Kópabandið (1976-79)

engin mynd tiltækKópabandið var níu manna sveit, afsprengi Skólahljómsveitar Kópavogs og starfaði líklega á árunum 1976-79.

Þessi sveit hafði að geyma nokkra meðlimi sem síðar áttu eftir að vekja athygli á öðrum vettvangi í tónlistarheiminum s.s. Birgir Baldursson trommuleikara og Jóhann Morávek bassaleikara og kórstjórnanda. Einnig er hugsanlegt að Sigurður Flosason saxófónleikari hafi verið í Kópabandinu en um aðra er ekki vitað.

Sveitin lék líklega ekki oft opinberlega en önnur sveit, Swing-bræður var stofnuð upp úr henni og vakti nokkra athygli.