Sjallinn Akureyri [tónlistartengdur staður] (1963-)

Sjálfstæðishúsið (Sjallinn) á Akureyri er með þekktustu samkomuhúsum landsins og án nokkurs vafa langvinsælasti skemmtistaður sem starfað hefur í bænum en hér fyrrum þótti ómissandi að fara á Sjallaball með Hljómsveit Ingimars Eydal væri maður á annað borð staddur í höfuðstað Norðlendinga. Undirbúningur að smíði og hönnun Sjálfstæðishússins á Akureyri mun hafa byrjað 1960 en…

Sjallinn Ísafirði [tónlistartengdur staður] (1937-2006)

Sjálfstæðisflokkurinn og félög innan flokksins ráku og áttu nokkur samkomuhús víða um land og eru líklega Sjálfstæðishúsið við Austurvöll (síðar Sigtún, Nasa o.fl.) og Sjallinn á Akureyri þeirra þekktust, en á Ísafirði var einnig slíkt hús sem gekk eins og fleiri slík hús undir nafninu Sjallinn. Erfitt er að finna heimildir um hvenær húsið, sem…

Síróp (1993)

Hljómsveitin Síróp (Sýróp) starfaði á höfuðborgarsvæðinu í skamman tíma haustið 1993 en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Svívirðing og m.a. keppt undir því nafni í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Síróps voru þeir Róbert Ólafsson söngvari og gítarleikari, Arnar Þór Guttormsson gítarleikari, Jón Tryggvi Jónsson bassaleikari og Guðbjartur Árnason trommuleikari. Sveitin lék rokktónlist.

Síra Sigtryggur (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Síra Sigtryggur en nafnið er sótt til stofnanda Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði, sr. Sigtryggs Guðlaugssonar (1862-1959). Hér er giskað á að sveitin hafi verið starfandi við skólann á Núpi á áttunda áratug síðustu aldar en allar upplýsingar um hana eru vel þegnar, hvað varðar meðlima-…

Sigurður Hallmarsson – Efni á plötum

Sigurður Hallmarsson og Ingimundur Jónsson – Karlarnir leika gömlu góðu lögin Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sigurður Hallmarsson – harmonikka Ingimundur Jónsson – gítar og kontrabassi     Diddi og Reynir – Dansinn dunar Útgefandi: Sigurður Hallmarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [án ártals] 1. Síldarvalsinn 2. Stúlkurnar í…

Símakórinn (1991-2002)

Kór var starfandi innan Félags íslenskra símamanna undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld, undir nafninu Símakórinn. Kórinn söng reglulega á tónleikum meðan hann starfaði og fór m.a. til Svíþjóðar sumarið 2002 ásamt fleiri íslenskum kórum til að taka þátt í norrænu kóramóti alþýðukóra. Heimildir um Símakórinn eru takmarkaðar en hann virðist hafa…

Símabandið (1995-97)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Símabandið en sveitin var starfandi a.m.k. 1995 og 97. Óskað er eftir upplýsingum um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, starfstíma og fleira sem þykir sjálfsagt í umfjöllun um hana.

Sigurður Höskuldsson – Efni á plötum

Sigurður Kr. Höskuldsson – Gegnum glerið Útgefandi: Klaki Útgáfunúmer: Klaki 001 Ár: 1998 1. Gegnum glerið 2. Sjáðu sólina 3. Kannski vissirðu það 4. Bæn faríseans 5. Dag og nótt 6. Augnablik 7. Tilgangur lífsins 8. Ertu sár? 9. Úr felum 10. Hrekkjusvínin 11. Ferskur undan vetri Flytjendur: Sigurður Kr. Höskuldsson – söngur og raddir…

Sigurður Höskuldsson (1951-)

Sjómaðurinn Sigurður Kr. Höskuldsson eða Siggi Hösk eins og hann er yfirleitt kallaður er líkast til þekktasti tónlistarmaður Ólafsvíkur en hann hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur og í samstarfi við aðra, sem og starfað með mörgum hljómsveitum í þorpinu – þeirra á meðal má nefna Klakabandið sem hefur starfað þar í áratugi. Sigurður Kristján…

Sigurður Hallmarsson (1929-2014)

Húsvíkingurinn Sigurður Hallmarsson var sannkallað kamelljón þegar kom að listum en hann var allt í senn, tónlistarmaður, leikari og listmálari – aðalstarf hans alla tíð var þó kennsla. Sigurður Hallmarsson (Diddi Hall) var fæddur (1929) og uppalinn á Húsavík og bjó þar nánast alla tíð, utan smá tíma sem hann var á Austfjörðum. Hann starfaði…

Sigurður Guðfinnsson – Efni á plötum

Sigurður Guðfinnsson – Svona er lífið! Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 178 Ár: 1998 1. Englarnir 2. Minning 3. Gamla tréð 4. Með þér 5. Dauðinn veitir skjól 6. Við sundin 7. Draumhvörf 8. Hver er saklaus 9. Lífsgangan 10. Linda Flytjendur: Sigurður Guðfinnsson – söngur og gítar Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) – söngur og raddir…

Sigurður Guðfinnsson (1963-)

Sigurður Guðfinnsson hefur komið nokkuð við sögu íslenskrar tónlistar, einkum sem trúbador en hann hefur einnig starfað með hljómsveitum og sent frá sér plötur. Sigurður Kristinn Guðfinnsson (Sigurður Kr. Guðfinnsson / Siggi Guðfinns) er fæddur 1963, um tónlistarlegan bakgrunn hans er lítið að finna og virðist hann hafa búið víða um land þótt höfuðborgarsvæðið sé…

Sigurður G. Daníelsson – Efni á plötum

Sigurður G. Daníelsson – Dinner I: Sigurður G. Daníelsson leikur af fingrum fram Útgefandi: Vestfirska forlagið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2002 1. My way 2. Dagný 3. Einu sinni á ágústkvöldi 4. Slightly out of tune 5. Deep purple 6. We will meet again 7. Ó, gleym mér ei 8. Autumn leaves 9. Spanish eyes…

Sigurður G. Daníelsson (1944-)

Sigurður G. Daníelsson hefur starfað víða um land sem tónlistarkennari, organisti og kórstjórnandi en er nú sestur í helgan stein, hann hefur gefið út eina plötu með dinner tónlist. Sigurður Gunnar Daníelsson er fæddur 1944 en takmarkaðar upplýsingar er að finna um bernsku- og unglingsár hans sem og tónlistarmenntun, hann mun þó hafa búið bæði…

Afmælisbörn 29. september 2021

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og fimm ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Afmælisbörn 28. september 2021

Að þessu sinni eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og sjö ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Akureyringurinn Jón (Arnar) Freysson hljómborðsleikari er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Jón sem er menntaður tölvunarfræðingur varð þekktur þegar hann lék með Bara flokknum á sínum tíma en lék einnig með sveitum eins og Skræpótta fuglinum og Nautsauga en með síðarnefndu sveitinni var hann…

Afmælisbörn 26. september 2021

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og níu ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Afmælisbörn 25. september 2021

Í dag koma þrjú afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og sex ára, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Afmælisbörn 24. september 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er áttatíu og eins árs í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað…

Afmælisbörn 23. september 2021

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Sigurður Birkis – Efni á plötum

Sigurður Birkis – Englasöngur / Finnst nokkur grund [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV X 3613 Ár: 1930 1. Englasöngur 2. Finnst nokkur grund Flytjendur: Sigurður Birkis – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]     Sigurður Birkis – Saknaðarljóð / Svo undurkær [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV X 3614 Ár: 1930 1. Saknaðarljóð…

Sigurður Birkis (1893-1960)

Segja má að Sigurður Birkis hafi haft gríðarlega mikil áhrif á sönglíf okkar Íslendinga en hann kenndi söng um land allt, kom að stofnun fjölda kirkjukóra og annarra kóra í starfi sínu sem söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og söngkennari Sambands íslenskra karlakóra, þá söng hann einnig sjálfur og komu út nokkrar plötur með söng hans. Sigurður Eyjólfsson…

Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti – Efni á plötum

Söngkveðjur: Lög eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: FA 038 Ár: 1983 1. Magnús Jónsson – Árnesþing 2. Magnús Jónsson – Haustnótt 3. Magnús Jónsson – Krummavísur 4. Magnús Jónsson – Kveðja 5. Svala Nielsen – Júnímorgunn 6. Svala Nielsen – Inga-Dóra 7. Svala Nielsen – Kvöldvísa: þjóðvísa 8. Magnús Jónsson…

Sigurður Ágústsson frá Birtingaholti (1907-91)

Tónlistarfrömuðurinn Sigurður Ágústsson frá Birtingarholti sinnti tónlist með einum eða öðrum hætti alla sína ævi, hann stjórnaði kórum, var organisti, kennari og skólastjóri, tónskáld og textaskáld samhliða bú- og félagsstörfum í sveitinni sinni. Sigurður Ágústsson var fæddur vorið 1907 í Birtingaholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, hann var yngstur níu systkina og sýndi ungur tónlistarhæfileika á…

Sigurður Björnsson [1] – Efni á plötum

Sigurður Björnsson – Jólasálmar: Sigurður Björnsson syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 67 Ár: 1959 1. Kvöldbæn 2. Ave Maria 3. Nú árið er liðið 4. Sem barn af hjarta Flytjendur: Sigurður Björnsson – söngur kvennakór – söngur undir stjórn Ragnars Björnssonar Ragnar Björnsson – orgel Magnús Blöndal Jóhannesson – píanó

Sigurður Björnsson [1] (1932-)

Óperusöngvarinn Sigurður Björnsson er meðal þeirra kunnustu í sinni stétt, hann starfaði lengi vel erlendis en kom heim eftir tveggja áratuga starfstíð í Þýskalandi og Austurríki, tók þá við starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands en var að syngja samhliða því allt til sextíu og fimm ára aldurs. Sigurður sem telst lýrískur tenór kemur úr Hafnarfirði, fæddur…

Sigurður Bjóla – Efni á plötum

Jolli & Kóla – Upp og niður: Stimulerende, forfriskende Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 067 / STCD 067 Ár: 1983 / 1999 1. Bíldudals grænar baunir 2. Pósitífur sapíens 3. Gurme 4. Næsti 5. Sæl og blessuð 6. Hann á konu 7. Grannar 8. Bökum brauð 9. King kong 10. Síkorskí 11. Upp og niður 12. Nándar nærri Flytjendur:  Ásgeir…

Sigurður Bjóla (1952-)

Nafn Sigurðar Bjólu er eitt þeirra stóru í íslenskri tónlistarsögu þótt aldrei hafi mikið farið fyrir honum opinberlega og líklega ætti hugtakið „huldukamelljón“ ágætlega við hann. Hann hefur starfað mest alla ævi að tónlist með einum eða öðrum hætti sem söngvari, hljóðfæraleikari, hljóð- og upptökumaður, höfundur, útsetjari og margt fleira og var t.d. lykilmaður í…

Síðasta stunan (1981)

Tríóið Síðasta stunan var eins konar afsprengi eða dótturhljómsveit nýbylgjusveitarinnar Fan Houtens Kókó sem starfaði á árunum 1981-83 innan Medúsu-hópsins. Meðlimir Síðustu stununnar voru þeir Þorri Jóhannsson söngvari, Ólafur J. Engilbertsson bassaleikari og Einar Melax hljómborðsleikari. Sveitin kom aðeins einu sinni fram, á tónleikum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti haustið 1981.

Síðan kom rigning (1989)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði árið 1989 á Suðurlandi, hugsanlega Selfoss eða nágrenni undir nafninu Síðan kom rigning. Upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem bitastætt þykir má gjarnan senda Glatkistunni.

Síbería (1972)

Heimildir um hljómsveit sem starfaði innan gagnfræðiskólans í Hveragerði og gekk undir nafninu Síbería, eru afar fáar en sveitin mun hafa verið skammlíf og starfað vorið 1972. Nafn sveitarinnar mun hafa komið til vegna húsnæðisins þar sem hún æfði en það gekk undir nafninu Síbería. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson gítarleikari (síðar tónskáld) mun hafa verið einn…

Síld, ást og ávextir (1987-89)

Hljómsveitin Síld, ást og ávextir starfaði í Álftamýrarskóla um tveggja ára skeið seint á níunda áratug síðustu aldar og hafði m.a. á að skipa meðlimum sem síðar urðu kunnir tónlistarmenn. Sveitin var líklega stofnuð síðla árs 1987 og var enn starfandi haustið 1989, meðlimir hennar voru þeir Egill Sæbjörnsson bassaleikari, Einar Tönsberg hljómborðsleikari, Rafn Marteinsson…

Sígild (1986-88)

Danshljómsveitin Sígild starfaði um tveggja ára skeið á Ísafirði á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar (1986-88) og lék mestmegnis á dansleikjum á Ísafirði og nágrenni. Meðlimir Sígildra voru þau Guðný Snorradóttir söngkona og gítarleikari, Halldór Guðmundsson trommuleikari og Sigurgeir Sverrisson hljómborðs- og harmonikkuleikari. Sveitin hætti störfum þegar Guðný fluttist suður á höfuðborgarsvæðið haustið 1988.

Sílikon (1996)

Techno-dúettinn Sílikon var meðal keppnissveita í Músíktilraunum vorið 1996 en að öllum líkindum var um að ræða skammlífa sveit, hún komst ekki í úrslit Músíktilraunanna. Meðlimir Sílikon voru þeir Örnólfur Thorlacius og Einar Johnsen tölvumenn.

Afmælisbörn 22. september 2021

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Afmælisbörn 21. september 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Áshildur hefur komið víða við í tónlist sinni, verið í aukahlutverkum á plötum annarra listamanna en einnig gefið sjálf út nokkrar sólóplötur, m.a. í samstarfi við annað afmælisbarn dagsins, Atla Heimi, og einnig Selmu Guðmundsdóttur, svo…

Afmælisbörn 20. september 2021

Í dag koma þrjú afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og fimm ára gömul á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Afmælisbörn 19. september 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík er sextíu og níu ára gamall en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast talda var…

Afmælisbörn 18. september 2021

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Kjartan Ragnarsson leikari og leikstjóri er sjötíu og sex ára í dag en hann kom víða við í tónlistartengdum verkefnum í leikhúsinu um tíma, m.a. annars í Hatti & Fatti, Gretti, Á köldum klaka og Saumastofunni þar sem tónlistinni var þrykkt á plast. Þá…

Afmælisbörn 17. september 2021

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti: Smári Jósepsson gítarleikari eða bara Smári Tarfur er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Tarfurinn hefur starfað með alls kyns ólíkum sveitum eins og Quarashi, Spitsign, Ylju, Belford, Porker og dúettnum Hot damn, og hefur einnig gefið út sólóplötu sem hann seldi á vinsælum ferðamannastöðum meðan…

Afmælisbörn 16. september 2021

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson á afmæli en hann er áttatíu og eins árs gamall í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar…

Sigrún Ragnarsdóttir (1942-)

Sigrún Ragnarsdóttir er líklega öllu þekktari sem fegurðardrottning en söngkona en hún söng nokkuð með hljómsveitum á árum áður og m.a. inn á nokkrar hljómplötur með Alfreð Clausen. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir fæddist sumarið 1942 í Reykjavík og ólst þar að mestu upp en einnig á Akureyri. Hún kom fyrst fram í Silfurtunglinu á unglingsaldri ásamt…

Sigurdór Sigurdórsson – Efni á plötum

Sigurdór Sigurdórsson og Hljómsveit Svavars Gests – Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2012 Ár: 1960 1. Mustafa 2. Þórsmerkurljóð Flytjendur: Sigurdór Sigurdórsson – söngur Hljómsveit Svavars Gests; – Svavar Gests – trommur og söngur – Eyþór Þorláksson – gítar – Gunnar Pálsson – bassi – Reynir Jónasson – harmonikka –…

Sigurdór Sigurdórsson (1938-2021)

Sigurdór Sigurdórsson er langt frá því að vera með þekktustu dægurlagasöngvurum íslenskrar tónlistarsögu en hann söng slagara sem allir hafa heyrt í hans meðförum og margir sungið með – Þórsmerkurljóð. Sigurdór er fæddur (1938) og uppalinn á Akranesi en fluttist til Reykjavíkur á barns- eða unglingsaldri. Hann var átján ára gamall þegar hann hóf að…

Sigurbjörn Þorgrímsson (1976-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson var einn af helstu frumkvöðlum í raf- og danstónlist á Íslandi og sendi frá sér plötur undir ýmsum nöfnum. Hann lést langt um aldur fram, aðeins þrjátíu og fimm ára gamall. Sigurbjörn var fæddur á Höfn í Hornafirði en fluttist til höfuðborgarsvæðisins um sjö ára aldur. Hann var tiltölulega ungur farinn að…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir – Efni á plötum

Kvöldgeislar: Lög Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur – ýmsir Útgefandi: Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir Útgáfunúmer: Sifa CD01 Ár: 2004 1. Göngum hljótt 2. Ég veit þú kemur 3. Meðan borgin sefur 4. Reykjavík 5. Ljúfar minningar 6. Í Vaglaskógi 7. Viðeyjarvalsinn 8. Við elfuna bláu 9. Kvöldgeislar 10. Vor 11. Hugrenning Flytjendur: Stefán Helgi Stefánsson – söngur Rakel…

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir (1936-2006)

Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir var kórstjórnandi, laga- og textahöfundur, útsetjari og hljóðfæraleikari sem ekki fór mikið fyrir en hún áorkaði þó heilmiklu í tónlistarstarfi fyrir eldri borgara landsins, hún sendi frá sér plötu með frumsömdu efni þegar hún var komin fast að sjötugu. Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir fæddist á Ormarslóni í Þistilfirði vorið 1936 og þaðan hefur…

Sigrún Ragnarsdóttir – Efni á plötum

Alfreð Clausen og Sigrún Ragnarsdóttir – Hvað er svo glatt…: takið undir með Sigrúnu og Alfreð 1 [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 101 Ár: 1962 1. Hvað er svo glatt 2. Þrá 3. Vinarkveðja 4. Nú vagga skip 5. Sjómaður dáðadrengur 6. Jósep, Jósep 7. Ramóna 8. Skauta polki 9. Lánið elti Jón 10. Ólafía hvar er Vigga…