Ýktir (1995-96)

Ýktir1

Ýktir

Líftími hljómsveitarinnar Ýktra var ekki langur, spannaði einungis um tíu mánuði, og markaði sveitin engin spor í íslenskri tónlistarsögu þótt eflaust hefur verið stuð á böllum hennar.

Ýktir voru stofnaðir í desember 1995 og var sveitin tríó allan tímann sem hún starfaði. Meðlimir tríósins voru Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og kassagítarleikari, Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari og söngvari (Eftir myrkur, Sveitasynir o.fl.), og Birgir Jóhann Birgisson hljómborðs-, gítar- og bassaleikari (Sálin hans Jóns míns, Þúsund andlit o.fl.).

Sveitin lék líkast til eingöngu á höfuðborgarsvæðinu, lék eins konar stuðballtónlist fram á haustið 1996 en lagði þá upp laupana.