Eftir myrkur (1992 / 1996)

engin mynd tiltækLitlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Eftir myrkur og ekki er einu sinni víst að það hafi verið starfandi hljómsveit undir þessu nafni þrátt fyrir að út hafi komið lag með henni.

Eftir myrkur átti lag á safnplötunni Gæðamolar, sem út kom 1996 og líklega var Pétur Hrafnsson söngvari forsprakki sveitarinnar en aðrir sem komu að laginu voru Karl Jóhannsson Löve gítarleikari, Sævar Guðmundsson bassaleikari, Borgþór Rútsson hljómborðsleikari, Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og Birgir J. Birgisson hljómborðsleikari. Ekki er þó ljóst hvort þeir hafi allir verið meðlimir sveitarinnar.

Umrætt lag, Take me to the river, hafði að líkindum verið tekið upp nokkru áður eða 1992.