F (1985)

Hljómsveitin F

Hljómsveitin F starfaði um miðjan níunda áratug 20. aldar og innihélt Þórð Bogason söngvara (Þrek o.fl.), Gústaf Guðmundsson trommuleikara, Vigni Ólafsson gítarleikara (Papar), Guðmund Höskuldsson gítarleikara og Kjartan Guðnason bassaleikara.

Sveitin gaf út eina þriggja laga plötu sem bar titilinn Pakkaþukl. Á plötuumslagi þeirrar plötu stendur að allur hugsanlegur ágóði renni til Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit en upptökur fóru fram haustið 1985 í stúdíó Mjöt undir stjórn Jóns (Skugga) Steinþórssonar. Upplagið kláraðist.

Ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði.

Efni á plötum