á Akranesi árið 2001 undir nafninu Blaze. Fyrir liggur að nafnarnir Axel Gíslason trommuleikari [?] og Axel Björgvin Höskuldsson bassaleikari [?] voru í sveitinni en aðrar upplýsingar vantar um hana.

Barnakór Akraness (1976-86)

Barnakór Akraness var öflugur kór sem starfaði á Skaganum í hartnær áratug, nánast allan tímann undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Jón Karl Einarsson var skólastjóri tónlistarskólans á Akranesi og átti stærsta þátt í stofnun Barnakórs Akraness innan skólans en hann stjórnaði kórnum sjálfur. Kórinn tók til starfa haustið 1976 og varð strax mjög virkur bæði…

Tregablandin lífsgleði (1988)

Tregablandin lífsgleði var ein af fjölmörgum hljómsveitum af Akranesi sem skörtuðu Orra Harðarsyni en sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1988. Meðlimir sveitarinnar voru auk Orra sem lék á bassa, Pétur H. Þórðarson söngvari og gítarleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari og Bjarni Hjaltason trommuleikari. Sveitin kom ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Blúsboltarnir á Akranesi

Hljómsveitin Blúsboltarnir kveðja árið á Gamla kaupfélaginu á Akranesi í kvöld, 30. desember klukkan 22:00. Húsið opnar klukkan 21:00 og er miðaverðið kr. 3000, ekki er tekið við kortum. Blúsboltana skipa þeir Halldór Bragason söngvari og gítarleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Tryggvi J. Hübner gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Sigurþór Þorgilsson bassaleikari og Gunnar Ringsted söngvari og…

Tíbrá [1] (1975-87)

Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi náði nokkrum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar og gaf þá út þrjár skífur með alls fjórtán lögum, færri vissu þó að sveitin hafði þá verið starfandi allt frá miðjum áratugnum á undan en alls starfaði sveitin í um þrettán ár. Tíbrá var stofnuð veturinn 1974-75 á Akranesi og voru meðlimir…

Theódór Einarsson (1908-99)

Laga- og textahöfundurinn Theódór Einarsson er mörgum kunnur fyrir lög sín en margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins hafa flutt þau í gegnum tíðina. Theódór Frímann Einarsson fæddist í Leirársveitinni 1908 og var kominn á fullorðins ár þegar hann flutti inn á Akranes þar sem hann síðan bjó til æviloka, starfaði framan af við verkamannastörf en…

Taktar [4] (1974)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Takta sem lék a.m.k. tvívegis á Akranesi árið 1974. Líkur benda því til þess að hún hafi verið starfandi þar í bæ.

Óðinn G. Þórarinsson (1932-)

Nafn Óðins G. Þórarssonar tónskálds og harmonikkuleikara er ekki það þekktasta í íslenskri tónlist en hann hefur samið fjöldann allan af lögum sem eru þekkt, þekktast þeirra allra er þó vafalaust lagið Nú liggur vel á mér. Óðinn Gunnar Þórarinsson fæddist 1932 austur á Fáskrúðsfirði en flutti þrettán ára gamall með fjölskyldu sinni til Akraness…

Þúsund og ein nótt (1989)

Þúsund og ein nótt ku hafa verið hljómsveit starfrækt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í kringum 1990, að minnsta kosti árið 1989 en þá gæti sveitin hafa átt efni á safnsnældu sem nemendafélag skólans stóð fyrir útgáfu á. Litlar sem engar upplýsingar er að hafa um þessa sveit utan þess að Orri Harðarson og Ólafur…

Proof (1969)

Allar upplýsingar um hljómsveitina Proof frá Akranesi væru vel þegnar. Sveitin er auglýst sem ný sveit í febrúar 1969 en annað liggur ekki fyrir um hana, hvorki líftíma hennar né meðlimi og hljóðfæraskipan.

Plastgeir og Geithildur (1988)

Plastgeir og Geithildur var tríó frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1988 og voru meðlimir hennar Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Leifur Óskarsson gítarleikari og söngvari og Jóhann Á. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin var þá nýstofnuð upp úr Óþekktum andlitum og áttu meðlimir hennar eftir að keppa síðar með öðrum Skagasveitum á sama vettvangi. Pétur Heiðar Þórðarson…