Ben Waters í Húsi Máls og menningar

Föstudagskvöldið 29. október kemur boogie-woogie píanósnillingurinn Ben Waters fram í Húsi Máls og menningar ásamt hljómsveit og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.

Píanóleikarinn og söngvarinn Ben Waters spilar kraftmikið boogie-woogie, blús og rokk og ról í anda gömlu meistaranna en hann hefur spilað ötullega síðustu áratugi (í kringum 250 tónleika á ári) og er um þessar mundir í hljómsveit Ronnie Wood (and his Wild Five). Hann hefur gefið út plötu með meðlimum Rolling stones og er þessa dagana að spila með Jeff Beck, og var um árabil í hljómsveitinni A, B, C & D of Boogie-Woogie með Charlie Watts heitnum.  Upphafið af kynnum hans og Rolling stones var plata sem hann gerði til heiðurs Ian Stewart, sem var einn af stofnendum Rolling stones, allir meðlimir sveitarinnar spiluðu á þeirri plötu.

Miðar á tónleikana eru seldir í Húsi Máls og menningar og er miðaverðið kr. 2.900.