Sjö stjörnur án karlkyns (1979)

Sjö stjörnur án karlkyns

Óskað er eftir upplýsingum um kvennahljómsveit sem starfaði á Samvinnuskólanum á Bifröst, hugsanlega meðal kennara skólans haustið 1979.

Sveitin bar annað hvort nafnið Sjö stjörnur eða Sjö stjörnur án karlkyns og hér er óskað eftir upplýsingum um tilurð hennar, starfstíma, hljóðfæra- og meðlimaskipan o.s.frv.