Gagnagrunnurinn í gagnið

Undanfarið hefur verið unnið að því að keyra inn efni í gagnagrunn Glatkistunnar og þegar þetta er skrifað hafa ríflega þúsund færslur verið settar þar inn. Gagnagrunnurinn kemur til með að geyma upplýsingar um hljómsveitir, kóra, lúðrasveitir, söngvara, tónskáld og annað sem tengist íslenskri tónlist, frá tólftu öld til okkar tíma. Efnið er að finna…

Afmælisbörn 20. janúar 2015

Tvö afmælisbörn koma við sögu dagsins: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextugur en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um tíma. Þórhallur (Laddi) tónlistarmaður og skemmtikraftur er 68 ára gamall, hann er…

Pottþétt serían [safnplöturöð] (1995-)

Haustið 1995 settu plötuútgáfurnar Spor og Skífan sameiginlega á fót safnplötuseríuna Pottþétt en hún hefur að geyma vinsæl lög, einkum erlend í bland við íslensk sem líkleg eru til vinsælda. Pottþétt-serían er fyrir löngu orðin lífseigasta safnplötuserían á Íslandi og telur orðið hátt í hundrað plötur, sem flestar eru tvöfaldar þannig að hver plata inniheldur…

Egla (1981)

Hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði skaut snögglega upp á stjörnuhimininn haustið 1981 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu en hún hvarf þaðan jafnharðan litlu síðar þegar plötugagnrýnin varð í neikvæðari kantinum. Sveitin var að líkindum stofnuð snemma árs 1981 og var skipuð þeim Ævari Agnarssyni söngvara og gítarleikara, Brynjari Þórðarsyni trommuleikara, Árna Óðinssyni…

Egla – Efni á plötum

Egla – Maður er manns gaman Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: SB 004 Ár: 1981 1. Daði dyravörður 2. Fríða 3. Fæðingarvottorðið 4. Rauðhetta og úlfurinn 5. Ég held að ég sé stónd 6. Raunir skrifstofumannsins 7. Síðasta lag fyrir fréttir 8. Maður er manns gaman 9. Játning 10. Missir 11. Stína 12. Söknuður Flytjendur Finnur Eydal…

F – Efni á plötum

F – Pakkaþukl [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Pakkaþukl 2. Stungið í stúf 3. Jólagrautur Flytjendur: Þórður Bogason – söngur Kjartan Guðnason – bassi Vignir Ólafsson – gítar Gústaf Guðmundsson – trommur Guðmundur Kristinn Höskuldsson – gítar Herdís [?] – engar upplýsingar Birgitta [?] – engar upplýsingar Kristinn [?] –…

F (1985)

Hljómsveitin F starfaði um miðjan níunda áratug 20. aldar og innihélt Þórð Bogason söngvara (Þrek o.fl.), Gústaf Guðmundsson trommuleikara, Vigni Ólafsson gítarleikara (Papar), Guðmund Höskuldsson gítarleikara og Kjartan Guðnason bassaleikara. Sveitin gaf út eina þriggja laga plötu sem bar titilinn Pakkaþukl. Á plötuumslagi þeirrar plötu stendur að allur hugsanlegur ágóði renni til Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit…