Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði (um 1945)

Um miðjan fimmta áratug síðustu aldar starfaði á Ólafsfirði blandaður kór sem hugsanlega var kallaður Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði.

Tildrög hans voru þau að Sigursveinn D. Kristinsson stjórnaði blönduðum kór á hátíðarhöldum á Ólafsfirði sem haldin voru í tilefni af Lýðveldishátíðinni 1944. Eftir þau hátíðarhöld starfaði kórinn eitthvað áfram, að öllum líkindum undir fyrrgreindu nafni en upplýsingar um starfsemi hans eru afar takmarkaðar. Kórinn gæti hafa starfað til haustsins 1946 en þá flutti Sigursveinn til Reykjavíkur.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þennan kór.