Saga undankeppni Eurovision frá 1986

Í tilefni af því að undankeppni Eurovision 2015 er að hefjast um helgina er við hæfi að minna á að Glatkistan hefur að geyma sögu íslensku undankeppninnar frá upphafi hennar, 1986. Þar er hægt að finna upplýsingar um hvert og eitt lag undankeppnanna, alla keppendur, uppákomur og skemmtilegar staðreyndir allt til ársins 2009. Hér er…

3/4 (1983)

Hljómsveitin ¾ (Þrír fjórðu) er ein þeirra sveita sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1983, engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar. Hún komst í úrslit Músíktilraunanna.

69 á salerninu (1983)

Hljómsveitin 69 á salerninu starfaði haustið 1983 en þá var hún skráð í Músíktilraunir Tónabæjar, ekki er ljóst hvort sveitin tók þó þátt eða hverjir meðlimir hennar voru.

64U (1987)

Hljómsveitin 64U var starfandi sumarið 1987, hugsanlega í Skaftafellssýslu. Hún var skipuð ungum tónlistarmönnum en engar upplýsingar liggja fyrir hverjir það voru.

E.J. bandið (1996)

E.J. bandið var pöbbaband starfandi 1996 en það var samstarf Einars Jónssonar söngvara og gítarleikara og Færeyingsins Jens Tummas Næss söngvara og bassaleikara. Einar hafði áður starfað með Torfa Ólafssyni undir nafninu E.T. bandið. Þeir félagar störfuðu líkast til í stuttan tíma og höfðu með sér trommuheila til uppfyllingar.

E.T. Bandið (1990-95)

E.T. bandið (ET bandið) lék á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar á árunum 1990-95, mest þó síðari hluta tímabilsins. Um var að ræða dúett þeirra Einars Jónssonar og Torfa Ólafssonar og léku þeir og sungu á gítar og hljómborð, stundum höfðu þeir gestasöngvara meðferðis en þar má nefna þau Bjarna Arason og Önnu Vilhjálms, svo einhver…

Ebro (1962)

Hljómsveitin Ebro (Ebró) var starfrækt á Akureyri sumarið 1962 og eitthvað fram á haustið. Ebro, sem hlaut nafn sitt af samnefndu fljóti á Spáni, skartaði söngvaranum Þorvaldi Halldórssyni en hann var þá rétt að verða átján ára og átti eftir að verða einn vinsælasti söngvari landsins. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hverjir aðrir skipuðu…

Edda Bernharðs (?)

Edda Bernharðs (Bernhards) var ein af mörgum ungum og efnilegum söngkonum sem komu fram á sjónarsviðið um það leyti sem rokkið barst til Íslands, og söng ásamt öðrum slíkum á söngskemmtunum veturinn 1957-58. Edda söng t.a.m. með KK-sextettnum, Hljómsveit Jose Riba, Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og Orion kvintett svo fáein dæmi séu tiltekin. Hún hvarf jafnskjótt…

Eftir myrkur (1992 / 1996)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Eftir myrkur og ekki er einu sinni víst að það hafi verið starfandi hljómsveit undir þessu nafni þrátt fyrir að út hafi komið lag með henni. Eftir myrkur átti lag á safnplötunni Gæðamolar, sem út kom 1996 og líklega var Pétur Hrafnsson söngvari forsprakki sveitarinnar en…

Eftirlitið (1988-91)

Hljómsveitin Eftirlitið starfaði í kringum 1990, hugði á plötuútgáfu og stóra drauma en varð lítið ágengt þótt henni auðnaðist að koma út lögum á safnplötum. Eftirlitið var stofnað snemma árs 1988 af þeim Davíð Frey Traustasyni söngvara og gítarleikara (sem hafði verið söngvari Rauðra flata), Gunnari Hilmarssyni bassaleikara, Einar Val Scheving trommuleikara og Braga Einarssyni…

Einar Sturluson – Efni á plötum

Einar Sturluson – Þú bláfjallageimur (x2) Útgefandi: Einar Sturluson og RÚV Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 1. Sólkveðja 2. Kvöld 3. Vor og haust 4. Ef engill ég væri 5. Þitt hjartans barn 6. Ó hve dýrleg er að sjá 7. Sem börn af hjarta viljum vér 8. Hin fegursta rós er fundin 9. Heims…

Einar Vigfússon (1927-73)

Einar Vigfússon var einn af fremstu sellóleikurum þjóðarinnar um árabil en hann féll frá á sviplegan hátt langt fyrir aldur fram. Einar var fæddur 1927, lærði fyrst á selló hér heima og vakti snemma athygli fyrir færni sína á hljóðfærið. Hann fór í framhaldsnám til London og kom heim úr námi 1949, þá tuttugu og…

Einar B. Waage (1924-76)

Einar B. Waage kontrabassaleikari var einn af frumkvöðlunum í íslensku tónlistarlífi á tuttugustu öldinni og var síðar framarlega í félagsstörfum fyrir Félag íslenskra hljómlistarmanna. Einar (Benediktsson) Waage fæddist 1924 en hann var af miklum tónlistarættum, móðir hans var Elísabet Einarsdóttir systir Einars, Sigurðar og Maríu Markan en allt var það mikið söngfólk. Af honum er…

Einar Sturluson (1917-2003)

Einar Sturluson tenórsöngvari gerði garðinn frægan með óperusöng hér heima og erlendis áður en hann varð að hætta vegna astma. Hann var flestum gleymdur þegar hann gaf út tvöfalda plötu með upptökum frá ýmsum tímum en hann var þá á níræðis aldri. Einar fæddist í Flóanum 1917, þótti snemma liðtækur söngvari, nam fyrst söng hér…

Else Brems – Efni á plötum

Stefán Íslandi og Else Brems Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV DB 5279 Ár: 1943 1. Mal reggendo all’ aspro assalto (úr óp. Il Trovatore) 2. Se m’ami ancor (úr óp. Il Trovatore) Flytjendur: Stefán Íslandi – söngur Else Brems – söngur Det kongelige kapel orkester – leikur undir stjórn Egisto Tango   Stefán Íslandi, Else Brems,…

Söngvakeppni Sjónvarpsins [3] (1987 – Hægt og hljótt / One more song) [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Söngvakeppni Sjónvarpsins – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 028 Ár: 1987 1. Halla Margrét Árnadóttir – Hægt og hljótt 2. Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdóttir – Lífsdansinn 3. Björgvin Halldórsson[1] – Ég leyni minni ást 4. Jóhann Helgason – Í blíðu og stríðu 5. Björgvin Halldórsson[2] – Mín þrá 6. Jóhanna Linnet – Sumarást Flytjendur: …

Afmælisbörn 30. janúar 2015

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er 63 ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður, t.a.m. Experiment,…