Sjarmör (1993-94)

Sjarmör

Veturinn 1993-94 starfaði sveiflutríóið Sjarmör en sú sveit var angi af Sniglabandinu sem þá naut töluverðra vinsælda.

Sjarmör-tríóið var skipuð þeim Þorgils Björgvinssyni gítar- og bassaleikara, Pálma J. Sigurhjartarsyni píanó- og bassaleikara og Einari Rúnarssyni harmonikku- og bassaleikara, þeir félagar sáu allir um að syngja.