Afmælisbörn 31. október 2021

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Grétar Geirsson harmonikkuleikari í Áshól er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Grétar sem er með þekktari harmonikkuleikurum landsins hefur verið framarlega í félagsstarfi þeirra en einnig má heyra leik hans á fjölmörgum plötum s.s. Harmonikkufélags Rangæinga, Karlakórs Rangæinga, Félags harmonikkuunnenda, Sigfúss Ólafssonar, Ara Jónssonar…

Afmælisbörn 29. október 2021

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum…

Ben Waters í Húsi Máls og menningar

Föstudagskvöldið 29. október kemur boogie-woogie píanósnillingurinn Ben Waters fram í Húsi Máls og menningar ásamt hljómsveit og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00. Píanóleikarinn og söngvarinn Ben Waters spilar kraftmikið boogie-woogie, blús og rokk og ról í anda gömlu meistaranna en hann hefur spilað ötullega síðustu áratugi (í kringum 250 tónleika á ári) og er um þessar…

Afmælisbörn 28. október 2021

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

Fá tónskáld eiga jafn mörg þekkt sönglög og Sigvaldi Kaldalóns en þau lög skipta tugum sem þjóðin hefur hummað með sér, sungið hástöfum eða heyrt í margvíslegum útgáfum og útsetningum enda eiga þau það sammerkt að hafa verið gefin út á plötum með mörgum flytjendum. Sönglög eins og Á Sprengisandi og Sofðu unga ástin mín…

Sigvaldi Kaldalóns – Efni á plötum

Lögreglukór Reykjavíkur – Kaldalónskviða [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 248 Ár: 1962 1. Ég gleymi því aldrei 2. Ég lít í anda liðna tíð 3. Brúnaljós þín blíðu 4. Svanasöngur 5. Vorvindar 6. Erla 7. Útnesjamenn 8. Bíum bíum bamba 9. Sprengisandur Flytjendur: Lögreglukórinn í Reykjavík – söngur undir stjórn Páls Kr. Pálssonar Karlakór Reykjavíkur…

Sigurveig Hjaltested – Efni á plötum

Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested – Blikandi haf / Kvöldkyrrð [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 30 Ár: 1953 1. Blikandi haf 2. Kvöldkyrrð Flytjendur: Sigurður Ólafsson – söngur Sigurveig Hjaltested – söngur Hljómsveit Carls Billich: – Carl Billich – píanó – Josef Felzmann – fiðla – Bragi Hlíðberg – harmonikka – Trausti Thorberg – gítar – Einar B. Waage – bassi – Jan…

Sigurveig Hjaltested (1923-2009)

Sigurveig Hjaltested mezzosópran var ein af þeirra óperusöngvara sem hefur verið kölluð gullkynslóðin en sú kynslóð gat af sér fjölda þekktra söngvara auk hennar, eins og Guðrúnu Á. Símonar, Kristin Hallsson, Guðmund Jónsson, Þuríði Pálsdóttur, Magnús Jónsson og Guðmundu Elíasdóttur svo nokkur dæmi séu nefnd. Sigurveig söng fjölda óperuhlutverka, einsöng með kórum og hljómsveitum á …

Sigurlaug Rósinkranz – Efni á plötum

Sally Rósinkranz – My songs to your heart Útgefandi: United stars productions Útgáfunúmer: USMCD – 10 Ár: 1991 1. Gígjan 2. Draumalandið 3. Sofnar lóa 4. Augun blá 5. Vögguljóð 6. Þú eina hjartans yndið mitt 7. Lifnað hefur lítil rós 8. Í fjarlægð 9. Fuglinn í fjörunni 10. La regata Veneziana 11. Seligkeit Flytjendur:…

Sigurlaug Rósinkranz (1935-)

Sópran söngkonan Sigurlaug Rósinkranz verður líklega alltaf þekktust fyrir deilurnar í kringum hana er hún kornung söng stórt hlutverk í óperunni Brúðkaup Fígarós, hún átti þó ágætan söngferil í kjölfarið í Svíþjóð og Bandaríkjunum og gaf þar út nokkrar plötur m.a. með íslenskum einsöngslögum. Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist haustið 1935 í Skagafirðinum en hún var dóttir…

Ske [1] (1975)

Árið 1975 var starfandi þjóðlagatríó undir nafninu Ske en ekki liggur þó fyrir hversu lengi það starfaði. Meðlimir tríósins voru þau Þórhildur Þorleifsdóttir söngkona, Bergur Thorberg Þórðarson gítarleikari og Ingólfur Steinsson gítarleikar.

Skátakórinn í Hafnarfirði (1996-98)

Kór skáta í Hafnarfirðinum var stofnaður árið 1996 undir nafninu Skátakórinn í Hafnarfirði. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir stjórnaði kórnum líklega frá upphafi en hann starfaði til ársins 1998 þegar hann sameinaðist Skátakórnum í Reykjavík en kórarnir tveir hafa starfað saman síðan þá undir nafninu Skátakórinn.

Skippers (1965-69)

Hljómsveitin Skippers var bítlasveit á Ísafirði sem skartaði nokkrum tónlistarmönnum sem síðar léku með þekktum hljómsveitum eins og Grafík, Ýr, GRM o.fl. Skippers var að öllum líkindum stofnuð haustið 1965 og starfaði til 1969 en sveitir eins og Blackbird, Trap o.fl. voru síðar stofnaðar upp úr henni. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Rúnar Þór Pétursson gítarleikari,…

Skátakórinn í Reykjavík (1997-98)

Skátakórinn í Reykjavík starfaði um skamma hríð 1997 til 98 þegar hann var sameinaður Skátakórnum í Hafnarfirði en sá kór hefur starfað allt til þessa dags undir nafninu Skátakórinn. Það var líklega Steingrímur Þórhallsson sem stjórnaði Skátakórnum í Reykjavík þann tíma sem hann starfaði undir því nafni.

Skít Puzz (1998)

Þeir Haukur Hrafn Þorsteinsson og Magnús B. Skarphéðinsson tölvumenn, báðir fimmtán ára gamlir, tóku þátt í Músíktilraunum vorið 1998 undir nafninu Skít Puzz. Dúóið komst ekki áfram í úrslit keppninnar og starfaði líklega ekki lengi eftir hana.

Skífan [útgáfufyrirtæki] (1978-2004)

Útgáfufyrirtækið Skífan starfaði um ríflega tuttugu og fimm ára skeið en saga fyrirtækisins er í raun mun lengri og flóknari en hér verður fjallað um. Þannig hafði Skífan starfað í þrjú ár sem hljómplötuverslun áður en plötuútgáfan kom til sögunnar og starfaði reyndar á ýmsum öðrum sviðum tónlistar og kvikmynda sem heildsala, smásala, dreifingaraðili, umboðsaðili…

Skítkast (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Skítkast og var frá Ísafirði kom að minnsta kosti einu sinni fram á dansleik í Hnífsdal í kringum 1980 en sveitin var eins konar grínatriði meðlima Danshljómsveitar Vestfjarða og Helga Björnssonar, sem síðar varð þekktur sem söngvari. Grínið gekk út á að koma fram sem pönksveit en meðlimir Danshljómsveitar Vestfjarða skiptu…

Afmælisbörn 27. október 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan…

Afmælisbörn 26. október 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Afmælisbörn 25. október 2021

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Skúli Gautason tónlistarmaður og leikari er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Skúli hefur sungið, leikið og samið tónlist með ýmsum hljómsveitum s.s. Sniglabandinu, Rjúpunni, Útlögum og Púngó & Daisy, og margir muna eftir honum í eftirminnilegum útvarpsþáttum Sniglabandsins. Þess má geta að Skúli söng upprunalegu útgáfuna af laginu Jólahjóli…

Afmælisbörn 24. október 2021

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2021

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2021

Þrír tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og sjö ára á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við…

Afmælisbörn 21. október 2021

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

Sigurjón Brink (1974-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink (Sjonni Brink) var hæfileikaríkur og fjölhæfur listamaður sem hafði um nokkurra ára skeið smám saman verið að skapa sér nafn í tónlistarheiminum þegar hann féll frá aðeins 36 ára gamall, fáeinum dögum áður en lag hans var flutt í undankeppni Eurovision keppninnar hér heima. Hans nánasta fólk ákvað að halda nafni hans…

Sigurjón Steinsson – Efni á plötum

Sigurjón Steinsson – Dansið þið sveinar Útgefandi: Sigurjón Steinsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2010 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sigurjón Steinsson – harmonikka [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Sigurður Þórðarson [1] (1895-1968)

Sigurður Þórðarson tónskáld og kórstjórnandi vann mikið og merkilegt starf í íslensku tónlistarsamfélagi um margra áratuga skeið á síðustu öld en hann var m.a. stofnandi og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur auk þess sem hann samdi fjöldann allan af þekktum lögum og tónverkum. Sigurður fæddist vorið 1895 en hann var frá bænum Söndum í Dýrafirði. Segja má…

Sigurjón Steinsson (1929-2017)

Sigurjón Steinsson var harmonikkuleikari, alþýðulistamaður sem lék á dansleikjum á yngri árum, hann tók aftur upp nikkuna á efri árum og gaf þá út plötu með harmonikkutónlist. Sigurjón eða Ninni eins og hann var iðulega kallaður var fæddur í Stíflu í Fljótum 1929 og bjó þar framan af ævi, það var svo árið 1961 sem…

Sigurjón Brink – Efni á plötum

Sigurjón Brink – Sjonni Brink Útgefandi: Sigurjón Brink Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Allt er ekki nóg (Ekkert er of mikið) 2. Flökkuhjartað 3. Brosið þitt lýsir mér leið 4. Lífið er stutt 5. Þú ert falleg 6. Við þráum öll að hefja okkur hátt 7. Skuggaspil 8. Viltu bíða? 9. Kulnuð ást 10.…

Sigurður Þórðarson [1] – Efni á plötum

Óperettan Í álögum (Spellbound: An operette in four acts) – úr óperettuÚtgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 29 Ár: 1957 1. Act one – Scene: The sub-governor‘s home at Dalur 2. Act two – Scene: A warehouse 3. Act three – Scene: In the mountains 4. Act four – Scene: The sub-governor‘s home Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – einsöngur…

Sigurður Skagfield – Efni á plötum

Sigurður Skagfield – Friður á jörðu / Heimir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphon XS 42306 Ár: 1924 / 1928 1. Friður á jörðu 2. Heimir Flytjendur: Sigurður Skagfield – söngur Helge Bonnén – píanó                                      …

Sigurður Skagfield (1895-1956)

Tenórsöngvarinn Sigurður Skagfield er flestum gleymdur í dag enda hefur af einhverjum ástæðum ekki þótt ástæða til að halda nafni hans á lofti með útgáfu safnplatna með úrvali laga hans, sem er undarlegt því Sigurður er sá listamaður hér á landi sem hefur gefið út hvað flestar plötur en hátt í sjötíu 78 snúninga plötur…

Skeint til blóðs (um 1980)

Glatkistan hefur í fórum sínum lista yfir fjöldann allan af einkennilegum hljómsveitanöfnum sem litlar eða engar heimildar finnast um og er hljómsveitin Skeint til blóð, sem var að öllum líkindum pönksveit starfandi í kringum íslensku pönksenuna um 1980, ein af þeim. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar,…

Skattsvikararnir (1994)

Sumarið 1994 starfaði hljómsveit um nokkurra vikna skeið sem bar heitið Skattsvikararnir en sveitin var eins konar undirleikarasveit Sigtryggs Baldurssonar í gervi Bogomils Font. Bogomil Font hafði sungið með Milljónamæringunum áður en Sigtryggur fluttist vestur um haf haustið 1993 en þegar hann kom til Íslands í frí sumarið 1994 stofnaði hann Skattsvikarana sem lék á…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] (1930-)

Dagskrárliðurinn Síðasta lag fyrir fréttir er án nokkurs vafa elsti dagskrárliður útvarps hér á landi en hann hefur verið viðhafður hjá Ríkisútvarpinu nánast frá upphafi stofnunarinnar þótt vissulega hafi það ekki verið alveg samfleytt og án breytinga. Það mun hafa verið á upphafsdögum Útvarpsins, nánar til tekið á sjöunda starfsdegi þess síðla árs 1930 sem…

Síðan skein sól en svo fór að rigna en það er allt í lagi því mér finnst rigningin góð (um 1990)

Þeir lesendur Glatkistunnar sem vita eitthvað um málið mættu gjarnan senda vefsíðunni línu um pönksveit sem starfaði í kringum 1990 undir nafninu Síðan skein sól en svo fór að rigna en það er allt í lagi því mér finnst rigningin góð. Hér vantar allar upplýsingar um sveitarmeðlimi, manna- og hljóðfæraskipan, staðsetningu, starfstíma og annað sem…

Skapti (1969-70)

Hippasveit sem bar nafnið Skapti var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1969-70, jafnvel lengur. Skapti lék á einhverjum samkomum norðan heiða og var skipuð fimm meðlimum, Kristján Pétur Sigurðsson gítarleikari og Helgi Hannesson gítarleikari voru tveir þeirra en ekki finnast upplýsingar um hina þrjá, því er óskað eftir þeim upplýsingum hér með.

Skátar [1] (1987)

Skátar voru skammlíf djasshljómsveit sem starfaði í fáeina mánuði árið 1987. Skátar munu hafa komið fyrst fram um verslunarmannahelgina það árið en sveitin lék þá í Reykjavík, þar voru meðlimir hennar Friðrik Karlsson gítarleikari, Pétur Grétarsson trommuleikara og Birgir Bragason bassaleikari en þeir höfðu sér þá til fulltingis forláta slagverks- eða trommuheila einnig. Ekki liggur…

Afmælisbörn 20. október 2021

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á stórafmæli en hún er fimmtug í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp…

Lame dudes í Húsi Máls og menningar

Blásið verður til tónleika í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í kvöld, mánudagskvöldið 18. október en þá munu Lame dudes stíga á svið og leika eigið efni, nýtt og gamalt í bland við valin kóverlög. Lame dudes skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson söngvari og gítarleikari, Jakob Viðar Guðmundsson gítarleikari, Kolbeinn Reginsson bassaleikari, Gauti…

Afmælisbörn 18. október 2021

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Afmælisbörn 16. október 2021

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies…

Afmælisbörn 15. október 2021

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og átta ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Sigurður Ólafsson [1] (1916-93)

Baritón-söngvarinn Sigurður (Jón) Ólafsson er með þekktari söngvurum íslenskrar tónlistarsögu, hann var fjölhæfur í list sinni, söng dægurlög jafnt á við klassík og allt þar á milli og þótti jafn hæfur á allar þær hliðar. Fjöldi platna kom út með söng Sigurðar og mörg laga hans hafa öðlast sígildi og heyrast reglulega spiluð á ljósvakamiðlum,…

Sigurður Ólafsson – Efni á plötum

Sigurður Ólafsson – Hvar varstu í nótt / Litli vin [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 13 Ár: 1952 1. Hvar varstu í nótt 2. Litli vin Flytjendur: Sigurður Ólafsson – söngur hljómsveit Bjarna Böðvarssonar: – Bjarni Böðvarsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]   Sigurður Ólafsson – Komdu, þjónn / Meira…

Sigurður Þórarinsson (1912-83)

Dr. Sigurður Þórarinsson (1912-83) sem margir hinna eldri muna eftir úr sjónvarpsviðtölum með rauða skotthúfu við eldstöðvar og á jöklum, var jarðvísindamaður og virtur fyrir rannsóknir sínar og fræðistörf, hann ritaði fjöldann allan af fræðigreinum og -bókum og var þekktur sem slíkur en hann var einnig kunnur fyrir sönglagatexta sína sem skipta tugum, margir þeirra…

Sigurður Sigurjónsson – Efni á plötum

Úllen dúllen doff – Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 133 / 794 / SGCD 133 Ár: 1980 / 1992 1. þáttur: Afhending færeyska jólatrésins – Menning og list í Skepnufirði 2. þáttur: Á Sánkti Bernharðssjúkrahúsinu – Öldrunardeildin – Fyrri heimsóknartími – Seinni heimsóknartími 3. þáttur: Húð og hitt – Misminni – Lyfjagjöf…