Afmælisbörn 27. október 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan…

Slikk (1998)

Hljómsveitin Slikk var skammlíft tríó sem starfaði í fáeina mánuði árið 1998. Slikk tók til starfa snemma um vorið og lék á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu fram á mitt sumar en hætti þá störfum, meðlimir sveitarinnar voru Ingvar Valgeirsson söngvari og gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Georg Bjarnason bassaleikari.

Scandall (2001-05)

Hljómsveit sem bar nafnið Scandall (Skandall) starfaði með hléum á árunum 2001 til 2005, og skartaði hún meðlimum úr þekktum sveitaballahljómsveitum sem þá voru í fríi, sveitin spilaði mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu en lék þó eitthvað lítillega á landsbyggðinni. Scandall var stofnuð í upphafi árs 2001 eða í lok ársins á undan og voru meðlimir hennar…

Brilljantín (1997-98)

Dúettinn Brilljantín skemmti á öldurhúsum borgararinnar 1997 og 98. Það voru þeir Ingvar Valgeirsson gítarleikari og söngvari og Sigurður Már [?] hljómborðsleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn sem starfaði í þeirri mynd frá upphafi ársins 1997 og eitthvað fram eftir ári. Ári síðar birtist dúettinn aftur en þá var Sigurður Anton [?] bassaleikari með Ingvari.…

Tópaz [1] (1999-2002)

Hljómsveitin Tópaz frá Keflavík gerði ágæta tilraun til að komast inn á sveitaballamarkaðinn um aldamótin, sendi frá sér lög og myndbönd og vakti athygli fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Varði fer á vertíð en lognaðist útaf áður en eitthvað meira gerðist. Sveitin var stofnuð haustið 1999 í Keflavík og fór þá þegar að vekja athygli…

Óvænt ánægja [2] (1994)

Óvænt ánægja var hljómsveit starfandi á Akureyri. Meðlimir hennar voru Ármann Einarsson, Haukur Pálmason og Ingvar Valgeirsson en ekki liggur fyrir hvaða hlutverk hver og einn hafði í sveitinni. Sveitin var að öllum líkindum skammlíf.

Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.

Kredit (1990-94)

Hljómsveitin Kredit frá Akureyri var starfandi á árunum 1990 – 1994, en 1993 átti sveitin lag á safnplötunni Landvættarokk. Á þeirri plötu var Kredit skipuð þeim Hauki Pálmasyni söngvara og trommuleikara, Ágústi Böðvarssyni bassaleikara og Ingvari Valgeirssyni gítarleikara. Einnig var Haraldur Davíðsson söngvari í sveitinni. Sigurður Ingimarsson var fyrsti söngvari og gítarleikari sveitarinnar en ekki…

Nasistamellurnar (2002-03)

Nasistamellurnar, dúett þeirra Stefáns Arnar Gunnlaugssonar píanóleikara og söngvara og Ingvars Valgeirssonar gítarleikara og söngvara, starfaði 2001 – 2003 en þá skemmtu þeir félagar aðallega á pöbbum þar sem þeir spiluðu tónlist úr ýmsum áttum. Nafnið Nasistamellurnar mun eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á fólki og svo fór að þeir komu fram undir lokin undir…