Spíritus (1992-94)

Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…

Glamúr (1997)

Tríóið Glamúr var skammlíf pöbbasveit af því er virðist en hún starfaði vorið 1997. Meðlimir Glamúrs voru þeir Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari [?], Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari [?] og Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari [?]. Glamúr virðist hafa verið sama sveit og gekk nokkru áður undir nafninu Ýktir.

Ýktir (1995-96)

Líftími hljómsveitarinnar Ýktra var ekki langur, spannaði einungis um tíu mánuði, og markaði sveitin engin spor í íslenskri tónlistarsögu þótt eflaust hefur verið stuð á böllum hennar. Ýktir voru stofnaðir í desember 1995 og var sveitin tríó allan tímann sem hún starfaði. Meðlimir tríósins voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og kassagítarleikari, Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari og…

Eftir myrkur (1992 / 1996)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Eftir myrkur og ekki er einu sinni víst að það hafi verið starfandi hljómsveit undir þessu nafni þrátt fyrir að út hafi komið lag með henni. Eftir myrkur átti lag á safnplötunni Gæðamolar, sem út kom 1996 og líklega var Pétur Hrafnsson söngvari forsprakki sveitarinnar en…