Afmælisbörn 11. október 2021

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og þriggja ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…