Sigurður Karlsson (1950-)

Trommuleikarinn Sigurður Karlsson eða Siggi Karls eins og hann var oft nefndur var einn allra besti trymbill áttunda áratugar síðustu aldar á Íslandi, lék með fjölda þekktra hljómsveita og var vinsæll session maður, óregla varð til að hann dró sig alltof snemma í hlé frá trommuleiknum en fjöldi útgefinna platna með leik hans er ágætur…

Sigurður Karlsson – Efni á plötum

Siggi – Veruleiki? Útgefandi: Sigurður Karlsson Útgáfunúmer: Veran SK 01 Ár: 1982 1. Beirút 2. Hvað er maður? 3. Hvert stefnum við? 4. I 5. Beirút í blóma Flytjendur: Sigurður Karlsson – trommur, söngur, upplestur [?] Pálmi Gunnarsson – söngur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Sigurður Lyngdal (1948-2020)

Sigurður Einar Reynisson Lyngdal (f. 1948) var lengst af kennari við Hólabrekkuskóla, virkur í félagslífi nemenda sinna og áhugamaður um leiklist. Sigurður kom ekkert sérstaklega að tónlist en eftir hann liggja samt sem áður tvær plötur. Í tilefni af fimmtugs afmæli sínu sumarið 1998 sendi Sigurður út boðskort í formi geisladisks sem bar titilinn Í…

Sigurður Nordal – Efni á plötum

Sigurður Nordal og Jón Helgason – Sigurður Nordal og Jón Helgason lesa úr verkum sínum Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Parlophone-Odeon CPMA 10 Ár: 1964 1. Sigurður Nordal – Ferðin sem aldrei var farin 2. Jón Helgason – Áfangar / Í vorþeynum / Ég kom þar / Á afmæli kattarins / Lestin brunar / Á fjöllum /…

Sigurður Nordal (1886-1974)

Sigurður Nordal prófessor (1886-1974) var einn mesti fræðimaður 20. aldarinnar á sviði íslenskra fræða og rannsóknir hans, kenningar og greinar og önnur skrif marka ýmis skil í skilningi okkar á sögu okkar Íslendinga, einkum tengdri bókmentum. Þekktustu fræðiverk hans er líklega Íslenzk menning og Íslenzk lestrarbók – Samhengið í íslenskum bókmenntum. Sigurður var ekki aðeins…

Sigurður Markan – Efni á plötum

Sigurður Markan [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1021 Ár: 1930 1. Söngur víkinganna 2. Nótt (Nú ríkir kyrrð) Flytjendur: Sigurður Markan – söngur Franz Mixa – píanó     Sigurður Markan [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1022 Ár: 1930 1. Rósin 2. Góða veizlu gera skal 3. Kindur jarma í kofunum…

Sigurður Markan (1899-1973)

Baritónsöngvarinn Sigurður Markan var af frægri tónlistarætt, bróðir Einars, Elísabetu og Maríu Markan sem öll voru þekktir söngvarar en Sigurður fetaði aldrei söngslóðina að neinu marki heldur hafði sönginn aðeins samhliða öðrum störfum. Sigurður Einarsson Markan fæddist í Ólafsvík haustið 1899 en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þegar hann var ellefu ára gamall. Ekki liggja fyrir…

Sigurður Lyngdal – Efni á plötum

Sigurður Lyngdal – Í réttum takti Útgefandi: Sigurður Lyngdal Útgáfunúmer: SL 001 CD Ár: 1998 1. Afmælisboð: Sigurður Lyngdal 50 ára 2. Can‘t help falling in love 3. Nótt eftir nótt 4. Papirsklip 5. Lucky lips 6. Marína 7. Pípan 8. Ruby Tuesday 9. I saw her standing there 10. You better move on 11.…

Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði (um 1945)

Um miðjan fimmta áratug síðustu aldar starfaði á Ólafsfirði blandaður kór sem hugsanlega var kallaður Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði. Tildrög hans voru þau að Sigursveinn D. Kristinsson stjórnaði blönduðum kór á hátíðarhöldum á Ólafsfirði sem haldin voru í tilefni af Lýðveldishátíðinni 1944. Eftir þau hátíðarhöld starfaði kórinn eitthvað áfram, að öllum líkindum undir fyrrgreindu nafni…

Sjarmör (1993-94)

Veturinn 1993-94 starfaði sveiflutríóið Sjarmör en sú sveit var angi af Sniglabandinu sem þá naut töluverðra vinsælda. Sjarmör-tríóið var skipuð þeim Þorgils Björgvinssyni gítar- og bassaleikara, Pálma J. Sigurhjartarsyni píanó- og bassaleikara og Einari Rúnarssyni harmonikku- og bassaleikara, þeir félagar sáu allir um að syngja.

Samkór Verkalýðsfélags Borgarness (1983-86)

Blandaður kór var stofnaður innan Verkalýðsfélags Borgarness haustið 1983 og hóf þá æfingar undir stjórn Björns Leifssonar sem stjórnaði honum fyrsta árið en þá tók Ingibjörg Þorsteinsdóttir við stjórn hans. Kórinn sem hét einfaldlega Samkór Verkalýðsfélags Borgarness og var skipaður milli tuttugu og þrjátíu manns, kom fyrst fram opinberlega vorið 1984 og söng mestmegnis á…

Sjálfstæðishúsið við Austurvöll [tónlistartengdur staður] (1946-63)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Sjálfstæðishúsið við Austurvöll er vafalaust einn þekktasti staður sinnar tegundar í íslenskri tónlistar- og menningarsögu en þar fóru fjölmennir dansleikir fram um og upp úr miðri síðustu öld. Síðar var þar skemmtistaðurinn Sigtún og enn síðar Nasa. Húsið sjálft á sér langa sögu, það var upphaflega byggt árið 1878 af Helga Helgasyni…

Sjáumst í sundi (1991-94)

Hljómsveitin Sjáumst í sundi (einnig nefnd SSund) starfaði við Menntaskólann á Laugarvatni á árunum 1991 til 94, hugsanlega lengur og lék bæði á dansleikjum innan skólans og utan hans, var m.a. fastur liður á útihátíðinni Bubbu sem fyrrverandi nemendur skólans héldu úti um nokkurra ára skeið. Meðlimir sveitarinnar voru Ívar Þormarsson söngvari og gítarleikari, Daði…

Sjóræningjarnir Júpiter (um 1982)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pönksveit sem gæti hafa borið nafnið Sjóræningarnir Júpiter, fremur en að þetta hafi verið tvær sveitir. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma, myndefni og hvaðeina sem á heima í umfjöllun um slíka sveit.

Afmælisbörn 6. október 2021

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…