Sigurjón Brink (1974-2011)

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink (Sjonni Brink) var hæfileikaríkur og fjölhæfur listamaður sem hafði um nokkurra ára skeið smám saman verið að skapa sér nafn í tónlistarheiminum þegar hann féll frá aðeins 36 ára gamall, fáeinum dögum áður en lag hans var flutt í undankeppni Eurovision keppninnar hér heima. Hans nánasta fólk ákvað að halda nafni hans…

Sigurjón Steinsson – Efni á plötum

Sigurjón Steinsson – Dansið þið sveinar Útgefandi: Sigurjón Steinsson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2010 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sigurjón Steinsson – harmonikka [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Sigurður Þórðarson [1] (1895-1968)

Sigurður Þórðarson tónskáld og kórstjórnandi vann mikið og merkilegt starf í íslensku tónlistarsamfélagi um margra áratuga skeið á síðustu öld en hann var m.a. stofnandi og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur auk þess sem hann samdi fjöldann allan af þekktum lögum og tónverkum. Sigurður fæddist vorið 1895 en hann var frá bænum Söndum í Dýrafirði. Segja má…

Sigurjón Steinsson (1929-2017)

Sigurjón Steinsson var harmonikkuleikari, alþýðulistamaður sem lék á dansleikjum á yngri árum, hann tók aftur upp nikkuna á efri árum og gaf þá út plötu með harmonikkutónlist. Sigurjón eða Ninni eins og hann var iðulega kallaður var fæddur í Stíflu í Fljótum 1929 og bjó þar framan af ævi, það var svo árið 1961 sem…

Sigurjón Brink – Efni á plötum

Sigurjón Brink – Sjonni Brink Útgefandi: Sigurjón Brink Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Allt er ekki nóg (Ekkert er of mikið) 2. Flökkuhjartað 3. Brosið þitt lýsir mér leið 4. Lífið er stutt 5. Þú ert falleg 6. Við þráum öll að hefja okkur hátt 7. Skuggaspil 8. Viltu bíða? 9. Kulnuð ást 10.…

Sigurður Þórðarson [1] – Efni á plötum

Óperettan Í álögum (Spellbound: An operette in four acts) – úr óperettuÚtgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 29 Ár: 1957 1. Act one – Scene: The sub-governor‘s home at Dalur 2. Act two – Scene: A warehouse 3. Act three – Scene: In the mountains 4. Act four – Scene: The sub-governor‘s home Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – einsöngur…

Sigurður Skagfield – Efni á plötum

Sigurður Skagfield – Friður á jörðu / Heimir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphon XS 42306 Ár: 1924 / 1928 1. Friður á jörðu 2. Heimir Flytjendur: Sigurður Skagfield – söngur Helge Bonnén – píanó                                      …

Sigurður Skagfield (1895-1956)

Tenórsöngvarinn Sigurður Skagfield er flestum gleymdur í dag enda hefur af einhverjum ástæðum ekki þótt ástæða til að halda nafni hans á lofti með útgáfu safnplatna með úrvali laga hans, sem er undarlegt því Sigurður er sá listamaður hér á landi sem hefur gefið út hvað flestar plötur en hátt í sjötíu 78 snúninga plötur…

Skeint til blóðs (um 1980)

Glatkistan hefur í fórum sínum lista yfir fjöldann allan af einkennilegum hljómsveitanöfnum sem litlar eða engar heimildar finnast um og er hljómsveitin Skeint til blóð, sem var að öllum líkindum pönksveit starfandi í kringum íslensku pönksenuna um 1980, ein af þeim. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, hverjir skipuðu hana og um hljóðfæraskipan hennar,…

Skattsvikararnir (1994)

Sumarið 1994 starfaði hljómsveit um nokkurra vikna skeið sem bar heitið Skattsvikararnir en sveitin var eins konar undirleikarasveit Sigtryggs Baldurssonar í gervi Bogomils Font. Bogomil Font hafði sungið með Milljónamæringunum áður en Sigtryggur fluttist vestur um haf haustið 1993 en þegar hann kom til Íslands í frí sumarið 1994 stofnaði hann Skattsvikarana sem lék á…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] (1930-)

Dagskrárliðurinn Síðasta lag fyrir fréttir er án nokkurs vafa elsti dagskrárliður útvarps hér á landi en hann hefur verið viðhafður hjá Ríkisútvarpinu nánast frá upphafi stofnunarinnar þótt vissulega hafi það ekki verið alveg samfleytt og án breytinga. Það mun hafa verið á upphafsdögum Útvarpsins, nánar til tekið á sjöunda starfsdegi þess síðla árs 1930 sem…

Síðan skein sól en svo fór að rigna en það er allt í lagi því mér finnst rigningin góð (um 1990)

Þeir lesendur Glatkistunnar sem vita eitthvað um málið mættu gjarnan senda vefsíðunni línu um pönksveit sem starfaði í kringum 1990 undir nafninu Síðan skein sól en svo fór að rigna en það er allt í lagi því mér finnst rigningin góð. Hér vantar allar upplýsingar um sveitarmeðlimi, manna- og hljóðfæraskipan, staðsetningu, starfstíma og annað sem…

Skapti (1969-70)

Hippasveit sem bar nafnið Skapti var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1969-70, jafnvel lengur. Skapti lék á einhverjum samkomum norðan heiða og var skipuð fimm meðlimum, Kristján Pétur Sigurðsson gítarleikari og Helgi Hannesson gítarleikari voru tveir þeirra en ekki finnast upplýsingar um hina þrjá, því er óskað eftir þeim upplýsingum hér með.

Skátar [1] (1987)

Skátar voru skammlíf djasshljómsveit sem starfaði í fáeina mánuði árið 1987. Skátar munu hafa komið fyrst fram um verslunarmannahelgina það árið en sveitin lék þá í Reykjavík, þar voru meðlimir hennar Friðrik Karlsson gítarleikari, Pétur Grétarsson trommuleikara og Birgir Bragason bassaleikari en þeir höfðu sér þá til fulltingis forláta slagverks- eða trommuheila einnig. Ekki liggur…

Afmælisbörn 20. október 2021

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona á stórafmæli en hún er fimmtug í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…