Skátar [1] (1987)

Skátar

Skátar voru skammlíf djasshljómsveit sem starfaði í fáeina mánuði árið 1987.

Skátar munu hafa komið fyrst fram um verslunarmannahelgina það árið en sveitin lék þá í Reykjavík, þar voru meðlimir hennar Friðrik Karlsson gítarleikari, Pétur Grétarsson trommuleikara og Birgir Bragason bassaleikari en þeir höfðu sér þá til fulltingis forláta slagverks- eða trommuheila einnig. Ekki liggur fyrir hvers konar djass Skátar léku.

Þegar sveitin kom aftur fram síðar um haustið 1987 hafði Kjartan Valdemarsson píanóleikari bæst í hópinn.