Steinunn Birna Ragnarsdóttir ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar
Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna tekur til starfa síðar í vor. Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún er píanóleikari að mennt. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum…