Karl Marx (2000)

Karl Marx var einsmannssveit Árna Jóhannessonar (Equal) í Músíktilraunum árið 2000. Tónlistina skilgreindi hann sem eins konar housetechno. Karl Marx komst ekki í úrslit.

Karlakór alþýðu [1] (1932-38)

Karlakór alþýðu var kór jafnaðarmanna og sósíalista en hann starfaði í nokkur ár á fjórða áratugnum í Reykjavík og lagði einkum áherslu á lög við hæfi s.s. jafnaðarmanna- og ættjarðarsöngva. Hann var með fyrstu starfandi karlakórum á Íslandi. Kórinn hóf æfingar haustið 1932 en var ekki stofnaður formlega fyrr en eftir áramótin 1932-33. Jón Ísleifsson…

Karlakór alþýðu [2] (1997)

Karlakór með þessu nafni söng við hátíðarhöld í Reykjavík á verkalýðsdeginum 1. maí 1997. Engar upplýsingar er þó að finna um þennan karlakór og hefur hann að öllum líkindum aðeins sungið við þetta eina tækifæri.

Karlakór Eyfellinga [1] (1939)

Karlakór Eyfellinga starfaði í Eyjafjallahreppi árið 1939 en engar upplýsingar er að finna um hann, hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.

Karlakór Eyfellinga [2] (1984)

Karlakór var starfandi í Eyjafjallahreppum 1984 og söng m.a. við vígslu félagsheimilisins Heimalands 1984. Þá var Viðar Bjarnason kórstjórnandi. Ekki liggur fyrir hversu lengi sá kór starfaði en líklega var það einungis um skamman tíma.

Karlakórinn Glaður (1933 -)

Karlakórinn Glaður var stofnaður á Eskifirði 1933 og er enn starfandi eftir því sem best er vitað. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þennan merka kór en hann mun vera meðal elstu karlakóra landsins. Vitað er að Hjalti Guðnason stjórnaði honum um árabil, a.m.k. á sjötta áratugnum, Friðrik Árnason var einhvern tímann stjórnandi…

Karpet (1998)

Hljómsveitin Karpet keppti 1998 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Sama ár kom lag með sveitinni út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir sveitarinnar voru Kristófer Jensson söngvari, Hallgrímur Jón Hallgrímsson bassaleikari, Arnar Ingi Hreiðarsson trommuleikari, Eyþór Skúli Jóhannesson gítarleikari og Egill Árni Hübner gítarleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Karpet.

Kátir strákar (1936-40)

Á Akranesi var starfandi danshljómsveit – sú fyrsta sinnar tegundar þar í bæ, stofnuð haustið 1936 og mun hafa leikið á böllum á Skaganum og nágrenni. Meðlimir sveitarinnar sem var tríó, voru Theódór Einarsson harmonikkuleikari (kunnur dægurlaga- og textahöfundur), Sigurður B. Sigurðsson harmonikkuleikari og Guðjón Bjarnason trommuleikari. Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari virðist einnig hafa komið við…

Keldusvínin (1991-92)

Tríóið Keldusvínin frá Reykjavík og Húsavík starfaði á árunum 1991 og 92. Síðara árið keppti sveitin í Músíktilraunum en gerði þar engar rósir, í kjölfarið heyrðist ekkert frá sveitinni. Bergþór Hauksson bassaleikari og söngvari, Ármann Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún spilaði í tilraununum.

Kiðlingur (1998)

Hljómsveitin Kiðlingur var starfandi 1998 og tók þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík það árið. Meðlimir voru Björgvin Eyjólfur Ágústsson bassaleikari, Hannes Óli Ágústsson söngvari, Viðar Eiríksson trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Lag með sveitinni kom út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Kjarabót [1] (1978-80)

Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…

Kjarnar (1965-)

Hljómsveitanafnið Kjarnar kemur nokkuð víða við í fjölmiðlum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Ekki er ljóst út frá heimildum hvort um eina eða fleiri hljómsveitir er að ræða og hér er því haldið opnu. Vitað er um bítlasveit frá Akranesi sem starfandi var haustið 1965 en meðlimir þeirrar sveitar voru á gagnfræðiskóla aldri, þeir voru…

Kling klang kvintett (1936-45)

Kling klang kvintettinn naut mikilla vinsælda á stríðsárunum og hefðu vinsældir hans eflaust orðið á borð við MA-kvartettsins hefðu þeir gefið út plötur. Úr því varð þó aldrei. Kling klang sem var söngkvintett, var stofnaður 1936 af nokkrum félögum úr Kátum félögum sem var eins konar uppeldiskór fyrir Karlakórinn Fóstbræður. Lengst af voru félagarnir fimm…

Klotera (1997)

Klotera er hljómsveit starfandi 1997 en það árið keppti hún í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, sem þá var haldin í fyrsta skipti. Lag með sveitinni rataði síðan í kjölfarið á safnplötuna Rokkstokk 97. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hljómsveitina.

Konsert (1986)

Hljómsveitin Konsert tók þátt í Músíktilraunum vorið 1986 en komst þar ekki í úrslit. Í sveitinni voru Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (SSSól, Rauðir fletir o.fl.), Valdimar Bragi Bragson gítarleikari (Rauðir fletir, Nýdönsk), Hermann Jónsson bassaleikari (Rauðir fletir), Bergur Már Bernburg hljómborðsleikari (Nýdönsk), Sturla [?], og Jói [Jóhann Sigfússon?]. Ekki er ljóst á hvaða hljóðfæri þeir tveir…

Kópabandið (1976-79)

Kópabandið var níu manna sveit, afsprengi Skólahljómsveitar Kópavogs og starfaði líklega á árunum 1976-79. Þessi sveit hafði að geyma nokkra meðlimi sem síðar áttu eftir að vekja athygli á öðrum vettvangi í tónlistarheiminum s.s. Birgir Baldursson trommuleikara og Jóhann Morávek bassaleikara og kórstjórnanda. Einnig er hugsanlegt að Sigurður Flosason saxófónleikari hafi verið í Kópabandinu en…

Kórak (1992)

Hljómsveitin Kórak var skammlíf sveit, starfaði líklega einungis um nokkurra mánaða skeið 1992. Meðlimir sveitarinnar áttu þó flestir eftir að gera garðinn frægan annars staðar en þeir voru Gunnar Þór Jónsson gítarleikari (Sóldögg o.fl.), Tómas H. Jóhannsson trommuleikari (Tríó Jóns Leifs, Sálin hans Jóns míns o.fl.), Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari (Víbrar[2]), Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari (Brak o.fl.)…

Kraumfenginn (2000)

Bjarki Þór Guðmundsson trommuleikari, Þorsteinn Gíslason gítarleikari, Hallur H. Jónsson hljómborðsleikari, Sigurbjörn Gíslason [?], Sturlaugur A. Gunnarsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson saxófónleikari skipuðu hljómsveitina Kraumfenginn en hún keppti í Músíktilraunum árið 2000. Þrátt fyrir að sveitin kæmist ekki áfram í úrslit var Hallur kjörinn besti hljómborðsleikari tilraunanna í það skiptið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…

Kredit (1990-94)

Hljómsveitin Kredit frá Akureyri var starfandi á árunum 1990 – 1994, en 1993 átti sveitin lag á safnplötunni Landvættarokk. Á þeirri plötu var Kredit skipuð þeim Hauki Pálmasyni söngvara og trommuleikara, Ágústi Böðvarssyni bassaleikara og Ingvari Valgeirssyni gítarleikara. Einnig var Haraldur Davíðsson söngvari í sveitinni. Sigurður Ingimarsson var fyrsti söngvari og gítarleikari sveitarinnar en ekki…

Kristbjörg Löve (1947-2002)

Söngkonan Kristbjörg (Didda) Þorsteinsdóttir Löve var mörgum unnendum gömlu dansanna kunn en hún var söngkona í mörgum vinsældum danshljómsveitum á áttunda og níunda áratug 20. aldarinnar. Kristbjörg (f. 1947) hóf að syngja með danshljómsveitum um 1970, fyrst með G.P. kvintettnum en síðar með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Gunnars Ormslev, Jóns Páls Bjarnasonar (á Hótel…

Kruml (1999)

Hljómsveitin Kruml úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1999 og var þá skipuð þeim Agnari Burgess söngvara, Jóni Þór Ólafssyni gítarleikara, Steingrími Þórarinssyni bassaleikara og Davíð Erni Hlöðverssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki í úrslit.

Kvartett Gunnars Ormslev (um 1950)

Kvartett Gunnars Ormslev var starfandi í kringum miðja 20. öldina. Hann var skipaður þeim Árna Elfar píanóleikara, Jóni Sigurðssyni bassaleikara, Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara og Gunnari sjálfum sem lék á tenórsaxófón. Til eru upptökur með kvartettnum og m.a. má heyra þá leika á plötunni Jazz í 30 ár sem gefin var út í minningu Gunnars.…

Kvass [1] (1987-88)

Hljómsveit starfandi 1987 í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Viðarsson gítarleikari, Kristinn Þór Erlendsson bassaleikari, Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari, Svavar Guðmundsson hljómborðsleikari og Jón Þór Sturluson söngvari og trompetleikari skipuðu sveitina sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna vorið 1987 (á eftir Stuðkompaníinu og Metan). Sama sumar keppti sveitin í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina og lenti þar…

Kvikmyndatónlist á Íslandi [annað] (1950-)

Kvikmyndir eiga sér ekki mjög langa sögu á Íslandi, og því síður kvikmyndatónlist. Það hefur þó aukist á síðustu árum að kvikmyndagerðarmenn hafi lagt metnað sinn í að vinna tónlist við myndir sínar og um leið lagt á það áherslu að tónlistin sé gefin út samhliða sýningu myndanna. Hér verður einungis stiklað á stóru um…