Skagatríó (um 1974)

Á Akranesi starfaði um skeið hljómsveit sem gekk undir nafninu Skagatríó en sveitin mun hafa orðið til þegar Dúmbó sextett lagði upp laupana. Þeir Reynir Gunnarsson og Ásgeir R. Guðmundsson komu úr Dúmbó en ekki liggur fyrir hver þriðji meðlimur tríósins var, né á hvaða hljóðfæri þeir félagar spiluð

Upplýsingar vantar um hversu lengi sveitin starfaði, víst er að hún lék á dansleikjum á Hótel Akranesi 1974 en þá hafði hún líklega verið starfandi um nokkurn tíma, Dúmó sextett tók aftur til starfa 1977 svo Skagatríóið hefur þá verið hætt störfum.