Afmælisbörn 31. maí 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fjörutíu og átta ára í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en í…

Afmælisbörn 30. maí 2015

Glatkistan hefur tvö afmælisbörn á sinni skrá í dag: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og eins árs í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar…

Leikhústónlist og kabarettlög

Búast má við mikilli dramatík og prímadonnustælum á síðustu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í vetur, þar sem leikhústónlist og kabarettlög úr smiðju Kurt Weill verða í aðalhlutverki. Þá mun Ingveldur Ýr Jónsdóttir flytja tónlist úr smiðju þýska söngleikjameistarans, en hún er þekkt fyrir að syngja jafnt óperutónlist sem söngleikja- og kabaretttónlist. Píanóleikari er Antonía Hevesi. Tónleikarnir…

Afmælisbörn 29. maí 2015

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er tuttugu og sex ára í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu hans Bubba…

This is Icelandic Indie Music vol. 3 kemur út á morgun

Safnplötuserían This Is Icelandic Indie Music hefur notið mikillar hylli meðal innlendra og erlendra tónlistarunnenda síðastliðin tvö ár og er nú komið að útgáfu þeirrar þriðju.  This Is Icelandic Indie Music Vol. 3 kemur í verslanir á geisladiski og á netveitur 29. maí næstkomandi.  Vínyllinn lendir svo um miðjan júní. This Is Icelandic Indie Music…

Afmælisbörn 28. maí 2015

Í gagnagrunni Glatkistunnar er að finna þrjú afmælisbörn í dag: Arnviður Snorrason raftónlistarmaður er þrjátíu og fimm ára í dag. Arnviður hefur gengið undir listamannsnafninu Exos og gefið út fjölmargar plötur undir því nafni, þekktust þeirra er My home is sonic, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út 2001. Arnviður er einnig trommuleikari í…

Afmælisbörn 27. maí 2015

Aðeins einn tónlistarmaður er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi á afmæli í dag en hann er þrjátíu og níu ára. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess…

Afmælisbörn 26. maí 2015

Tvö afmælibörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og fimm ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með…

Afmælisbörn 25. maí 2015

Í dag eru afmælisbörnin á skrá Glatkistunnar þrjú: Kristjana Stefánsdóttir söngkona er fjörutíu og sjö ára gömul. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með ballhljómsveitum á Suðurlandi á borð við…

Afmælisbörn 24. maí 2015

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari er sextíu og sjö ára á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um tugur platna…

Afmælisbörn 23. maí 2015

Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni er sextíu og eins árs. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann hefur plokkað bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju, Snillingunum og Sirkus Homma Homm. Tómas hefur einnig unnið…

Vök sendir frá sér þröngskífuna Circles

Hljómsveitin Vök gefur í dag út sína aðra þröngskífu, Circles. Sveitin er nýkomin heim eftir vel heppnaða ferð á The Great Escape tónlistarhátíðina í Brighton þar sem sveitin hefur hlotið frábæra dóma fyrir tónleika sína. Framundan eru tónleikar í Hörpu þar sem sveitin hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní og þá spilar sveitin á Hróaskelduhátíðinni…

Afmælisbörn 22. maí 2015

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fjögur talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er 56 ára. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig hefur Eva Ásrún sungið ófá…

Afmælisbörn 21. maí 2015

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fertug á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng Íris með hljómsveitinni Buttercup…

Afmælisbörn 20. maí 2015

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkóar, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata, Máradans, hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Óperan Peter Grimes í Hörpu

Óperan Peter Grimes eftir Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi næstkomandi föstudag, 22. maí í Eldborg í Hörpu. Tónleikauppfærslan er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin í þessari mögnuðu óperu, Stuart Skelton í titilhlutverkinu og Judith Howarth í hlutverki Ellen Orford, ásamt tíu…

Afmælisbörn 19. maí 2015

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tvö afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari sjötíu og níu ára gamall í dag, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en það mun þó vera oftar en nokkur annar undirleikari. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London í…

Afmælisbörn 17. maí 2015

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hrafn Pálsson píanó- og bassaleikari er sjötíu og níu ára gamall en hann lék með ýmsum þekktum hljómsveitum á árum áður, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, SOS tríóinu og Hljómsveit Svavars Gests svo fáeinar séu hér upp taldar. Hrafn var einnig virkur í…

Könnun – Í hvaða sæti lendir Unbroken í Eurovision 2015?

Nú er lokakeppni Eurovision 2015 í Austurríki á næsta leiti og því er ekki úr vegi að kanna hug lesenda um það hvernig íslenska laginu muni ganga. Íslenska lagið, Unbroken í flutningi Maríu Ólafsdóttur og Stop Wait Go, tekur þátt í síðari undankeppninni sem fram fer á fimmtudagskvöldið, fyrri undankeppnin fer hins vegar fram á…

Afmælisbörn 16. maí 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og eins árs gamall. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta plata hans…

Dagur Sig og Blúsband á Café Rosenberg

Dagur Sig og Blúsband munu leika á Café Rosenberg nk. miðvikudag. Dagur Sig og Blúsband er ungt og upprennandi blúsband. Hljómsveitin kom saman og spilaði á Blúshátíð 2015 og voru viðtökurnar svo góðar að ákveðið var að keyra bandið áfram. Dagur Sigurðsson söngvari bandsins á langan feril að baki þrátt fyrir ungan aldur og byrjaði…

Afmælisbörn 15. maí 2015

Aðeins eitt Glatkistuafmælisbarn er á skrá að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og sjö ára á þessum ágæta degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…

Afmælisbörn 14. maí 2015

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötugur. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu út um fjörutíu titlar undir útgáfumerki…

Afmælisbörn 13. maí 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag, báðir eru látnir: Einar Markússon píanóleikari og tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann fæddist 1922. Einar starfaði mestmegnis vestan hafs og fékk í raun aldrei neina viðurkenningu hér heima þrátt fyrir færni á sínu sviði. Einhverjar plötur komu út með honum ytra en litlar upplýsingar finnast um…

Afmælisbörn 12. maí 2015

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Helga Möller er 58 ára í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil sem trúbador og er…

Afmælisbörn 11. maí 2015

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er 42 ára. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó öðru fremur…

Afmælisbörn 10. maí 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og tveggja ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur árið…

Afmælisbörn 9. maí 2015

Í dag eru afmælisbörn dagsins fjögur talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er 88 ára gamall, hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur. Hilmar Örn Agnarsson organisti…

Foreign Land og Dirty Deal Bluesband á Café Rósenberg

Blúshljómsveitirnar Foreign Land (áður Marel Blues Project) og The Dirty Deal Bluesband munu troða upp á Café Rósenberg Klapparstíg, laugardaginn 9. maí. 22.00 – The Dirty Deal Bluesband 23.00 – Foreign Land Endilega mætið nú tímalega til að tryggja ykkur sæti! Það er einnig frábær matseðill á Café Rosenberg! Foreign Land eru: Brynjar Már Karlsson Einar Rúnarsson…

Afmælisbörn 8. maí 2015

Fimm afmælisbörn í tónlistarsögu Íslands eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er 65 ára í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff, Ríó tríó,…

Afmælisbörn 7. maí 2015

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað er 85 ára á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með rétta telja einn…

Afmælisbörn 6. maí 2015

Afmælisbörnin eru tvö að þessu sinni: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er 26 ára í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless en það var…

Afmælisbörn 5. maí 2015

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er 39 ára í dag. Hebbi er í Skítamóral eins og flestir ættu að vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum. Óskar Guðmundsson hljómsveitastjóri…

Afmælisbörn 4. maí 2015

Í dag koma fjögur afmælisbörn við sögu Glatkistunnar og þar af er eitt stórafmæli: Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) söngkona er áttræð á þessum degi en hún er kunnust fyrir upphaflegu útgáfuna af laginu um Bellu símamær. Adda kom upphaflega frá Suðureyri en fluttist á unglingsárunum til höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún vakti fljótlega athygli fyrir…

Blúskvöld á Café Rosenberg

Blúskvöld verður haldið á vegum Blúsfélags Reykjavíkur mánudagskvöldið 4. maí á Café Rosenberg klukkan 21. Fram koma Siggi Sig heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2015, Óskar Logi úr Vintage Caravan og Magnús píanóleikari vinur hans, Dóri Braga, Gummi P, Tryggvi Hübner, Jonni Ólafs, Biggi Baldurs og fleiri óvæntir gestir. Blúsdjamm ársins.

Afmælisbörn 3. maí 2015

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextugur á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan dag en hún…

Afmælisbörn 2. maí 2015

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thór Cortes tenórsöngvari er 41 árs gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur síðan sungið…

Afmælisbörn 1. maí 2015

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari er 32 ára en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig 32 ára en hann starfaði með Baldvini í hljómsveitinni Lokbrá, söng…