Kredit (1990-94)

engin mynd tiltækHljómsveitin Kredit frá Akureyri var starfandi á árunum 1990 – 1994, en 1993 átti sveitin lag á safnplötunni Landvættarokk. Á þeirri plötu var Kredit skipuð þeim Hauki Pálmasyni söngvara og trommuleikara, Ágústi Böðvarssyni bassaleikara og Ingvari Valgeirssyni gítarleikara. Einnig var Haraldur Davíðsson söngvari í sveitinni.

Sigurður Ingimarsson var fyrsti söngvari og gítarleikari sveitarinnar en ekki er ljóst hvenær Haraldur kom inn í hana, Arne Henrikson var trommuleikari um tíma.